Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Blaðsíða 12
Menning þriðjudagur 14. ágúst 200712 Menning DV Guð á hvíta tjaldinu Málþing með yfirskriftinni Guð á hvíta tjaldinu fer fram á Kirkjulistahátíð í Hallgríms- kirkju í kvöld. Þingið er tileink- að sænska kvikmyndaleikstjór- anum Ingmar Bergman sem lést í júlí. Sýnd verða nokkur myndbrot úr kvikmyndum sem sýna Guð og guðlega nær- veru og fjallað um það hvernig kvikmyndagerðarmenn hafa í gegnum söguna sýnt Guð á hvíta tjaldinu sem persónu eða á annan hátt. Einnig verða kvikmyndir danska leikstjórans Carl Theodor Dreyer teknar sérstaklega til skoðunar. Mál- þingið hefst kl. 20. Elvis-tónleikar í Salnum Þrjátíu ár verða liðin nú á fimmtudaginn frá því Elvis Presley féll frá. Af því tilefni verða stórtónleikar í Salnum þar sem margir valinkunnir tónlistarmenn votta kónginum virðingu sína með flutningi á hans bestu lögum. Á meðal söngvara verða Friðrik Ómar, Margrét Eir og Regína Ósk. Hægt er að nálgast miða í síma 5 700 400 og á salurinn.is. Velgengni Arnaldar Indriðasonar heldur áfram: Kleifarvatn fær lofsamlega dóma Bresku blöðin Guardian og Mirr- or fjölluðu á dögunum stuttlega um bókina Kleifar- vatn, eða The Draining Lake eins og hún kall- ast á ensku, eftir Arnald Indriðason. Báðar umfjallanirnar voru á afar já- kvæðum nótum. Í grein Mirror, sem birtist síðast- liðinn föstudag, segir að það sé eng- in furða að bækur Arnaldar hafi náð þeim árangri sem raunin er víða um heim. Plott sögunnar sé sannfær- andi um leið og rannsökuð sé pól- itísk hugmyndafræði og brostnar vonir. Gagnrýnandi Guardian, Pet- er Guttridge, segir að allt of margar alþjóðlegar glæpasögur séu hreint ekki góðar. The Draining Lake sé undantekning á því. Að sögn Hólmfríðar Matthías- dóttur, réttindastjóra Eddu, kom Kleifarvatn út í Þýskalandi, Svíþjóð og Hollandi fyrir rúmlega tveimur mánuðum og hefur hlotið einróma lof. „Í Þýskalandi stökk hún strax inn í 13. sæti á þýska metsölulistanum. Fyrsta upplagið seldist strax upp og er annað upplag komið í dreifingu. Í Hollandi er bókin ein fjögurra glæpa- sagna sem hlotið hafa fimm stjörnur hjá hinu virta dagblaði Vrij Neder- land síðustu tólf mánuðina,“ seg- ir Hólmfríður. Í dómi í NRC Hand- elsblad, sem er eitt stærsta dagblað Hollands, segir svo meðal annars að Arnaldur sé keisari glæpasögunnar. kristjanh@dv.is „Tónleikarnir næsta vetur eiga að bera svolítinn keim af tónlist sem kemur frá Vínarborg. Þá erum við að tala um tónskáld eins og Beet- hoven, Mozart, Mahler og marga fleiri,“ segir Helga Hauksdóttir, tón- leikastjóri Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, en dagskrá næsta vetrar ligg- ur nú fyrir. Fjöldi tónleikanna er á bilinu 50 til 60, þar af eru 26 áskrift- artónleikar, og segir Helga það svip- aðan fjölda og undanfarin ár. Tvö stór nöfn væntanleg Að sögn Helgu er mikill fengur í tónleikum bandaríska píanóleik- arans Roberts Levin. „Hann er að- allega þekktur fyrir að vera mesti tónlistarhugsuðurinn í dag, ef svo má segja. Ég hugsa að Levin þekki tónlist Mozarts og Beethovens bet- ur en þeir sjálfir. Hann er líka einn af fáum sem impróvíserar á tónleik- um inn í verkin eins og menn gerðu í gamla daga. Hann er jafnvel sá eini í heiminum í dag sem gerir þetta.“ Helga nefnir líka breska tónskáld- ið og hljómsveitarstjórann Thom- as Adés. „Það má segja að hann sé stærsta nafn Englendinga í tónlist- arheiminum í dag. Til dæmis voru sjö listahátíðir í Evrópu í sumar sem voru helgaðar honum og hans tón- list,“ segir Helga. Frumflutningur á sinfóníu eftir Atla Heimi Sinfónían mun frumflytja nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Sinfóníu nr. 3, á Myrkum músík- dögum í febrúar. Þá verður einnig frumfluttur sellókonsert eftir John Speight. Vladimir Ashkenazy, heið- ursstjórnandi Sinfóníunnar, mun svo venju samkvæmt stjórna verki að eigin vali sem að þessu sinni er Missa solemnis eftir Beethoven. Helga segir núna mikla áherslu lagða á bláu tónleikaröðina sem kallast öðru nafni Tónsprotinn. „Þetta er svona fjölskyldutónleika- röð og er mjög fjölbreytt í ár. Um er að ræða ferna tónleika en þeir fyrstu eru eins konar náttfatagleði um miðjan dag þar sem spiluð verður tónlist sem tengist því. Það er mælst til þess að hljómsveitin og hljómsveitarstjórinn verði í nátt- fötum og áheyrendur mega mjög gjarnan gera það líka,“ segir Helga og bætir við að trúðurinn Barbara verði á öllum tónleikum Tónsprot- ans. Hættir í haust Helga lætur af störfum sem tón- leikastjóri Sinfóníunnar í haust eftir að hafa gegnt því starfi í sextán ár. Fjörutíu og sex ár eru hins vegar liðin síðan hún lék fyrst með hljóm- sveitinni og segist hún hafa sinnt alls kyns störfum innan Sinfóní- unnar síðan þá, til dæmis verið rót- ari og starfsmannastjóri. „Þegar ég ákvað á sínum tíma að hætta fannst mér það fínt en nú þegar þetta fer að nálgast finnst mér það svolít- ið skrítið. En koma tímar, koma ráð,“ segir Helga en hún hefur ekki ákveðið hvað hún tekur sér næst fyrir hendur. kristjanh@dv.is Dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands næsta vetur liggur nú fyrir. Að sögn Helgu Hauks- dóttur, tónleikastjóra Sinfóníunnar, er fjöldi tónleika á bilinu 50 til 60 og er fjölbreytnin mikil. Helga lætur af störfum í haust eftir að hafa starfað með Sinfóníunni í tæpa hálfa öld. Kúmen í Viðey Hin árlega Kúmenganga fer fram í Viðey í kvöld. Upp úr miðri átjándu öld gerði Skúli Magnússon landfógeti ýmsar ræktunartilraunir í Viðey sem gengu misvel en sú sem best heppnaðist var kúmenrækt. Í dag er mikið kúmen í Viðey sem dreifir sér vítt og breitt um eyjuna. Gestir eru eindregið hvattir til að taka með sér skæri og poka til kúmentínslu. Eftir göngu verður gestum boðið að bragða kúmenkaffi að hætti Viðeyinga. Gangan tekur um tvær klukkustundir, hefst með siglingu úr Sundahöfn kl.19.15 og kostar 800 kr. fyrir fullorðna en 400 kr. fyrir börn. Ísafold í Lang- holtskirkju Kammerhljómsveitin Ísa- fold heldur tvenna tónleika í Langholtskirkju á morgun og fimmtudag. Á efnisskránni verða tónlistarperlur bæði úr fortíð og nútíð og meðal ann- ars verður flutt nýtt verk eftir hljómsveitarstjórann, Dan- íel Bjarnason. Verkið heitir Öll hljóð bíða þagnar og var samið sérstaklega fyrir Ísafold. Einleikarar verða þau Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari ásamt tenórsöngv- aranum Braga Bergþórssyni. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Sinfónían á náttfötum Helga Hauksdóttir, tónleikastjóri Sinfóníu- hljómsveitar Íslands Helga lætur af störfum sem tónleikastjóri sinfóníunnar í haust eftir að hafa gegnt því starfi í sextán ár. Sinfóníuhljómsveitin á tónleikum Fjöldi tónleika hljómsveitarinnar næsta vetur er á bilinu 50 til 60. BÓKMENNTIR Arnaldur Indriðason Eitt stærsta dagblað Hollands kallar arnald keisara glæpasögunnar. TÓNLIST DV mynd Gúndi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.