Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Blaðsíða 27
Götuhernaðurinn hefur í sumar vakið athygli á málefnum hreyfihamlaðra og öryrkja: Okkar peningur, ykkar púl Götuhernaðurinn er hópur sem sam- anstendur af átta hressum strákum á aldr- inum átján til tuttugu og þriggja ára sem unnið hafa að því í sumar að vekja athygli á öryrkjum og bæta ímynd hreyfihamlaðra en fimm af meðlimunum eru hreyfihaml- aðir. Strákarnir hafa mest unnið að gerð heimasíðu með ýmsu skemmtiefni en í lok júlí hönnuðu strákarnir tvær tegundir af stuttermabolum sem nú eru í sölu. Á bol- unum er lógó sem sýnir mann í hjólastól með hanakamb en það var hannað af stóra bróður eins af meðlimunum fyrir nokkrum árum og Arnar Birgisson, einn af meðlim- um Götuhernaðarins, útfærði það og sá um að hanna bolina. „Á bláa bolnum stend- ur Öxe Crew en það er hópur af öryrkjum sem var mjög öflugur í harðkjarnarokks- og pönksenunni. Öxe Crewið var duglegt við að mæta á tónleika og var mjög áber- andi hópur. Ég er að læra grafíska hönnun í Borgó og mér finnst mjög gaman að hanna svona,“ segir Arnar en þetta er fyrsta árið sem hann starfar á vegum Götuhernað- arins. „Ég er ekki hreyfihamlaður en við erum bara svona vinahópur og kynntumst flestir í Borgó.“ Á öðrum bolnum má lesa setninguna „Okkar peningur, ykkar púl“ en Andri Valgeirsson hefur starfað í Götu- hernaðinum síðastliðin þrjú ár og seg- ir setninguna koma úr lagi sem strákarnir sömdu í fyrra. „Þessi setning er í einu við- laginu og við tókum ákvörðun um að nota hana sem hálfgert mottó okkar en erum líka bara að gera grín að þessu öllu sam- an og reyna að koma því að að öryrkjar séu ótrúlega inn í dag og í tísku. Okkur langaði í slagorð sem myndi kannski sjokkera fólk og vekja meiri athygli og okkur fannst bara sniðugt að gera þetta,“ segir Andri að lok- um en bolina er hægt að nálgast á heima- síðu Götuhernaðarins, oryrki.is. Mikil áhersla er lögð á innlenda dagskárgerð hjá Ríkissjónvarpinu í vetur. Í boði verður bæði leikið efni sem og þættir af öðru tagi en af leiknu sjónvarpsefni verður fyrst farið í að framleiða spennuþætti upp úr bók- inni Aftureldingu sem skrifuð er af Viktori Arnari Ingólfssýni en það er Sveinbjörn I Baldvinsson sem vinnur nú hörðum höndum að skrifum hand- rits upp úr bókinni og Björn Brynjúlf- ur Björnsson kvikmyndagerðarmaður kemur til með að leikstýra þáttunum. „Þættirnir munu heita Mannaveið- ar og eru byggðir á bókinni. Tökurn- ar fara fram í októ_ber og Sjónvarpið kemur til með að sýna þættina eftir áramót. Við erum að svo stöddu að prófa leikara í hlutverkin. Við viljum að sjálfsögðu bara fá almennilega leikara og vinnum nú að því að prófa það fólk sem við viljum fá og teljum að henti best í hlutverkin,“ segir Björn Brynjúlfur en samkvæmt heimildum DV hafa þeir Ólafur Darri Ólafsson og Gísli Örn Garðarsson verið orðaðir við aðalhlutverkin. Íslenskt efni á hverjum degi Eins og áður sagði verður sérstök áhersla lögð á innlenda dagskrárgerð og að sögn Þórhalls Gunnarssonar dágskrárstjóra Sjónvarpsins mun ís- lenskt efni verða til sýningar á hverj- um degi. „Það verður fullt af viku- legum þáttum. Silfur Egils verður meðal annars á dagskrá hjá okkur, á þriðjudagskvöldum sýnum við svo þáttinn Söngvaskáld og eftir áramót verður annar tónlistarþáttur sem kemur til með að heita Albúm og er stýrt af Jóni Ólafssyni. Síðan sýnum við nýjan menningarþátt sem fjallar um kvikmyndir og leikhús sem Þor- steinn J. mun ritstýra, en umsjónar- menn þáttarins ásamt Þorsteini eru þau Andrea Róbertsdóttir, Elsa María Jakobsdóttir og kvikmyndamógúll- inn Ásgrímur Sverrisson. Á föstu- dögum verðum við svo með spurn- ingaþátt þar sem tuttugu og fjórir af stærstu kaupstöðum landsins keppa sín á milli. Þóra Arnólfsdóttir og Sig- mar Guðmundsson stjórna þeim þætti. Þegar átta kaupstaðir verða eftir gerum við smáhlé og Gettu bet- ur verður sýndur en þegar því er lok- ið keppa átta klárustu kaupstaðirnir til úrslita. Það verður alltaf einn fræg- ur úr hverjum kaupsstað sem keppir fyrir hönd síns bæjarfélags. Svo verð- ur náttúrulega stór skemmtiþáttur á laugardagskvöldum,“ segir Þórhall- ur en segist þó ekki vera búinn að ákveða stjórnendur þáttarins. „Ég er bara búinn að búa þáttinn til.“ Allsherjar skemmtiþáttur og fjör Skemmtiþátturinn hefur enn ekki hlotið nafn en fyrirkomulagið er hins vegar alveg á hreinu. „Þetta verður þannig að ég er búinn að fá níu frá- bæra lagahöfunda til að semja þrjú lög hver og keppa innbyrðis í vetur. Laga- höfundarnir eru þau Dr. Gunni, Gum- mi Jóns úr Sálinni, Magnús Þór Sig- mundsson, Barði í Bang Gang, Magnús Eiríksson, Fabúla, Hafdís Huld, Svala Björgvins og Andrea Gylfadóttir. Þetta verða sem sagt í heildina tuttugu og sjö lög og þrjú sem keppa í hverjum þætti. Áhorfendur velja svo eitt lag sem fer svo áfram í úrslitakeppni. Síðan gefst öðrum lagahöfundum kostur á að senda inn lög og sex þeirra verða val- in í keppnina og tvö af þeim sex keppa svo í úrslitaþættinum og sá sem sigrar í þessari söngvakeppni keppir svo fyr- ir Íslands hönd í Eurovision í Serbíu á næsta ári,“ segir Þórhallur en bætir þó við að markmiðið sé alls ekki að semja eitthvað týpískt Eurovision. „Mark- miðið er bara að semja flott lög burt- séð frá Eurovision og það má í raun- inni vera hvernig lag sem er og bara algjörlega eins og höfundinn langar að búa til. Svo velur höfundurinn bara með sér flotta flytjendur og söngvara. Í þættinum verður einnig ýmislegt fleira skemmtiefni, Sigurjón Kjartans og Jón Gnarr verða þarna og Selma Björns. Þorvaldur Bjarni sér síðan um tónlistarstjórnina og þetta verður bara heilmikið fjör.“ Þórhallur segist að lok- um einnig vera með ýmislegt fleira í vinnslu sem og fullt af íslenskum bíó- myndum og nýjum heimildarmynd- um sem sýndar verða í vetur auk þess sem gamla góða Spaugstofan verður enn á skjánum en þó með breyttum áherslum. krista@dv.is Ríkissjónvarpið leggur mikla áherslu á innlenda dagskrárgerð í vetur. Meðal leikins efnis verður þátturinn Mannaveiðar sem skrifaður er upp úr glæpasögunni Aftureld- ingu og á laugardagskvöldum verður til sýningar einn allsherjar skemmtiþáttur. þriðjudagur 14. ágúst 2007DV Bíó 27 EkkErt gErð Star trEk Verðlaunaður í Sviss Breski leikarinn sir Anthony Hopk- ins vann til verðlauna fyrir leik- stjórn og leiksnilld sína á Locarno, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Sviss. Hopkins var verðlaunaður fyrir leikstjórn sína á myndinni Slip- stream en í henni lék hann einnig eitt aðalhlutverkið. Verðlaununum fyrir besta leikinn deildi hann með Frakkanum Michel Piccoli og Ítal- anum Michele Venitucci. Í nýjustu mynd sinni, Slipstream, fer Hopkins með hlutverk þýsks rithöfundar og hefur myndin fengið góða dóma hingað til. Tillman gerir mynd um Biggie Leikstjórinn George Tillman Jr., sem á að baki myndir á borð við Men of Honor og Soul Food, mun leikstýra nýrri kvikmynd sem byggist á ævi rapparans Notorious B.I.G. Það er viðskiptajöfurinn og rapparinn Sean Diddy Combs sem framleið- ir myndina, en hann og Biggie voru miklar félagar. B.I.G hét réttu nafni Chrisopher Wallace og var af mörg- um talinn einn áhrifamesti rappari austurstrandarinnar fyrr og síðar. Hann lést í skotárás árið 1997. Um þessar mundir leitar kvikmyndafyr- irtækið Fox Searchlight að leikara til þess að leika rapparann og eru allir sem líkjast honum á einn eða annan hátt beðnir um að senda fyrirtækinu upptöku af sér. Fleiri Conan- myndir í vændum Kvikmyndafyrirtækið Millennium Films hefur eignað sér réttinn á sögunum um villimanninn Conan, sem Arnold Schwarzenegger lék eftirminnilega áður fyrr. Conan er byggður á sögum Robert E. Howard og fjallar um stríðsmann fyrr á öld- um sem ferðast um með sverð sitt. Ekki hefur enn verið rætt um smáat- riði varðandi næstu kvikmynd, en á næstu dögum hefst leitin að leikara í hlutverkið. Nýju myndirnar verða þó trúrri sögum Howards en þær myndir sem Arnold lék í. Bolir Götuhernaðarins Hafa unnið að gerð heimasíðu með ýmsu skemmtiefni. MaNNaVEIðar Í SJÓNVarPINU Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri Sjónvarpsins segir mikla áherslu lagða á íslenska dagskrárgerð. Afturelding spennuþæ ttirnir Mannaveiðar eru skrifa ðir upp úr aftureldingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.