Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Blaðsíða 8
þriðjudagur 14. ágúst 20078 Fréttir DV
Birgir Hólm Björgvinsson, framkvæmdastjóri Sjómannafélags
Reykjavíkur, hefur áhyggjur af því að við Reykjavíkurhöfn verði
aðeins listasöfn og blómaskreytingar. Hann segir fólk ekki geta
lifað af þvíumlíku og að vernda verði Reykjavíkurhöfn sem mið-
stöð útgerðar í þessari stærstu verstöð landsins. Hann líkir þeirri
stefnu að breyta hafnarsvæðinu í nýtískulega íbúabyggð við
hryðjuverk.
HRYÐJUVERK VIÐ HÖFNINA
Sigtryggur Ari jóHAnnSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
„Það jaðrar við hryðjuverk að leggja
niður fiskvinnslu við Reykjavíkur-
höfn,“ segir Birgir Hólm Björgvins-
son, framkvæmdastjóri Sjómanna-
félags Reykjavíkur. Hann telur að
hafnaryfirvöld ættu að setja HB
Granda stólinn fyrir dyrnar með að
flytja vinnslustöð sína til Akraness.
Reykjavík hafi orðið það sem hún er
vegna þess að hér hafi verið stærsta
verstöð landsins.
„Menn ættu ekki að falla í þá
gryfju að halda að það sé hægt að lifa
af listum og menningu einum og sér,“
segir Birgir. Hann lítur yfir höfnina
frá Kaffivagninum í átt að Listasafni
Reykjavíkur og bendir á stanslausan
ferðamannastrauminn. „Þetta fólk
kemur hingað til þess að skoða skip-
in, bátana og útgerðina. Það er sú
starfsemi sem vekur mesta forvitni,“
segir Birgir.
ógn af bönkum
Birgir segir að stærri sjávarútvegs-
fyrirtæki séu núorðið í eign og und-
ir stjórn bankanna. Sjávarútvegin-
um stafi ógn af þessu fyrirkomulagi,
menn hugsi í hlutabréfum og kvóta-
eign, fremur en störfum og vinnslu.
„Ég held að Kaupþing banki sé að
stjórnast í þessum áformum HB
Granda að flytja upp á Skaga,“ segir
Birgir.
Hann vill meina að þarna sjái
menn fyrir sér tækifæri til þess að
skipta út verðmætum eignum á
hafnarsvæðinu í Reykjavík fyrir nýjar
og hagkvæmari einingar á Akranesi.
Síðan geti fyrirtækið braskað með
eignir sínar í Reykjavík, eins og hann
orðar það.
„Þeir hjá Granda segjast vera að
flytja sig til vegna samdráttar í afla-
heimildum. Ég fæ ekki skilið að það
breyti miklu hvort menn landa sín-
um fiski í Reykjavík eða á Akranesi.
Sjófrysti fiskurinn mun halda áfram
að koma á land í Reykjavík, vegna
þess að hér er styttra í gámana,“ seg-
ir Birgir.
Margir missa vinnuna
Flutningur á vinnslu HB Granda
frá Reykjavík til Akraness kemur til
með að hafa áhrif á störf fjölda fólks.
Birgir telur að þarna geti allt að 130
manns misst vinnuna. „Það hef-
ur ekkert verið minnst á þetta. Það
hefði eitthvað heyrst ef svona lagað
hefði gerst annars staðar á landinu,“
segir Birgir og bendir í því samhengi
á söluna á Kambi á Flateyri.
„Það var auðvitað meiriháttar
reiðarslag fyrir byggðina á Flateyri
þegar tilkynnt var að Kambur hygðist
leggja upp laupana. Svona nokkuð
hefur auðvitað minni áhrif í Reykja-
vík, en er engu að síður stór skaði
sem fólk virðist ekki hafa áttað sig á,“
segir Birgir.
Hann efast um að þessi fjöldi
muni hafa lífsviðurværi af því að
starfa á listasöfnum. „Það stefnir í að
hérna við höfnina verði ekkert ann-
að en blómaker og listasýningar,“
segir hann.
Forsvarsmenn HB Granda sögðu
fyrir helgi að ekki myndi koma til
fjöldauppsagna vegna flutningsins.
Einhver fækkun yrði þó á starfsfólki.
Flytja vegna kvóta
Útskýringar forsvarsmanna HB
Granda á þeirri ákvörðun að flytja
vinnslu fyrirtækisins frá Reykjavík
voru á þá leið að sameina þyrfti alla
bolfiskvinnslu. Landvinnsla botn-
fisks verði nær eingöngu á karfa og
ufsa, enda verði ekki hægt að sækja
sérstaklega í þorsk, eins og hingað til,
vegna minni kvóta. Þessu markmiði
segja forsvarsmenn HB Granda að
verði eingöngu náð með því að sam-
eina alla vinnslu í einu veri, á Akra-
nesi.
DV spurði Eggert B. Guðmunds-
son, forstjóra HB Granda, hvort hann
sæi fyrir sér arðvænlega nýtingu á
eignum fyrirtækisins við Reykjavík-
urhöfn. „Menn vita náttúrulega að
þarna eru ýmsir möguleikar en það
er ekkert komið á koppinn hjá okk-
ur,“ sagði Eggert.
Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarfor-
maður Faxaflóahafna, lýsti undrun
sinni í DV í gær á þessum áætlunum
HB Granda. „Við munum náttúru-
lega fara varlega í að úthluta lóðum á
meðan við vitum ekki hvað þeir ætla
sér. Það verður ekki bæði sleppt og
haldið,“ sagði Björn. Hann fagnar því
engu að síður að áhugi sé á uppbygg-
ingu á Akranesi.
umhverfisspjöll í reykjavík
Birgir líkir breytingunum á at-
hafnasvæðunum við Reykjavíkur-
höfn við umhverfisspjöll. „Það má
ekki velta við grjóti austur á Kára-
hnjúkum án þess að allt verði vit-
laust. Hérna segir enginn neitt þó að
heilu hafnargarðarnir séu kaffærð-
ir,“ segir Birgir. Hann segir að nú sé
að hverfa frá Reykjavíkurhöfn mikil-
væg atvinnustarfsemi, sem einnig sé
sögulega verðmæt. „Ég get ekki séð
annað en að hér stefni menn að því
að sjávarútvegur í Reykjavík eigi að
líða undir lok.“
Birgir segir að Reykjavíkurborg
verði augljóslega af miklum tekjum
þegar útgerð á borð við HB Granda
ákveður að leita á önnur mið. „Ég
verð nokkuð hissa ef borgin hleypir
þessum flutningum í gegn sísvona.
Uppruni HB Granda er náttúrulega í
gömlu Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem
var einkavædd í tíð Davíðs Oddsson-
ar sem borgarstjóra,“ segir Birgir.
Hann er þó ekki of bjartsýnn á að
Borgarstjórnin geti haft áhrif á það
sem úr verður. „Stjórnamálamenn í
dag eru meira og minna orðnir alveg
háðir peningamönnunum.“
Almennilegar útgerðir
„Það eru samt enn eftir hraust-
ir og almennilegir útgerðarmenn.
Nú hefur Guðmundur Kristjánsson
frá Rifi sýnt því áhuga að fara af stað
með vinnslu í Reykjavík.“ Birgir hefur
velþóknun á Guðmundi og segir að
þarna sé á ferðinni maður sem ólst
upp við sjómennsku og útgerð. „Í
dag eru margir stjórnendur útgerða
og fiskvinnslufyrirtækja eins og verð-
bréfamiðlarar,“ segir Birgir.
Hann fagnar því einnig að í Reykja-
vík séu enn reknar útgerðir og vinnslu-
fyrirtæki á borð við Ögurvík Gísla Jóns
Hermannssonar og Fiskikaup. „HB
Grandi er líka gott og mikið fyrirtæki.
Það er bara synd að leyfa Reykjavíkur-
höfn að breytast í svæði fyrir listasöfn
og lúxusíbúðir,“ segir Birgir.
„Það eru samt enn
eftir hraustir og al-
mennilegir útgerðar-
menn. Nú hefur Guð-
mundur Kristjánsson
frá Rifi sýnt því áhuga
að fara af stað með
vinnslu í Reykjavík.“
Skipaviðgerðir í miðborginni Varðskipið Ægir og Múlaberg frá siglufirði í slipp í reykjavík. samkvæmt skipulagi munu
skipaviðgerðir færast frá miðborginni.
nýbyggingar við Daníelsslipp Ný hús rísa nú þar sem áður voru athafna-
svæði reykjavíkurhafnar.