Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Qupperneq 2
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, LÍÚ, vill senda
hafrannsóknaskipið Árna Friðriks-
son til Grænlands sem fyrst, til að
kanna ástand og samsetningu þorsk-
stofnsins við strendur landsins.
„Þetta vil ég gera til þess að við
getum betur áttað okkur á því hvaða
fiskur það er sem er þarna á ferðinni,
hversu mikið er af honum, hvern-
ig aldurssamsetningin er á honum
og ekki síst til þess að reyna að finna
út úr því hvort þetta er grænlenskur
þorskstofn eða fiskur af íslenskum
uppruna,“ segir hann.
Friðrik bendir á að í vor hafi
nokkurt magn af þorski fundist á
miklu dýpi skammt út af Vestfjörð-
um, þegar menn voru á grálúðuveið-
um. Hann segir ekki vitað hvað mik-
ið sé af þeim þorski, en nauðsynlegt
sé að rannsaka það. Þekkt kenning er
að þorskaseiði reki í átt að ströndum
Grænlands og alist þar upp. Þá komi
þau til baka að Íslandsmiðum sem
fullvaxinn þorskur. „Við þurfum að
fá upplýsingar um stofnstærðina og
hvort sá þorskur sem þarna er sé að
koma eða fara á okkar mið.“
Friðrik telur það mikilvægt í ljósi
niðurskurðar þorskkvótans í hundr-
að og þrjátíu þúsund tonn að fá úr
því skorið hvort þarna sé íslenskur
þorskur á ferð. „Það væri auðvelt að
fá leyfi hjá Grænlendingum fyr-
ir rannsókninni, enda hafa þeir
líka hagsmuna að gæta,“ seg-
ir hann. Kostnaður við rann-
sóknarleiðangra getur numið
tugum milljóna króna og ekki
eru til fjárheimildir fyrir rann-
sóknarleiðangri. „Þetta kostar
um tuttugu milljónir króna, ef
leiðangurinn yrði allt að mánuður.
Það er hins vegar alls ekki víst hvort
kostnaðurinn yrði svo hár. Þessar
upphæðir eru smáræði í samhengi
við hversu verðmætur þorsk-
stofninn er.“
valgeir@dv.is
föstudagur 24. ágúst 20072 Fréttir DV
Ölvun og hávaði
í miðri viku
Talsvert var um ölvun í mið-
borg Reykjavíkur í fyrrinótt og
bárust lögreglunni margar kvart-
anir vegna hávaða fram eftir
nóttu.
Að sögn varðstjóra hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu
þykir þetta ölvunarástand heldur
óvenjulegt í miðri viku í ljósi þess
að veitinga- og skemmtistað-
ir loka klukkan 1. Var hávaðinn
langt fram eftir nóttu og tals-
verður erill hjá lögreglunni. Að
sögn varðstjóra fór þó allt vel að
lokum og engin stór mál komu
upp. Nokkrir voru þó látnir gista
fangageymslur lögreglunnar sök-
um ölvunar.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Upplýstu innbrot
Lögreglan á Vestfjörðum hef-
ur upplýst innbrot sem framið
var í veitingahúsið Krúsina og
Ísafjarðarbíó aðfaranótt laug-
ardagsins 18. ágúst síðastlið-
ins. Við yfirheyrslur hjá lögregl-
unni á Ísafirði viðurkenndu tveir
ungir karlmenn að hafa framið
innbrotin. Í innbrotunum stálu
mennirnir töluverðu magni af
áfengi og sælgæti auk annars
þýfis sem lögreglan hefur lagt
hald á í tengslum við rannsókn
málsins.
Fundu tjöld
Þjóðverjanna
Tjöld Þjóðverjanna tveggja
sem leitað hefur verið að
undanförnu fundust ofarlega
í Svínafellsjökli skömmu fyrir
hádegið í gær. Það voru starfs-
menn Landhelgisgæslunnar
sem komu auga á tjöldin úr
þyrlu.
„Það er staðfest að þetta
eru tjöldin þeirra. Þetta
þrengir leitarsvæðið talsvert,
en svæðið er engu að síður
varasamt yfirferðar,“ segir Ólöf
Snæhólm hjá Landsbjörgu.
Sérþjálfaðir menn með spor-
hunda leituðu fram eftir gær-
deginum.
Vita ekki hversu
marga vantar
Reykjavíkurborg hefur ekki
yfirlit yfir hver staðan er á ráðn-
ingum grunnskólakennara eftir
að skólar voru settir.
Á mánudag vantaði enn
kennara í meirihluta skólanna,
eða 21 af 39 skólum. Þá gaf
menntaráð út að um 30 kennarar
hefðu verið ráðnir á 10 dögum.
Ekki liggja fyrir upplýsingar hjá
menntaráði um hvernig ráðn-
ingar hafa gengið síðan. Sigrún
Björnsdóttir upplýsingafulltrúi
segir þó að mikill uppgangur sé
á því sviði og að skólastarf fari
fram með eðlilegum hætti.
Friðrik J. Arngrímsson vill senda hafrannsóknaskip til Grænlands:
Leitum að uppruna þorsksins
Friðrik J. Arngrímsson „Þessar
upphæðir eru smáræði í samhengi við
hversu verðmætur þorskstofninn er.“
Í verslun Nóatúns í Nóatúni er ekki
hægt að kaupa nýbakað bakkelsi
vegna manneklu í versluninni. Sam-
kvæmt upplýsingum frá versluninni
hefur illa gengið að ráða starfsmann
til að sjá um baksturinn og því útlit
fyrir að hillurnar standi tómar í ein-
hvern tíma í viðbót. Sumarstarfsfólk
hefur séð um baksturinn í sumar en
nú þegar skólarnir eru byrjaðir eru
þeir horfnir á braut.
Víða hefur gengið illa að ráða í
lausar stöður á höfuðborgarsvæðinu
og nægir í því samhengi að nefna frí-
stundaheimilin og grunnskóla borg-
arinnar þar sem enn vantar nokkurn
fjölda starfsfólks.
Erfiður tími í verslunum
„Það hefur gengið vel að ráða
fólk til starfa upp á síðkastið. Þetta
er samt vissulega erfiður tími í
verslunum þegar skólarnir eru að
byrja og verslunarstjórar þekkja
það. Það myndast hálfgert milli-
bilsástand,“ segir Guðríður H.
Baldursdóttir, starfsmannastjóri
Kaupáss. Guðríður segir að Kaupás
hafi fengið mjög góð viðbrögð við
þeim auglýsingum sem birst hafa
undanfarið og ástandið í ár sé öllu
betra en á sama tíma í fyrra. „Við
rekum 37 verslanir og í það heila
eru tíu stöður í dagvinnu lausar.
Með ellefu hundruð starfsmenn er
það ekki mikið.“
Guðríður segir að fyrir skemmstu
hafi verið auglýst eftir fólki með
lífsreynslu sem hafi gefist vel. „Við
fengum alveg frábær viðbrögð við
því og við fengum nokkra einstakl-
inga í vinnu vegna þeirrar auglýs-
ingar. Þannig fékk fólk staðfestingu
á því að það ætti ennþá erindi á
vinnumarkaðinn en það þarf einnig
að bjóða fólki sveigjanlegan vinnu-
tíma.“
Fjör á vinnumarkaði
„Það vantar fólk víða en það
vantar áberandi mikið í ákveðn-
ar stöður,“ segir Katrín S. Óladóttir,
framkvæmdastjóri hjá ráðningarfyr-
irtækinu Hagvangi. Katrín segir að
vinnumarkaðurinn hafi verið fjör-
legur undanfarnar vikur og að ekki
sé mikið kvartað undan verkefna-
leysi. Hún segir að verr gangi að ráða
í lægra launuð störf og framboðið á
þeim störfum sé umtalsvert meira en
eftirspurnin. „Við erum ekki sjálf að
ráða mikið í ófaglærðu störfin en við
heyrum að það sé mjög erfitt að ráða
í þau,“ segir Katrín og á hún þar við
verslunar-, þjónustu- og umönnun-
arstörf.
Vantar faglærða
Katrín segir að einnig vanti mikið
af faglærðu fólki á borð við verkfræð-
inga eða fólk með menntun í upplýs-
ingatækni. „Það vantar líka tækni-
fræðinga og upplýsingatæknigeirinn
hefur verið mjög líflegur, það vantar
fullt af tæknimenntuðu fólki.“
Aðspurð hvort vanti meira af
starfsfólki á höfuðborgarsvæðinu
eða á landsbyggðinni segir Katrín að
fleiri vanti á höfuðborgarsvæðinu.
„Sérstaklega í verktakafyrirtækin
og þessi stóru fjárfestingarfyrirtæki
sem vantar samanlagt fleiri hundruð
manns.“
Katrín segir að það sé af sem áður
var þegar haustmánuðirnir voru um-
fangsmestu mánuðirnir. „Það er allt-
af mikil hreyfing eftir sumarið þegar
sumarstarfsfólkið fer aftur í skólana.
Það er annars mikil hreyfing fram
eftir haustinu og alveg fram í nóvem-
ber þegar fer að róast aftur. Þá kem-
ur smá hlé þangað til fjörið byrjar aft-
ur fljótlega upp úr áramótum. Þetta
er því orðið ansi þétt nánast allt árið
um kring.“
Starfsfólk vantar í margvísleg störf á höfuðborgarsvæðinu og hafa ráðningarskrifstof-
ur varla undan. Í verslun Nóatúns í Nóatúni er ekki hægt að fá bakkelsi vegna mann-
eklu. Guðríður H. Baldursdóttir, starfsmannastjóri hjá Kaupási, segir að þetta sé erfið-
ur tími í verslunum. Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs, segir að mikið
vanti af verkfræðingum og tæknimenntuðu fólki.
EKKERT BAKKELSI
EinAr ÞÓr SiGurðSSon
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Ekkert bakkelsi Í verslun
Nóatúns í Nóatúni er ekki
hægt að kaupa nýbakað
bakkelsi vegna manneklu.