Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Blaðsíða 16
föstudagur 24. ágúst 200716 Helgarblað DV
Ingjaldur Arnþórsson, forstöðumað-
ur meðferðarheimilisins að Lauga-
landi í Eyjafjarðarsveit, hefur ver-
ið tilkynntur til barnaverndar
Akureyrar. Tilkynningin barst eft-
ir að barnageðlæknir gerði
athugasemdir við meðferð
Ingjaldar á börnum sínum
og fyrrverandi eiginkonu
sinni sem nú hefur ráðið
sér lögfræðing til að sjá um
skilnaðarmál.
Ingjaldur hefur með-
fram starfi sinnt framhalds-
námi í Danmörku og er sak-
aður um brot á barnalögum
með því að koma 11 ára syni sínum
ítrekað í vist án þess að móð-
irin fengi nokkrar upplýs-
ingar um hvar hann
væri niður kom-
inn. Jafnframt
er hann sak-
aður um
að hafa
heimil-
að 16
ára
dótt-
ur
þeirra að sækja nám erlendis án sam-
þykkis móðurinnar. Almennt er hann
sakaður um aðferðir í þá veru að gera
börnin mjög andsnúin henni en þau
hafa sameiginlegt forræði yfir börn-
unum.
Tilkynningin gerir barnaverndar-
yfirvöldum skylt samkvæmt barna-
verndarlögum að kanna aðstæður
barnanna og hvort hann hafi van-
rækt þau. Áður hefur Ingjaldur ver-
ið kærður til lögreglu fyrir líkamsárás
og á honum hvílir skattrannsókn þar
sem hann er grunaður um að hafa
dregið sér töluvert skattfé. Málið er
enn í rannsókn en Ingjaldur undirbýr
búferlaflutninga til útlanda.
Nýtur trausts
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, staðfestir að til-
kynning hafi borist barnaverndar-
yfirvöldum og segir skyldu þeirra
að kanna málið til hlítar. Hann segir
Ingjald njóta fyllsta trausts. „Þetta er
ekkert sem við höfum áhyggjur af og
lítum ekki alvarlegum augum. Þetta
hefur ekkert með hans stöðu að gera
sem forstöðumaður meðferðarheim-
ilisins enda hafa engar athugasemdir
um hans starf borist okkur. Ingjaldur
nýtur fulls trausts Barnaverndarstofu
þó svo að málið verði auðvitað full-
kannað,“ segir Bragi.
Ásgeir Kárason, sérfræðingur hjá
barnavernd Eyjafjarðar, er ekki jafn-
sannfærður um að tilkynningin um
Ingjald verði rannsökuð. Hann ber
fyrir sig trúnaði og segist ekki geta
rætt einstaka mál sem eru til skoð-
unar. „Það eru ekki allar tilkynning-
ar rannsakaðar, það er einmitt fyrsta
ákvörðunin sem tekin er. Ef tilkynn-
ing er á annað borð skoðuð, eru hag-
ir barna kannaðir og stundum leitað
álita sérfræðinga. Það er í raun al-
veg sama hvort það er sérfræðing-
ur sem tilkynnir um einkenni hjá
barni eða að aðbúnaður þess sé
ekki viðunandi, við þurfum alltaf
að afla frekari upplýsinga. Ef mál
er talið óljóst, lítilvægt eða slúður-
kennt getur það verið lagt til hlið-
ar,“ segir Ásgeir.
Er enginn Halim-Al
Ingjaldur er miður sín yfir
því að tilkynningin hafi borist og
dregur mjög í efa álit sérfræðings-
ins sem það gerði. Hann segir mál-
ið einn stóran harmleik sem sé til-
kominn vegna andlegra veikinda
fyrrum eiginkonu hans. „Ég harma
mjög viðbrögð sérfræðingsins og
geri alvarlegar athugasemdir við
þau. Þetta er persónulegur harm-
leikur og liður í erfiðu og löngu
skilnaðarferli. Þetta á ekkert skylt
við mína vinnu og að setja mig í
svona Halim-Al-stöðu er hörmulegt.
Ég er enginn gerandi í þessu máli,“
segir Ingjaldur. „Fyrrverandi konan
mín hefur verið fárveik lengi og hef-
ur hvork verið fær til né haft áhuga á
að hugsa um börnin sín. Fyrir vikið
hef ég ekki séð þörf á að bera ákvarð-
anir undir hana. Konan óskaði skýrt
eftir því að öll okkar samskipti færu í
gegnum lögfræðinga og það er dótt-
ir mín sjálf sem ákveður að fara út í
námið. Það er rétt að syni mínum var
komið í vist á meðan ég var í námi og
það var iðulega gert án vitundar all-
an tímann. Það hefur einfaldlega ver-
ið gert því að hún hefur ekki verið í
sambandi og ekki treyst sér til að sjá
um börnin fram til þessa.“
Fjöldi sjálfsvígstilrauna
Haukur Arnþórsson, bróðir Ingj-
aldar, telur ljóst að bróðir hans þurfi
á hjálp að halda. Hann segist nauð-
búinn til að koma fram til þess að
bjarga lífi fyrrverandi eiginkonu Ingj-
aldar. „Bróðir minn gerir ekki allt-
af greinarmun á réttu og röngu. Eft-
ir síðasta samtal mitt við Ingjald var
mér nóg boðið og hugsanagangur
hans er orðinn of grófur. Hann sagð-
ist beinlínis vona að henni tækist
næsta sjálfsvígstilraun. Ég lít á það
sem síðasta úrræði að stíga fram því
augljóslega virðist bróðir minn hafa
góða tiltrú hjá barnaverndaryfirvöld-
um, enda hefur hann svo sem gert
margt gott í gegnum tíðina, og öllu
trúað sem hann segir. Ég vil einfald-
lega bjarga mannslífi og bróðir minn
þarf sjálfur hjálp,“ segir Haukur.
Sérfræðingur í barna- og ungl-
ingageðlækningum tilkynnti Ingjald
til barnayfirvalda vegna meðferðar
á eigin börnum og fyrrverandi eig-
inkonu hans. Þar að auki lagði sér-
fræðingurinn fram ásakanir um lík-
amlegt ofbeldi á meðferðarheimilinu
á Laugalandi samkvæmt heimildum
DV. Í ágúst 2005 var Ingjaldur kærður
til lögreglunnar á Akureyri fyrir líkam-
legt ofbeldi gegn systur sinni og því til
staðfestingar var lagt fram áverkavott-
orð. Samkvæmt heimildamanni DV
gaf Ingjaldur þær skýringar við yfir-
heyrslur lögreglu að nauðsynlegt hafi
verið að beita líkamlegu valdi til að
koma vitinu fyrir systur hans. Í lög-
regluskýrslu á hann að hafa staðfest
að hann beitti stúlkur á meðferðar-
heimilinu Laugalandi svipuðu ofbeldi
til að koma fyrir þær vitinu.
Lýsti ofbeldisaðgerðum gegn
óþekkum stelpum
Aðspurður staðfestir Haukur lík-
amsárásina á systur þeirra bræðra og
getur ekki horft lengur upp á með-
ferð hans á fyrrverandi eiginkonu
sinni. Hann segir Ingjald ítrekað hafa
lýst fyrir sér ofbeldisaðferðum gegn
skjólstæðingum meðferðarheimilis-
ins sem hluta af meðferðinni. „Ingj-
aldur hefur lýst því fyrir mér hvernig
hann tekur á stelpunum á heimilinu.
Þar er á ferðinni ekkert annað en lík-
amlegt ofbeldi og það þykir mér ekki
Ingjaldur Arnþórsson, forstöðu-
maður meðferðarheimilisins að
Laugalandi, hefur verið tilkynntur
til barnaverndaryfirvalda og er
sakaður um illa meðferð á börnum
sínum, fyrrverandi eiginkonu
sinni og skjólstæðingum. Konan
hefur ítrekað reynt að svipta sig
lífi en Ingjaldur hafnar öllum
ásökunum um slæma meðferð.
Hann hefur áður verið kærður
fyrir líkamsárás og er undir skatt-
rannsókn en Bragi Guðbrands-
son, forstjóri Barnaverndarstofu,
segir Ingjald njóta fyllsta
trausts.
SAKAÐUR UM ANDLEGT
OG LÍKAMLEGT OFBELDI
BARNALÖG 2003
V. kafli. Foreldraskyldur og forsjá barns.
28. gr.
Forsjá barns felur í sér rétt og skyldu fyrir for-
eldri til að ráða persónulegum högum barns og
ákveða búsetustað þess. Forsjárforeldri fer enn
fremur með lögformlegt fyrirsvar barns.
Barn á rétt á forsjá foreldra sinna, annars
eða beggja, uns það verður sjálfráða og eru þeir
forsjárskyldir við það. Foreldri sem fer eitt með
forsjá barns síns er skylt að stuðla að því að barn
njóti umgengni við hitt foreldri sitt nema hún sé
andstæð hag og þörfum barns að mati dómara
eða lögmælts stjórnvalds.
Nú fara foreldrar sameiginlega með forsjá
barns og er öðru foreldrinu þá óheimilt að fara
með barnið úr landi án samþykkis hins.
„Hans aðferð er sú að
taka stelpurnar háls-
taki og draga þær
þannig berfættar á
malarvegi svo þær finni
verulega til. Þetta gerir
hann ítrekað þar til þær
láta undan vilja hans
og segir þetta „stand-
ard“ aðferð fyrir óþekk-
ar stelpur.“
TrAusTI HAFsTEINssoN
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is