Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Page 17
DV Helgarblað föstudagur 24. ágúst 2007 17
TILRAUNAÁSKRIFT
2 FYRIR 1
::: Þú færð Helgarblað DV og Mánudagsblaðið sent heim að dyrum
::: Þú færð fyrstu tvo mánuðina á sérstöku tilboði
::: Þú færð annan mánuðinn frítt, hinn á aðeins 1.990 kr.
Hringdu í síma 512 7000, farðu inn á dv.is, sendu póst á askrift@dv.is eða sendu
okkur sms skilaboðin „dv ja“ í síma 821 5521 og við hringjum í þig til að ganga frá
tilraunaáskriftinni. Eftir þessa tvo mánuði berst þér blaðið áfram en hafir þú ekki áhuga á
að fá blaðið lengur, hringir þú í síma 512 7000.
HELGARÁSKRIFT
2fyrir1
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
SAKAÐUR UM ANDLEGT
OG LÍKAMLEGT OFBELDI
góður siður. Hans aðferð er sú að
taka stelpurnar hálstaki og draga þær
þannig berfættar á malarvegi svo þær
finni verulega til. Þetta gerir hann ít-
rekað þar til þær láta undan vilja hans
og segir þetta „standard“ aðferð fyrir
óþekkar stelpur,“ segir Haukur.
Ingjaldur undrast mjög ásakan-
irnar. Hann hafnar því algjörlega að
hafa beitt skjólstæðinga sína líkam-
legu ofbeldi. „Ég kannast ekki við að
hafa nokkurn tímann lýst ofbeldisað-
ferðum fyrir nokkrum manni. Það er
útilokað. Ég kann ekki slíkar aðferðir
og get því hvorki hafa beitt þeim né
túlkað þær fyrir aðra. Þessu hafna ég
alfarið og þannig hefur aldrei verið
unnið hérna,“ segir Ingjaldur.
Fjöldi sjálfsvígstilrauna
Haukur bendir á að sérfræðingar
styðji frásögn hans en vegna trúnað-
ar eigi þeir erfitt með að stíga fram.
Hann segir bróður sinn vera að ýta
fyrrverandi eiginkonu sinni út í
sjálfsmorð með harðræði varðandi
forsjármál barna þeirra og fjármál.
„Eiginkonan hefur gert fjölda sjálfs-
vígstilrauna og verið inn og út af geð-
deildum síðustu 10 mánuði. Að sam-
band sé á milli samskipta Ingjaldar
við eiginkonuna og sjálfsvígstilrauna
hennar styður geðlæknir og annar
hefur gert athugasemdir við meðferð
hans á börnum hans. Sérfræðingar
bera mér þá sögu að þarna sé í gangi
skrítið mál og það kom mér því mið-
ur ekkert á óvart,“ segir Haukur.
Aðspurður kannast Ingjaldur við
sjálfsvígstilraunir eiginkonunnar
fyrrverandi. Hann neitar því alfar-
ið að hafa átt nokkurn þátt í ástandi
hennar með markvissu niðurbroti.
„Ég hef aldrei heyrt annað eins og
það að ég hafi átt þátt í hennar veik-
indum. Það er alveg útilokað. Þetta
er hvílíkur harmleikur. Á endanum
treysti dóttur mín sér ekki til að horfa
upp á þetta lengur og bað um að fá að
fara út í nám,“ segir Ingjaldur.
Brýtur barnalög
Ásgeir segir fjölda tilkynninga ber-
ast barnaverndaryfirvöldum án þess
að eiga þangað erindi og ítrekar að
hann geti ekki rætt einstaka mál. Þeg-
ar hann er spurður um hvort það að
leyna verustað og taka stórar ákvarð-
anir án samráðs við móður sé brot á
barnaverndarlögum segir hann það
ekki vera, þess í stað varði það hugs-
anlega brot á barnalögum. „Við höf-
um dæmi um að til okkar berast
tilkynningar sem koma barnavernd-
arlögum ekkert við og það er mikil-
vægt að leita til réttra aðila. Sum mál
ætti til dæmis frekar að tilkynna til
lögreglu. Ef foreldrar fara með sam-
eiginlega forsjá eiga þeir báðir rétt
á að deila ákvörðun um mikilvægar
ákvarðanir í lífi barns, það á til dæm-
is við um dvalarstað þess. Brot á slíku
getur varðað við barnalög og slíkt á
að kæra til sýslumanns,“ segir Ásgeir.
Aðspurður hvort Ingjaldur hafi
fengið mat sérfræðinga á andlegu
ástandi fyrrverandi eiginkonu sinnar
segir hann svo ekki vera. Hann hafn-
ar því alfarið að hafa vísvitandi brotið
lög og bendir á að sjúkrahússaga eig-
inkonunnar síðustu mánuði tali sínu
máli. „Ég lít ekki svo á að ég hafi ver-
ið að brjóta lög því allan tímann hefur
móðirin ekki sýnt áhuga á börnunum.
Ég hef staðið á haus við að reka heim-
ilið sem einstæður faðir með fárveika
konu á spítala,“ segir Ingjaldur.
Hyggur á flótta
Hauki líst illa á hversu linum tök-
um barnaverndaryfirvöld virðast ætla
að taka málið. Hann segir bróður sinn
á flótta úr landi vegna skulda og fjár-
austurs. „Það er nokkuð ljóst að Ingj-
aldur er á flótta og ég held að hann sé
á leið til Danmerkur fyrir fullt og allt.
Hann skuldar skattinum svo mikið
og mig grunar að hann sé undir mikl-
um þrýstingi frá Barnaverndarstofu
að hætta rekstrinum. Hugsunin hjá
þeim er líklega sú að hleypa honum
úr landi án þess að missa mannorð-
ið,“ segir Haukur.
Aðspurður staðfestir Ingjaldur
skattrannsókn á rekstri heimilisins
fyrir þrjú rekstrarár, 2001, 2002 og
2003, og að hann sé á leið úr rekstri
meðferðarheimilisins. Hann hyggst
flytja til Danmerkur og segir það
fyrir nokkru hafa verið tilkynnt til
Barnaverndarstofu. „Ég hef aldrei
nokkurn tímann dregið mér skattfé
og tel fjármálin algjörlega á hreinu.
Hvort einhverjum manni hjá skatt-
inum finnist að skattaskil megi vinna
öðruvísi er í góðu lagi og þá vinn ég
fullkomlega með skattayfirvöldum í
því,“ segir Ingjaldur. „Vandinn er sá
að á slíku heimili er erfitt að koma
í veg fyrir blöndun á því hvað er til
einkanota og hvað ekki. Ég er búinn
að búa með unglinga inni á heimil-
inu í 10 ár og nú er löngu orðið tíma-
bært að hætta. Þessi ákvörðun mín
að hætta er algjörlega ótengd öðrum
málum,“ segir Ingjaldur.
Meðferðarheimil-
ið að Laugalandi:
Sérhæft fyrir
stúlkur með
hegðunarvanda
Meðferðarheimili hefur ver-
ið rekið að Laugalandi síðan
í september 2000 en var áður
í Varpholti í Hörgárbyggð frá
stofnun 1997. Það var rekið sem
fjölskylduheimili og bjuggu
hjónin þar ásamt tveimur börn-
um sínum og þeim unglingum
sem þar voru vistaðir hverju
sinni. Auk þeirra hjóna hafa þrír
starfsmenn starfað við heimilið
og fjölskylduráðgjafi komið að
starfinu í hlutastarfi.
Að Laugalandi er rekið með-
ferðarúrræði fyrir unglinga á
aldrinum 13 til 18 ára með fjöl-
þættan hegðunarvanda. Gert er
ráð fyrir að þar vistist að jafnaði
sex til átta unglingar í einu og
hefur skapast hefð að vista ein-
ungis stúlkur á staðnum.
„Ég harma mjög við-
brögð sérfræðingsins
og geri alvarlegar at-
hugasemdir við þau.
Þetta á ekkert skylt við
mína vinnu og að setja
mig í svona Halim-Al-
stöðu er hörmulegt.“
Bragi Guðbrandsson forstjóri
Barnaverndarstofu lýsir yfir fullu
trausti á Ingjaldi sem forstöðumanni
meðferðarheimilisins.