Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Blaðsíða 50
föstudagur 24. ágúst 200750 Helgarblað DV Sakamál Dýrir veitingastaðir voru í miklu uppáhaldi hjá Yvan Keller. Mest naut hann þó að bjóða Severine, kærustu sinni, upp á kampavín og kavíar á veitingastaðnum Tour d’Argent í París. Sá staður var svo fínn að end- urnar á matseðlinum höfðu hver sitt númer. Vissulega hjuggu verðin á veitingastaðnum stór skörð í efna- hag Yvans, en hann Yvan hafði fund- ið ráð við því. Á fimmtán ára tímabili hafði Yvan Keller stundað að brjótast að nóttu til inn til aldraðra ekkna. Þær kæfði hann á varfærinn máta með kodda. Engum datt annað í hug en hár ald- ur væri dánarorsök þessara kvenna. Eftir að hafa tæmt húsið af skartgrip- um, reiðufé og öðrum verðmætum, hespaði hann gluggana aftur. En hann var ekki gráðugur og erfingj- ana grunaði ekkert og sættu sig við leifarnar. En Yvan og Severine lifðu áhyggjulausu lífi í vellystingum. Severine mátti ekkert vita Það var að lokum hans eig- in bróðir sem kom upp um hann. Hann játaði fljótlega á sig sjö morð með því skilyrði að kærasta hans fengi ekkert að vita. Lögreglan gat engu lofað í þeim efnum. Niður- brotinn vegna þess fór Yvan í klefa sinn í kjallara þinghússins í Mul- house og hengdi sig. Hann gat ekki afborið tilhugsunina um að segja Severine hvernig það fé sem notað var til kaupa á kavíar og kampavíni var tilkomið. Lögreglan komst að því að klæðnaður í fataskáp Sever- ine hæfði prinsessu. Lá lengi undir grun Lögreglan hafði verið á hælum Yvans í þrjú ár, en aldrei getað sann- að nokkuð. Yvan Keller varð þekkt- ur sem „Ósýnilegi morðinginn“. Ná- grannar Yvans urðu furðu lostnir þegar þeir sáu hann leiddan, hand- járnaðan á brott af lögreglu. Að þeirra mati hlaut að vera um mis- skilning að ræða. Og það sama gilti um Severine, sem var óhuggandi. Allir sem þekktu Yvan gátu vitnað um viðkvæmni hans og blíðlyndi. Sjálfur sagði hann: „Ég sá til þess að ekkjurnar mínar fengju friðsæl- an dauðdaga. Ég beitti engu ónauð- synlegu ofbeldi. Nokkrar kvenn- anna gerðu sér aldrei grein fyrir að það var verið að myrða þær. Ég tal- aði við þær í vinalegum tón og lét þær stundum fá púða undir bakið til að styðja þær í dauðastríðinu.“ Talið er að Yvan Keller hafi myrt að minnsta kosti tuttugu og þrjár konur og hefur lögreglan und- ir höndum sannanir vegna sextán þeirra. Ekki að það breyti miklu héðan af. Pirraður íbúi Íbúi í Árósum í Danmörku varð svo argur vegna hjólreiðakeppni í borginni að hóf skothríð að þátttakendunum. Um var að ræða hjólreiðakeppnina Tveir dagar við Árósa. Skaut maðurinn um fjörutíu skotum úr loftbyssu að þátttakendum og fékk einn þeirra skot í andlitið. Eftir að hafa handtekið manninn framkvæmdi lögreglan leit í íbúð hans og fann auk loftbyssunnar tvo fjaðurhnífa og tuttugu grömm af hassi. Eldfimt samband Eldfimt ástand skapaðist á heimili í Moskvu í Rússlandi. Þar bjuggu hjón sem höfðu skilið fyrir þremur árum. Vegna bágs efnahags höfðu þau þó ekki flutt hvort frá öðru, en bjuggu undir sama þaki í lítilli íbúð þar í borg. Eins og gefur að skilja var lítill samhljóm- ur í sambúð þeirra. Að lokum fékk konan nóg af manninum sem hafði þann leiða ósið að sitja nakinn við sjónvarpið og drekka vodka. Brá hún á það ráð að bera eld að kynfærum hans. „Ég logaði eins og kyndill. Mér er fyrirmunað að skilja hví ég á þessa meðferð skilda,“ sagði hann eftir að gert hafði verið að sárum hans. Yvan Keller var fjörutíu og sex ára garðyrkjumaður. Hann vildi gera vel við kærustu sína og varð raðmorðingi: Hlutu friðsælan dauðdaga Kampavín og kavíar skötuhjúin nutu munaðar árum saman. Tour d‘Argent uppáhaldsveitinga- staður Yvans Keller.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.