Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Blaðsíða 2
Engin svör hafa borist vegna fyrir- spurnar DV til Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur utanríkisráðherra um hvort utanríkisráðuneytið muni skoða hvort Varnarliðið hafi haft undir hönd- um viðkvæmar persónupplýsingar og önnur gögn sem það hafði ekkert er- indi með að hafa. DV sendi fyrirspurn- ina til ráðuneytisins á mánudag og ítrekaði í gær. Utanríkisráðuneytið fékk skjöl um íslenska starfsmenn Varnarliðsins sem störfuðu á Keflavíkurflugvelli á þeim tíma sem Varnarliðið fór af landi brott. Herinn vistar enn skjöl um aðra starfs- menn sem störfuðu hjá Varnarliðinu áður. Eins og fram hefur komið í DV hafði Varnarliðið undir höndum mjög viðkvæmar persónuupplýsingar og ná- kvæmar skrár um starfsmenn vallar- ins. Í að minnsta kosti einu tilviki hafði Varnarliðið undir höndum sjúkraskrá um fyrrverandi starfsmann sem það hafði ekkert erindi með að hafa. Skarphéðinn Scheving Einarsson, fyrrverandi starfsmaður Íslenskra að- alverktaka sem starfaði á Keflavík- urflugvelli, óskaði eftir upplýsingum sem Varnarliðið hafði undir hönd- um um hann og fékk þykkan bunka af gögnum, en greinilegt er að enn vantar í gögnin. Skarphéðinn hyggst ganga á fund Ingibjargar Sólrúnar í von um að hún geti hjálpað honum við að fá þau gögn afhent. Í svari Bjarna Vestmann, sendifulltrúa á varnarmálaskrifstofu, segir að ráðuneytið verði að meta hvert mál fyrir sig og fara verði gaum- gæfilega yfir öll gögn til þess að meta hvort málefnalegar forsendur hafi ver- ið fyrir vistun þeirra eða ekki. Utanrík- isráðuneytið hefur þó ekki gefið upp hvort það hyggst skoða hvort óæskileg gögn hafi verið í vörslu Varnarliðsins. miðvikudagur 29. ágúst 20072 Fréttir DV Esjan snjólaus „Esjan er orðin snjólaus hérna að sunnanverðu en við höfum engar skrár yfir skaflana norðan megin sem eru lífseigari,“ segir Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri. Skaflinn í Gunnlaugsskarði hvarf 23. ágúst. Páll segir að þetta sé sjöunda árið í röð sem skafl- inn hverfur alveg. „Hann hvarf nokkuð oft á árunum frá 1929 til 1940. Á árunum frá 1960 til 1998 var kuldaskeið á Íslandi og á því tímabili hvarf skaflinn aldrei. Árið 1998 hvarf hann hins vegar alveg og 1999 og 2000 hvarf hann ekki. Síðan þá hefur hann horfið öll árin,“ segir Páll og segir hann að þetta séu skýr merki um loftslags- breytingar. Mokveiði í Ytri-Rangá Ytri-Rangá er langgjöfulasta laxveiðiá landsins það sem af er sumri. Mokveiði hefur verið í ánni síðustu daga og á fyrstu vaktinni eftir að maðkur og spúnn voru leyfðir veiddust tvö hundruð og fimmtíu laxar. Í heild hafa tæplega þrjú þúsund laxar veiðst í ánni í sumar, en þurrkar víða á landinu hafa gert laxveiðimönnum erfitt fyrir og aflatölur í mörgum dýrustu ám landsins hafa verið mjög lágar. Árekstur eftir afskipti lögreglu Slys sem varð í Hvalfjarðar- göngunum á sunnudaginn má rekja til ökumanns sem ók ölv- aður. Slysið sem varð um miðjan dag á sunnudaginn olli því að umferð stöðvaðist í göngunum. Að sögn lögreglunnar á Akra- nesi reyndist nauðsynlegt að veita manninum eftirför en bíll hans hafði rásað á veginum. Maðurinn stöðvaði bifreið sína sunnarlega í göngunum. Umferðin stöðvað- ist í kjölfarið og náði einn bílanna sem kom aðvífandi ekki að stöðva tímanlega með þeim afleiðing- um að hann keyrði aftan á bíl sem stóð aftast í röðinni af töluverðri hörku. Þrír menn slösuðust í árekstrinum en þó ekki alvarlega. Eyða sprengjum við Keflavík Sprengjusérfræðingar víða að úr heiminum eru saman- komnir á Íslandi til að taka þátt í sprengjueyðingaræfingunni Nort- hern Challenge 2007. Æfingin sem hófst í gær er skipulögð af Landhelgisgæslunni sem nýtur aðstoðar frá Atlantshafsbanda- laginu. Sprengjusérfræðingarnir eru mættir hingað til lands til að læra það nýjasta á sviði sprengju- eyðinga. Þeir hafa meðal annars starfað í Afganistan, Írak og öðrum stríðshrjáðum löndum. Æfingin fer fram við nýja öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli en sérstök áhersla er lögð á hryðjuverka- sprengjur. Æfingin stendur til 7. september en þann 5. september verður aðalæfingin haldin þegar þyrlur og varðskip munu taka þátt. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is SELTIRNINGAR VILJA REKA BÆJARSTJÓRANN Meirihluti bæjarstjórnar Seltjarnar- nesbæjar íhugar alvarlega að segja Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra upp störfum. Síðustu daga hefur ver- ið fundað stíft til að leysa úr vanda- málum sem upp hafa komið í sum- ar og uppsögn hefur reglulega borið á góma. Fullkominn trúnaðarbrest- ur ríkir í meirihlutasamstarfi bæjar- félagsins samkvæmt heimildum DV innan bæjarstjórnarflokks sjálfstæð- ismanna. Mál tefjast í afgreiðslu Jónmundur er oddviti Sjálfstæð- isflokksins sem hefur verið við völd á Seltjarnarnesi um áratugaskeið. Jónmundur var fyrst ráðinn til að gegna embætti bæjarstjóra Seltjarn- arnesbæjar eftir kosningar 2002. Jón- mundur hefur lítið sem ekkert sinnt störfum sínum frá upphafi sumars eftir að sögur um persónuleg málefni hans komust á kreik og hafa ýmis málefni tafist í afgreiðslu og skipu- lagsmálum bæjarins sökum þess. Nú síðast hefur bænum borist kæra vegna vanefnda. Nú er svo komið að í þeirri erfiðu stöðu sem upp er komin hjá bænum íhugar meirihlutinn að reka bæjar- stjórann. Samkvæmt heimildum DV hefur Jónmundur aftur á móti keypt sér lóð í Mosfellsbæ og talið er líkegt að hann flytji lögheimili sitt þangað. Bæjarstjórn hefur borist fjöldi kvartana í sumar frá lykilstarfs- mönnum bæjarins vegna vanrækslu Jónmundar í starfi sínu síðustu þrjá mánuði. ÍAV kvartar Í vinnslu hjá Seltjarnarnesbæ er breyting á deiliskipulagi við Hrólfs- skálamela í tengslum við fyrirhug- aða stækkun fimleikaaðstöðu Gróttu og fyrir nokkru átti að vera búið að ganga frá því skipulagi. Það hef- ur hins vegar ekki verið fullklárað en landið var selt til Íslenskra að- alverktaka fyrir nokkru. Því hefur verið haldið fram að kaupverðið sé nærri milljarði króna. Fyrirtækið er ósátt vegna skipulagsbreytinganna og hefur lagt fram formlega kvörtun til bæjarstjórnar. Gunnar Sverrisson, forstjóri ÍAV, vill ekki tjá sig um málið sem hann segir í vinnslu í samstarfi við bæjaryfirvöld. Aðspurður vildi hann ekki staðfesta verðmæti lóðar- innar við Hrólfsskálamela. Svo virðist sem félagar Jónmundar í bæjarstjórn og innsta kjarna Sjálfstæðisflokks- ins á Seltjarnarnesi telji ábyrgðina á þessum töfum liggja hjá honum. ÍAV stefnir á að reisa þrjú fjölbýlis- hús með nærri 80 íbúðum og sameig- inlegum bílakjallara við Hrólfsskála- mela. Leó Jónsson, verkefnastjóri ÍAV, segir styttast í fyrsta hluta fram- kvæmdarinnar. „Undirbúningur- inn hjá okkur hefur gengið þokka- lega. Við erum hins vegar ekki sáttir við breytingar á deiliskipulaginu og því mótmælum við. Okkur var seld ákveðin lóð og við erum ekki sáttir við breytingar eftir á,“ segir Leó. Hafa áhyggjur Jórunn Þóra Sigurðardótt- ir, formaður fimleikadeildar Gróttu, kannast við athuga- semdir vegna skipulags bæj- arins um stækkun húsnæðis deildarinnar. Að öðru leyti vill hún ekki blanda sér í pólitísk málefni bæjarins. „Deiliskipulagið gerir ráð fyrir stækkun húsnæðis- ins en bærinn er síðan að lenda í klemmu annars staðar frá. Ég vonast til þess að bærinn geti far- ið að vinna í þeim mál- um sem legið hafa fyrir. Óneitanlega höfum við áhyggjur af því að bærinn standi ekki við sitt og klári það sem þeir voru búnir að lofa,“ segir Jórunn Þóra. TrAusTi HAfsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Bæjarstjóri í vanda samherjar Jónmundar guðmarssonar bæjarstjóra eru afar ósáttir við hans störf. mikið hefur verið rætt um störf hans að undanförnu og uppsögn hans reglulega borið á góma. Trúnaðarbrestur ríkir í meirihlutasamstarfi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar. Bæjarstjórinn hefur lítið sem ekkert mætt til starfa frá upphafi sumars vegna persónulegra að- stæðna og lykilstarfsmenn bæjarins hafa kvartað undan honum. Íslenskir aðalverktakar eru ósáttir við hvern- ig haldið hefur verið á skipulagsmálum á Hrólfsskálamelum. Brestur í bæjarstjórn meirihluti bæjarstjórnar íhugar uppsögn bæjarstjórans eftir að lykilstarfsmenn bæjarins hafa kvartað undan vanrækslu hans síðustu mánuði. DV-MYND ÁSGEIR Utanríkisráðuneytið hefur ekki svarað hvort gögn hersins verða skoðuð: Engin svör hafa borist frá ráðuneytinu ingibjörg sólrún Gísladóttir utanríkisráðuneytið vistar gögn um íslenska starfsmenn varnarliðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.