Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Blaðsíða 27
Hljómsveitin Skátar fékk vægast sagt stórgóða dóma í nýjasta tölublaði tónlistartímaritsins Plan B: Hrikalega stórkostleg plata Hljómsveitin Skátar gaf út sína fyrstu breiðskífu í vor en hún nefnist Ghost of the Bollocks to Come. Bene- dikt Reynisson, bassaleikari sveit- arinnar, tók sig til og sendi eintök af plötunni á nokkur erlend tónlistar- tímarit, nýlega birtist svo umfjöllun um hljómsveitina í tónlistartímarit- inu Plan B þar sem blaðamaður fer fögrum orðum um sveitina og líkir henni meðal annars við hina goð- sagnakenndu glamrokksveit Thin Lizzy. „Ég hef aldrei heyrt neitt í okk- ar tónlist sem minnir á Thin Lizzy en það er frábært band svo það er gaman að vera líkt við þá. Plan B er frekar þekkt blað innan jaðartón- listargeirans í Bretlandi, þetta er því mikill heiður,“ segir Benedikt sem segir hljómsveitina alls ekki hafa átt von á svo gríðarlega góðri umfjöll- un en í dómnum skrifar blaðamað- urinn Thom Gibbs meðal annars að platan sé „terrifyingly brilliant“ sem á íslensku myndi nokkurn veg- inn þýðast sem hrikalega stórkost- leg. „Ritstjóri Plan B, Everett True, er mjög merkilegur maður en það má eiginlega segja að hann hafi kynnt Kurt Cobain og hljómsveit hans Nir- vana fyrir Bretum auk þess að hafa skrifað í ýmis tónlistartímarit svo sem NME og fleiri.“ Skátar hafa ver- ið duglegir við tónleikahald í sum- ar og fóru meðal annars hringinn í kringum landið á þrem dögum. „Við lögðum af stað seinnipart föstudags og komum aftur á mánudagsmorgni og spiluðum á þrennum tónleikum. Svo höfum við spilað alveg helling en erum í smá tónleikapásu núna til að semja ný lög svo næstu tón- leikar eru ekki fyrr en tólfta október á Organ og svo stefnum við líka að því að gefa plötuna út erlendis,“ segir Benedikt að lokum, glaður eftir frá- bæran plötudóm en hægt er að kíkja á myspace-síðuna myspace.com/ skatar og heyra nokkur lög af plöt- unni. krista@dv.is „Ég var beðinn um þetta fyrir ein- hverju einu og hálfu ári en það varð bara ekkert úr því og ég var fastur í öðrum verkefnum og svona en svo gafst laus tími og við ákváðum að vaða bara í þetta og tökurnar hefj- ast bara á morgun,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, eða Sveppi, sem tekur við umsjón barnatíma Stöðvar tvö á laug- ardagsmorgnum í vetur af sjálfum Afa. „Ég verð líklegast bara Sveppi, Ég vil reyna að vera svolítið svona hvat- vís og spinna á staðnum og það er svolítið erfitt kannski að vera einhver ákveðinn karakter ef maður er ekki með handrit fyrir framan sig. Ætli ég verði samt ekki aðallega bara ég með svona smá dassi af Sveppa tíu ára,“ segir hann aðspurður hvort hann hafi hugsað sér að setja sig í einhvern kar- akter fyrir krakkana. „Það verður ým- islegt sem ég mun vera að bralla og ég ætla bara að reyna að hugsa hlut- ina upp á nýtt í staðinn fyrir að vera að hugsa hvernig þetta var. Ég veit ekkert hvort það er gott eða slæmt en ég ætla að gera bara svolítið það sem mig langar að gera.“ Hentar vel að skemmta börnum Sveppi er uppfullur af hugmynd- um fyrir barnaefnið og segist meira að segja luma á nokkrum sem hann hafi hugsað upp fyrir þáttinn Strák- ana á sínum tíma. „Ég ætla að dunda mér svolítið við að nota þær hug- myndir í barnaefnið. Það er allt eitt- hvað sem var of „soft“ fyrir Strákana og hentar þessum þætti miklu frek- ar.“ Sviðsmyndin kemur til með að vera barnaherbergið hans Sveppa sem hann segir líta út eins og her- bergi sem hann hafi óskað þess að eiga þegar hann var barn. „Þetta er bara krúttlegt barnaherbergi þar sem úir og grúir af ýmsum skemmti- legum hlutum.“ Það er ekkert nýtt fyrir Sveppa að skemmta yngri kyn- slóðinni en hann hefur meðal ann- ars leikið í barnaleikritinu Kalla á þakinu við góðar viðtökur. „Það hentar mér ágætlega að skemmta börnum. Það er náttúrulega aðeins erfiðara að leika fyrir þau á sviði en í sjónvarpi því maður finnur kanski minna fyrir því að krakkinn standi upp og slökkvi á sjónvarpinu held- ur en að horfa á hann ganga út úr leikhúsinu. En það er smá áskorun fólgin í að skemmta börnum, þau eru kröfuharður hópur en einlæg og mjög skemmtilegt að skemmta þeim. Ég er svo að fara að leika í öðru barnaleikriti í Borgarleikhús- inu í vetur en þar fer ég með hlut- verk Tuma Engisprettu í uppfærsl- unni á Gosa“ Fór á kostum sem Flóki Þrátt fyrir að hafa ekkert lagt stund á leiklistarnám hefur Sveppi haft í nógu að snúast, bæði í sjónvarpi og á sviði og nú síðast í kvikmyndinni Ast- rópíu. „Það má eiginlega bara segja að ég sé sjálflærður trúður. Þetta form listarinnar hefur alltaf heillað mig og mér finnst þetta svo gaman allt sam- an. Það er náttúrulega mikil vinna sem liggur að baki og þetta er alls ekkert rétt upp í hendurnar á mér. Ég var í fyrsta sinn að leika í kvikmynd núna þegar ég lék í Astrópíu og það var mjög skemmtilegt,“ segir Sveppi sem fer með hlutverk ofurnördsins Flóka í kvikmyndinni Astrópíu þar sem má með sanni segja að hann standi sig gríðarlega vel. „Ég er sjálf- ur enginn svona hlutverkaleikjanörd og get alveg viðurkennt að það voru alveg nokkrar setningar í handritinu sem ég skildi bara ekkert í.“ Sveppi mun ekki einungis birtast á skjánum í barnaefninu heldur mun honum einnig bregða fyrir í sjónvarpsþætt- inum Stelpunum ásamt félögum sínum þeim Pétri og Audda en þeir þremenningar voru tíðir gestir á sjónvarpsskjánum með þáttinn sinn Strákana. „Ég viðurkenni alveg að það koma stundir þar sem ég vildi óska þess að ég væri á hverjum degi að fíflast í sjónvarpinu með Audda og Pétri og þá sérstaklega þegar það detta inn svona undarleg mál í þjóð- félaginu sem mig klæjar bara í putt- ana yfir að fá að ræða opinberlega, eins og það að það sé verið að leggja alla í einelti á Veðurstofunni og að Aron Pálmi sé kominn heim og svo- leiðis atriði,“ segir Sveppi hress og kátur að lokum. krista@dv.is Leikstýrir Bruce Willis Oliver Stone er á lokastigi með viðræður um að leikstýra 40 milljóna dala myndinni Pinkville með Bruce Willis í aðalhlut- verki. Myndin, sem er byggð á sönnum atburðum, fjallar um hershöfð- ingjann William R. Peers sem er leikinn af Willis. Hann rannsakar frægu fjöldamorðin í My Lai í Víetnamstríð- inu þar sem bandarískir hermenn myrtu um 500 óbreytta borgara. Þá mun Channing Tatum úr myndinni Step Up leika þyrluflugmann sem bjargaði óbreyttum borgurum og vitnaði gegn hermönnunum. Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, fer á kostum í hlutverki Flóka í kvikmyndinni Astrópíu en í vetur mun hann sjá um að skemmta börnunum á Stöð 2 um helgar auk þess sem mun glitta í hann í gamanþáttunum Stelpunum. föstudagur 29. ágúst 2007DV Bíó 27 10.000 á Astrópíu Íslenska kvikmyndin Astrópía eftir leikstjórann Gunnar B. Guðmunds- son gerði það gríðarlega gott um helgina sem leið og þénaði um 9 milljónir króna í aðgangseyri. Í kringum 10.000 manns sáu myndina um helgina og var hún því vinsælasta mynd helgarinnar. Hún skaut myndinni The Bourne Ultimatum ref fyrir rass en hún hefur fengið gríðarlega góða dóma alstaðar. Þar fer Matt Damon á kostum sem leyniþjónustupjakkur- inn Jason Bourne. Robert verður Sóló Robert Downey Jr. mun leika með Jamie Foxx í kvikmyndinni The Soloist. Myndin er byggð á sannsöguleg- um atburðum og kemur Downey til með að leika Steve Lopez, dálkahöfund hjá L.A Times, sem uppgvötvar heimilislausa fiðlusnillinginn Nathaniel Ayers. Eftir að hafa komist að því að Ayers var algjör tónlistarhetja þar til geðhvarfasýki gerði honum ókleift að halda áfram, fór Lopez að skrifa dálka um fiðlusnillinginn og með þeim myndaðist samband sem breytti lífi þeirra beggja. Tökur hefjast í Los Angeles í janúar. Eins og Thin Lizzy skátum var líkt við glamrokksveitina í tímaritinu Plan B. SJÁLFLÆRÐUR TRÚÐUR RÚBÍNINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.