Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Blaðsíða 22
Gunni Birgis hefur settt upp hraðahindrun við Smára-lindina, fækkað akreinum um heilan helling, hann er búinn að loka Dalvegi og Nýbýlavegi. Gamli góði Villi er lítt skárri, hann malbikar allar stofnbrautir borgar- innar á einum og sama deginum. Meðan garparnir tveir halda áfram eins og þeir hafa gert fyllast allar götur af fólki sem vissi ekkert hvað þess beið, fór jafnvel að heiman án þess að losa blöðruna. Vandræði í hverjum bíl. Þegar ástandið er þannig klukkan átta að morgni að óslitin bílaröð er frá Hafnarfirði til Reykjavíkur er ekki laust við að einn maður, öðrum frekar, sé öfundaður og það ekkert lítið. Sá maður heitir Magnús Krist-insson og er frá Vestmanna-eyjum. Hann á peninga og hefur útsjónarsemi. Hann keypti sér ekki einkaþotu eins og hinir ríku mennirnir. Nei, hann keypti sér þyrlu og getur núna ullað bæði á gamla góða Villa og Gunna Birgis. Magnús þarf ekkert að hanga í röð við Smára- lind eða á Hafn- arfjarðarvegi eða á Kringlu- mýrarbraut eða Miklubraut eða Sæbraut eða Suðurlandsbraut. Hans vegna mega Villi og Gunni loka öllum götum og haga sér eins og þeir vilja. Magnús á þyrlu, hann er öfundaður. Hann er ekki í spreng í endalausri röð. Reyndar er Magn- ús ekki bara lánsamur á þyrlunni. Hann á bílaumboð við Nýbýlaveg, en þang- að hefur verið ófært nánast eins lengi og elstu menn muna. Gunni er að grafa þar. Það er eini vandi Magnúsar. Þar sem okkur finnst svo fínt að skulda hlýtur að koma að því að peningahús bank- anna, sem eru að springa und- an peningum, opnist og við get- um fengið lán til að kaupa okkur þyrlu. Þá má Nýbýlavegurinn vera lokaður eins lengi og Gunni vill, líka Kársnesbrautin og hvað sem þær kallast allar þessar blessuðu götur. Að hugsa sér að geta svifið yfir öllum bílaröðunum og jafnvel klósett um borð. Ætli bílþök séu jafnfjölbreytt á litinn og húsþök? Sennilega ekki, en það vita þeir svo sem einir sem eiga þyrlu. Hvað ætli þyrlupallur kosti? Þeir verða fínir við hliðina á trampólínunum öllum. Þá verða garðarnir tvíeygðir séð úr þyrlum. Gunni Birgis og gamli góði Villi munu halda áfram að grafa og malbika. Þeir kunna það, já, það kunna þeir. Þeir skapa ekki vand- ann. Það gera bankarnir, þeir bjóða ekki lán til kaupa á þyrlum. Ef banka- stjórarnir væru ekki alltaf á þotum milli landa, ef þeir vissu hvað það er erfitt að vera í endalausri bílaröð, og það í spreng, myndu þeir hleypa peningum út og lána okkur fyrir þyrlum. En hvar er hægt að lenda? miðvikudagur 29. ágúst 200722 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjóri og ábyrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritStjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: Valdimar birgisson Umbrot: dv. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. aðalnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010, áskriftarsími 512 7080, auglýsingar 512 70 40. Vantar þyrlukaupalán daggeisli Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar. Þeir sögðu já, án þess að kynna sér hvað það var sem þeir samþykktu. Ekkert spurt, engu svarað leiðari Ríkisstjórn Íslands hafði um tvennt að velja, endurbæta núverandi Grímseyjar-ferju, en endurbæturnar voru metnar á um 50 milljónir króna, eða að kaupa nýa ferju. Sá kostur var valinn. DV hefur undir hönd- um minnisblað frá ríkisstjórnarfundi 5. apríl 2005, þar sem segir: „Oilean Arann er hugsanlega falt fyrir 80 til 100 milljónir króna í núverandi ástandi og að viðbættum 60 milljónum króna í endurbæt- ur verður heildarverð um það bil 150 milljónir króna.“ Þetta stóð í plaggi sem ríkisstjórnin skoð- aði og mat að best væri að kaupa ferjuna. Hún kostaði meira en 80 milljónir og meira en 100 milljónir. Kaupverð- ið var 975.000 sterlingspund, tæpar 130 milljónir, og endurbæturnar koma til með að kosta meira en 60 milljónir króna. Sturla Böðvarsson kynnti þessar upplýsingar á ríkisstjórnarfundi 12. apríl 2005. Í minnisblaði til ríkisstjórnarinnar mælir Sturla með því að írska ferjan verði keypt. Skynsamlegra sé að eyða 150 milljónum í kaup og endurbætur á írsku ferjunni en að leggja út í nýsmíðar fyr- ir 600 milljónir. Sturla tekur það fram að gera megi ferjuna Sæfara hæfa fyrir siglingaleiðina til Grímseyjar fyrir sextíu milljónir, en það sé engu að síður talið óraunhæft fyrir þá 28 ára gamalt skip. „Því er hér lagt til að ríkisstjórnin heimili að skipið Oilean Arann verði keypt og endurbætt fyrir um 150 milljónir króna, auk þess sem núverandi Sæfari verði seldur. Heimildar Alþingis fyrir þessari ráðstöfun verði síð- an aflað í fjárauka- eða fjárlögum næsta haust,“ seg- ir Sturla í minnisblaðinu. Það sjá allir að þetta var gjörsamlega vonlaus af- greiðsla. Ekkert af því sem ríkisstjórnin ætlaði gekk eftir, ekkert. Með Sæfara mega fara ámóta margir farþegar og íbúar Grímseyjar eru. Þess vegna hefði Sæfari dug- að áfram og aldur skipa segir ekki allt, eins og þá- verandi samgönguráðherra gerði að stórmáli. Til gamans má geta þess að varðskipin þrjú eru frá 32 ára til 48 ára. Það virðist blasa við að ekki var athugað hver kostnaðurinn kæmi til með að verða áður en ákveðið var að kaupa ferjuna frá Írlandi og þegar upp verður staðið verða þau kaup þau verstu sem hugsast gat. Það hefði verið ámóta dýrt að smíða nýtt skip, sem væri þá sérstak- lega hannað til þessara siglinga og því betra en aðrir kostir, og senni- lega hefði verið best af öllu að endurgera Sæfara. Hann hefði dugað vel og það jafnvel fyrir aðeins tíunda hluta þess sem ósköpin munu kosta þegar allt kemur til alls. Ráðherrar hafa farið illa með opinbert fé. Þeir sögðu já, án þess að kynna sér hvað það var sem þeir sam- þykktu. dómstóll götunnar Hvaða kröfur á að gera í kjarasamningum í Haust? „Ég vil að það verði gerð grundvallar- breyting í þessu en hún er sú að hækka lægstu launin sem að mínu mati eru allt of lág. í stað þess að laun þessara hæst settu hækka ættu menn frekar að launa verst launuðu stéttirnar betur.“ Böðvar Már Böðvarsson, 43 ára starfsmaður Eimskips „fyrst og fremst betri kjör og þar af leiðandi hækka lægstu launin. annars mega laun í samfélaginu hækka meira og á kostnað þeirra sem eru ríkir. svo finnst mér að það ætti að útrýma jafnaðarkaupi þannig að menn sem vinni yfirvinnu fái hana greidda.“ Ólafur Jóhann Sigurðsson, 20 ára verslunarmaður „mér finnst að menn ættu að hækka lægstu launin og um leið að reyna að viðhalda stöðugleika í samfélaginu. Það þarf að reyna að fara milliveginn í þessum efnum. ef það er mögulegt þurfa laun þeirra stétta sem eru hvað verst launaðar að hækka.“ Baldur Jón Kristjánsson, 24 ára nemi „Ég hef í rauninni ekki mikla skoðun á því. mér finnst samt að menn ættu að einblína á það að hækka lægstu laun. Það er algjört lykilatriði að mínu mati.“ Bjarni Magnússon, 24 ára nemi sandkorn n Ráðuneytisstjóraskipti blasa nú við í utanríkisráðuneyt- inu. Grétar Már Sigurðsson, hefur gegnt starfinu um nokk- urt skeið. Líklegast þykir að annað hvort Berglind Ásgeirsdótt- ir eða Helga Jónsdóttir verði fyrir valinu. Berglind, sem hefur mikla reynslu úr stjórnkerfinu, hafði sótt um ráðuneytisstjórastöðu í viðskiptaráðuneytinu, en hefur nú dregið umsókn sína til baka. Helga Jónsdóttir vann á hinn bóginn náið með Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra hjá Reykja- víkurborg. n Af vefnum barnaland.is má margt læra, kannski einkum það að konur eru ekki konum verst- ar. Pennar Barnalands skiptast á uppskrift- um, biðja um að kveikt sé á kertum og beðið fyrir sjúkum og annað í þá veru. Nú kveður við glænýjan og skemmtilegan tón á síðunni, þar sem skríbentar leiðbeina hver öðrum um lausn á kross- gátu Morgunblaðsins um helg- ina sem reyndist mörgum erfið. Hvaða orð passar í 32 lóðrétt?! n Teiknimyndin Ratatouille hefur verið tekin til sýninga hér á landi með bæði íslensku og ensku tali. Það er alltaf ánægjulegt þegar hinu ástkæra yl- hýra er gert hátt undir höfði, en það á þó ekki við um allt í kringum kvikmyndina. Athygli vekur að í ónefndu kvik- myndahúsi í Reykjavík var held- ur vandræðaleg stafsetningar- villa, því þar sem átti að standa „íslenskt tal“ stóð „ýslenskt tal“. n Það á ekki af hinum meinta drápsmanni Lúkasar, Helga Rafni Brynjarssyni, að ganga. Eftir að æstur múgur í netheim- um dæmdi Helga Rafn öðlaðist hann vafasama frægð. Þegar Lúkas fannst heill á húfi sáu allir að sér og kölluðu hann hinn vænsta dreng. Fyrr- verandi leigusali Helga Rafns er þó langt frá því að vera á sama máli. Þegar Helgi Rafn skilaði íbúð sem hann leigði í sumar var hún rústir einar, greinilegt var að pissað hafði verið út um allt og að sögn leigusalans hafði verið spreyjað upp á alla veggi. Það getur verið erfitt að vera frægur á Íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.