Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Blaðsíða 12
Menning miðvikudagur 29. ágúst 200712 Menning DV Hlutverk kvenna í stjórnmálum Höfðu konur einhverju hlut- verki að gegna í stjórnmálum áður en þær fengu kosninga- rétt og önnur pólitísk réttindi? Í ritinu Kvinnor och politik i det tidigmoderna Norden, sem nú er komin út í ritröð Sagnfræði- stofnunar, eru birtar rannsóknir um konur og stjórnmál á Norð- urlöndum frá 16. öld og fram á 19. öld. Sérstök áhersla er lögð á konur sem gerendur en þetta viðfangsefni hefur lítið verið rannsakað og eru því hér á ferð- inni brautryðjendarannsóknir. Ritgerðirnar níu í bókinni eru eftir norræna sagnfræðinga sem ræddu þetta viðfangsefni á norræna sagnfræðingaþing- inu sem haldið var í Reykjavík í ágúst. Róttækur djasspíanisti Bandaríski djasspíanistinn frábæri, Uri Caine, opnar Jazzhátíð í Reykjavík í kvöld með tónleikum í Austurbæ. Caine hefur hrist upp í tónlistarheiminum með því að leggja að jöfnu tónlist eftir Irving Berlin og Johan Sebastian Bach, Mozart, Mahler og Mingus, Schumann og söngleikjaskáldin. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20. hátíð bækur Ljósanótt í Reykjanesbæ hefst á morgun: Dúndurmenningarveisla fyrir alla Hátt í 400 listamenn láta ljós sitt skína á Ljósanótt í Reykjanes- bæ sem sett verður í áttunda sinn á morgun og stendur alla helg- ina. „Hátíðin hefur lengst í báða enda og orðið kjarn- meiri getur maður sagt,“ segir Valgerð- ur Guðmundsdóttir, einn forsvars- manna hátíðarinnar. „Ljósanótt líkist meira Menning- arnótt í Reykjavík en öðrum bæjar- hátíðum vegna mikils framboðs af menningarviðburðum Við erum auðvitað með þessa hefðbundnu útisviðsdagskrá á kvöldin þar sem kjarninn úr landsliðinu mætir, eins og Garðar Cortes, Páll Rósinkranz, Megas og fleiri. En að auki erum við með alveg ógrynni af heimatilbúnu menningarefni,“ segir Valgerður. Aðaláherslan er á laugardegin- um en þá fer meðal annars fram Reykjanesmaraþonið, tónleikar verða haldnir í Duushúsum og svo aðrir á stóra sviðinu við Hafnar- götu um kvöldið. Þar flytja Jóhann Helgason og Rúnar Júlíusson lag hátíðarinnar að þessu sinni sem Jóhann samdi en nýtt Ljósalag er kynnt á hverju ári. „Við höfum verið með samkeppni undanfarin ár en ákváðum núna að semja við einn af okkar tónlistarmönnum og varð Jóhann fyrir valinu að þessu sinni,“ segir Valgerður. Dagskrá laugar- dagsins er svo slitið með flugelda- sýningu sem Valgerður segist geta lofað að verði ekki síðri en flugelda- sýningin á Menningarnótt. „Og há- tíðin í heild verður dúndurmenn- ingarveisla fyrir alla.“ Nánari upplýsingar um dag- skrána er að finna á ljosanott.is „Ég hef haft þessa bók nokkur ár í smíðum. Ég held að elsta sag- an sé orðin fimmtán ára gömul,“ segir Böðvar Guðmundsson rit- höfundur en ný bók eftir hann, Sögur úr Síðunni, er væntanleg í haust. Ef frá er talin bók með kvæðum fyrir börn er þetta fyrsta skáldverkið sem Böðvar sendir frá sér síðan hinar rómuðu Vestur- farasögur hans, Híbýli vindanna og Lífsins tré, komu út fyrir jól- in 1995 og 1996. Sú síðarnefnda hlaut meðal annars Íslensku bók- menntaverðlaunin. Gerast um miðbik 20. aldar „Hvað eigum við að kalla þetta? Kannski er þetta smásagnasafn,“ segir Böðvar um nýju bókina. „Þetta eru allavega sögur sem eru tengdar, segja frá sama fólkinu. Og það er með mig eins og alla sem komnir eru til ára sinna, þeim finnst tímarnir svo ólíkir því sem var þegar þeir voru ungir. Sögurn- ar gerast í íslenskri sveit um mið- bik síðustu aldar, fyrir svona 50 til 60 árum, og fjalla um mannlífið eins og það var þá,“ segir Böðvar. Hann segir að þetta sé ekki sögu- leg skáldsaga eins og Vesturfara- bækurnar. „Þetta er sett inn í mjög sögulegan ramma og kannski munu einhverjir þekkja einhverj- ar persónur, en þetta er fyrst og fremst saga um hlutina eins og þeir hefðu getað gerst í þessu um- hverfi. Og kannski gerðist eitthvað af því.“ Enginn uggur Aðspurður hvort það sé enginn uggur í honum um að væntingar til nýju bókarinnar séu meiri en góðu hófi gegni, í ljósi þeirrar velgengni sem Híbýli vindanna og Lífsins tré nutu, hlær Böðvar kumpánlega. „Það verður bara að koma í ljós. Ég reikna með að þessar sögur mínar höfði meira til fólks á mínum aldri en ungs fólks. En þess ber að geta að fólk á mínum aldri verður fleira og fleira þannig að lesendahópur- inn þar stækkar heilmikið líka. Við verðum nefnilega svo hundgömul núna,“ segir Böðvar og hlær. Það er bókaforlagið Uppheim- ar á Akranesi sem gefur út bók Böðvars en hann var áður hjá Máli og menningu. Hvers vegna þessi vistaskipti? „Maður er allt- af að pota sér ofar og ofar,“ segir Böðvar í gamansömum tón. „Nei, nei, það er kannski sú ástæða að ég þekki Kristján (Kristjánsson, eiganda Uppheima) vel og okkur semur mjög vel. Mér þykir það líka gott framtak að ungur maður skuli leggja út í það að gefa út bækur,“ segir Böðvar. Böðvar býr í Danmörku og hefur gert það mörg undanfarin ár. Hann reiknar hins vegar með að koma til Íslands í kringum mánaðamót- in október/nóvember til að fylgja nýju bókinni eftir. Böðvar segist ekki vita nákvæmlega hvenær bók- in komi út í haust en hann sé alla vega búinn að setja lokapunktinn af sinni hálfu. kristjanh@dv.is Brýtur blað Spænsk-íslensk orðabók er komin út á vegum Máls og menningar. Með útgáfunni er brotið blað í íslenskri útgáfu- sögu. Orðabókarinnar hefur lengi verið beðið enda fyllir hún stórt skarð í röð þeirra orðabóka sem Íslendingar hafa haft aðgang að í námi sínu og störfum. Verkefnið var undir- búið af kostgæfni og þar tóku saman höndum Edda útgáfa, Háskólinn í Reykjavík, mennta- málaráðuneytið og minningar- sjóður Margrétar Björgólfsdótt- ur. Verkið var unnið á aðeins tveimur árum sem verður að teljast einsdæmi í útgáfu orða- bóka á Íslandi, að því er segir í tilkynningu. Á næsta ári kemur svo út Íslensk-spænsk orðabók. Sýningarlok í Skotinu Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningu Erlu Stefánsdóttur ljósmyndara í Skotinu hjá Ljós- myndasafni Reykjavíkur því henni lýkur í dag. Myndirnar á sýningunni, sem ber yfirskrift- ina Áfangastaður, eru teknar á ferðalagi um austurhluta Rúm- eníu í maí síðastliðnum. Mynd- irnar eru ekki hefðbundnar ferðalagsmyndir heldur sýna ferlið að ferðast. Erla lærði ljós- myndun í Bandaríkjunum og útskrifaðist árið 1993. Síðan þá hefur hún haldið fjölda sýninga hérlendis og erlendis. Frá Ljósanótt í fyrra valgerður guðmundsdóttir, forsvarsmaður Ljósanætur, lofar að flugeldasýningin í ár verði ekki síðri en flugeldasýningin á menningarnótt. Rithöfundurinn Böðvar Guðmundsson sendir frá sér nýja bók í haust sem hann segir að megi líklega kalla smásagnasafn. Ef frá er talin bók með kvæðum fyrir börn er þetta fyrsta skáldverkið sem Böðvar sendir frá sér síðan hinar rómuðu Vest- urfarasögur hans, Híbýli vindanna og Lífsins tré, komu út fyrir rúmum áratug. Loksins bók Böðvar Guðmundsson rithöfundur „Hvað eigum við að kalla þetta? kannski er þetta smásagnasafn. Þetta eru alla vega sögur sem eru tengdar.“ Böðvarifrá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.