Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Blaðsíða 32
Fuglar gerðu sig heimakomna í Glæsibæ: Skutu starra í búðinni Starrar gerðu sig heimakomna í verslun 10-11 í Glæsibæ um þriggja daga skeið. Heiða Rögnvaldsdóttir aðstoðarverslunarstjóri segist hafa tekið eftir því á laugardag að nokkrir starrar sátu á rörum uppi í loftinu og strax gert meindýraeyði viðvart. Hún segir hann hafa komið tvo morgna og skotið starrana með loftbyssu áður en viðskiptavinum var hleypt inn. Mikil leit var gerð í Glæsibæ að götum sem starrarnir komust inn um en þeir virtust leggja leið sína í verslunarkjarnann eftir að búðum var lokað að kvöldi. Þeir litu við í nokkrum verslunum en virtust hrifn- astir af 10-11. Heiða telur ástæðuna vera þá að þar sé mesta lofthæðin enda sæki þeir í að vera hátt uppi. Á mánudag fannst loks hvar starrarnir komust inn og þeim inngangi á þak- inu lokað. Að sögn Heiðu sóttu fuglarnir ekki í matvöruna og ullu því engum skemmdum. Hún segir að frá laug- ardeginum hafi bæði meindýraeyð- ir og hreingerningarfólk mætt mjög snemma til að þrífa og sótthreinsa. Það hafi því aðeins verið fyrsta dag- inn sem starrar voru í versluninni á opnunartíma en Heiða lokaði búð- inni strax og hún kom auga á fugl- ana. Hjá tveimur meindýraeyðum í Reykjavík fengust þær upplýsing- ar að það væri með öllu ólöglegt að skjóta starra með loftbyssu þar sem þeir væru friðaðir og að slík vinnu- brögð væru ekki viðhöfð hjá almenn- um meindýraeyðum. Annar lét þess einnig getið að starrar væru ekki mikil plága í sumar og að taka þyrfti um eitt hreiður á viku sem áður hefði verið tæmt. Ekki fengust upplýsingar um hvaða meindýraeyðir var að verki í verslun 10-11 aðrar en þær að hann ynni fyrir fyrirtækið. Algengt er að starrar geri hreið- ur sín í glufum og holum mannabú- staða við litla hrifningu íbúa vegna starraflóarinnar sem getur valdið miklum óþægindum. erla@dv.is Aðeins er einn læknir í einu á bak- vakt fyrir báðar stærri björgunar- þyrlur Landhelgisgæslunnar. Ef báðar þyrlurnar eru kallaðar út þarf að leita uppi lækna sem eru á frívakt til að sinna verkefninu. „Ég er ósátt- ur við þetta ástand og hef ákveðið að draga mig í hlé,“ segir Friðrik Sigur- bergsson læknir. Hann sér í dag um að manna vaktir og hefur komið að þyrluflugi Landhelgisgæslunnar í rúma tvo áratugi. Friðrik segir að oftsinnis hafi komið upp sú staða að báðar þyrlurnar hafi verið kallaðar út. „Ég er ekki viss um að það sé réttlæt- anlegt að fara í leiðangur án þess að hafa lækni með í ferðinni,“ segir hann. Gæslan vill fleiri lækna Þyrlulæknar starfa samkvæmt samningi milli dómsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis. Dagmar Sig- urðardóttir, upplýsingafulltrúi Land- helgisgæslunnar, segir að ástæðan fyr- ir að aðeins einn læknir sé á bakvakt sé ekki sú að Landhelgisgæslan vilji ekki manna báðar vaktirnar, heldur þurfi ákvörðun þar um að koma frá ráðu- neytunum. Í fjárveitingum til Landhelgis- gæslunnar er aðeins gert ráð fyrir að Gæslan borgi tryggingar fyrir þyrlu- læknana. Að öðru leyti fá læknarnir laun sín frá Landspítalanum. „Auðvit- að kostar það eitthvað að manna aðra vakt. Ég tel samt ekki að við tökum of háar greiðslur fyrir þessa vinnu. Þeg- ar menn eru kallaðir úr fríi til að fara í leiðangur með þyrlu er það oftast án þess að tekin sé greiðsla fyrir,“ segir Friðrik. Að bjarga mannslífum Friðrik bendir á að í mörgum til- vikum sæki þyrlurnar alvarlega slasað fólk við afar erfiðar aðstæður. „25 til 30 sinnum á ári lendum við í því að beita verulegum læknisfræðilegum inn- gripum, til þess annaðhvort að bjarga lífi viðkomandi einstaklings eða koma í veg fyrir örkuml,“ segir hann. Stundum komi það fyrir að áverkar séu minni en talið var í fyrstu en það sé þó aldrei hægt að vita fyrir fram. „Þannig þykir mér óvíst hvort það sé réttlætanlegt að fara í þyrluútkall án þess að hafa um borð einstakling með læknisfræðilega reynslu og þjálfun.“ Um síðustu helgi kallaði togari á veiðum eftir aðstoð þyrlu. Á sama tíma stóðu yfir sjúkraflutningar og björgun- araðgerðir vegna rútuslyss í Bessa- staðafjalli í Fljótsdal. „Það má benda á mörg fleiri atvik sem þessi. Þarsíðustu helgi þurfti að sækja konu sem lent hafði í hestaslysi. Þarna þurftum við að hóa í lækni sem ekki átti að vera á vaktinni,“ segir Friðrik. miðvikudagur 29. ágúst 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 FréttAskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Skotveiðitímabilið er byrjað... ÞYRLULÆKNIR HÆTTIR VEGNA OF MIKILS ÁLAGS Friðrik sigurbergsson hættir vegna óánægju með undirmönnun: Þoka Það var mikil þoka yfir Reykjavíkurborg í gær og frekar haustlegt. Grár turn Hallgrímskirkju virkaði frekar kuldalegur í þessum aðstæðum. DV-MYND STEFÁN Hermann faðir Lúðvíks Niðurstöður úr DNA-rannsókn hafa leitt í ljós að 99,9 prósenta lík- ur eru á því að Hermann Jónasson sé faðir Lúðvíks Gizurarsonar, sem er þar með hálfbróðir Steingríms Hermannssonar. Lúðvík hefur lengi barist í dómstólum fyrir því að fá faðernið viðurkennt. Í tilkynningu frá Lúðvík segist hann gleðjast yfir því að málinu fari nú að ljúka, en segir niðurstöðuna jafnframt ekki hafa komið sér á óvart. „Hún er stað- festing þess sem móðir mín sagði mér alla tíð um faðerni mitt,“ segir í tilkynningunni. Lalli brýtur gegn velsæmi Auglýsingar Öryggismiðstöðvar- innar þar sem Lalli Johns er notaður til að auglýsa þjófavarnakerfi fyrir heimili brjóta gegn siðareglum Sam- bands íslenskra auglýsingastofa. Siðanefnd sambandsins komst að þeirri niðurstöðu að auglýsing- arnar brytu gegn fyrstu grein siða- reglna SÍA um almennt velsæmi. Siðanefndin ályktaði einnig að blaðaauglýsing með Lalla Johns ein og sér brjóti gegn fyrstu tölulið þriðju greinar siðareglna SÍA um ástæðulausan ótta. Í auglýsingunni stóð: „Hver vaktar þitt heimili?“ með mynd af Lalla fyrir neðan. Siða- nefndin ályktaði að með þessu væri verið að gefa í skyn að Lalli myndi brjótast inn. Glæsibær Meindýraeyðir skaut starra með loftbyssu í verslun 10-11. Landhelgisgæsluþyrla Aðeins einn læknir er á bakvakt fyrir Gæsluna á meðan áhafnirnar eru tvær. siGtryGGur Ari jóhAnnsson blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Leituðu á ný Leitað var að þýsku ferðamönn- unum við Svínafellsjökul í gær. Leit- in bar ekki árangur og var henni því hætt. Lítill bakpoki og plastpokar sem fundust eru taldir hafa verið í eigu Þjóðverjanna sem leitað hefur verið að. Þyrla Landhelgisgæslunn- ar TF-Eir fór á vettvang með fulltrúa Ríkislögreglustjóra auk fjallamanna úr björgunarsveit Slysavarnafélags- ins Landsbjargar á Höfn. Fundur- inn gaf tilefni til að leita neðar á jöklinum, en áður var talið ólíklegt að mennirnir hefðu farið um það svæði. 59 keyrðu of hratt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði fimmtíu og níu ökumenn fyrir hraðakstur um síðustu helgi. Á vef lögreglunnar segir að brotin hafi verið misalvarleg en sem dæmi má nefna mældist bíll á 158 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi, annar á 121 á Sæbraut og sá þriðji á 93 á Sævarhöfða. Lögreglan var einnig með öflugt eftirlit á Hafnarfjarðar- vegi, Fífuhvammsvegi, Gullinbrú og í Hamrahlíð. Um helgina voru 53 umferðaróhöpp tilkynnt til lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Páll Hreinsson í Hæstarétt Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra skipaði í gær doktor Pál Hreinsson lagaprófessor í embætti hæstaréttardómara. Páll tekur til starfa þann 1. september og verður þá yngstur hæstaréttar- dómara, 44 ára. Páll er sérfræð- ingur í stjórnsýslurétti og með- ferð persónuuplýsinga. Aðrir umsækjendur um emb- ættið voru þau Sigríður Ingvars- dóttir héraðsdómari, Þorgeir Örlygsson, dómari við EFTA- dómstólinn í Lúxemborg, og Viðar Már Matthíasson lagapróf- essor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.