Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Blaðsíða 13
Snyrtilegt og skipulegt kaosHvert er þitt áhugamál? „Árið 1973 setti ég í minn fyrsta flugufisk í Laxá í Mývantssveit og ef ég væri hjá Sirrý væri það minn örlagadagur. Þá var ég með föð-urbróður mínum Þorsteini Þorsteinssyni og Guðmundi Árnasyni kenndur við Árvík. Ég hafði lært fluguköst og fékk að fara með þeim félögum. Það hafði verið frekar léleg veiði svo þeir settust niður og fengu sér kaffi. Á meðan fékk strákurinn að kasta og ég krækti í þennan líka glæsilega 5 punda Laxárurriða sem dans-aði fyrir mig sporðadans. Síðan þá hef ég ver-ið misduglegur að veiða. Ég hef veitt allt frá 35 til 40 dögum á ári, niður í það að það henti fjölskyldunni.“ Féllstu strax fyrir sportinu?„Þegar maður byrjar að veiða á flugu og ánetjast sportinu gerist það að maður vill hnýta sínar eigin flugur. Fluguveiði er magn-að sport að því leytinu til að þetta er heil-sárssport. Maður er allan veturinn að end-urupplifa ævintýri liðins sumars og um leið að hnýta flugur þess næsta. Að setjast niður með veiðifélögum og hnýta flugur er ágæt-ur ventill til að losna við dægurstressið. Í fluguveiðinni er maður í mikilli nálægð við náttúruna. Maður er alltaf að reyna að líkja eftir náttúrulegri fæðu fisks- ins, reyna að hitta á fiskinn þegar hann er að éta og reyna um leið að láta fæðuna berast til hans á sem náttúrulegastan hátt. Til þess að vera góður fluguveiðimaður þarftu að vera smálíf-fræðingur í þér líka. Maður þarf að lesa í vatnið og átta sig á því hvar fiskurinn liggur og hvernig fæðan berst til hans á eðlilegan hátt.“ Hefur þú góða aðstöðu til fluguhnýt-inga? „Já, ég er með heilt háaloft fyrir þetta. Það eru 4 til 5 ár síðan ég eignaðist þetta háaloft en þar áður þurfti ég ávallt að setja græjurnar upp fyrir hvert skipti og taka niður að lokinni notk-un. Það er mikill munur að geta komið heim, sest niður, sett öngul í þvinguna og byrjað að hnýta. Þegar maður hnýtir sjálfur og veiðir öðlast maður smátt og smátt tilfinningu fyrir því hvaða efni vekja mesta athygli hjá fiskin-um; hlutföllin í flugunni, stærð hennar, lögun og litir. Kannski skiptir þetta allt saman máli og kannski ekki. Það sem skiptir þó mestu máli er að maður trúi sjálfur á það sem maður ger-ir.“ Fylgir fluguveiðinni snobb?„Fluguveiðin er orðin svolítið snobb. Ég var pínulítið snobbaður á tímabili og vildi vera með flottustu græjurnar. Svo kom tímabil þar sem ég vildi vera með ódýrustu græjurnar en í seinni tíð hef ég veitt með því sem mér líður vel með. Maður þarf ekki nema aðeins að fylgj-ast með mönnum til að sjá hvort þeir eru heilir í þessu eða ekki. Sumir eru snobbaðir en aðrir ekki, eins og gengur og gerist.“ Eyðir þú miklum tíma á háaloftinu?„Þegar ég byrjaði að hnýta flugur, einhvern tímann upp úr miðri síðustu öld, var það minn góði mentor, Kolbeinn heitinn Grímsson, sem sagði það að lágmark væri að hnýta 10 flugur á dag. Þá tók ég þá ákvörðun að hnýta að lág-marki 10 flugur á dag í 2 ár. Ég stóð við það. Ég held að þessi ákvörðun hafi gert það að verkum að ég á auðvelt með að hnýta flugur í dag. Mað-ur þarf að æfa sig til að ná handbragðinu, hrað-anum og tilfinningunni.“ Er snyrtilegt á háaloftinu?„Já, mjög snyrtilegt skipulagt kaos. Ég veit hvar allt er, en enginn annar.“ Áttu þér uppahaldsflugu?„Ég hef síðustu 10 árin reynt að forðast tísku-flugur og hnýtt frekar það sem flokk- ast sem gamalt og klassískt. Það eru 20 ár síðan ég ánetjaðist flugu sem kallast Wooly worm (ullarormur). Hún líkir eftir lirfu sem á ensku kallast caterpillar. Þetta er straum-fluga og hún er hnýtt á mjög sérstakan hátt. Svartbekkjóttri hanafjöður er vafið í hringi eftir önglinum, eftir að hann hefur verið vafinn með ullarlíkisþræði. Flugan, sem er palmeruð, er sérlega lifandi og skemmtileg í vatni. Ég hef alloft farið í veiðitúra, sett upp fluguna og við getum orðað það þannig að ég hafi ekki veitt minnst.“ Áttu þér önnur áhugamál?„Já, ég spila golf eins oft og ég get. Ég á nefnilega frábæran golffélaga, sem er konan mín. Vinnutími konunnar breyttist fyrir fá-einum misserum og þá áttum við allt í einu frí á sama tíma. Við ákváðum því að prófa þetta sport fyrir rúmum tveimur árum og fannst þetta strax afskaplega skemmtilegt. Í sum-ar tókum við helming sumarfrísins saman og spiluðum mikið golf. Seinnihluta sumarfrís-ins fór hún til útlanda á meðan ég ýmist veiddi eða spilaði golf. Þetta var ákaflega ánægjulegt sumar.“ Þorsteinn G. Gunnarsson, blaðamaður og fluguhnýtari Flest eigum við okkur áhugamál. Þau geta verið af ýmsum toga, allt frá fluguhnýtingum til skartgripasmíði. Sumir hafa áhuga á íþrótt-um en aðrir nota allan sinn frítíma til að sinna fjölskyldunni. Það er líklega óhætt að fullyrða að áhugamálin geta verið jafnfjölbreytt og við erum mörg. Við ræddum við nokkra Íslend-inga sem deildu með okkur áhugamálum sínum. Þau tóku okkur opnum örmum og leyfðu okkur að gægjast inn á heimili sín, þar sem þau hafa komið sér upp vinnustofum. Á baksíðu er rætt við Þorstein Ey- fjörð Jónsson sem rekur Hand-verkshúsið auk þess sem við ræddum við Guð-finnu Björk Helga- dóttur, verslunar- eiganda og bútasaums- konu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.