Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Blaðsíða 5
DV Fréttir miðvikudagur 29. ágúst 2007 7
Nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti leggja bílum sínum víða í nágrenninu. Íbúar, kaupmenn og for-
svarsmenn fyrirtækja nærri skólanum eiga í erfiðleikum með að halda sínum stæðum fyrir viðskiptavini.
Þeir segja erfitt að reka fyrirtæki án bílastæða.
Íbúar, kaupmenn og aðrir sem reka
fyrirtæki við Hraunberg í Breiðholti
berjast við nemendur Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti, FB, um bíla-
stæði.
Nemendur fá að finna fyrir því að
leggja við Hraunbergið því iðulega
er óskað eftir því að bílar þeirra séu
dregnir í burtu og kostar rúmar 10
þúsund krónur að leysa bílinn út.
Pétur Karl Sigurbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri verkfræðistofunn-
ar Afl og orka í Hraunbergi, seg-
ir ástandið skelfilegt. Hann telur
einu lögformlegu leiðina vera þá
að biðja um að bílar nemenda séu
dregnir á brott. „Þetta er skelfilegt
ástand hérna. Það fer ekkert á milli
mála að nemendurnir mega ekki
leggja hérna enda rækilega merkt.
Ég get ekkert gert að því þótt nem-
endurnir séu sjónlausir. Suma daga
eru öll stæði kjaftfull hjá okkur af
bílum þeirra og það er voðalega erf-
itt að reka fyrirtæki án bílastæða.
Við getum í raun ekkert gert annað
en horfa upp á þau leggja í stæðin,
síðan tökum við okkur til og skrá-
um alla bílana og sendum listann til
Vöku,“ segir Pétur Karl.
Erfið barátta
Svava Gunnarsdóttir, formað-
ur Nemendafélags FB, kannast við
stæðavandamál við skólann þar sem
nemendur þurfa að leggja víða í ná-
grenni hans. Hún segir það gert af
einskærri neyð og telur erfitt að berj-
ast gegn þessu. „Stæðin eru bara allt
of fá og of margir nemendur á bílum.
Það er bara staðreynd og allir hafa
verið meðvitaðir um þetta vanda-
mál. Nemendur þurfa að leggja allt
í kring af einskærri neyð, við sund-
laugina, við íþróttahúsið og við
verslanir í kring,“ segir Svava. „Það
er erfitt að berjast gegn þessu en
skólayfirvöld hafa nefnt þetta. Bílar
hafa verið dregnir burtu og viðbrögð
nemenda við því hafa ekki verið góð,
enda mjög kostnaðarsamt að standa
í slíku. Við vonum að átakið um frítt í
strætó dragi úr þessum vanda.“
Rífa stólpakjaft
Aðspurður segist Pétur Karl hafa
ákveðna samúð með nemendum að
því leyti að það er kostnaðarsamt að
leysa út bíl. Hann hefur gefist upp
á því að ræða málin við nemend-
ur. „Það er mjög kostnaðarsamt fyr-
ir nemendurna að standa í þessu en
við höfum bara þetta eina ráð. Við
verðum hreinlega að vera á stöðugri
vakt gegn þessu í þeirri von að við-
skiptavinir okkar geti fengið hér
stæði. Því miður hefur þetta gengið
ár eftir ár, án afskipta skólayfirvalda,
og þetta mál verður bara að leysa í
eitt skipti fyrir öll,“ segir Pétur Karl. „Í
þeim tilvikum sem við höfum nefnt
þetta við nemendur rífa þeir stólpa-
kjaft. Við getum ekki staðið í því að fá
slíkar gusur yfir okkur. Það er algjör
samstaða meðal fyrirtækjanna hérna
og ég veit að þetta er vesen líka hjá
íbúum hérna í kring. Eina svar skóla-
yfirvalda hefur verið að þetta sé ekki
þeirra mál og það þýðir ekkert að
ræða þetta við nemendurna sjálfa.
Sennilega er þetta of langt fyrir þá að
labba.“
SLEGIST UM BÍLASTÆÐIN
TRausTi hafsTEinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
stöðug vakt starfsmenn fyrirtækja í nágrenni FB eru á stöðugri vakt til þess að halda bílastæðum sínum auðum fyrir viðskiptavini. DV-MYND ÁSGEIR