Félagsbréf - 01.12.1958, Page 15

Félagsbréf - 01.12.1958, Page 15
FELAGSBREF 13 táknrænu nöfn fyrir vestfirzka náttúru, Lokinhamrar, Svalvogar og Hrafnabjörg skyldu greypast í unga vitund hans ásamt því fólki, lians fólki, sem þar bjó, og svip- um hinna eldri kynslóða. Ýmsir atburðir bernsku- og æskuára virðast liafa örvað Guð- mund Hagalín til skáldskapar, en ásköpuð var honum lestrarfíkn og forvitni um örlög manna, og barn- ungur fór hann að gera tilraunir með að yrkja og skrifa sögur án þess hann hlyti til þess beina hvatningu. Raunir bernskuára gefa ímynd- unarafli gáfaðra barna byr undir báða vængi. Svo mun hafa verið um Guðmund Hagalín, að svst- kinamissir og brottflutningur for- eldra lians af ættaróðalinu með þeim sviða, er slíku fylgir, hafi valdið miklu róti í sálarlífi þessa næmgeðja sveins. En síðast en ekki sízt urðu drjúgar til áhrifa samvistirnar við eldra fólkið og sjómennina, eftir að Guðmundur fór að stunda sjóinn á skútum um fermingaraldur. Þó að Guðmundur Hagalín hefði eflaust orðið góður fiski- tnaður og formaður á heimaslóð- um, féll honum ekki skútulífið uieð öllu. Hann dreymdi um að veiða aðra fiska í öðrum sjó, fýsti að leita sér mennta til undirbún- mgs ritstörfum, því að þar var allur hugurinn, og honum gafst tækifæri til skólagöngu. Eftir nám í heimaskóla lijá séra Böðvari á Rafnseyri, lauk hann gagnfræða- prófi í Menntaskólanum í Reykja- vík. Var honum þá opin leið til framhaldsnáms, en það kom brátt í ljós, að skólinn var allt önnur Gu'ðmundur Gíslason Hagalín. stofnun en sú, sem þennan unga Vestfirðing hafði dreymt um við færið sitt á skútunni, og stakkur langskólanámsins var þröngur og fór illa þessum unga, en lífsreynda sjómanni, sem var með stórt höfuð fullt af skáldlegri spurningum en þeim, sem svarað var í kennslu- stundum. En Guðmundur Hagalín var undra fljótur að læra allt, sem

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.