Félagsbréf - 01.12.1958, Síða 18
16
FELAGSBREF
að margar eftirminnilega meitl-
aðar persónur. En allur fjöldinn
af sögupersónum, eða réttara sagt
söguhetjum Hagalíns, eru ekkert
fínir menn á ytra borðið, ekkert
sérlega liáir í mannfélagsstigan-
um. Manngildi þeirra 'mælist ekki
á vog borgaralegra metorða, en
eitt er þeim sameiginlegt: Það
borgar sig að bafa kynnzt þeim.
Margir þeirra eru konungar og
drottningar í kotungskjörum, lýsa
6ér þannig af eigin orðum og at-
höfnum, en ekki svo að um neina
skreytingu eða snyrtingu sé að
ræða af skáldsins iiendi. Hagalín
leiðir þessar lietjur hversdagslífs-
ins fram með þeirra eigin kækj-
um, tilburðum og orðbragði, sem
er oft á tíðum ekki í neinum stáss-
stofustíl.
Hin skapandi, lífvænu öfl í
náttúrunni eru Guðmundi Haga-
lín liugstæð öllu öðru fremur, og
hann leggur megináberzlu á já-
kvæða niðurstöðu í sögum sínum.
Nú má að vísu deila um það, hvað
sé skapandi og Hfvænt, en í aug-
um Hagalíns mundi það nánast
vera óspillt mannleg náttúra, ein-
föld og óbilandi gagnvart öllum
neikvæðum og niðurbrjótandi öfl-
um. Þessu til skýringar má nefna
ótal dæmi úr sögum Hagalíns.
Ásgeir skipstjóri trúir á mann-
lega náttúru, og á þessari trú sinni
fleytir bann skipi sínu gegnum
voðann. Einyrkjabóndinn, Sturla í
Vogum, evgir nýjar hugsjónir
gegnum þrautir og þunga liarma.
Ekki má gleyma þeirri góðu,
gömlu konu Kristrúnu, sem
stjórnar tilverunni í þeirri vík,
Hamravík, og gengur með sigur
af bólmi gegn útsendurum eyð-
ingaraflanna, og lieyr þetta stríð
mestpart á rúmstokknum sínum.
Og loks er það lietjan á Lágeyri,
sem lætur sjálfsblekkinguna
stækka sig í raun og sannleika.
Svo mætti lengi telja.
Flestar aðalpersónur Hagalíns
eru starfandi og stríðandi menn,
og barátta þeirra fyrir daglegu
brauði, oft liörð og miskunnar-
laus, er venjulega forgrunnur frá-
sagnarinnar, þó að margt kunni
að leynast á bak við. Ekki er þetta
þó algild regla og sem dæmi um
sögu, þar sem sálarlífslýsingin er
meginefnið, mætti nefna Blítt
lætur veröldin, skáldsögu um ung-
an svein, sem er smátt og smátt
að fæðast inn í veröld liinna full-
orðnu. Saga þessi er að stíl og
efnismeðferð talsvert ólík flest-
um öðrum sögum Hagalíns og þó
í fremstu röð þeirra, og sýnir hún
vel fjölhæfni skáldsins.
Þess var áður getið, að ungur
skólasveinn skemmti Guðmundur
Hagalín Sigurði, síðar skólameist-
ara, með vestfirzkum sögnum, sem
liann liefur sjálfsagt sagt honum
með töktum og tilburðum sögu-
mannanna, en næmi Hagalíns fyr-
ir liinu skoplega í fari manna og
í tilverunni, glettni hans og gam-