Félagsbréf - 01.12.1958, Page 27

Félagsbréf - 01.12.1958, Page 27
FELAGSBREF 25 urinn blés stöðugt í gegn. Það var svalt allan daginn og yndislegt og svalt um nóttina. — Manstu þegar stóri nílarbáturinn kom og valt á hliðina vegna þess hve lágstreymt var? — Já, ég man eftir lionum og ég man eftir því að áhöfnin kom í land í litlu léttbátunum og þeir gengu upp götuslóðann frá ströndinni, og gæsirnar voru hræddar við þá og konurnar líka. — Það var daginn sem við veiddum svo marga fiska en urðum að fara í land því aldan var svo mikil. — Ég man það. — Þú manst vel í dag, sagði hún. Þú mátt ekki gera of mikið af því. — Mér þykir leitt þú skulir ekki hafa komizt til þess að fljúga til Zanzibar. Þú mátt ekki reyna að muna of mikið í dag. Yiltu ég lesi fyrir þig? Það er alltaf eitthvað í gamla heftinu af New Yorker sem okkur hefur sézt yfir. — Nei, gerðu það fyrir mig farðu ekki að lesa, sagði liann. Talaðu bara. Talaðu um góðu dagana. — Langar þig til að lieyra um hvernig úti er núna? — Það er rigning, sagði hann. Ég veit það. — Það er hellirigning, sagði liún við liann. Það verða engir ferða- menn úti í þessu veðri. Hann er rokhvass og við getum farið niður og setið við arineldinn. — Við gætum það hvort sem væri. Mér er alveg sama urn þá nú orðið. Mér þykir gaman að lieyra þá tala. — Sumir þeirra eru liræðilegir, sagði hún. En sumir þeirra eru bara viðfelldnir. Ég held nú að þeir séu beztir sem fara úteftir til Torcello. — Það er alveg satt, sagði hann. Ég hafði ekki liugsað út í það. Það er eiginlega ekkert að sjá fyrir þá nema þeir séu sæmilega viðfelldnir. — Má ég blanda þér drykk? sagði hún. Þú veizt liversu einskisnýt hjúkrunarkona ég er. Mér var aldrei kennt það og lief enga hæfileika í þá átt. En ég get hlandað drykki. — Við skulum fá okkur eitthvað að drekka. — Hvað viltu fá? — Hvað sem er, sagði hann. — Ég ætla að laga eitthvað sem kemur þér á óvart. Ég ætla að laga það niðri. Hann heyrði dyrnar opnast og lokast og hann heyrði fótatak hennar í stiganum og liann liugsaði með sér, ég verð að fá hana til þess að

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.