Félagsbréf - 01.12.1958, Side 51

Félagsbréf - 01.12.1958, Side 51
PÉLAGSBRÉF 49 og bælt þær niður, livar og livenær sem þeim sýnist og í livert sinn virðist ófriðarhættan nálgast. Fyrir nákvæmlega einu ári, í byrjun desember 1956, lýsti Eisen- bower því yfir í tilefni ungversku byltingarinnar, að ekki væri „hægt að mæla því bót, að smáþjóð réðist á stórþjóð“. Hefði einn frægur fyrirrennari Eisenbowers, Georg Wasliington að nafni, verið sömu skoðunar, þá væru Bandaríkin ensk nýlenda enn þann dag í dag. Vér getum hins vegar ekki mælt því bót, að frjáls stórþjóð veiti smáþjóð, sem á er ráðizt, enga lijálp -—• ekki vegna þess, að svo vill til, að vér tilheyrum þessari smáþjóð, heldur af því að vér álítum, að með slíkri breytni sé aðstaða árásaraðilans efld og heimsfriðnum stefnt í voða. íslendingar kannast vel viiV ungverska skáldið Faludy, síðan liann kom hingað til lands í fyrra á veguin Frjálsrar menningar, á árs afinæli byltingarinnar í Ung- verjalandi. Hélt hann þá ræðu á fjölmennum fundi í Gamla híói. Grein þessi birtist í nóvemhcrhefti Forum 1957, tímariti Frálsrar menningar í Austurríki. Úr hróíí til Itinfín „til afvopnunar oq ailijódleqrar samvinnu" í Stoklihólmi lti. júlí s.l. .. . Skelfileg morð, fangelsanir og ofsóknir eiga sér enn stað í Ungverjalandi. En síðustu glæpirnir og harinasögurnar mega ekki skyggja á hörmungar þeirra þús- unda, sem nú liafa setið meira en ár í fangelsi, cn þeirra á meðal eru merkir rit- höfundar og vísindamenn, svo sem Gyula Hay, Istvan Biho, Kosary prófessor (lát- inn laus og handtekinn aftur) og hinn ágæti skáldsagnahöfundur Tibor Dcry, sem var einn af forvígismönnum friðarhreyfingarinnar á meðan hann trúði á einlægni hennar. Þeir menn, sem nú koma saman í Stokkhólmi, mættu gjarna minnast setu hans á þinginu í þessari sömu horg árið 1954, þegar hann gerði þá skyssu að treysta því, að hinir nýju leiðtogar Sovét-Rússlands meintu það, sem þeir sögðu, er þeir mæltu með friðsamlegri samhúð, löglegum aðferðum og lýðræði. Varla munu þeir, sem enn vonast eftir heiðarlegu sainkomulagi milli austurs og vesturs, láta undir höfuð leggjast að hefja upp raddir sínar til varnar hinni undirokuðu ungversku þjóð. Yðar einlægur Paul Ignotus, formaður Rithöfundasamhands Ungverja í útlöndum, Lundúnum. (Manchester Guardian 14. júlí 1958).

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.