Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Blaðsíða 4
þriðjudagur 9. október 20074 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Óku undir áhrif-
um fíkniefna
Þrír ökumenn voru stöðv-
aðir í umdæmi lögreglunnar í
Borgarnesi á sunnudag vegna
gruns um akstur undir áhrifum
fíkniefna. Að sögn varðstjóra hjá
lögreglunni í Borgarnesi reynd-
ist sá grunur á rökum reistur og
voru mennirnir ekki í ökuhæfu
ástandi.
Sá fyrsti var stöðvaður
skömmu eftir hádegið. Annar var
stöðvaður seinni part dags og sá
þriðji um kvöldið. Mennirnir eru
allir um tvítugt.
Bílveltur og
hraðakstur
Fjórtán ökumenn voru stöðv-
aðir fyrir of hraðan akstur af lög-
reglunni á Vestfjörðum í síðustu
viku. Flestir þeirra sem óku of
hratt voru á ferð um þjóðvegi í
nágrenni Hólmavíkur.
Sá sem ók hraðast var stöðv-
aður á 127 kílómetra hraða þar
sem hámarkshraðinn er 90 kíló-
metrar. Þá var annar ökumaður
stöðvaður á 125 kílómetra hraða
á malarvegi en þar er hámarks-
hraðinn 80. Fimm umferðar-
óhöpp voru tilkynnt til lögregl-
unnar á Vestfjörðum. Þar af voru
þrjár bílveltur þar sem ökumenn
og farþegar slösuðust lítils háttar.
Fótbrotnaði
í Leggjabrjóts-
hrauni
Ökumaður fjórhjóls missti
stjórn á hjóli sínu og hafn-
aði utan vegar um kvöldmat-
arleytið á sunnudagskvöld.
Lögreglan á Suðurnesjum fékk
tilkynningu um óhappið sem
varð rétt austan við Ísólfsskála
í Leggjabrjótshrauni. Ökumað-
urinn var fluttur með sjúkra-
bifreið á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja til nánari skoð-
unar. Þar kom í ljós að hann
var tvíbrotinn á vinstri fæti og
brotinn á hægri hendi.
Ökumaður var tekinn fyrir
of hraðan akstur á Grindavík-
urvegi á sunnudaginn. Hann
mældist á 112 kílómetra hraða
þar sem hámarkshraðinn er 90
kílómetrar. Hann á von á sekt
að upphæð 50 þúsund krónur
auk þess sem hann fær einn
punkt í ökuferilsskrá.
Börn fá ekki flúortöflur eftir að Actavis hætti að framleiða þær fyrir Íslandsmarkað:
Margra mánaða bið eftir töflum
„Margir foreldrar komu að máli
við okkur og bentu á að flúortöflur
væru uppseldar í apótekum,“ seg-
ir Helgi Hansson barnatannlækn-
ir. Hann segir að í framhaldinu hafi
verið haft samband við Actavis sem
framleiðir flúortöflurnar. Þar feng-
ust þau svör að ekki hafi lengur þótt
taka því að framleiða töflur fyrir Ís-
landsmarkað, sérstaklega vegna
þess hversu lítill hann er. Héðan í
frá verða flúortöflur fyrir öll Norður-
löndin framleiddar á einum stað.
Talsmaður Actavis segir þessar
breytingar hafa verið gerðar til að
hagræða í rekstri. Vonir standa til
að ekki þurfi að bíða lengur en í tvo
mánuði eftir að þær töflur verði fá-
anlegar hér.
Að mati Helga hefði mátt standa
skipulegar að þessum breytingum
og þannig koma í veg fyrir að ís-
lensk börn fengju ekki flúortöflur
svo mánuðum skipti. Honum finnst
undarlegt að Actavis hafi leyft lag-
ernum að klárast áður en nýjar töfl-
ur komu á markað.
Helsta ástæða tafarinnar er mikil
pappírsvinna vegna þess að töflurn-
ar eru nú framleiddar í öðru landi en
áður. Nýju töflurnar innihalda sama
flúormagn og þær sem framleiddar
voru fyrir íslenskan markað.
Börn allt niður í þriggja ára nota
flúortöflurnar til að minnka hættu
á tannskemmdum. Helgi segir að
þótt eldri börn geti notað flúorskol
eða flúortyggjó sé erfitt að fá yngstu
börnin til að nota annað en töflurn-
ar. Hann bendir á að börnin fái flú-
or úr tannkremi en töflur og skol séu
einnig mikilvæg forvörn. Hér áður
fyrr voru flest börn látin taka flúor-
töflur en nú áhættugreina tannlækn-
ar börn með tilliti til þess hver eru í
mestri hættu á að fá tannskemmdir.
Þau sem áður hafa fengið skemmdir
eru í mestri hættu. erla@dv.is
Hjá tannlækni Helga Hanssyni
tannlækni finnst undarlegt að
actavis hafi leyft þessu að gerast.
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður vinstri-grænna, hefur óskað eftir upplýsingum
um hvort íslensk stjórnvöld hafi hjálpað bandarískum yfirvöldum að afla upplýs-
inga um refsidóma í málum íslenskra ríkisborgara. Hún segir þekkt dæmi þar
sem fólk safnaði upplýsingum um einstaklinga fyrir bandarísk stjórnvöld.
Dómsmálaráð-
herra björn
bjarnason mun
svara fyrirspurn
Álfheiðar á morgun
eða í næstu viku.VILL FÁ ÖLL
SPILIN Á BORÐIÐ
„Ég veit dæmi þess að Íslendingum
hafi verið neitað um vegabréfsárit-
un inn í Bandaríkin vegna gamalla
refsidóma sem þeir hafa hlotið hér á
landi og hafa ekki verið birtir opin-
berlega,“ segir Álfheiður Ingadóttir,
alþingismaður vinstri-grænna.
Álfheiður hefur lagt fyrirspurn fyr-
ir Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra á Alþingi um upplýsingagjöf
íslenskra yfirvalda til bandarískra
stjórnvalda. Hún spyr hvort banda-
rísk yfirvöld hafi leitað liðsinnis ís-
lenskra yfirvalda á síðustu 15 árum
um öflun upplýsinga vegna refsi-
dóma sem fallið hafa í málum ís-
lenskra ríkisborgara. Álfheiður spyr
líka hvort íslensk yfirvöld hafi gefið
slíkar upplýsingar og um hve marga
íslenskra ríkisborgara.“
Aðeins toppurinn á ísjakanum
Álfheiður veltir því fyrir sér hvað-
an bandarísk stjórnvöld hafa fengið
upplýsingar um refsidóma Íslend-
inga sem ekki hafa verið birtir opin-
berlega. „Ég vil að öllum vafa verði
eytt um þetta mál og allar upplýsing-
ar komi í ljós,“ segir hún. Álfheiður
segist þekkja fleiri en eitt dæmi þar
sem Íslendingum hefur verið neit-
að um vegabréfsáritun til Bandaríkj-
anna. „Þetta segir mér bara að þetta
mál sé aðeins toppurinn á ísjakanum
og mörg fleiri sambærileg mál muni
koma fram í dagsljósið.“
Fyrirspurnum er svarað á Alþingi
á miðvikudögum en ekki er ljóst
hvort Björn Bjarnason muni svara
fyrirspurninni á morgun eða síðar.
Álfheiður segir nauðsynlegt að varpa
ljósi á veru bandaríska Varnarliðsins
hér á landi og samskipti þess við ís-
lensk stjórnvöld. Hún bendir á að
í sögunni þekkist mörg dæmi þess
í samskiptum Bandaríkjastjórnar
og Íslendinga að upplýsingum hafi
verið safnað um einstaklinga. „Eina
skýringin er að menn hafi verið að
safna upplýsingum hver um annan
fyrir bandarísk stjórnvöld til þess að
klekkja hver á öðrum.“
Álfheiður á von á því að þeir sem
hafi lent í bandarískum yfirvöldum
með þessum hætti muni stíga op-
inberlega fram þegar málið verður
komið í þingið.
Safnaði upplýsingum
DV hefur fjallað ítarlega um
gangasöfnun bandaríska Varnar-
liðsins um íslenska starfsmenn sem
störfuðu á Keflavíkurflugvelli.
Skarphéðinn Scheving Ein-
arsson, fyrrverandi starfsmaður á
varnarstöðinni, óskaði eftir gögn-
um sem bandaríski herinn hafði
um hann og fékk til baka þykkan
bunka af viðkvæmum persónupp-
lýsingum. Í bunkanum voru með-
al annars sjúkraskýrsla sem banda-
ríski herinn hafði undir höndum
um hann og skrár yfir samskipti
Skarphéðins við lögregluna í
Reykjavík sem voru Bandaríkja-
mönnum algerlega óviðkomandi.
„Það eru mál af þessu tagi
sem er nauðsynlegt að komast
til botns í,“ segir Álfheiður Inga-
dóttir.
VAlgeIr Örn rAgnArSSon
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Varnarliðssvæðið
bandarísk yfirvöld
söfnuðu upplýsingum
um Íslendinga.
Álfheiður Ingadóttir. Álfheiður
veltir því fyrir sér hvaðan bandarísk
stjórnvöld hafa fengið upplýsingar
um refsidóma Íslendinga sem ekki
hafa verið birtir opinberlega.
Vilja aðskilnað
ríkis og bænda
Ungir jafnaðarmenn krefj-
ast aðskilnaðar ríkis og land-
búnaðar, aðild að Evrópusam-
bandi og upptöku evru ásamt
því að kosið verði til Alþing-
is á haustin. Þessar ályktanir
og fleiri til voru samþykktar
á landsþingi Ungra jafnað-
armanna um síðustu helgi.
Fundarmenn telja að bæði
bændur og neytendur tapi á
haftastefnu stjórnvalda í land-
búnaði.
Ungliðarnir kusu sér nýja
framkvæmdastjórn á þinginu.
Anna Pála Sverrisdóttir var
kjörin formaður og Eva Kam-
illa Einarsdóttir er varafor-
maður.