Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Blaðsíða 6
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðis- flokksins hefur sameinast um þá ákvörðun að selja eigi tafarlaust all- an hlut Orkuveitu Reykjavíkur í dótt- urfélaginu Reykjavik Energy Invest, REI. Þessi niðurstaða fékkst eftir fjölda funda undanfarna daga eftir að verulegur ágreiningur kom upp innan flokksins er borgarfulltrúarnir urðu æfir út í Vilhjálm Þ. Vilhjálms- son borgarstjóra og Björn Inga Hrafnsson, formann borgarráðs. Borgarfulltrúarnir og borgarstjóri fullyrða að full sátt og eining ríki inn- an hópsins eftir ákvörðunina. Um tíma logaði borgarstjórn stafna á milli og í moldviðrinu síð- ustu daga velti fólk því fyrir sér hvort meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks væri að bresta. Allir borgarfulltrúarnir, að borgar- stjóra meðtöldum, hafa viðurkennt óánægu sína undanfarið og telja að stjórnendur Orkuveitunnar hafi staðið óeðlilega að málum. Þeir vilja greina til hlítar hvað fór úrskeiðis og tryggja að mistökin geti ekki endur- tekið sig. Til að tryggja það sem best víkur Haukur Leósson, stjórnarfor- maður Orkuveitunnar, úr stjórn á næstunni og einhver borgarfulltrú- anna tekur sæti hans í staðinn. Hver það verður hefur ekki verið gefið upp. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins vilja selja hlut Orkuveitunnar í REI eins hratt og auðið er og vilja hefja söluferlið hið fyrsta. Á endan- um telja þeir sig geta leyst út 10 millj- arða króna hagnað sem nýttur verð- ur til að lækka skuldir borgarinnar. Alvarleg kveðja Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, lýsir vonbrigðum sínum með ákvörð- unina um að selja hlutinn. Hann tel- ur hagsmunum Reykvíkinga ekki vel gætt og undrast hversu illa hefur gengið að fá upplýsingar um málið. „Ég hef af því miklar áhyggjur að inn- anflokksátök, valdabrölt og ósam- lyndi innan meirihlutans leiði til svona skyndiákvörðunar sem gengur mjög freklega á almannahagsmuni. Menn virðast vera sammála um það á markaði að verðmæti fyrirtækisins tvö- eða þrefaldast á næstu árum og í einum grænum hvelli vilja sjálfstæð- ismenn losa sig við þau verðmæti fyrir slikk. Í mínum huga er sú stað- reynd mjög alvarleg,“ segir Dagur. „Borgarbúar hafa fengið þá kveðju frá meirihlutanum að hann vilji af- henda einhverjum mönnum fyrir- tækið, tugmilljarða andvirði úr hönd- um borgarbúa. Það gerist bara vegna deilna innan raða meirihlutans og bakvið luktar dyr eins og venjulega. Við studdum sameininguna sjálfa en teljum mikilvægt að tekið sé til í öllum hliðarsamningum sem síð- ar komu í ljós. Sameiningunni var klúðrað algjörlega og stjórnarmenn verða að axla þá ábyrgð.“ Fullkomin sátt Borgarfulltrúarnir hittust með borgarstjóra á hádegisverðarfundi í gær, í Ráðhúsi Reykjavíkur, og leit- uðu leiða til að sætta hópinn. Í upp- hafi stóð til að fundurinn stæði í eina klukkustund en hann dróst á lang- inn. Tveimur og hálfum tíma eftir að fundurinn hófst voru eftirréttirn- ir keyrðir inn á fundinn og rúmum hálftíma síðar var fjölmiðlamönnum hleypt inn. Vilhjálmur borgarstjóri er veru- þriðjudagur 9. október 20076 Fréttir DV SJÁLFSTÆÐISMENN SNÚA BÖKUM SAMAN Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna vill selja hlut Orkuveit- unnar í Reykjavik Energy Invest og rannsaka framferði stjórnar- manna Orkuveitunnar undanfarið. Skipt verður um stjórnarfor- mann Orkuveitunnar. Allir borgarfulltrúarnir viðurkenna ósætti undanfarna daga en segja nú fullkomið traust ríkja. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir hagsmunum borgarbúa fórnað vegna innbyrðis deilna og valda- brölts meirihlutans. TrAusTi hAFsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is UPPHAFLEGI LISTINN Mikil reiði greip um sig í samfélaginu er í ljós kom að útvaldir starfs- menn reykjavik Energy invest, rEi, og orkuveitu reykjavíkur áttu að fá að kaupa hlutabréf fyrir tugi milljóna í rEi á sérkjörum. Meðal þeirra sem voru á listanum eru ýmsir yfirstjórnendur orkuveitunnar en veru þeirra á listanum var harðlega mótmælt af fulltrúum minnihlutans í stjórn orkuveitunnar á kynningarfundi sem haldinn var vegna sameiningar rEi og Geysis Green Energy. Í kjölfarið var nöfnum stjórnendanna kippt út af listanum og eftir stóðu nýir starfsmenn rEi, ýmsir vísindamenn orkuveitunnar og forstjóri hennar. sumir hinna útvöldu höfðu aðeins unnið hjá rEi í skamman tíma. hér má sjá upprunalegan lista þeirra einstaklinga sem áttu að hljóta rétt til að kaup hlutabréf í rEi á sérkjörum. ForsTjóri orkuvEiTu rEykjAvÍkur: n Guðmundur Þóroddsson vÍsinDAMEnnirnir: n Einar Gunnlaugsson n Gestur Gíslason n Grímur Björnsson n jakob Friðriksson n Þorleifur Finnsson n vilhjálmur skúlason nýir sTArFsMEnn rEi: n Gunnar Örn Gunnarsson n Guðmundur F. sigurjónsson n hafliði helgason n rúnar hreinsson yFirsTjórn or (Teknir út af listanum): n Anna skúladóttir n Páll Erland n hjörleifur kvaran n Eiríkur hjálmarsson n hólmsteinn sigurðsson n Loftur r. Gissurarson Allir vinir Vilhjálmur borgarstjóri er ánægður með sáttina sem náðist. undir það taka borgarfulltrúarnir sem vilja alfarið tryggja að orkuveitan stundi ekki áhættufjárfestingar í samkeppni við einkaaðila. Dv MynDir ÁsGEir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.