Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Blaðsíða 21
DV fyrir 25 árum þriðjudagurinn 9. október 2007 afmælisbörn dagsins Vilbjörn, Vilfreð og Nú vakna karl og kerling í koti sínu á hverjum morgni til þess að spyrja spurninga á borð við þessa: Hvað skyldi Bjarni Ármannsson hafa grætt mikið í nótt? Um leið og þau kveikja á útvarpinu og rýna í frí- blöðin finnst svarið. Um nokkra tugi milljarða sem hann geymir í trygg- um hlutabréfum til ellinnar svo hann geti borgað einkarekna sjúkraþjón- ustu, enda mun hann fá hrukkur að minnsta kosti á blöðruhálskirtil- inn ekki síður en aðrir. Svarið gleð- ur karlinn sem hlakkar yfir örlög- um blöðrunnar í Bjarna sem hann kallar fréttagæs gullvarpsins. Hann þagnar en kerlingin, sem fær aldrei nóg af greiðum svörum við góðum spurningum, spyr á sínum nótum: Í forsvari fyrir hvaða peningapúka ætli forsetagerpið sé núna í útlönd- um? Svarið liggur í augum uppi þeg- ar hún kveikir á sjónvarpinu og horf- ir á morgunþátt barnanna. Hún sér skjaldsveininn vígja langþráðu leið- ina frá Íslandi til Kína um Pólinn eft- ir að ísinn þar hefur verið bræddur í þágu Björgólfsfeðga og þess Ólafs Jó- hanns Ólafssonar, sem er jafnvígur á öllum sviðum athafnaskáldskapar, og virðist vera endurborinn úr boru persónu í sögu föður síns án þess að gæta sín á fláráðu kraftaverki óléttu og auðmagns. Karl og kerling í koti sínu hugsa ekki heldur mikið um það en fylgjast hugfangin með þætti um ólétta skáldkonu og þingkonu sem leiða vaxandi belgina saman undir hríslu úti í Hljómskálagarði, skæl- brosandi, fegnar yfir því að fara bráð- um frá þingstörfum og ljóðagerð í launað fæðingarorlof. Guði sé lof! segir illgjarni karlinn. Og kerlingin í koti sínu tekur undir með honum: Maður losnar þá að minnsta kosti tímabundið við gribbulegt ljóðabull í annarri og gleiddarlega stelpupól- itík í hinni! Eftir að hafa rutt úr sér að fornum sið og komist að raun um að ráðamenn séu leiðindaskepnur, breyskir en samt bestu manneskj- ur, leggst karlinn á vinstri hliðina en kerlingin á hægri. Með þannig blandaðri legu fá þau sér sameig- inlegan blund til að vakna ánægð í óánægjunni, áfjáð í að heyra frá öðr- um og taka á sinn hátt þátt í land- læga peninga- og óléttukjaftæðinu sem hefur verið og verða mun um aldir alda ýlfrandi fyrir utan kotið og innan veggja þess meðan beðið er við eldinn eftir stóra vinningnum; en hann virðist alltaf rata í gegnum tíð- ina til sömu uppbelgdu fígúranna. Mörgu þarf að sinna Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson átti einbeittur við síma sinn rétt áður en hann og félagar hans í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins kynntu sátt sína. DV-MYND: Ásgeirmyndin Sandkassinn VöðVabólga í öxlum, eymsli í baki, koffínskjálfti og sinaskeiða- bólga. Þetta eru allt dæmi um vandamál sem hrjá 21. aldar skrifstofukrypp- linga á borð við mig. Átta til tíu klukkutíma á dag, fimm daga vikunnar situr fólk hokið í baki fyrir framan tölvuskjá og stendur aðeins upp til að fá sér kaffibolla. Svona líða vikurnar og áður en maður veit af fær maður það á tilfinninguna að þróunar- sagan gangi í hring. Mannkynið gengur aftur um hokið í baki, eft- ir nokkurra milljóna ára hlé. að þessu sögðu þótti stórkostlegt að eyða síðustu helgi í sveita- kyrrðinni og ferska loftinu, skít– ugur upp fyrir haus í hörkupuði að koma girð- ingarstaurum ofan í jörðina. Girðingarvinna fyrir mér er álíka framandi og google.com er fyrir ömmu. Og jafnvel þótt það sé algjör barningur að koma stærðarinnar drumbum einn og hálfan metra ofan í stórgrýttan mel líður mér núna, klukkan hálftvö á mánu- degi þegar þetta er skrifað, eins og ég sé að koma úr löngu og afslappandi fríi. Það er nefni- lega ótrúlega mikilvægt að skipta algjörlega um tempó eins og ég gerði um síðustu helgi - fór úr krypplingastöðunni fyrir framan tölvuna og beint í erfiðisvinnu vopnaður skóflu og járnkarli. maður á ekki að Venjast þessu, því í nútímaskrifstofuplássi er eina loftið sem maður fær heitur blástur frá viftunni úr tölvunni á móti manni. En það er fátt eða ekkert sem slær það út að anda að sér fersku lofti allan daginn, hlusta á lækjarniðinn og kyrrðina, munda járnkarl og djöflast við að koma enn öðrum grjóthnull- ungnum ofan í holu. Og í hvert skipti sem það hefst, fimmtán sekúndna ósvikin gleðivíma. Það er gamall sannleikur á ný. Vinnan göfgar nefnilega manninn. Valgeir Örn mundaði járnkarl: Belgingur lítilla bóga DV Umræða þriðjudaGur 9. októBer 2007 21 P lús eð a m ínu s Svandís Svavarsdóttir, borgar- fulltrúi vinstri-grænna, fær plúsinn í dag fyrir vasklega og hörkugóða frammistöðu í máli Reykjavíkur Energy Invest. Svandís hefur sýnt af sér fordæmi sem aðrir stjórnarandstæðingar eiga að taka sér til fyrirmyndar. . spurningin „Nú, ég vissi ekki af því að bikarinn hefði gleymst, en það er kannski ekki nógu gott svar fyrir svona dálk,“ segir ólafur jóhannesson, þjálfari bikarmeistara FH, um þá sögu að bikarinn hefði orðið eftir á hlaupa- brautinni í fagnaðarlátunum eftir sigurinn á spræku liði Fjölnis í bikarúrslitunum á laugardag. GleyMdir þú bikarnuM? tVíræðið GuðberGur berGsson rithöfundur skrifar „Um nokkra tugi millj- arða sem hann geym- ir í tryggum hlutabréf- um til ellinnar svo hann geti borgað einkarekna sjúkraþjónustu.“ 70 ára í dag ingólfur bárðarson rafverktaki n ingólfur Bárðarson, kjarrmóa 15, reykjanes- bæ, hefur stundað sjálfstæðan rekstur sem rafverktaki á Suðurnesj- um sl. fjörutíu ár og kom- ið að flestum stórbygging- um á svæðinu. Hann sat í bæjarstjórn Njarðvíkur í sextán ár og var forseti bæjarstjórnar 1990-94, og formaður sameiningarnefndar sveitarfélaganna sem nú mynda reykjanesbæ og stjórnarformaður hitaveitunnar í tvö ár. kona hans er Halldóra jóna Guðmundsdóttir. Börn þeirra eru elín, f. 1956; arnar, f. 1961; ragnhildur, f. 1965; Brynja, f. 1969, og Guðmundur, f. 1974. Barnabörnin eru fjórtán og langafabörnin fjögur. Foreldrar ingólfs voru Bárður olgeirs- son og eyrún Árný Helgadóttir. Ingólfur heldur upp á afmælið með fjölskyldunni og verður að heiman á afmælisdaginn. 70 ára í dag rannVeig snorradóttir, Hjallastræti 32, Bolungarvík. rannveig verður í óvissuferð á afmælisdaginn. 60 ára í dag guðmundur ólafsson hagfræðingur, lektor og dagskrárgerðar- maður. n Guðmundur fæddist í reykjavík, lauk stúdentsprófi frá Ma 1968, stundaði nám í rússnensku og stærðfræði við tæknihá- skólann í Leníngrad, í stærðfræði við HÍ, í heimspeki og málvísindum þar, lauk viðskipta- fræðinámi þar 1989 og hefur lokið fjölda námskeiða um ýmis efni. n Guðmundur kenndi m.a. við kÍ, MÍ, Flensborg í Hafnarfirði, ML, viðskipta- og hagfræðideild HÍ, VÍ, tækniskóla Íslands, við verkfræðideild HÍ, við raunvísindadeild HÍ, við endurmennt- unarstofnun HÍ, við félagsvísindadeild HÍ, var lektor við viðskiptaskor HÍ en hefur kennt við Viðskiptaháskólann á Bifröst frá 1998 og er lektor þar. n Guðmundur hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit um hagmál og þjóðfélagsmál, sem og samið kennsluefni, skýrslur og greinargerðir, hefur verið með fasta útvarpsþætti frá 2003 og er nú með fastan þátt á Útvarpi Sögu, var varaformaður Stúdentaráðs HÍ og hefur setið í fjölda stjórnskipaðra nefnda. n Sambýliskona Guðmundar er anna María Sverrisdóttir, f. 1958, leikskóla- stjóri. n Synir Guðmundar eru ólafur, f. 1965, leikari í reykjavík; Hallur, f. 1970, grafískur prentari hjá einari j.Skúlasyni; Haraldur, f. 1973, nemi í reykjavík. n Foreldrar Guðmundar: ólafur Gissurarson, f. 1912, sjómaður og verkamaður í reykjavík, og jóna oddný Guðmundsdóttir, f. 1915, húsmóðir. n Guðmundur verður við störf á afmælisdaginn en býður gestum eftir hendinni á næstu vikum. 60 ára í dag lára margrét ragnarsdóttir principal administrative officer hjá Evrópuráðinu í Strassburg, og fyrrv. alþingismaður. n Lára Margrét lauk stúdentsprófi frá Mr 1967, viðskiptafræði- prófi frá HÍ 1977, framhaldsnámi við Verslunarháskólann í Björgvin 1981 og er eisenhower Fellow 1990. n Lára Margrét var skrifstofustjóri hjá Læknasamtökunum 1968-72, ráðgjafi í sjúkrahússtjórn hjá arthur d. Little, Boston í Bandaríkjunum, 1982-83, forstöðumaður áætlana- og hagdeildar ríkisspítalanna 1983-85, framkvæmda- stjóri Stjórnunarfélags Íslands 1985-89, kennari í heilsuhagfræði við Hjúkrunar- skólann 1985-86 og við Nýja hjúkrunar- skólann 1986-89, forstöðumaður þróunardeildar ríkisspítalanna 1989-91 og alþingismaður reykvíkinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1991-2003. n eiginmaður Láru Margrétar var ólafur Grétar Guðmundsson, f.1946, augnlæknir. þau skildu. Börn þeirra eru anna kristín, f. 1966; ingvi Steinar, f. 1973; atli ragnar, f. 1976. n Foreldrar Láru Margrétar voru ragnar tómas Árnason, f. 1917, d. 1984, útvarpsþulur og verslunarmaður og k. h., jónína Vigdís Schram, f. 1923, d. 2007, læknaritari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.