Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Blaðsíða 27
Skipta
um gír
Bandaríska sveitin Green Day er
langt frá því að vera dauð úr öll-
um æðum og á í vanda með að
velja milli laga fyrir væntanlega
plötu sína. Billie Joe Armstrong,
forsprakki sveitarinnar, segir að
þeir séu búnir að semja um 45
ný lög og eigi í erfiðleikum með
að sigta þar út. „Þetta er óttalegt
reiðuleysi og við erum ekki alveg
vissir hvenær platan kemur út,“
segir Billie en megnið af lögunum
sem sveitin hefur samið nýlega
hefur verið á píanó í stað gítars
eins og hún er vön.
Framhald
aF Crank
Staðfest hefur verið að gert verð-
ur framhald af spennumynd-
inni Crank frá 2006 sem skartaði
Jason Statham í aðalhlutverki.
Þetta kemur nokkuð á óvart þar
sem myndin endaði þannig að
persóna Statham féll til jarðar úr
þyrlu og dó að því virtist. „Crank
2 mun byrja nákvæmlega þar sem
sú fyrri endaði. Þetta er alvöru
framhald. Statham mun leika
aðalhlutverkið aftur. Hann mun
ekki leika bróður hans eða neitt
þannig. Við ætlum að gera helm-
ingi öflugri mynd,“ segir aðstoð-
arleikstjórinn Brian Taylor um
Crank 2 en fyrri myndin var mjög
hröð og gróf.
BætiSt við
the Code
Leikkonan Radha Mitchell er
nýjasta viðbótin við spennu-
myndina The Code. Hún skartar
þeim Morgan Freeman og Ant-
onio Banderas í aðalhlutverkum.
Mitchell leikur konu sem á í ástar-
sambandi við þjóf sem er leikinn
af Banderas. Hún reynir að kom-
ast upp á milli þjófsins og vinnu-
félaga hans og lærimeistara sem
er leikinn af Morgan Freeman.
Hann er einnig guðfaðir konunn-
ar. Tökur hefjast í lok mánaðarins
í New York en Mimi Leder leik-
stýrir myndinni.
Megas heldur tónleika um helgina þar sem nýja platan hans verður seld í fyrsta skipti:
Tónleikar og ný plaTa
Goðsögnin lifandi, Megas, held-
ur tónleika í Laugardalshöllinni á
laugardaginn kemur ásamt Senu-
þjófunum. Meðan á tónleikun-
um stendur verður nýjasta plata
Megasar og Senuþjófanna seld en
hún heitir Hold er mold og er ekki
væntanleg í verslanir fyrr en mánu-
daginn 15. október.
Platan Hold er mold er önn-
ur platan sem Megas sendir frá sér
ásamt Senuþjófunum en í júlí gaf
hann út plötuna Frágangur sem
fékk frábæra dóma og hefur notið
töluverðra vinsælda. Hold er mold
var tekin upp samhliða Frágangi
og inniheldur 16 ný lög. Tónleika-
gestum á laugardaginn gefst því
einstakt tækifæri til þess að festa
kaup á plötunni áður en hún fer í al-
menna sölu. Megas mun flytja nýtt
efni í bland við gamalt á tónleikun-
um og ættu því Megasar-aðdáend-
ur frá hinum ýmsu tímabilum að fá
eitthvað fyrir sinn snúð.
Miðasala á tónleika Megasar er
enn í fullum gangi og er einungis
selt í sæti á tónleikunum. Miði í sæti
í sal kostar 6.900 krónur en miði í
stúku kostar 5.900 krónur en um
2.500 miðar eru í boði á tónleikana.
Hægt er að kaupa miða á midi.is, í
verslunum Skífunnar og BT á lands-
byggðinni. asgeir@dv.is
þriðjudagur 9. október 2007DV Bíó 27
HálfgerT Trúboð
„Þetta hefur gengið vonum framar,“
segir Gylfi Blöndal rekstrarstjóri um
ganga mála á skemmti- og tónleika-
staðnum Organ. „Ég er með starfs-
titilinn organæser en ég sé um dag-
legan rekstur staðarins ásamt Ingu
Sólveigu, eiganda Organs.“ Gylfi seg-
ir tilkomu Organs hafa verið nauð-
synlega fyrir íslenskt tónleika- og
skemmtanalíf en þó megi gera enn
betur. „Það var vitað hvernig ástand-
ið í tónleikamálum var áður en við
fórum út í að gera þennan stað.
Enda hefur það sýnt sig að við erum
rétt að skrapa yfirborðið með þess-
um fernum tónleikum á viku,“ segir
Gylfi glaður í bragði.
Fjölnota næturklúbbur
Gylfi bendir þó á að þótt Org-
an hafi blásið nýju lífi í tónleika-
hald í miðborginni sé staðurinn ekki
bara tónleikahús. „Við lítum á okkur
sem fjölnota næturklúbb. Þó svo að
markmiðið hafi verið að gera óað-
finnanlegan tónleikastað varðandi
hljóðkerfi, aðstöðu og annað erum
við einnig öflugur skemmtistaður.“
Gylfi segir hugmyndafræðina bak
við Organ vera þá að gestir geti kom-
ið snemma kvölds og hlýtt á tón-
leika. Að tónleikunum loknum geti
fólk svo setið áfram fram eftir kvöldi
og skemmt sér eða stigið dans. „Þeg-
ar tónleikunum lýkur erum við svo
alltaf með plötusnúða,“ og seg-
ir Gylfi að reynt sé að spila tónlist
sem fylgi tónleikunum sem á undan
voru. „Meðal þeirra sem hafa verið
að þeyta skífum hjá okkur eru Jack
Schidt eða Dj Margeir, Maggi Legó,
Gísli Galdur, Dj Lazer eða Jón Atli úr
Hairdoctor og Andrea Jónsdóttir.“
Organ hefur einnig hýst erlenda
plötusnúða sem er til marks um það
hversu fjölbreytt tónlistarflóra stað-
arins í raun og veru er.
Airwaves og spennandi
tónleikar
Organ kemur sterkt inn sem eitt
af aðaltónleikahúsunum á komandi
Airwaves-hátíð sem verður haldin
dagana 17. til 21.október. „Við verð-
um með mjög þétta dagskrá meðan
á hátíðinni stendur og verður eitt-
hvað að gerast alla dagana eða frá
miðvikudegi fram á sunnudag,“ seg-
ir Gylfi en hann er sjálfur að spila
á Organ á fimmtudeginum með
hljómsveitinni Kimono.
Þó svo að Airwaves sé vissulega
stærsti bitinn í íslensku tónlistarlífi á
næstunni verður engu að síður nóg
að gerast á Organ á komandi vik-
um og mánuðum. Núna á fimmtu-
daginn eru hinar goðsagnakenndu
Dúkkulísur með tónleika og svo á
föstudaginn er Skakkamanage með
tónleika. Á laugardaginn verður svo
80´s poppskotna gleðisveitin Mot-
ion Boys með tónleika, „Á eftir þeim
tekur svo Dj Lazer við og breytist
þá staðurinn í fyrsta flokks nætur-
klúbb,“ segir Gylfi hress.
Gylfi mælir einnig með væntan-
legum tónleikum með þeim Ólöfu og
Ólafi Arnalds. „Ólafur er hústækni-
maðurinn hjá okkur og er frændi
Ólafar Arnalds sem flestir ættu að
kannast við. Hann er mikill tónlist-
armaður eins og frænka hans og er
tónlist hans best lýst sem eins kon-
ar nýklassík,“ segir Gylfi að lokum
og hvetur alla til að kíkja við á Organ
hvort sem er til að hlýða á tónleika
eða til að kíkja á góðan skemmtistað.
asgeir@dv.is
ekki baraTónleikasTaður
Skemmtistaðurinn Organ hefur verið gríðarlega öflugur í tónleikhaldi undanfarna mánuði og mun halda því áfram. Gylfi Blöndal rekstrar-stjóri segir Organ líka vera öflugan skemmtistað.
Gylfi Blöndal organæser Segir organ vera fjölnota
næturklúbb auk þess að vera öflugt tónleikahús.
Stuð á Organ Staðurinn hefur blásið
nýju lífi í tónleikahald í miðborginni.
Megas og Senuþjófarnir
Halda tónleika á laugardaginn og selja
plötuna Hold er mold á undan útgáfu.