Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Blaðsíða 16
þriðjudagur 9. október 200716 Sport DV
Ten CaTe má fara
Til Chelsea
Hollenska félagið ajax hefur komist að
samkomulagi við Chelsea um að Henk
ten Cate megi
yfirgefa ajax og
ganga til liðs við
Chelsea. Chelsea
hefur hug á að
ráða ten Cate
sem aðstoðar-
mann avrams
grant, stjóra
liðsins. „Í kjölfarið
á viðræðum við
Chelsea hefur ajax samþykkt að leyfa
Henk ten Cate að fara til Chelsea. Í
síðustu viku fór ten Cate fram á að við
færum í viðræður við Chelsea eftir að
félagið hafði haft samband við hann.
ajax ræddi við Chelsea og það er nú
undir ten Cate komið að semja við
Chelsea,“ segir í yfirlýsingu frá ajax.
sven fær meiri pening
Sven-Göran Eriksson, stjóri Man. City,
segir að honum hafi verið lofað auknu
fjármagni til leikmanna-kaupa af
eiganda
félagsins,
thaksin
Shinawatra.
eriksson eyddi
einna mestu fé í
leikmenn í
sumar, eða um
4,9 milljörðum
króna í átta
leikmenn.
„eigandinn hefur tilkynnt mér að ég
geti keypt einn eða fleiri leikmenn með
það fyrir augum að styrkja hópinn,“
segir eriksson. einn af þeim leikmönn-
um sem eriksson keypti í sumar er
elano, sem hefur farið á kostum í
upphafi leiktíðar.
vidiC má ekki skalla bolTa
Nemanja Vidic, varnarmaður
Manchester united, mun missa af
tveimur landsleikjum Serba, gegn
armeníu og
aserbaidsjan,
vegna
heilahristings
sem hann hlaut í
leik Manchester
united og Wigan
á laugardaginn.
„Læknir
Manchester
united hefur
tilkynnt okkur að ástandið á Vidic sé
ekki það gott að hann geti æft og leikið
með landsliðinu í þessum leikjum.
Hann mun ekki æfa í að minnsta kosti
fimm daga og hann má ekki skalla
bolta næstu tíu daga,“ segir dragoslav
djordjevic, læknir serbneska landsliðs-
ins.
Taylor rekinn
Crystal Palace rak í gær Peter Taylor úr
starfi knattspyrnustjóra félagsins eftir
slæma byrjun á tímabilinu. taylor tók
við starfinu í júní
á síðasta ári og
tókst ekki að
koma Crystal
Palace upp úr
Coca-Cola-
deildinni á
síðustu leiktíð.
Palace er aðeins
með tíu stig eftir
tíu leiki og er í
nítjánda sæti deildarinnar.
Jol sTyður robinson
Martin jol, stjóri tottenham, segir að
Paul Robinson markvörður eigi ekki
sök á fyrra markinu sem Liverpool
skoraði í leik
liðanna um
síðustu helgi.
robinson hefur
legið undir
ámæli að
undanförnu eftir
röð mistaka sem
hafa kostað
tottenham stig.
„ef þú horfir á
endursýningu af markinu sést að
boltinn fór í jermaine jenas, fór í hnéð á
honum, og þetta voru ekki mistök. það
fór í hann og Voronin var fyrstur að átta
sig. enginn fylgdi honum eftir, þetta var
aulamark varnarlega séð. Ég hef ekki
áhyggjur af Paul. Hver leikur er ólíkur
öðrum, hann hefur sjálfstraust og það
er ástæðan fyrir því að ég lét hann spila
gegn Famagusta í síðustu viku og á
anfield,“ segir jol.
enski bolTinn
Úkraínumaðurinn Andryi Shevchenko er kominn í kunnuglega stöðu hjá Chelsea:
Færist neðar í goggunarröðinni
Andriy Shevchenko var ekki sáttur
eftir leik Valencia og Chelsea í Meist-
aradeild Evrópu í síðustu viku. Chel-
sea vann leikinn 2-1 en Shevchenko
kom ekki inn á í þeim leik. Avram
Grant þurfti enn á ný að sanna sig sem
eftirmaður Joses Mourinho og þurfti
að róa Shevchenko sem lét víst heyra
allhressilega í sér. Úkraínumaðurinn
vildi fá svör frá Grant um af hverju
hann hefði ekki komið inn á.
Gegn Bolton um helgina var Di-
dier Drogba í banni og Grant hafði
tækifæri til að skora nokkur stig hjá
eiganda liðsins, Roman Abamovich,
sem heldur mikið upp á Shevchenko,
og skella honum í byrjunarliðið. En
nei, Grant byrjaði með Salomon Kal-
ou einan frammi og sá sýndi og sann-
aði að hann er ekki lélegur knatt-
spyrnumaður. Hann hljóp út um allan
völl, barðist eins og ljón og það sem
meira er, hann skoraði eina mark liðs-
ins. Þegar Kalou meiddist svo í hálf-
leik setti Grant Claudio Pizarro inn á í
hans stað. Staða Shevchenkos hjá lið-
inu var í raun staðfest þarna. Þegar svo
kom að því að taka Florent Malouda af
velli, var téður Shevchenko settur inn
á. Á vinstri vænginn gegn Joey O´Bri-
en, bakverði Bolton. Shevchenko naut
sín ekki frekar en fyrri daginn í bún-
ingi Chelsea. Hann átti dapran stund-
arfjórðung svo ekki sé sterkar að orði
kveðið en honum til varnar er hann
ekki vinstri vængmaður að upplagi.
„Chelsea borgar mér fyrir að vera
við stjórnvölinn og það er ég sem tek
ákvarðanirnar,“ sagði Grant. „Þegar ég
tók við þessu starfi sagði enginn mér
að velja vini þessa eða hins í liðið. All-
ir leikmenn eiga sínar góðu stundir
og sínar slæmu. Ég er þess fullviss að
Scheva verður frábær leikmaður fyrir
Chelsea. En ég tek ákvarðanir í þágu
Chelsea.“
Grant kom til Chelsea til að sjá um
Shevchenko. Verða hans einkaþjálfari
því eigandinn, Roman Abramovich,
var orðinn þreyttur að Mourinho valdi
hann ekki í liðið. Grant tók svo við starfi
stjóra Chelsea fyrir tveimur vikum
þegar Mourinho var látinn fara. Ljóst
er að Shevchenko felldi ekki tár eins
og sumir leikmenn Chelsea gerðu, en
ástandið virðist vera alveg jafnslæmt
fyrir Shevchenko og þegar Mourinho
var við stjórnvölinn. benni@dv.is
Sama sagan Shevchenko virðist ekki vera í náðinni hjá nýja stjóranum frekar en
þeim gamla.
STEVEN GERRARd, fyrirliði Liverpool, hefur beðið stuðningsmenn að treysta sér og
segir liðið í engri krísu. Stjórinn eyddi rúmum sex milljörðum í nýja leikmenn en
spilar nánast aldrei sínu sterkasta liði. Stjörnur liðsins og þeir sem eiga að bera það
uppi þurfa hvíld þrátt fyrir að enn sé bara október.
LiverpooL
engin
krísa hjá
Eftir frábæra byrjun á tímabilinu
voru rauðklæddir íbúar Liverpool
bjartsýnir. Nú átti að gera atlögu að
enska titlinum sem Liverpool hef-
ur ekki unnið í 17 ár. Félagið keypti
heimsklassaleikmenn í bland við
unga og efnilega. Liverpool hefur
verið frábært í bikarkeppnum sem
og Meistaradeildinni en langt á eftir
Chelsea, Manchester United og Ars-
enal þegar kemur að ensku deild-
inni.
Jafntefli við Portsmouth, Birm-
ingham og Tottenham voru von-
brigði fyrir Liverpool. Sé jafntefli við
Porto og tapi fyrir Marseille bætt við
í Meistaradeildinni er ljóst að tíma-
bil Liverpool hefur ekki byrjað eins
vel og áætlað var. Steven Gerrard,
fyrirliði liðsins og andlit þess, hefur
nú komið fram fyrir skjöldu og sagt
að liðið sé ekki í neinni krísu.
„Við höfum ekki verið með sjálf-
um okkur að undanförnu, það er
rétt. Úrslitin hafa ekki fallið með
okkur og frammistaða leikmanna
hefði getað verið betri. Við erum að-
eins að gefa eftir en öll góð lið lenda í
því. Við verðum bara að vinna okkur
í gegnum þetta tímabil. Þessa stund-
ina leikum við ekki af þeim gæðum
sem liðið getur en það mun breytast.
Ég bið aðdáendur liðsins að treysta
mér þegar ég segi að hér er engin
krísa.
Við erum með frábæra leikmenn
og heimsklassastjóra. Gengið mun
snúast okkur í hag, ekki spurning.
Núna tekur landsleikjahléið við
sem gefur stjóranum tíma til að líta
á hlutina og vinna með þeim leik-
mönnum sem verða eftir. Fyrir okk-
ur sem hverfum núna á brott, við
verðum að vera klárir í slaginn eftir
hléið því það er stórleikur gegn Ev-
erton næst. Ef við snúum genginu
við í grannaslag og vinnum þann
leik horfir til betri vegar. Það er það
sem við stefnum á.“
Gerrard, Babel, Torres og
Kuyt á bekknum
Eftir tap Liverpool í Meistara-
deildinni í fyrra, bað Rafa Benitez
um meiri peninga frá eigendum fé-
lagsins. Viðbrögðin létu ekki á sér
standa og Fernando Torres, Ryan
Babbel og fleiri góðir leikmenn voru
fengnir til liðsins. Hópurinn í ár er
sterkari en nokkru sinni fyrr hjá lið-
inu en af einhverjum sökum spil-
ar Benitez aldrei sínu sterkasta liði.
Skiptir engu hvort það sé Meistara-
deildin eða enska deildin. Hann
notar skiptikerfi þar sem leikmenn
eru þreyttir en atvinnumenn eiga
ekki að vera þreyttir eftir sjö leiki.
Manchester United og Chelsea
hafa unnið ensku deildina undan-
farin ár og stjórar þeirra gerðu ekki
fimm til átta breytingar á liðinu fyr-
ir hvern einasta leik. Ef Alex Fergu-
son eða Mourinho væru stjórar
Liverpool er erfitt að sjá að Gerrard,
Babel, Torres og Kuyt sætu á bekkn-
um gegn Portsmouth. Allir vissu að
Portsmouth myndi liggja í skotgröf-
unum. En Benitez ákvað að nota
Crouch frammi gegn Sol Campell
og Silvain Distin sem eru frábær-
ir skallamenn. Úrslitin komu ekki á
óvart, 0-0 jafntefli. Næsti leikur var
gegn Birmingham. Aftur var Torres
á bekknum og úrslitin þau sömu,
0-0 jafntefli. Útskýring Benitez var.
„Birmingham verst aftarlega og þá
er ekkert pláss fyrir hann að hlaupa
í.“ Ætlar Benitez þá ekki að nota Tor-
res gegn liðum sem verjast aftarlega
gegn Liverpool? Það eru margir leik-
ir á bekknum hjá einhverjum besta
framherja heims.
Úrslitin gegn Marseille voru
óvænt en samt ekki. Vitað var að
Frakkarnir spila með fimm manna
miðju en samt valdi Benitez Momo
Sissoko í liðið. Sissoko á í erfiðleik-
um með að senda boltann. Hann er
góður að vinna boltann en ekki að
skila honum af sér. Einnig er Sissoko
mjög villtur og á í erfiðleikum með
að halda sinni stöðu. Javier Mas-
cherano var á bekknum en hann
hefði hentað mun betur í leiknum.
Einnig var Leto hent í djúpu laugina,
leikmanni sem hefur ekki enn spil-
að í deildinni, sem og Fabio Aurelio,
sem ekki hafði spilað leik í sex mán-
uði, var einnig í byrjunarliðinu!
Fræg eru orðin sem Benitez sagði
um Jose Mourinho, fyrrverandi
stjóra Chelsea. „Auðvitað gengur
honum vel. Hann hefur eytt miklum
fjármunum í liðið þannig að það er
skiljanlegt.“ Benitez eyddi rúmlega
sex milljörðum fyrir þetta tímabil í
nýja leikmenn og þessi orð eru sí-
fellt að koma í bakið á honum. Enn
er þó mikið eftir af tímabilinu og það
klárast ekki í október. Það hefur eng-
inn fagnað titli í október.
Merkilegar ákvarðanir rafa benitez
hefur verið gagnrýndur fyrir liðsupp-
stillingar sínar. Hann virðist ekki spila
sínu besta liði leik eftir leik.
BENEdiKT BóAS HiNRiKSSoN
blaðamaður skrifar: benni@dv.is
Erfitt þessa dagana
Liverpool tapar ekki oft á
anfield í evrópukeppni.
þeir lutu þó í gras fyrir
Marseille frá Frakklandi.