Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Blaðsíða 13
g
ó
ð
i h
ir
ð
ir
in
n
Góði hirðirinn er verslun sem selur notað
a húsmuni sem safnast í nytja-
gáma Sorpu. Hvort sem þig vantar
húsgögn, raftæki, leikföng, tímarit
,
bækur eða skrautmuni má slíka hlu
ti finna í Góða hirðinum á verði sem
vart finnst fordæmi fyrir hér á landi
. Búðin hefur notið vaxandi vinsælda
undanfarin ár en í fyrra fóru 800 t
onn af vörum í gegnum verslunina
.
Aðsóknin er mikil sem sést best á því
að tugir manna bíða í biðröð fyrir uta
n
búðina á degi hverjum. Ágóðinn renn
ur óskiptur til líknarmála.
Fimmtíu til sjötíu
manns í biðröð
„Smávaran er sá vöruflokk-
ur sem ég held að sé vinsælastur.
Húsgögn og raftæki eru líka vin-
sæl og fara fljótt út. Annars er þetta
óskaplega jafnt. Það selst eiginlega
allt sem hingað kemur inn.“ Þetta
segir Anna Jakobsdóttir, verslun-
arstjóri í Góða hirðinum. „Það eru
mjög margir sem hugsa til okkar
þegar þeir eru að endurnýja hús-
gögn og húsmuni og koma hlut-
unum stráheilum til skila í endur-
vinnslustöðvar Sorpu. Þar erum
við með gáma sem við fáum svo
senda á hverjum degi. Við tæm-
um gámana, yfirförum það sem í
þeim er og seljum á vægu verði hér
í Góða hirðinum,“ segir Anna.
Gríðarlegt magn
Hún segir umfangið sífellt fara
vaxandi. „Það er ótrúlegt hvað við
Framhald á
næstu síðu
Anna Jakobsdóttir
Segir aðsóknina hafa aukist mikið.
fáum mikið af vörum til okkar. Við
losum að jafnaði þrjá 20 feta gáma
á dag. Í fyrra tókum við 800 tonn í
búðina okkar. Þessi 800 tonn hefði
annars þurft að urða. Við erum
því að stuðla að minni sorplosun
og betri nýtingu þeirra hluta sem
við kaupum okkur. Hér getur fólk
komið og keypt húsgögn, leikföng,
bækur eða skrautmuni sem aðrir
hafa ekki þörf fyrir lengur.“ Anna
segir ástandið á vörunum alla-
jafna gott. „Bæði þeir sem velja að
setja húsmunina í gámana okkar
og þeir sem þar vinna kappkosta
að fallegir hlutir verði ekki fyrir
hnjaski. Það er algjör undantekn-
Umsjón Baldur Guðmundsson
Myndir Ásgeir Mikael Einarsson