Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Blaðsíða 8
Sviptingar hjá reykjavik energy inveSt 5. janúar 2007 Geysir Green stofnað n Geysir Green Energy er stofnað. Stofnendur fyrirtækisins eru FL Group, Glitnir og VGH Hönnun. Frá stofnun félagsins hefur það eignast Jarðboranir, 32 prósenta hlut í Hitaveitu Suðurnesja og fjárfest í jarð- hitafélögum í Kanada, Þýskalandi og á Filippseyjum. Höfuðstöðvar Geysis eru í Reykjanesbæ. 27. mars 2007 reykjavik enerGy invest stofnað n Reykjavík Energy er stofnað sem fjárfestingar- og viðskiptaþróunar- armur Orkuveitu Reykjavíkur á alþjóðavettvangi. Fyrirtækið er að 93 prósenta hlut í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. 11. september 2007 Glitnisforstjórar í rei n Bjarni Ármannsson tekur að sér stjórnarformennsku í Reykjavik Energy Invest. Hann hafði keypt hluti í félaginu fyrir um fimm hundruð milljónir króna áður en hann tók að sér stjórnarformennskuna. Stuttu síðar er Jón Diðrik Jónsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, ráðinn til Reykjavik Energy Invest. Um var að ræða tímabundið ráðgjafarverkefni sem hann mun sinna fram til áramóta. 25. september 2007 kosninGastjóri björns inGa ráðinn n Rúnar Hreinsson er ráðinn verkefnastjóri hjá Reykjavik Energy Invest. Rúnar hafði áður verið kosningastjóri Framsóknarflokksins í síðustu þingkosningum. Þar áður var hann kosningastjóri Björns Inga Hrafnssonar. 3. október 2007 sameininG undirrituð n Stjórnir Reykjavik Energy Invest og Geysis Green Energy undirrituðu samkomulag um sameiningu félaganna undir merkjum REI. Ætlunin var að skapa leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í fjárfestingum og þróun á sviði jarðvarma. Ekki eru allir á eitt sáttir um vinnuhætti Björns Inga og Vilhjálms og var mikið kvartað undan upplýsingaskorti í aðdraganda sameiningarinnar. 4. til 5. október 2007 óánæGja með kaupréttarákvæði n Eftir að kaupréttarákvæði lykilstarfsmanna innan Orkuveitu Reykjavíkur urðu ljós greip um sig mikil óánægja í samfélaginu. Stjórn REI fundaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu að draga heimildina til baka þannig að útvöldum starfsmönnum byðist ekki að kaupa hlutabréf á sérgengi. 7. október 2007 borGarstjóri oG björn inGi víki n Miklar umræður fara fram á fundi vinstri grænna þar sem Svandís Svavarsdóttir lýsir því yfir að spillingarkeimur sé af málinu. Hún lýsir því einnig yfir að eðlilegast sé að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafnsson víki úr borgarstjórn sökum vantrausts. 8. október 2007 sáttafundur hjá sjálfstæðismönnum n Fundur hjá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks sem miðar að því að ná samkomu- lagi vegna þeirra deilna sem skapast hafa. Niðurstaðan er sú að selja hlutinn í Reykjavik Energy Invest. björn ingi hrafnsson, borg- arfulltrúi Framsóknarflokks- ins, segir að það komi til greina að selja lítinn hluta í Reykjavik Energy Invest núna. Verðmæti Reykjavik Energy Invest sýnir að það var rétt ákvörðun að stofna sjálfstætt félag um útrásar- verkefni Orkuveitunnar. Borgarstjórnarflokkur Framsókn- arflokksins kom saman í gær til að ræða þá stöðu sem upp var komin eftir fund sjálfstæðismanna þar sem þeir samþykktu að selja hlut borgar- innar í Reykjavik Energy Invest. Björn Ingi Hrafnsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, sagði að fundi loknum að góð eining væri innan flokksins þrátt fyrir þá stöðu sem upp væri komin. „Við teljum að þessi samruni hafi verið skynsamleg- ur og þeir fjármunir sem við settum inn í þetta fyrirtæki hafa margfaldast. Þetta þýðir að íbúar Reykjavíkur og sveitarfélaganna sem eiga Orkuveit- una hafa styrkt mjög sína stöðu.“ ekki verið að einkavæða Á fundinum, sem haldinn var í höfuðstöðvum framsóknarmanna á Hverfisgötu, var niðurstaða fund- ar sjálfstæðismanna einnig rædd. Björn Ingi segir að borgarfulltrú- ar flokkanna tveggja muni hittast á næstu dögum þar sem skorið verður úr um hvernig verður hægt að vinna að þeim málum í sameiningu. „Þetta getur alveg farið saman en flokkarn- ir verða að ræða þetta sín á milli.“ Aðspurður hver viðbrögð hans við fundi sjálfstæðismanna hafi ver- ið segir Björn Ingi að flokkarnir verði að koma sér saman um þá niður- stöðu. Björn Ingi vill þó bíða með að selja stærsta hlutann því hann tel- ur að hann geti orðið enn verðmæt- ari þegar fram líða stundir. „Ég tel að þá komi í ljós hversu miklir fjár- munir hafa skapast úr þessum út- rásarverkefnum. Ég vil líka koma því á framfæri að það er ekki verið að einkavæða Orkuveituna. Við sett- um útrásarverkefni inn í sérstakt fé- lag og þau eru orðin svona verðmæt. Það eitt og sér sýnir að það var rétt ákvörðun.“ vill hámarka gróðann Björn Ingi segir að það komi vel til greina af hans hálfu að selja lítinn hluta núna til að lágmarka það sem lagt var af fjármagni í fyrirtækið. Aðspurður hvort gagnrýni á fram- göngu hans og Vilhjálms hafi átt rétt á sér segir Björn Ingi að hann reyni að gera sitt besta og vera einlægur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. „Ég hafði enga persónulega hags- muni af málinu aðra en að reyna að gera það sem væri Orkuveitunni til góðs og íbúum á þessu svæði,“ seg- ir Björn Ingi og bætir við að niður- staða fundarins í gær hafi leitt það í ljós að hann hafi fullan stuðning í borgarstjórnarhópi framsóknar- manna. „Maður verður að standa og falla með sínum verkefnum.“ ekki þrýstingur frá jóni ásgeiri Aðspurður hvort Jón Ásgeir Jó- hannesson hafi þrýst á samruna fyr- irtækjanna tveggja til að hífa upp ársreikninga FL Group segir Björn Ingi að sú kenning gangi ekki upp. „Við vorum ekki að hugsa um efna- hagsreikninga FL Group. Við vorum að reyna að búa til sem mest verð- mæti úr þeirri þekkingu sem ligg- ur fyrir í útrásarverkefnunum og ég held að það sé vandfundið það verk- efni sem hefur tekist jafn vel til að skapa verðmæti á jafn stuttum tíma. Það er ýmislegt í þessari atburðarás sem við sáum ekki fyrir en ef mað- ur hefur sannfæringu fyrir því sem maður gerir verður maður að taka þann slag. Það er ýmislegt sem má gagnrýna í aðdragandanum og ég hef farið yfir þann þátt. Hvað sem því líður stendur það eftir að þetta hafi verið gott fyrir samfélagið okkar og þjóðhagslega hagkvæmt.“ Óskar Bergsson, varaborgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, vildi engu bæta við orð Björns Inga að fundi loknum. einar þór siGurðsson blaðamaður skrifar: einar@dv.is „Við teljum að þessi samruni hafi verið skynsamlegur og þeir fjármunir sem við sett- um inn í þetta fyrirtæki hafa margfaldast.“ VILL SELJA HLUTA ÞRIðJUDaGUR 9. OKtóBER 20078 Fréttir DV björn ingi hrafnsson Það kemur vel til greina að selja lítinn hluta núna til að lágmarka það sem lagt var af fjármagni í fyrirtækið, segir Björn Ingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.