Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Blaðsíða 11
DV Fréttir þriðjudagur 9. október 2007 11
hættu gagnvart heilsu kvenna hef-
ur ríkisstjórn landsins ekki kann-
að áhrif þess. Samkvæmt tölum frá
samtökum sem berjast fyrir rétti
til fóstureyðinga hafa ekki færri en
áttatíu og tvær konur látist vegna
bannsins, sem að sögn samtak-
anna brýtur í bága við skuldbind-
ingar Níkaragva samkvæmt al-
þjóðalögum um mannréttindi.
Daníel Ortega
Forsetinn lagðist á
sveif með kaþólsku
kirkjunni.
Stúlka og
drengur ungar
fátækar konur eiga
fáa góða kosti ef til
þungunar kemur.
&
&
&
Alþjóðalögreglan biður um aðstoð almennings:
Interpol leItar
barnaníðIngs
Alþjóðalögreglan Interpol leitar
nú logandi ljósi um allar jarðir að
barnaníðingi sem hefur orðið ber að
því að setja á netið myndir af sér við
sína miður geðslegu iðju. Lögreglan
birti mynd af viðkomandi manni og
biður nú um aðstoð almennings við
leitina. Þess eru ekki mörg fordæmi
að lögreglan fari þá leið. Myndirnar
sem maðurinn setti á netið eru um
tvö hundruð talsins og sýna hann
beita tólf drengi kynferðislegu of-
beldi og telur lögreglan að þær séu
teknar í Víetnam og Kambódíu,
sennilega á árunum 2002 og 2003.
Þrátt fyrir að myndunum hefði ver-
ið breytt í tölvu tókst sérfræðingum
lögreglunnar að framkalla mynd
sem nýst gæti til að bera kennsl á
manninn. Interpol segir börnum
stafa veruleg hætta af manninum ef
hann finnst ekki og yfirmaður Int-
erpol, Ronald Noble, sagði að aðr-
ar leiðir til að hafa hendur í hári
hans hafi ekki borið árangur og því
hafi lögreglan brugðið á það ráð að
höfða til almennings.
Fyrstu myndirnar
Lögreglan í Þýskalandi varð fyrst
til að fá vitneskju um myndirnar.
Það var árið 2004 og þrátt fyrir sam-
vinnu Interpol með hundrað áttatíu
og sex lögregluembættum um allan
heim er lögreglan engu nær um hver
viðkomandi er. Myndir af barna-
níðingnum hafa borist víða í net-
heimum í fjölda ára og sagði Ronald
Noble að ástæða væri til að ætla að
hann ferðaðist um heiminn í þeim
tilgangi að leggjast á börn sem væru
í viðkvæmri aðstöðu.
Leitin að manninum hefur feng-
ið nafnið Vico, en heitið er samsett
úr tveimur stöfum úr nöfnum þeirra
tveggja landa sem talið er að mynd-
irnar séu teknar í; Víetnam og Kamb-
ódíu. „Við erum nú sannfærð um að
án aðstoðar almennings muni þetta
kynferðisrándýr halda áfram að
nauðga og misnota ung börn, sem
virðast vera á aldrinum sex ára upp í
táningsaldur,“ sagði Ronald Noble.
Barnaníðingur-
inn Sérfræðingum
tókst að útbúa
mynd af honum.