Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Blaðsíða 7
DV Fréttir þriðjudagur 9. október 2007 7
SJÁLFSTÆÐISMENN
lega ánægður með þá sátt sem náð-
ist innan borgarstjórnarflokksins á
fundinum í gær. Hann segir það alls
ekki hlutverk opinbers fyrirtækis að
stunda spákaupmennsku og fyrir
vikið eigi ekki að velta fyrir sér mögu-
legu verðmæti REI síðar meir. „Okk-
ur tókst svo sannarlega að leysa okkar
mál. Það hefur oft gerst að ágreining-
ur komi upp í borgarstjórnarflokkum
og í sjálfu sér er það ekkert óeðlilegt.
Við ætluðum okkur aldrei að eiga
lengi hlutinn í REI, það hefur aldrei
staðið til. Um niðurstöðuna erum við
fullkomlega sammála og ætlum að
ráðast í söluferli á næstunni,“ segir
Vilhjálmur.
„Við viljum bæta upplýsingaflæð-
ið milli stjórnar Orkuveitunnar og
borgarfulltrúanna í ljósi þess trúnað-
arbrests sem upp kom. Við lítum það
mjög alvarlegum augum að upplýs-
ingum um undirbúning málsins var
ekki komið á framfæri við okkur og
munum taka mjög ákveðið á því. Það
kemur síðar í ljós til hvaða ráða verð-
ur gripið.“
Þríþætt sátt
Sátt borgarstjórnarflokks sjálf-
stæðismanna er í raun þríþætt. Í
fyrsta lagi ákvörðun um að selja hlut
Orkuveitunnar í REI, í öðru lagi að
rannsaka hvað fór úrskeiðis í vinnu-
brögðum stjórnenda sem leiddi til
trúnaðarbrestsins og í þriðja lagi að
bæta úr samskiptum borgarstjórn-
ar við stjórnendur Orkuveitunnar.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti
borgarstjórnar, er ánægð með niður-
stöðuna þar sem tryggt sé að Orku-
veitan sinni vel grunnþjónustu við
almenning. „Við erum sátt. Sú sam-
staða sem náðist er mjög mikilvæg.
Við munum ræða í okkar hópi hvað
fór úrskeiðis og í því þurfum við að
ræða hvort Björn Ingi hefði átt að
færa upplýsingar betur á milli. Þetta
er alls ekkert eina málið þar sem við
höfum þurft að takast á en ég tel okk-
ur hafa leyst þetta mál vel. Öll erum
við að vinna eftir bestu sannfæringu
og treystum okkar fulltrúum,“ segir
Hanna Birna.
Í annað sinn
Allur borgarstjórnarflokkur Sjálf-
stæðisflokksins fullyrðir að upplýs-
ingaskortur og samskiptaleysi hafi
skapað þann ágreining sem verið hef-
ur síðustu daga. Samkvæmt heimild-
armönnum DV er þetta ekki í fyrsta
sinn sem legið er á upplýsingum inn-
an stjórnar Orkuveitunnar því þegar
ákvörðun um REI var tekin á sínum
tíma, í mars á þessu ári, töldu borgar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sig ekki
hafa fengið fullnægjandi upplýsing-
ar um ferlið. Þetta er því í annað sinn
sem þeir upplifa slíkan skort á upp-
lýsingum og fyrir vikið brugðust þeir
hart við er samskiptaleysi kom upp á
nýjan leik nýverið.
Fyrir utan upplýsingaskortinn er
málefnaágreiningur sú meginástæða
sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins hafa gefið upp fyrir ágreiningi
undanfarinna daga og segja það skoð-
un sína að Orkuveitan eigi ekki heima
í áhættufjárfestingum. Aðspurðir
vildu borgarfulltrúarnir lítið gefa upp
um það hvers vegna þeir hefðu ekki
mótmælt fyrirhugaðri stofnun REI
í mars síðastliðnum þegar það var
kynnt. Eina haldbæra skýringin sem
fékkst var að meiri fjármunir væru nú
komnir inn í spilið og því hefði ver-
ið komið tilefni til að velta hlutverki
Orkuveitunnar frekar fyrir sér. Að auki
hafi kaupréttarsamningar lykilstarfs-
manna ýtt við borgarfulltrúunum til
að skoða málið betur.
Fer alls ekki saman
Nú er útlit fyrir að málefnaágrein-
ingur sjálfstæðismanna sé leystur
með þeirri tillögu að selja hlut Orku-
veitunnar í REI.
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins, segir enga
aðra leið hafa komið til greina á end-
anum. Hann fullyrðir að meirihluta-
samstarfið hafi aldrei verið í hættu.
„Það hefur komið berlega í ljós í þessu
ferli að hagsmunir opinbers fyrirtæk-
is og einkarekins fara alls ekki saman.
Ágreiningurinn innan okkar raða hef-
ur verið augljós en aldrei komið nærri
því að sundra okkur. Innan hópsins
ríkir eining og fullkomið traust rík-
ir milli flokkanna í meirihlutanum.
Í málinu kom upp núningur milli
flokkanna sem þó hefur ekki náð að
bera skugga á samstarfið.“
Aðspurður tekur Gísli Marteinn
Baldursson, formaður borgarstjórn-
arflokks Sjálfstæðisflokksins, í sama
streng og telur ákvörðunina full-
komlega eðlilega til þess að leysa úr
ágreiningi innan flokksins og draga
úr núningi við Framsóknarflokkinn.
Hann segir aldrei annað hafa stað-
ið til en að leysa ágreininginn. „Við
teljum þessa leið koma fullkom-
lega til móts við það sem við vildum.
Orkuveitan á ekki að vera í ævintýra-
mennsku að okkar mati. Með þessu
tryggjum við líka betra upplýsinga-
flæði til borgarfulltrúanna og getum
alfarið metið hvernig lykilstjórnend-
ur Orkuveitunnar höguðu sér í þessu
máli,“ segir Gísli Marteinn.
Vorum ekki ráðin til að græða
Margir eru þeirrar skoðunar að
með ákvörðuninni sé verið að selja
einn verðmætasta hluta Orkuveit-
unnar til einkaaðila. Borgarstjórn-
arflokkur sjálfstæðismanna hef-
ur iðulega lofað því að hann ætli
ekki að selja Orkuveituna. Aðspurð-
ir voru borgarfulltrúarnir einhuga
um að með ákvörðun sinni um að
selja hlutinn í REI væri ekki verið að
brjóta gegn loforðum flokksins þar
sem ekki væri stefnt á að selja sjálfa
Orkuveituna á þessu kjörtímabili.
„Við erum bara að selja útrásar-
verkefni Orkuveitunnar. Sá hluti var
kominn í samkeppni og þá töldum
við rétt að selja. Vilhjálmur og Björni
Ingi njóta fulls traust okkar borgar-
fulltrúanna þrátt fyrir ágreininginn,“
segir Gísli Marteinn.
Aðspurð er Hanna Birna sam-
mála og segir það ekki hlutverk borg-
arfulltrúanna að sinna fjárfestingar-
hlutverki sem þessu. Hún segir það
skýran vilja innan hópsins að vilja
ekki vera í samkeppni við einkaað-
ila. „Það er ýmislegt á markaði sem
borgin gæti grætt á. Við vorum hins
vegar ekki ráðin til þess. Við vorum
ráðin til að fara með stjórn sveitarfé-
lags og í því liggur munurinn,“ segir
Hanna Birna.
Vík milli vina
Gísli Marteinn segir mikilvægt að
farið verði yfir það hvernig stjórn-
endur Orkuveitunnar hafi hagað sér
í málinu. Hann er sannfærður um að
hægt verði að læra af mistökunum
sem gerð voru. „Við fengum ekki þær
upplýsingar sem við kölluðum eftir
og ekki rétta kynningu á málinu þeg-
ar það var kynnt. Við förum rækilega
yfir þetta mál til þess að svona gerist
ekki aftur og ég lít svo á að nú sé deil-
an að baki. Ég er sannfærður um að
ef málið hefði verið unnið með eðli-
legum hætti hefði ágreiningurinn
ekki komið upp. Það var því miður
ekki gert og við munum læra af þeim
mistökum.“
Aðspurður segir Vilhjálmur
alla borgarfulltrúa flokksins starfa
vel saman og fullyrðir að svo verði
áfram. „Við erum öll miklir vinir þó
við höfum ekki öll verið sammála
í þessu verkefni. Það getur margt
gerst í góðum hjónaböndum og þeg-
ar ágreiningur kemur upp tökum við
þétt á honum. Við höfum gert fullt af
góðum verkum saman og ætlum að
halda því áfram,“ segir Vilhjálmur.
„Það getur margt gerst
í góðum hjónaböndum
og þegar ágreiningur
kemur upp tökum við
þétt á honum.“
Björgólfur Beitti sér ekki
Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður
Landsbankans, segir í yfirlýsingu rangt sem fram kom
í DV í gær að hann hefði hugsanlega haft áhrif á Vil-
hjálm Þ. Vilhjálmsson til að flýta sameiningu undir
merkjum Reykjavik Energy Invest þar sem áhyggjur
hafi verið vegna fjárhagsstöðu Hannesar Smárason-
ar. Haft var eftir viðmælendum DV að þetta væri tal-
in ástæða. Rétt er hjá Björgólfi að ekki var haft sam-
band við hann vegna málsins. Af því tilefni biður DV
málsaðila afsökunar en rétt hefði verið að hafa sam-
band við þá áður en málið var sett fram. Ítrekað skal að
vísað var í fréttaskýringunni til þessa orðróms um flýti-
meðferð Vilhjálms á málinu en alls ekki kveðið upp úr
um að þetta væri raunin. DV hefur ekki forsendur til
að meta fjárhagsstöðu Hannesar Smárasonar fremur
en afskipti Björgólfs.
Framhald
á næstu síðu
Sáttir saman eftir samstöðuna á fundinum í gær fullyrða
borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að fullkomið traust ríki milli
meirihlutaflokkanna. Á næstunni verður hins vegar rækilega
farið yfir hegðun stjórnenda orkuveitunnar undanfarið.
Engin lausn dagur. b. eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í
borgarstjórn, segir það enga lausn að ætla að selja fyrirtækið
núna fyrir upphæð sem gæti orðið tugmilljörðum verðmætara
eftir nokkur ár.
Komið með eftirréttinn borgarstjórn-
arflokkur Sjálfstæðisflokksins leysti
ágreining sinn á löngum hádegisverðar-
fundi í ráðhúsinu í gær. Hér er starfsmað-
ur að færa fulltrúunum eftirrétt.