Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Blaðsíða 30
þriðjudagur 9. október 200730 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Hljómsveitin Steed Lord, með Svölu Björgvins í farar- broddi, kemur fram á Air­waves. Steed Lord er sannkallað fjöl- skylduband en ásamt Svölu eru í band- inu kærasti hennar Einar Egilsson og tveir bræð- ur hans. Á Airwaves ætlar þessi súpergrúppa að bæta um betur og bæta við enn einum bróðurnum; Krumma, bróð- ur Svölu, sem ætlar að þenja raddböndin með systur sinni. Nú þegar bræðrahringnum er lokað væri sérlega skemmtilegt að heyra Björgvin sjálfan Hall- dórsson taka lagið með krökk- unum og taka hugmyndafræði hljómsveitarinnar alla leið en hljómsveitin er þekkt fyrir ansi skrautlegan klæðaburð og dill- andi danstakta. n Silfur Egils hóf göngu sína þennan veturinn í Ríkissjón- varpinu á sunnudaginn. Eins og Egill vakti athygli á í upphafi þáttar er þetta þriðja sjón- varpsstöðin sem þátturinn er sýndur á en hann var á dagskrá SkjásEins frá 1999 til 2003 og á Stöð 2 frá haust- inu 2003 til síðasta vors. Ætla má að þetta sé einsdæmi í íslenskri sjónvarpssögu, ef frá er talinn enski boltinn. Það vakti annars athygli sandkornsritara hve hláturmildur Össur Skarp- héðinsson iðnaðarráðherra var í þættinum. Honum virðist líka það vel að vera orðinn ráðherra því hann hló líklega meira í þessum þætti en í öllum þeim þáttum Silfursins sem hann hef- ur verið gestur í fram að þessu. n Bubbi Morthens þótti held- ur spar á tónana í lokahófi og allsherjardansleik FH-inga um helgina sem haldinn var í Kaplakrika. Auglýst var að Pap- ar og Bubbi myndu halda uppi stemningunni fram á rauða- nótt. Bubbi hefur greinilega haft öðrum hnöppum að hneppa því sagan segir að hann hafi aðeins tekið þrjú lög á ballinu, sem annars var hin fínasta skemmtun. Að svo búnu þakkaði hann fyrir sig, kvaddi og fór. Ekki fylgir sögunni hvort hann hafi sungið „Við erum svartir, við erum hvítir“ enda var kóngurinn varla stiginn á sviðið þegar hann yfirgaf húsnæðið. Hver er konan? „Ég er sviðsstjóri menningar- og ferðamála hjá Reykjavíkurborg en er að öðru leyti of upptekin til að velta því fyrir mér hver ég er.“ Hvað drífur þig áfram? „Ég held að það sé kapp, vonandi með forsjá. Einlæg vinnugleði og löng- un til þess að gera aðeins betur.“ Hver eru þín áhugamál? „Menning, bæði myndlist og sér- staklega tónlist. Ég hef mjög vaxandi áhuga á og ánægju af myndlist. En ég hef alltaf haft mikla gleði af tónlist. Ég hef alltaf verið áhugasöm um fram- andi menningu, svona því sem er ekki alveg í túnfætinum heima. Hvort sem það er lífsmáti, gildismat, matur eða umhverfi. Ég heillast svolítið af því óþekkta. Sem betur fer held ég að ég sé forvitin og fróðleiksþyrst að eðlis- fari.“ Hefur þú ferðast mikið? „Já, ég ferðast talsvert en ekki eins mikið og ég vildi. Maðurinn minn er fæddur í Íran og þar er tengdafjöl- skyldan. Það er svona menningar- heimur sem ég hef kynnst í gegnum hann og finnst að mörgu leyti heill- andi. Ég hef komið þangað ítrekað.“ Eftirminnilegasta myndlistarsýn- ingin? „Ég fór á Feneyjatvíæringinn í myndlist í sumar og fannst geysilega heillandi. Ég stoppaði reyndar allt of stutt og hefði viljað sjá miklu meira. Þetta voru mjög spennandi og ögrandi sýningar og hugmyndaheimur sem maður gengur þarna inn í þar sem stór og mikill hópur fjölþjóðlegra lista- manna er að sýna sitt. Ég er mjög hrif- inn af Richard Serra, sem er einmitt með verk í Viðey sem heitir Áfangar. Á síðustu árum hef ég farið á tvær alveg magnaðar sýningar á verkum hans. Önnur var í Guggenheim-safninu í Bilbao á Spáni, í því magnaða húsi sem er nú bara listaverk út af fyrir sig. Hin sýningin var í New York í Museum of Modern Art. Svo eru tvær glæsileg- ar sýningar núna, Eggert Pétursson á Kjarvalsstöðum og Gjörningaklúbb- urinn í Listasafni Reykjavíkur.“ Hvert er uppáhaldsbítlalagið þitt? „Það er hrikalega erfitt val. Ég er alin upp við Bítlana, foreldrar mínir voru miklir aðdáendur og þá sérstak- lega mamma. Ég byrjaði að stelast í plötuspilarann hennar þegar ég var fjögurra ára til að hlusta á Bítlana. Ég var mjög ung þegar ég þóttist kunna alla textana, bullaði þá bara en ég hlýt að hafa verið nokkuð trúverðug því vinkonur mínar héldu að ég væri altalandi á ensku, sjö ára gömul. Það er því mjög erfitt fyrir mig að velja eitt lag fram yfir annað. En það er eitt lag sem mér þykir mjög vænt um og það er lagið Day in the Life á plötunni Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club Band.“ Hvaða þýðingu hefur þetta verk fyrir þjóðina? „Ég held að þetta hafi feikilega mikla þýðingu. Mér finnst verkið mjög fallegt og það fellur vel að hinu við- kvæma landslagi í Viðey. Það er auk þess mikið fagnaðarefni að verk af þessum gæðum og þessum toga sé risið hér. Verkið er ekki bundið við eina sýningu og því getum við not- ið þess um langa framtíð. Svo er auð- vitað mikils virði að jafnvirt listakona skuli velja þessa staðsetningu og mjög rausnarlegt af henni að gefa verkið. Framtíðin verður svo að skera úr um víðtækari áhrif en við sjáum það nú þegar að verkið er farið að vekja mikla athygli erlendis.“ Nær verkið að njóta sín þegar veðrið er sem verst? „Dumbungur og svona týpískt ís- lenskt vetrarverður er gott fyrir þetta verk miðað við þær prufur sem hafa verið gerðar. Ljósturninn virðist koma enn betur út þegar það er þungbúið. Þetta er líka eitt af því sem gerir verk- ið spennandi því fyrir vikið er það sí- breytilegt.“ Hvað er fram undan? „Friðsæll miðvikudagur með nýj- um viðfangsefnum.“ MAÐUR DAGSINS vELtinguR Sigurjón M. Egilsson skrifar. 6 pRóSEnta MaðuRinn Bingi er klár. Hann var blaðamaður á Mogganum þegar Halldór Ásgrímsson sá að gera mátti úr hon- um hinn mætasta framsóknar- mann. Bingi lét af blaða- mennskunni og gerðist sér- stakur talsmaður Halldórs. Hlutlausi blaðamaðurinn heyrði sögunni til. Hann var kominn í hlýrra hreiður og var orðinn framsóknarmaður og hagaði sér og talaði sem hann hefði aldrei verið neitt annað, það er að segja annað en framsóknarmaður. Eftir að hafa veitt þáverandi formanni Framsóknar sérstaka ráðgjöf með þeim árangri að formaðurinn hrökklaðist úr embættum tók vegur Binga að rísa. Gerður var kaupmáli við Alfreð Þorsteinsson um að láta af störfum fyrir borgina og opna þannig leið fyrir Binga. Það gekk allt eftir, hann fór í framboð og hann myndaði meirihluta þar sem hann hefur verið mestráðandi síðan. Í upphafi hélt hann þeim hátt-um sem Halldór hafði verið svo dugleg- ur við. Allir fram- sóknarmenn fengu störf á kostnað borgarinnar. Jafnvel þó þeir væru í störfum þar sem við blasti að fram- sóknarmennirnir þyrftu að eiga við- skipti við sjálfa sig, sem starfsmenn fyrirtækja úti í bæ og sem starfs- menn borgarinnar. Þetta var að hætti Framsóknar. Sjálfur hefur hann aldrei haft meira að gera og aldrei verið með hærri laun. Sama er hvaða matarhola opnast. Bingi fyllir hana samstundis. Bingi lærði margt þegar hann var sérlegur ráðgjafi Halldórs. Framsókn leit á Binga sem framtíðarleiðtoga. Sum- ir gera það kannski enn. Kannski finnst Framsókn þetta bara allt í lagi. Kjörfylgið skiptir ekki mestu máli. Heldur hver fær bestu stöðuna við jöt- una. Til þessa hefur það verið 6 prósenta maðurinn; Björn Ingi Hrafnsson. NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði Þóttist kunna alla bítlatexta Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamála hjá Reykjavíkurborg, er ein þeirra sem hafa komið að undirbúningi uppsetn- ingar á Friðarsúlunni, verki Yoko Ono sem tendrað verður á í kvöld í Viðey. Tilefnið er afmæli Johns Lennon en hann hefði orðið sextíu og sjö ára í dag. Sjónvarpað verður frá athöfninni á Stöð 2 og í Ríkissjónvarpinu. Í DAG Á MORGUN HINN DAGINN Veðrið +33 +42 +7 6 +4 7 +7 4 +7 2 +9 4 +5 4 +2 5 +55 +8 5 +6 6 +6 4 +6 9 +5 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.