Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Blaðsíða 18
þriðjudagur 9. október 200718 Sport DV
í dag
07:00 CoCa-Cola Championship
16:20 CoCa-Cola Championship
18:00 premier league World
Heimur úrvalsdeildarinnar
Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin
er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum.
18:30 CoCa Cola mörkin
Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í
leikjum síðustu umferðar í Coca Cola
deildinni.
19:00 liverpool - ToTTenham
enska úrvalsdeildin
20:40 arsenal - sunderland
enska úrvalsdeildin
22:20 english premier league
ensku mörkin
Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla
þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik
umferðarinnar eru sýnd frá öllum
mögulegum sjónarhornum.
23:15 man. CiTy - middlesbrough
enska úrvalsdeildin
ÍÞRÓTTAMOLAR
Fh-ingar ósáTTir við siim
dennis Siim, leikmaður FH, fór inn í klefa
áður en leik FH og Fjölnis lauk. Hann
mætti ekki til
verðlaunaafhend-
ingar til þess að
taka við sigurverð-
launum liðsins í
bikarkeppni kSÍ.
FH-ingar eru mjög
gramir út í Siim
fyrir hegðun hans
eftir leikinn en Siim
kom ekki inn á í
leiknum og var ósáttur við þá ákvörðun
þjálfarans. Siim er samningslaus en
vitað er af áhuga FH-inga á að halda
leikmanninum á næsta leiktímabili.
TindasTóll Fær leikmann
tindastóll hefur fengið til sín leikstjórn-
anda í stað Mike Wiatre sem ákvað að
semja ekki við liðið. Sá er Serbinn Samir
Shaptahovic sem samdi upphaflega við
kr en er nú á leið til tindastóls.
Shaptahovic er 26 ára bakvörður sem er
174 sentímetrar að hæð og 78 kíló að
þyngd. Shapta-hovic hefur leikið í
kósóvó undanfarin ár og er góður vinur
edmons azemi sem lék með kr eftir
áramótin. Hann er öflugur varnarmaður
og leikur sem leikstjórnandi.
birgir leiFur keppir á spáni
birgir Leifur Hafþórsson er á meðal
kylfinga á Madridar-mótinu sem hefst á
fimmtudaginn á
Spáni. Hann hefur
ekki leikið á
mótaröðinni frá
því í september og
þarf á góðum
árangri að halda til
að eiga möguleika
á því að vera á
meðal þeirra 115
efstu á peningalist-
anum en ef það tekst fær hann
keppnisrétt á næsta tímabili. Sem
stendur er hann í 190. sæti. birgir var
fjórði á biðlista á mótinu og komst hann
því inn á mótið á síðustu stundu.
eggerT gunnþór gerir
það goTT hjá hearTs
eggert gunnþór jónsson, leikmaður
Hearts, fær mikið lof fyrir frammistöðu
sína með Hearts sem vann Falkirk 4-2 í
skosku úrvalsdeildinni á sunnudag.
eggert átti þátt í þremur mörkum
Hearts í leiknum. Á vefsíðu Hearts var
hann valinn maður leiksins og sérstak-
lega tekið fram hversu góður hann sé
að brjóta niður sóknir andstæðinganna
á miðj-unni. Hearts er á hvínandi
siglingu í skosku deildinni og hefur
unnið 6 af síðustu sjö leikjum. Liðið er í
5. sæti deildarinnar.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari
kvennalandsliðsins í knattspyrnu,
sækir nú um stundir þjálfaranám-
skeið á vegum Knattspyrnusam-
bands Evrópu. Þegar hann lýkur
námskeiðinu mun hann bera UEFA
PRO-gráðu og verður hann annar
þjálfarinn hér landi á eftir Teiti Þórð-
arsyni til þess að bera þessa þjálfara-
gráðu. Sigurður er fræðslustjóri KSÍ
og stefnt er að því að haldið verði sér-
stakt UEFA PRO-námskeið á Íslandi
undir handleiðslu Sigurðar.
„Á þessu námskeiði kemur sam-
an hópur manna sem er saman í eitt
ár. Það eru símafundir einu sinni í
viku þar sem þátttakendur þurfa að
vera með efni tilbúið og kynna fyrir
hinum. Við erum úr öllum heims-
hornum á fundunum en síðan þarf
ég að fara til útlanda og kynna mér
aðstöðu þjálfara í atvinnumennsku.
Á námskeiðinu er heilmikið lesefni
og verkefni sem við þurfum að leysa
úr.“
með roy keane í hópi
Margir af fremstu þjálfurum
heims leitast eftir því að fá UEFA
PRO-gráðu. „Með mér á námskeið-
inu eru Roy Keane, Gary Ablett og
fleiri vel þekkt nöfn í knattspyrnu-
heimunum. Það er gaman að segja
frá því að allir þurfa að leysa verkefni.
Allir sem eru í þessu eru mjög upp-
teknir í vinnu og þó Keane sé fram-
kvæmdastjóri í úrvalsdeildinni lætur
hann sig aldrei vanta. Engu að síður
vinna framkvæmdastjórar í úrvals-
deildinni um 80 til 100 tíma á viku.“
houllier og Capello á ráðstefnu
með sigurði
„Ég fór á ráðstefnu þar sem með-
al annarra Gerrard Houllier og Fabio
Capello héldu fyrirlestur. Þeir voru
að tala um sína reynslu sem þjálfarar.
Þetta með Cappello var meira í við-
talsformi en Houllier hélt fyrirlest-
ur. Houllier-fyrirlesturinn var mjög
áhugaverður og hann gaf mun meira
af sér en Capello. Hann var með
praktísk og góð ráð. Til dæmist talar
Houllier um að mikilvægasti fund-
urinn sem maður heldur er blaða-
mannafundurinn strax eftir leikinn
því maður getur verið viss um að all-
ir fylgist með því, bæði leikmenn og
fjölskylda. Því er mikilvægt að huga
að því hvað maður segir í þessu við-
tali. Hann sagði einnig að mikilvæg-
asti leikurinn væri alltaf næsti leikur
en ekki sá síðasti. Lítið fæst með því
að benda mönnum á það sem þeir
gerðu illa í síðasta leik, miklu betra
er að einbeita sér að styrkleikunum
því þeir vinna leiki en ekki veikleik-
arnir.“
raunhæft verkefni
Eitt verkefnanna sem Sigurð-
ur þarf að leysa úr hljómar svona:
Leeds Utd. á móti Sheffield Wednes-
day í umspili um sæti í efstu deild.
Þú ert Sheffield Wednesday og ert 2-
1 undir eftir fyrsta leikinn. Þú ert án
aðalsóknarmanns þíns fyrir seinni
leikinn þar sem hann var sendur af
velli í fyrri leiknum.
Hvernig myndir þú setja leikinn
upp og hvaða leikaðferð myndir þú
nota varnarlega og sóknarlega?
„Maður þarf mikið að segja sína
skoðun á málunum sem tengjast
þjálfun og hvernig maður ætlar að
koma sinni hugmyndafræði frá sér.
Eins er skoðað hvernig maður kem-
ur reynslunni af sínum ferli frá sér.
Það eru engin rétt og röng svör en
námskeiðið er að miklu leyti uppsett
til þess að fá mann til að hugsa um
það sem maður er að gera og hvern-
ig maður kemur þessu frá sér. Þetta
er frábært tækifæri að vera þarna því
maður er að vinna með gæjum sem
eru fremstir á sínu sviði í heimin-
um.“
ueFa pro-námskeið í íslandi
Sigurður er fræðslustjóri hjá KSÍ
og stefnir hann að því að halda UEFA
PRO-námskeið á Íslandi. UEFA PRO-
námskeið er lokastigsnámskeið á
eftir UEFA B-prófi og UEFA A-prófi.
„UEFA skrifaði KSÍ bréf og benti á
það að heppilegt sé að fræðslustjóri
hafi þetta PRO-skírteini. Með það
í höndunum getur fræðslustjórinn
skipulagt slíkt námskeið á Íslandi.
Menn hjá KSÍ hvöttu mig í kjölfarið
til þess að taka þetta námskeið og ég
gerði það. Nú er hugmyndin í kjölfar-
ið að kanna hvort þetta veiti vettvang
fyrir því að halda slíkt námskeið hér á
landi undir minni handleiðslu. Önn-
ur leið er að fara í samstarf við enska
knattspyrnusambandið og gefa þjá-
furum tækifæri á því að fara þangað.
Það mun nýtast knattspyrnuhreyf-
ingunni í heild að ég sé á þessu nám-
skeiði.
Sumt sem kennt er á námskeið-
inu staðfestir einfaldlega það sem
maður er að gera og veitir manni
vissu um að maður sé á réttri leið.
Annað hjálpar manni á annan hátt
en öll menntun er af hinu góða og
það eru mjög mikil gæði á þessu
námskeiði.“
mikil fagmennska
„Eitt hefur komið mér nokkuð á
óvart. Ég var í viku á ráðstefnu með
þjálfurum sem allir eru gríðarlega
uppteknir á undirbúningstímabil-
inu. Það kom aldrei einn einasti
maður of seint og það var mikill agi
á öllu. Það er ólíkt því sem er að ger-
ast á Íslandi þar sem alltaf eru ein-
hverjir sem mæta of seint. Ég hef
haldið meira en hundrað námskeið
á Íslandi og það eru alltaf einhverj-
ir sem þurfa frí til að stjórna æfingu
eða eitthvað annað.
Úti eru hins vegar þjálfarar sem
stjórna stórum liðum en þeir hafa
alltaf tíma til þess að mæta á þessi
námskeið. Jafnvel þótt þar séu und-
irbúningstímabil í fullum gangi og
menn að leita sér að leikmönnum.“
ekki á leið í þjálfun í lands-
bankadeildinni
„Ég hef mjög lengi stefnt að því
að fara út í þjálfun og menntaði mig
lengi. Ég er íþróttafræðingur auk
þess að vera með masters-gráðu í
íþróttasálfræði. Eins hefur það ver-
ið frábær skóli að vera fræðslustjóri
í um fimm ár.
Maður veit aldrei hvort maður
fari utan að þjálfa. Núna er ég mjög
einbeittur að því að þjálfa kvenna-
landsliðið. Okkur langar mikið að
verða fyrsta liðið frá Íslandi til þess
að komast í lokakeppni Evrópumóts-
ins. Við eigum fína möguleika á því
og það væri stórkostlegt að ná því.
Ég er ekkert búinn að útiloka það
að þjálfa félagslið bæði hérlendis og
erlendis. Ég er núna með þetta PRO-
skírteini og hef komið mér upp fullt
af samböndum erlendis.
Eins og staðan er núna þjálfa ég
kvennalandsliðið og ég hugsa að
ég myndi ekki gefa það starf upp á
bátinn ef lið í Landsbankadeildinni
myndi falast eftir mínum starfskröft-
um.“
sigurður ragn-
ar eyjólfsson
sækir nú UEFA
PRO Licence-
námskeið á
vegum Knatt-
spyrnusam-
bands Evrópu.
Meðal annarra
er roy keane á
námskeiðinu
með Sigurði en
aðeins Teitur
þórðarson
hefur þessa
þjálfaramennt-
un hér á landi.
sigurður ragnar eyjólfsson
er á þjálfaranámskeiði sem margir
af fremstu þjálfurum heims fara á.
viðar guðjónsson
blaðamaður skrifar: vidar@dv.is
Á ÞjÁLfARAnÁMskeiði
Með ROy keAne