Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Page 12
Svarthöfði fékk ekki að fara út í Viðey til að njóta þar samvista við Yoko Ono, Ringo Starr og Bítlagæslumenn Íslands. Aðeins útvaldir fengu að fara í eyjuna á af- mælisdegi Lennons og skjálfa þar í kulda og trekki. En það eru auð- vitað fleiri en Svarthöfði sem sitja hjá þegar hástéttin fagnar. Þannig var það með ráðsmenn í Viðey sem höfðu hlúð að eyjunni í hvívetna, þeim var heldur ekki boðið. Svarthöfði þekkir menn sem fengu bréf hvert undirritað var Love, Yoko. Nú skal því haldið til haga að Svarthöfði, sem nýtur og óskar nafnleyndar, er á þeirri skoðun að Yoko hafi á sínum tíma eyðilagt Bítlana. Hún var í upp- tökuverinu þegar Let it be var tekið upp og Paul McCartney var ekki par ánægður. Um það leyti hafði Lennon ákveðið að hætta í hljóm- sveitinni sem heillaði heims- byggðina og hefur haldið vin- sældum sínum frá einni kynslóð til annarrar. Paul stal glæpnum frá John og sagði upp í Bítlunum með þeim afleiðing- um að hljóm- sveitin hætti. Við tók Plastic Ono Band þeirra Johns og Yoko sem átti góða spretti en ekkert í líkingu við Bítlana. Paul stofnaði tyggjókúlubandið Wings sem heillaði einhverja en aðeins til bráðabirgða. Ringo og George voru í einhverju sólóbrölti sem skipti litlu. Skaðinn af dauða Beatles var óbætanlegur og um alla heims- byggð voru aðdáendur slegnir. En tíminn læknar öll sár og smám saman hefur afstaða Svarthöfða til Yoko mildast. Þrátt fyrir að hafa slitið í sundur Bítlana hefur hún barist fyrir friði um heimsbyggðina og það er fátt sem Svarthöfði kann betur að meta en friður og ró í mannheimum. Og þótt Svarthöfði hafi ekki verið á lista hinna viljugu til að koma út í Viðey og tendra þar á friðarsúlunni er það fyrirgefið. Yoko vissi ekki betur og hafði slæma ráðgjafa þeg- ar hún raðaði á listann. Þegar slektið skalf í Viðey var Svarthöfði heima hjá sér á höf-uðborgarsvæðinu þaðan sem bein sjónlína er til Viðeyjar. Þegar stund friðarsúlunnar rann upp tók Svarthöfði sig upp úr hægindastóln- um og gekk út á svalir undir tónum lagsins Imagine eftir Lennon. Á sjónvarpsskjánum mátti sjá hríð- skjálfandi broddborgara kveikja á vasaljósum og lýsa hver á annan. Á svölunum leið Svarthöfða í upphafi eins og litlu stúlkunni með eld- spýturnar sem dauðvona horfði inn í heim hinna auðugu. Í fjarska glitti í Yoko, Ringo, Sean og Oliviu sem voru í forgrunni að tendra friðarsúluna góðu. Þegar fyrstu geislar kastaranna skáru hausthimininn og lýstu að lok- um upp skýjabakka færðist ólýsan- legur friður yfir Svarthöfða og það var ekki laust við að hann bliknaði. Svo funheitur stóð hann á svölunum og horfði á geislann teygja sig til himins. Í Viðey skalf fræga fólkið. Litla stúlk- an með eldspýturnar var komin inn í dýrðina á meðan hinum var kalt. Á því andartaki tók Svarthöfði Yoko í fulla sátt. fimmtudagur 11. október 200712 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: reynir traustason og Sigurjón m. Egilsson ábm. fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson auglýSingaStjóri: Valdimar Birgisson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. aðaLnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010, Áskriftarsími 512 7080, augLýsingar 512 70 40. svarthöfði REYNIR TRAUSTASON RITSTjóRI SkRIfAR. Hafi Vilhjálm skort yfirsýn yfir málið, þá er það vítavert. Krafa um rannsókn Leiðari Skýringar oddvita borgarstjórnarflokkanna á stofnun Reykjavik Energy Invest og kaupréttarsamningum sem áttu að færa möppudýrum tugi milljóna eru farsakennd-ar. Menn eru tvísaga varðandi vitneskju og ábyrgð í mál- inu öllu saman. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson skuld- ar almenningi skýringar á sinni hlið mála. Hvað vissi hann og hvað var það sem hann skildi ekki í málinu? Er það rétt hjá Svandísi Svavarsdóttur að borgarstjóri hafi sagt ósatt um vitneskju sína? Gullgraf- araæðið með eigur almenn- ings er til skammar og alls staðar er kallað eftir póli- tískri ábyrgð. Því verður ekki trúað að borgar- stjóri hafi haft svo lélega yfirsýn yfir málið allt að hann geti borið við vanþekkingu sem þess utan er ekki afsökun í stöðunni. Hafi Vilhjálm skort yfirsýn yfir mál- ið, þá er það vítavert og efni til þess að hann segi af sér. Sama gildir ef hann hefur sagt ósatt um vitneskju sína. Stjórnmála- maður sem gengur á svig við sannleikann á ekki að sitja áfram. Þórólfur Árnason, borgarstjóri Reykjavíkurlistans, hætti þegar umræðan um olíusamráðið var orðin honum óbærileg. Hann axlaði sína pólitísku ábyrgð og friður komst á. Í Orkuveitumál- inu eru miklu meiri beinir hagsmunir undir en aðild Þórólfs að samráðinu fól í sér. Milljarðaeign borgarbúa er á spilaborðinu og það er með hana farið eins og um séreign hinna kjörnu full- trúa sé að ræða. Engin eðlileg mörk eru á milli einkafyrirtækja og þeirra sem eru í almenningseigu. Aðeins tveir borgarfulltrú- ar, Björn Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur borgarstjóri, eru sáttir við atburðarásina. Allir aðrir telja að þarna hafi verið rangt að farið, bæði hugmyndafræðilega og hvað varðar aðferðina. Það er athyglisvert að unga fólkið í Sjálfstæðisflokknum sem gerði uppreisn gegn borgarstjóra sínum virðist ætla að láta þögnina hjúpa spillinguna. Það er nauðsynlegt að hreinsa andrúmsloftið og rannsaka allan aðdragandann að stofnun REI. Það er eðlileg krafa að rannsókn fari fram á því sem gerðist í aðdraganda þess að upp komst um skúrkana sem ætluðu að færa gæðingum að gjöf tugmilljónir króna úr almenningseign. DómstóLL götunnar Hvaða stjórnmálamanni Hefur þú mestar mætur á? „geir Haarde. Hann er stabíll og traustsins verður. Ég er samt ekki sjálfstæðiskona. Hann virðist vera að gera góða hluti.“ Brynhildur Jónsdóttir, 36 ára bókari „Vilhjálmur hefur staðið sig vel í borgarmálunum. mér finnst honum hafa verið stillt upp við vegg í orkuveitumálinu. Þessu er ekki lokið enn.“ Steingrímur Eyfjörð, 53 ára myndlistarmaður „Vilhjálmur borgarstjóri er búinn að standa vel við bakið á birni inga í orkuveitumálinu.“ Sverrir Garðarsson, 23 ára fótboltamaður „birni inga, hann hefur staðið sig vel að undanförnu. Hann er að koma sterkur inn.“ Logi Geirsson, 23 ára handboltamaður sanDkorn n Aron Pálmi Ágústsson var ásamt ævisöguritara sín- um Jóni Trausta Reynissyni á göngu á Laugavegin- um síðast- liðið föstu- dagskvöld þegar þeir komu að manni sem lá í blóði sínu eftir að ekið hafði verið á hann. Aðrir vegfarendur skeyttu ekki um manninn en Aron Pálmi stökk strax til og hlúði að honum og studdi hann upp á gangstétt þar sem hann kannaði meiðsl hans. Aron fékk Gunnar Jóns- son, leikara og dyravörð á Oli- ver, til að útvega bréfþurrkur og þerraði sár hins slasaða. Þótti hann þar sýna borgara- lega ábyrgð í verki á meðan fjöldi fólks lét fórnarlambið liggja afskiptalaust. n Björn Bjarnason dóms- málaráðherra fer mikinn á heimasíðu sinni um málefni Orkuveit- unnar og sýnt er að honum er ósárt um að Vilhjálmur borgarstjóri hafi lent í þeirri djúpu gjótu sem hann nú reynir að klöngrast upp úr. Björn hefur bersýni- lega mikla andúð á Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráð- herra sem tók af honum odd- vitasæti í seinustu kosningum. Þá er Björn ekki sáttur við að hann sé nefndur í samhengi við Orkuveituna en það gerði Björn Ingi í Kastljósi. „Ég biðst eindregið undan því, að nafn mitt sé nefnt í tengslum við þessar uppákomur hjá OR og REI,“ segir Björn sem um tíma sat í stjórn Orkuveitunnar eftir að hafa tapað í borgarstjórnar- kosningum. n Valdahlutföll innan borgar- stjórnarflokks hafa nokkuð raskast í pólitísku fárviðri und- anfarinna daga. Fálæti hefur verið á á milli þeirra Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgar- stjóra og Gísla Marteins Bald- urssonar eftir að þeir tókust á um oddvitasætið með þeirri eftirminnilegu niðurstöðu að Vihjálmur gjörsigraði. Hermt er að í þrengingum undanfar- inna daga hafi Gísli Marteinn lagt sig fram um að plástra sár borgarstjórans og þannig náð að byggja upp traust á milli þeirra. Hitt er svo óvíst hvort borgarstjórinn nái að sitja áfram þrátt fyrir hið nýja fóst- bræðra- lag. Yoko og fYrirgefningin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.