Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Blaðsíða 14
fimmtudagur 11. október 200714 Átök í Ráðhúsinu DV Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, nemi í stjórnmálafræði Meirihlutinn mun standa Hvað finnst þér um málið í heild sinni? „Það verður að segjast að málið er gruggugt.“ Er einhver sökudólgur öðrum fremur í þessu máli? „Það mun koma í ljós síðar.“ Hver finnst þér hafa staðið sig best í málinu? „Svandís Svavarsdóttir hefur staðið sig vel. Hún hefur vakið mikla athygli á þessu máli.“ Finnst þér að einhver eigi að víkja? „Nei, ég er alls ekki sammála því að einhver eigi að víkja.“ Stendur meirihlutinn þetta af sér? „Já, meirihlutinn mun gera það. ekkert mál.“ Helgi Guðmundsson, þjónustufulltrúi hjá Símanum Margt jákvætt Hvað finnst þér um málið? „Þetta er mjög mikill málflutningur í allar áttir og þetta er ekki einfaldasta mál í heimi að átta sig nákvæmlega á. Ég hef persónulega ekki gert upp við mig hvort ég tel að þetta sé skynsamlegur eða óskynsamlegur gjörningur. Ég hallast jafnvel að því að hann sé skynsamlegur. en það sem mér finnst vera alvarlegt í þessu er allur aðdragandi málsins. Vinnubrögðin eru ámælisverð, þegar verið er að flýta sér svona í málinu, þá veltir maður fyrir sér hvers vegna. Líklega vegna þess að það er eitthvað sem þolir ekki alveg fullopið dagsljós.“ Er einhver sökudólgur öðrum fremur í málinu? „málið í heild sinni. Hingað til hef ég ekkert haft út á bjarna Ármannsson og borgarfulltrú- ana að setja. Ég hef verið að mörgu leyti hlynntur þeim, en eitthvað hefur þrýst á þá.“ Hver hefur staðið sig best frá því umræðan fór af stað? „mér finnst Svandís hafa staðið sig vel í að beina athyglinni á rétta staði. Hún hefur ekki verið að festa sig í því að samruninn sé réttur eða rangur heldur hefur hún haldið sig í meginatriðum málsins sem var fundurinn þar sem þetta var allt ákveðið.“ Á einhver að huga að því að víkja? „mér finnst allt í lagi að leyfa þessu að ganga yfir. Það er ekki rétt að segja til um það á þessum tímapunkti.“ Stendur meirihlutinn þetta af sér? „Já, það held ég. Hann fékk það sterka kosningu síðast.“ Finnbogi Eyjólfsson, áheyrandi í sal Ekki tímabært að setja neinn í tukthúsið Hvað finnst þér um málið? „mér finnst þetta mál þarfnast mikillar og ítarlegrar umræðu og hún fór að hluta fram á þessum fundi. Því miður verður að segjast eins og er að ég er ekki ánægður með mína menn í borgarstjórninni.“ Er einhver sökudólgur öðrum fremur í málinu? „Það er ekki tímabært að setja neinn í tukthúsið, en þessi umræða hefur upplýst mann meira, en þó ekki nóg. Því miður finnst mér að borgarstjórinn, minn ágæti vinur, sé í afleitri stöðu.“ Hver hefur staðið sig best frá því umræðan fór af stað? „Það kom fram kona sem heitir Svandís Svavarsdóttir og hún er stórkostleg í málflutn- ingi. Hennar málflutningur hefur verið mjög sannfærandi í málinu.“ Á einhver að huga að því að víkja? „Það er ekki komið að því ennþá. Hins vegar, þegar öll kurl eru komin til grafar, þá er það vel hugsanlegt.“ Stendur meirihlutinn þetta af sér? „Ég hugsa það nú.“ Guðfinnur Sveinsson, dagskrárgerðarmaður og nemi Málið allt hið versta Hvað finnst þér um málið? „mér finnst það allt hið versta og meirihlutinn í borgarstjórn hefur staðið sig gríðarlega illa með því að taka ekki ábyrgð á gjörðum stjórnar rei. og heldur ekki í stjórn orkuveitunnar, hvort sem það er með fundarboðið umdeilda eða annað.“ Er einhver sökudólgur öðrum fremur í málinu? „Ég myndi segja meirihluti borgarstjórnar, ábyrgðarleysi hans og að sjálfsögðu stjórn rei, hvað varðar kaupréttarsamninga. einnig má nefna stjórnarformann orkuveitunn- ar með fundarboði sem lítur út fyrir að vera ólöglegt.“ Hver hefur staðið sig best frá því umræðan fór af stað? „fulltrúar Samfylkingar, vinstri grænna og frjálslyndra hafa sýnt góða andstöðu eins og þeir verða að gera.“ Á einhver að huga að því að víkja? „Já, mér finnst að Vilhjálmur ætti að taka það alvarlega til íhugunar hvort hann ætti að víkja. Ég veit ekki hvort það verður til góðs eða ills, en hann verður að minnsta kosti að huga að því.“ Stendur meirihlutinn þetta af sér? „Já, hann mun gera það, eins og hann gerði eftir Íraksstríðið og fleiri slæm mál.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.