Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Page 19
DV Átök í Ráðhúsinu fimmtudagur 11. október 2007 19 Guðrún Birna le Sage de Fontenay Ótrúlegar tilviljanir Hvað finnst þér um málið? „Ég sit í stjórn ungra jafnaðarmanna í reykjavík og við gáfum út yfirlýsingu vegna málsins í fyrradag sem ég vil vísa til. um þennan fund langar mig að segja að það var mjög undarlegt að heyra mótsvör bæði borgarstjóra og björns inga, hann er týpískur framsóknarmaður sem talar um hvað landið er gott og þar fram eftir götunum. Þeir töluðu um það sem við erum öll sammála um en eru ekki með svör við málunum sem allir vilja svör við.“ Er einhver sökudólgur öðrum fremur í málinu? „Vilhjálmur hefur staðið sig illa með eindæmum því í besta falli var hann á fundinum að viðurkenna vanhæfni sína til að standa vörð um reykvíkinga sem eru núverandi eigendur orkuveitunnar. Í versta falli var hann að ljúga og að tryggja það að ákveðnir hlutir yrðu ekki bókaðir, til dæmis að hann hefði séð þetta skjal með nöfnum á fólkinu sem átti að fá kaupréttarsamningana. Þetta lyktar illa einfaldlega illa.“ Hver hefur staðið sig best frá því umræðan fór af stað? „dagur b. eggertsson og Svandís hafa staðið sig eins og hetjur. eitt sem mig langar að minnast á er að Svandís minntist á á borgarstjórnarfundinum að hún hefði ekki fengið að vita kvöldinu áður um hvað fundurinn umtalaði í orkuveitunni ætti að snúast. meira að segja stjórnarmenn í orkuveitunni fengu ekki að vita um málið því það þótti svo viðkvæmt. en sú tilviljun að þessu var haldið leyndu til að einkavinir gætu fjárfest í fL group sem hækkaði mjög mikið fyrir þennan fund! getur það hafa verið tilviljun? ef svo er, þá eru þetta allavega ótrúlega margar tilviljanir.“ Á einhver að huga að því að víkja? „björn ingi og Vilhjálmur mega víkja fyrir mér.“ Stendur meirihlutinn þetta af sér? „Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn eftir málið og þetta mál er afar margþætt. mér heyrist jafnframt á birni inga að hann hafi skotið mikið á sjálfstæðismenn.“ Ásgeir Runólfsson, nemi Borgarstjóri á að víkja Hvað finnst þér um málið? „Í heild sinni er málið til skammar fyrir meirihlutann og það er ótrúlegt að fulltrúar meirihlutans svari ekki þeim spurningum sem skipta máli. Þeir koma ekki inn á mál sem koma þjóðinni við. Svara ekki spurningum um af hverju liggur svona á, eins og ítrekað var spurt um. af hverju á að selja hlut orkuveitunnar eftir þriggja tíma fund?“ Er einhver sökudólgur öðrum fremur í málinu? „Það eru klárlega stjórnarmenn orkuveitunnar og þá fulltrúar meirihlutans sem taka þátt í þessum skrípaleik. Það er ótrúlegt að svona vinnubrögð líðist í félagi sem er í almenningseigu.“ Hver hefur staðið sig best frá því umræðan fór af stað? „dagur b. eggertsson hefur staðið sig best að mínu mati.“ Á einhver að huga að því að víkja? „borgarstjóri á að víkja, gjörðir hans eru ekki í takt við nein nútímaleg vinnubrögð og þær sæma ekki samfélagi á 21. öldinni.“ Stendur meirihlutinn þetta af sér? „Það veltur allt á framsóknarmönnum. Þeir halda örugglega áfram að vera hækjan eins og þeir voru í átta ár í síðustu ríkisstjórn.“ Viktor Orri Valgarðsson, nemi í Kvennaskólanum Minnihlutinn hankar Vilhjálm Hvað finnst þér um málið? „Það lyktar af pólitískum flækjum en mér finnst meirihlutinn ekki vera að svara mjög vel fyrir sig. Hann útskýrir mál sitt ekki nægilega vel.“ Er einhver sökudólgur öðrum fremur í málinu? „Ég get ekki bent á neinn sérstakan í málinu.“ Hver hefur staðið sig best frá því umræðan fór af stað? „Svandís Svavarsdóttir og dagur b. eggertsson hafa komið mjög vel út úr þessu að undanförnu. Vilhjálmur hefur verið að reyna að koma sér undan, en minnihlutinn hankar hann ágætlega.“ Á einhver að huga að því að víkja? „Nei.“ Stendur meirihlutinn þetta af sér? „Já, ég hugsa það. Þetta verður ein af þessum öldum sem lægir seinna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.