Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 2
„Gömlu konurnar eru fegnar því að jólavörurnar komi snemma í versl- anir,“ segir Anna Bragadóttir, starfs- maður í Húsasmiðjunni. Jólavörurn- ar voru teknar upp í síðustu viku og búið er að skreyta jólatré fyrir utan verslun Húsasmiðjunnar í Grafar- vogi. „Fólk er strax farið að spyrja um jólavörur,“ segir Anna. Fyrir nokkr- um árum var svart jólaskraut í tísku en ekkert slíkt virðist uppi á ten- ingnum í ár. Svört jól eru ekki leng- ur í tísku. Í Blómavali í Skútuvogi er sérstakt Jólaland þar sem fá má jóla- stemninguna beint í æð. Lítil jólahús eru sívinsæl í Húsa- smiðjunni. Margir kaupa ný hús á hverju ári og eru búnir að koma sér upp litlu jólaþorpi. Vafi leikur á því að þorpið fái að standa í stofunni fram yfir þrettándann. Hvar endar þetta? Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, er ósáttur við hversu snemma verslanir byrja að selja jólavörur. „Þetta er allt of fljótt. Við teljum að það sé verið að æsa fólk upp í mun lengri tíma en ætti að gera.“ Honum finnst álíka mikið vit í því að auglýsa jólavörur í október og í febrúar. „Við teljum einfaldlega það langt til jóla að það eigi að gefa fólki frið fyrir jólaauglýsingum þar til nær dregur jólum.“ Hann bendir á að þessi þróun er ekki bundin við Ísland. „Þessi þróun sætir gagnrýni um allan heim. Okkur sýnist verslanir vera að færa sig upp á skaftið og byrja alltaf fyrr en árið áður. Ég spyr, hvar endar þetta? Það verða bara óslitin jól,“ segir Jóhannes hneykslaður. Útvarpsstöðvar til fyrirmyndar „Það eru alltaf einhverjir sem kvarta,“ segir Heiðar Ingi Jónsson, starfsmaður Húsasmiðjunnar, en bendir á að það sé yfirleitt á léttu nót- unum. „Fólk gagnrýnir helst að jóla- stuðið sé bæði komið og farið þegar jólin loks koma ef byrjað er snemma að taka upp jóladótið. Sumum finnst ekki við hæfi að selja jólavörur tveim- ur mánuðum fyrir jól.“ Anna bendir á að Húsasmiðjan sé ekkert einsdæmi og bendir á að jóla- vörur megi þegar fá í IKEA og Hag- kaupum. Hún segir að það séu helst eldri menn sem kvarta yfir þessu. „Líklega því þá vita þeir að eiginkon- an er að fara að kaupa,“ segir hún hlæjandi. „Við vitum jú öll af hverju jólin eru haldin,“ segir Jóhannes. „Marg- ir hafa ekkert allt of mikil fjárráð og ég held að þeir upplifi sig sem heldur lítilsmegnuga borgara þegar byrjað er að minna á jólin í október.“ Hann er ánægður með stefnu útvarps- stöðvanna sem hafa komið sér sam- an um að spila ekki jólalög fyrr en 1. desember. „Ég held að verslanir ættu að taka þær sér til fyrirmyndar,“ seg- ir hann. Þetta helst föstudagur 19. október 20072 Fréttir DV - þessar fréttir bar hæst í vikunni DV greindi frá því í viku- byrjun að maður sem keypti sér mótorhjól var rukkaður um rúma hálfa milljón króna á ársgrund- velli í iðgjöld fyrir tryggingarnar af hjólinu sem kostaði 300 þúsund krónur. Kristinn Eyjólfsson mót- orhjólakappi átti ekki orð til að lýsa furðu sinni á þessari upphæð. Hann fékk þau svör hjá Trygginga- miðstöðinni að það væri venja að rukka menn um þessa upphæð ef þeir hefðu ekki samið um iðgjald áður en þeir keyptu hjólið. Hann fékk tryggingarnar að lokum lækkaðar í 100 þúsund krónur. hálf milljón í iðgjöld mánudagur 15. október 20074 Fréttir DV Tölvuglæpir enn í rannsókn Rannsókn efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra í máli tíu einstaklinga sem sakaðir eru um ólöglegt niðurhal er enn í ákærumeðferð og óljóst er hvort ákært verður í málinu. Árið 2004 lagði lögregla hald á tölvubúnað tíu einstaklinga vegna gruns um umfangsmik- il ólögleg skráaskipti í gegnum deiliforritið Dc++. Síðan þá hafa tölvurnar verið í vörslu lögreglu og eru að mestu orðnar verðlaus- ar á meðan rannsókn málsins hefur staðið yfir. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Sóttvarnir teknar út Efla þarf samskipti lögreglu- yfirvalda og héraðssóttvarna- lækna vegna mögulegs heims- faraldurs á inflúensu. Fulltrúar frá Sóttvarnastofnun Evrópu- bandalagsins komust að þessu í síðustu viku. Fulltrúarnir voru hér á landi til þess að gera úttekt á viðbúnaði Íslendinga vegna hugsanlegs heimsfaraldurs. Bráðbirgðaskýrsla var kynnt Guðlaugi Þór Þórðarsyni heil- brigðisráðherra á fimmtudag. Fulltrúarnir sögðu samstarf sótt- varnalæknis og ríkislögreglu- stjóra til fyrirmyndar. Svindla á veit- ingahúsum Óprúttnir aðilar frá Bretlandi virðast hafa reynt að nota veitinga- hús á Akureyri til þess að svíkja út peninga, samkvæmt því sem fram kemur á vef lögreglunnar. Nokkur dæmi hafa komið upp þar sem Bretarnir hafa reynt að panta borð á veitingahúsum fram í tímann og boðið fyrirframgreiðslu með kred- itkorti, á móti þarf veitingahús- ið að leggja hluta upphæðarinn- ar inn á tiltekinn bankareikning. Telur lögregla að með þessu hafi svindlarar verið að láta veitinga- húsin baka sér refsiábyrgð með því að sýsla með stolin kreditkort og koma peningum undan. Ono, Starr og Harrison farin Yoko Ono, listakona og ekkja bítilsins Johns Lennon, sneri heim á leið á fimmtu- dag. Hún fór í einkaþotu sem beið hennar á meðan Yoko kveikti á friðar- súlu í Viðey. Yoko hafði meðferðis fimm stórar og þungar ferða- töskur. Bítillinn Ringo Starr hélt af landi brott á miðvikudaginn, glað- beittur. Í samfloti með honum voru mæðginin Olivia Harrison, ekkja George Harrison, og Dhani, sonur þeirra. Dhani sást í Viðey í fylgd Sólveigar Káradóttur fyrir- sætu, dóttur Kára Stefánssonar. Milljóna ferðasjóður frá borginni Ferðir fagráða Reykjavíkurborgar hafa kostað borgarsjóð ríflega 15 millj- ónir króna á kjörtímabilinu. Fimm ráð hafa nýtt rétt sinn og farið til útlanda í kynnisferð í boði borgarsjóðs. Fulltrúar í öllum fagráðum Reykja- víkurborgar geta reiknað með því að fara minnst einu sinni á kjörtímabili til útlanda á kostnað borgarinnar. Nefnd- arfólk kynnir sér starfsemi á sínu sviði erlendis. Ögmundur Jónasson, þing- maður vinstri-grænna, hefur sagt í samtali við DV að slíkar utanferðir séu gagnlegar en þær megi ekki ráðast af kvótahugsun, líkt og verið sé að út- deila konfektmolum. „Ferðirnar eru til gagns og gamans,“ sagði Björn Ingi Hrafnsson, formað- ur Íþrótta- og tómstundaráðs, sem er á förum til Barcelona með samstarfs- fólki sínu hjá ÍTR. Á Spáni heimsækja fulltrúarnir 12 spænskar vatnapara- dísir og ráðstefnu um íþróttamann- virki en ferðin kostar borgina rúmar 2 milljónir króna. Dýrasta ferðin var ferð fram- kvæmdaráðs til Kanada. Þangað fóru 17 fulltrúar og ferðin kostaði nærri 5 milljónir króna. Fjórtán fulltrúar skipulagsráðs fóru til Barcelona og Berlínar sem kostaði borgarsjóð 3,5 milljónir. Umhverfisráð fór til Seattle og borgin borgaði rúmar 2,5 milljónir fyrir 11 fulltrúa. Að endingu fer menn- ingar- og ferðamálaráð til Boston og áætlað er að 12 fulltrúar fari með og að ferðin kosti ríflega 2 milljónir. „Hverrar krónu virði,“ sagði Mar- grét Sverrisdóttir, nýskipaður forseti borgarstjórnar, og er þeirrar skoðun- ar að fjölga eigi frekar ferðunum en fækka þeim. DV 3. og 4. október F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Miðvikudagur 3. október 2007 dagblaðið vísir 157. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235 >> Grétar Sigfinnur Sigurðsson, varnar- maður úr Víkingi, segir að nú standi val sitt milli þess að ganga til liðs við Valsara eða KR-inga. Grétar Sigfinnur er uppalinn í KR en sló fyrst í gegn í efstu deild með Víkingum. Síðast þegar Víkingar féllu gekk hann til liðs við Valsara. valur eða vesturbærinn? stjórnarmenn og lykilstarfsmenn fara til sólarlanda í boði borgarinnar: >> Á þriðja þúsund manns hafa hlaðið Kaldri slóð ólöglega niður á netinu. „Maður er nú alveg óvarinn gegn þessu,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson,, leikstjóri myndarinnar. „En það þýðir lítið að fara í fýlu yfir þessu og ég lít á þessar vinsældir sem hrós.“ stela grimmt fréttir >> Tvær konur á Akranesi kærðu árásir schaeffer- hunds. Eigandinn hótaði dýrafangara bæjarins. skaut hundinn sinn eftir kærur >>Fimmta hver bensíndæla er ekki löggilt og því ekki öruggt að fólk fái jafnmikið eldsneyti og það borgar fyrir. „Það er óþolandi að þessir hlutir skuli ekki geta verið í lagi,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. dælur í ólagi fréttir >> Ísl andsmeistarar Vals lönduðu sínu fyrsta stigi á Íslandsmóti karla í handbolta þegar þeir gerðu jafntefli við HK í Kópavoginum í gærkvöldi. Þar með bundu þeir enda á þriggja leikja taphrinu í upphafi Íslands- mótsins. Manchester United og Arsenal sigruðu í Meistaradeildinni. til spánar að skoða vatna- paradís Björn ingi Hrafnsson og fleiri stjórnarmenn og lykilstarfsmenn í íþrótta- og tómstundaráði reykjavíkur f ara til spánar í boði borgarinnar. Förinni er heitið í vatnaskemmtigarða og á ráðstefnu vegna fyrirhugaðrar vatnapara dísar. sjá bls. 2. DV Sport miðvikudagur 3. október 2007 15 SportMiðvikudagur 3. október 2007 sport@dv.is Grétar í Val eða KR Eitt stig komið í hús hjá Val Wayne rooney tryggði manchester united öll þrjú stigin gegn roma í gær í meistara- deild evrópu. arsenal , barcelona og glasgoW rangers voru einnig í ham. bls 16. Jónas Grani Garðarsson SEX VALSMENN Í LIÐI UMFERÐA 13 TIL 18 roonEy Skaut rÓmvErja í kaf ÖLL TIL ÚTLANDA Á KOSTNAÐ F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Fimmtudagur 4. október 2007 dagblaðið vísir 158. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235 eKKI pLÁSS fyrIr fLeIrI í gæSLuvArÐhALDI fANgeLSISmÁLAyfIrvÖLD eru í mIKLum vANDA efTIr AÐ fjórTÁN LIThÁAr vOru hAND- TeKNIr fyrIr SKIpuLAgÐAN þjófNAÐ Og SjÖ ÚrSKurÐAÐIr í gæSLuvArÐhALD. gruNAÐIr brOTAmeNN gISTA NÚ ALLA fANgAKLefA Sem eru æTLAÐIr fyrIr gæSLuvArÐhALD. verÐI fLeIrI LIThÁANNA ÚrSKurÐAÐIr í gæSLuvArÐhALD verÐur erfITT AÐ fINNA þeIm KLefA. utanlandsferðir eiga ekki að ráðast af kvótahugsun, segir Ögmundur jónasson. ferðirnar eiga að ráðast af þörf og vont ef fulltrúarnir eiga rétt á þeim, segir pétur blöndal. hverrar krónu virði, segir margrét Sverrisdóttir. Sjá bls. 6–7. fulltrúar í fagráðum reykjavíkur fá allir eina ferð á kjörtímabili: >> Ljósmyndarar eiga sér jafnan sínar eftirlætismyndir. Fjórir atvinnu- og áhugaljósmyndarar drógu sínar eftirlætismyndir fram og sögðu DV söguna á bak við þær. Ljósmyndararnir eru þeir Gunnar V. Andrésson, Árni Torfason, Gísli Kristinsson og Soffía Gísladóttir. fólk reykjavíkur eftirlætisljósmyndirnar >> „Ég hef ekki fundið fyrir svona mikilli sköpunargleði í mörg ár,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson sem vinnur nú að fyrstu sólóplötu sinni. Hann flytur líka titillag myndarinnar Stóra planið. erpur meÐ SóLópLÖTu fólk björgunarsveitin sligast undan gjöf >> Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri er í húsnæð-isvanda. Félagið fékk stórt hús að gjöf en gjöfin reyndist of dýr. Ráðast þurfti í miklar framkvæmdirog þegar upp var staðið hafði björgunarsveitin safnað skuldum. Þá þurfti að selja húsið. fréttir >> Ólafur Þórðarson er hættur þjálfun Fram. Þetta varð ljóst eftir fund hans með stjórn félagsins í gær. Stjórnarmenn sögðu þetta vera vegna anna Ólafs annars staðar. Hann furðar sig á þessu og segir ekkert hafa breyst frá því hann samdi við félagið um að taka að sér þjálfun. Marseilles vann góðan sigur á Liverpool á Anfield í meistaradeild Evrópu. Chelsea vann Valencia og Real Madrid gerði 2–2 jafntefli við Lazio á Ítalíu. ÓLAFUR HÆTTUR DV Sport fimmtudagur 4. október 2007 15 SportFimmtudagur 4. október 2007 sport@dv.is Drogba tryggði Chelsea sigur Fram lagði Stjörnuna að velli Ólafi Þórðarsyni SanngjarnSigur Marseille gerði sér lítið fyrir og vann liverpool 1–0 á anfield í Meistaradeildinni. bls 16. Kristni Eyjólfssyni Sigmar Scheving RUKKAÐUR UM HÁLFA MILLJÓN Í TRYGGINGAR „Ég átti ekki orð þegar ég sá þessa upphæð,“ segir Kristinn Eyjólfsson, viðskiptavinur Tryggingamiðstöðv- arinnar. Kristinn keypti sér mótorhjól af gerðinni Yamaha SJ 1200 á 300 þús- und krónur fyrir tveimur mánuðum og var í kjölfarið rukkaður um tæp- lega 50 þúsund króna iðgjöld af nýja hjólinu fyrsta mánuðinn. Hjólið sem Kristinn keypti er árgerð 1989 og svip- ar til hjólanna sem lögreglan notar. „Þessi upphæð var tekin út af reikningum hjá mér því ég er með beingreiðslusamning. Ég hafði ver- ið að borga um sex þúsund krónur á mánuði af bílnum mínum en svo voru allt í einu 55 þúsund krónur horfnar að reikningnum mínum. Hefði ég lát- ið þetta óátalið hefðu tryggingarnar af hjólinu kostað um 550 þúsund krónur á ári,“ segir Kristinn. Fékk upphæðina lækkaða „Ég hringdi niður eftir og þeir staðfestu að upphæðin væri þessi. Ég fékk þær skýringar að allir þeir sem keyptu sér mótorhjól fengju sjálf- krafa þessa tryggingu. Þeir sögðu mér að þar sem ég hefði ekki haft samband yrði þessi upphæð látin standa.“ Eftir að hafa haft samband við Tryggingamiðstöðina nokkrum sinnum fékk hann að breyta trygg- ingunni þannig að upphæðin á ári lækkaði úr rúmum fimm hundruð þúsund krónum í rúmar hundrað þúsund krónur. „Ég fékk um 40 þús- und krónur endurgreiddar og eftir standa því rúmar hundrað þúsund krónur sem ég borga á ári. Mér finnst það ennþá mjög há upphæð.“ Einkennileg vinnubrögð Kristinn segir að honum þyki það einkennileg vinnubrögð að ekki sé hægt að bjóða fólki ákveðnar trygg- ingar í staðinn fyrir að leggja hæstu trygginguna sjálfkrafa á einstaklinga. „Þetta var allt gert án þess að maður væri látinn vita. Ef ég hefði ekki verið svona nískur hefði ég látið þetta eiga sig. Fyrir þá sem eiga nóg af pening- um skiptir þetta kannski ekki máli. Fyrir mig eru þetta hins vegar mikl- ir peningar,“ segir Kristinn. Hann missti íbúðina sína í bruna í fyrra og hefur verið í húsnæðishraki síðan. Kristinn segir að hann hafi feng- ið ágætis þjónustu og gott viðmót hjá Tryggingamiðstöðinni. Honum blöskrar hins vegar sú upphæð sem eigendur mótorhjóla þurfa að borga í iðgjöld. „Þetta er eins og skjaldbaka við hliðina á þessum kraftmestu hjól- um. Mér finnst það svekkjandi að við séum látnir borga fyrir nokkra svarta sauði í umferðinni.“ Mótorhjólin hættulegri „Ef þú ert ekki með neinar aðr- ar tryggingar hjá okkur eða ert und- ir 25 ára aldri geta þessar tryggingar farið upp í hálfa milljón á ári,“ seg- ir Sigmar Scheving, forstöðumað- ur einstaklingsviðskipta hjá Trygg- ingamiðstöðinni. Sigmar segir að það komi fyrir að tryggingar fari upp í þessa upphæð. Algengara sé þó að menn hafi aðrar tryggingar á bak við sig sem þar af leiðandi lækka kostn- aðinn. „Við bjóðum upp á svokallaða árstryggingu en þá þarftu að vera 25 ára eða eldri og hafa öll þín viðskipti við okkur. Þá er heildarupphæðin undir hundrað þúsund krónum.“ Aðspurður hvers vegna mótor- hjólatryggingar séu jafndýrar og raun ber vitni segir Sigmar að ástæðan sé sú að þegar verða slysatjón á mótor- hjólum eru þau yfirleitt mjög alvar- leg og þar af leiðandi mjög dýr. „Ef einstaklingur dettur á hjóli og slasast getur það verið tjón sem hleypur á milljónum eða tugmilljónum. Í sam- bandi við bílana er áhættan af þeim dreifðari og þeir eru fleiri en mótor- hjólin. Eitt tjón á mótorhjóli getur því haft meiri áhrif en eitt tjón á bíl. Það er aðallega slysatrygging ökumanns sem hleypir verðinu upp.“ Einar Þór SigurðSSon blaðamaður skrifar einar@dv.is „ég fékk um 40 þúsund krónur endurgreidd- ar og eftir standa því rúmar hundrað þúsund krónur sem ég borga á ári. Mér finnst það enn- þá mjög há upphæð.“ Kristinn Eyjólfsson eftir mótorhjólakaupin fékk kristinn rukkun upp á rúma hálfa milljón í tryggingar á einu ári. DV mynd Stefán Lögregla sem rannsak- ar morðið á Borgþóri Gústafssyni fann blóðug föt hjá nágranna hans, Þórarni Kr. Gíslasyni, sem nú er í gæsluvarðhaldi. Blóð fannst líka á hurðarhún- um og ljósrofum í íbúð Þórar- ins. Borgþór var barinn til bana á heimili sínu, að líkindum með duftslökkvitæki. Þórarinn segist saklaus af verknaðinum, hann segist hafa setið að sumbli með Borgþóri en brugðið sér frá og þegar hann kom 40 mínútum síðar hafi Borgþór legið í blóði sínu. blóðug föt nágr nna gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem er gru naður um morðið á hringbraut: F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjudagur 16. október 2007 da gblaðið vísir 166. tbl. – 97. árg. – v erð kr. 235 >> Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í eins og hálfs árs þjálfaratíð Eyjólfs Sverrissonar hefur verið slakur. DV sport leitaði til nokkurra þraut- reyndra þjálfara og fékk þá til að meta stöðu landsliðsins og Eyjólfs Sverrissonar sem landsliðsþjálfara. íslenskir nýliðar á airwaves >> „Við ætlum að reyna að vera með dúnd urstuð,“ segir Birgir Ísleifur Gunnarsson, söngvari M otion Boys, einnar þeirra íslensku hljómsveita se m troða nú upp á Airwaves í fyrsta skipti. DV ræddi við fjölda tónlistarmanna sem reyna fyrir sér í fyrsta skipti á tónlistarhátíðinni. fréttir eyjólfur kominn á endastöð? >> Prestar innan þjóðkirkjunnar sem eru andvígir því að kirkjan blessi samkynhneigð pör óttast sundrungu innan kirkjunnar ef hverjum og einum presti verður í sjálfsvald sett hvort hann gefi samkynhneigð pör saman eða ekki. dularfullt minnisblað bjarni Ármannsson, Haukur leósson og Hjörleifur kvaran segja allir að vilHjÁlmur þ. vilHjÁlmsson borgarstjóri Hafi vitað af samningi um að reykjavik energy invest fengi einkarétt Á þjónustu orkuveitu reykjavíkur næstu 20 Árin eftir fund Á Heimili borgarstjóra. vilHjÁlmur segist ekki muna eftir minnisblaði sem þeir segjast Hafa sýnt Honum. sundrung vofir yfir kirkjunni >> byssurnar eru fjölskyldudjásn blóð og blóðug föt fundust í íbúð þórarins kr. gíslaso nar sem grunaður er um að hafa myrt borgþór gústafsso n á heimili hans á Hringbraut. borgþór var líklega barinn með slökkvitæki. upptökur úr öryggis- myndavél virðast sýna þórarin og borgþór deila skömmu fyrir árásina á borgþór. sjá bls. 2 blóðug föt nÁgrannans ICELAND AIRWAVESNæstu daga verður magnþrungin stemning í miðbæ Reykjavíkur. Iceland Airwaves 2007 er að hefjast. Brátt fyllast götur bæjarins af erlendum tónlistarmönnum, fjölmiðlafólki og öðrum úr bransanum sem setur svo sannarlega svip sinn á bæinn. Þessi árlegi viðburður hefur, svo eftir er tekið, rifið upp annars ágætan októbermánuð á dagatalinu og hleypt krafti í íslenskt tónlistarlíf. Í ár taka um hundrað og sextíu íslenskar hljómsveitir þátt og af þeim eru um fimm-tíu sem hafa aldrei áður komið fram á hátíðinni. DV tók nokkur íslensk bönd tali, bönd sem aldrei hafa áður komið fram á hátíðinni en miklar vonir eru bundnar við. Á baksíðu er talað við Egil Tómasson, listrænan stjórnanda og bókara hátíðarinnar sem segir gróskuna í íslenskum bílskúrum ótrúlega. Umsjón: Berglind Häsler 2007 Ein af þeim hljómsveitum sem marg- ir veðja á að eigi eftir að vekja mikla athygli á Iceland Airwaves er hljómsveitin Motion Boys sem kemur fram á Nasa á föstudaginn klukk- an 23:00. Hljómsveitin er skipuð nokkrum af öflugustu tónlistarmönnum yngri kynslóð- arinnar þeim Birgi Ísleifi Gunnarssyni, Gísla Galdri, Birni Stefánssyni, Árna Plúseinum, Viðari Hákoni Gíslasyni og Þorbirni Sigurðs- syni. Hlómsveitin hefur verið mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarið en smellur- inn Hold Me Closer To Your Heart setti allt á annan endann nú í sumar. Motion Boys er þó ekki nema árs gamalt band og spilar nú á Iceland Airwaves í fyrsta skiptið. „Þetta leggst mjög vel í okkur. Við ætlum að reyna að vera með dúndurstuð, teygja okkur út til fólks- ins og snerta hjarta þess,“ segir Birgir Ísleifur Gunnarsson, söngvari hljómsveitarinnar. „Ég vona bara að allir mæti með dansskóna sína með sér.“ Aðspurður hvort hljómsveitin ætli að vera með sérstaka hátíðartónleika segist Birg- ir Ísleifur ekkert efast um það þótt enn sé ekki komið á hreint hvað það nákvæmlega verði. „Við þurfum nú að vera svolítið elegant. Ég hef ákveðið að fara á hnén en til þess að óhreinka ekki dressið ætla ég að vera með púða á hnján- um. Ég verð með sérstakan mann á sviðinu til þess að hjálpa mér á hnén. Hann heitir Ragn- ar Davíð.“ Draumurinn er að bresta í grátBirgir Ísleifur segist ekki vera búinn að gera það upp við sig hvað hann langi til þess að sjá af öðrum böndum en telur þó upp nokkur bönd sem eru honum að góðu kunn. „Ég ætla að kíkja á Gus Gus sem spilar á eftir okkur. Svo langar mig að sjá FM Belfast, Sprengjuhöllina, Hairdoctor, Mínus og Dr. Spock. Mér finnst líka spennandi að sjá hvernig strákunum í !!! tekst til án söngvarans sem hætti nú á dög- unum.“ Motion Boys hefur sent frá sér nokkur stök lög, nú síðast lagið Steal Your Love, sem er ekki síður efni í ódauðlegan slagara en lagið Hold Me Closer To Your Heart. Hvenær kem- ur svo plata? „Við erum að vinna í því. Við eig- um orðið fullt af lögum, fullt af slögurum, svo það vantar ekki mikið upp á. En þó svo að plat- an verði ofsalega hress og uppfull af stuði sjá- um við það fyrir okkur að í lögunum séu línur sem hrífa fólk með gæsahúð og jafnvel örlitl- um tárum. Ég er oft mjög klökkur í mörgum af þessum lögum. Fullkomnustu tónleikar sem ég mundi spila á eru ef ég myndi gráta sjálf- ur.“ Motion Boys kemur fram á sérstökum „off venue“-tónleikum í Skífunni á laugardaginn klukkan 19:30 og í Norræna húsinu á laugar- daginn klukkan 16:00. „Við verðum með svona akústískt prógram í Norræna húsinu. Það verður mjög fróðlegt að vita hvernig það fer fram.“ Áhugasömum er bent á að draga fram dansskóna og hita upp heima: http://www. myspace.com/motionboys ÆtLA Að tEygjA sI út tILfóLksINs og sNErtA hjörtu Framhald á næstu síðu fréttir 2 Þeir prestar kirkjunnar sem telja það ganga gegn Biblíunni að kirkjan leggi blessun sína yfir sam- band samkynhneigðra para segjast óttast sundr- ungu innan Þjóðkirkjunnar ef prestar fái að ákveða sjálfir hvort þeir gefi pör saman eða ekki. At- hygli vekur að þeir sem lagst hafa gegn þessari blessun virðast hafa ákveðið að fara í þagnarbindindi fyrir Kirkjuþing um helgina á meðan þeir sem vilja að kirkjan bjóði samkynhneigðum upp á kirkjulega blessun tala fyrir breytingunni. sundrung vofir yfir „Með fullri virðingu fyrir tillögu biskups, óttast ég að kirkjan muni sitja á brautarpallinum á meðan samfélagið þýtur framhjá, verði hún samþykkt,“ segir Hildur Eir Bolla- dóttir, prestur í Laugarneskirkju. Karl Sigurbjörnsson biskup mun leggja til á kirkjuþingi um næstu helgi að þjóðkirkjan haldi sig við hefðbundna skilgreiningu á hjónabandinu sem sáttmála karls og konu, í stað þess að leyfa prestum að vígja samkyn- hneigð pör í hjónaband. „Við megum ekki gleyma því að kirkjan er fólkið en ekki bara prestar og biskupar og því er sorglegt ef mál eins og þetta myndar gjá á milli sam- félagsins og kirkjunnar,“ segir Hildur. Fulltrúar íhaldssamari viðhorfa í prestastétt hafa síður viljað tjá sig um málið, en hafa bent á að tillaga bisk- ups gangi eins langt og hægt sé án þess að sundrung verði innan þjóð- kirkjunnar. Má ekki dragast lengur „Nú er kominn tími til þess að kirkjan kveði upp úr með þetta. Það er það sem hún á að gera og nú bíð- um ég og þú og allir aðrir eftir þessari ákvörðun. Það er ekki hægt að draga þetta lengur,“ segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. Hann er formaður svokallaðrar miðnefndar um málið. Hjálmar segir að viðhorfum allra presta á Íslandi ásamt forkólfa í safn- aðarstarfi hafi verið safnað saman. Þessi viðhorf liggi nú fyrir kenninga- nefnd og kirkjuþingi. Spurður að því hvort hætta sé á flokkadráttum innan kirkjunnar vegna samvista samkynhneigðra, tel- ur Hjálmar svo ekki vera. „Kirkjuþing mun aldrei kúga neinn til þess að gera eitthvað sem er andstætt sann- færingu viðkomandi. Þingið myndi aldrei ganga þannig fram í viðkvæm- um álitamálum,“ segir hann. Kalla á íhaldið „Við erum bara mannréttinda- samtök og berjumst fyrir jöfnum réttindum samkynhneigðra eins og annarra. Það er einfalda línan í þessu,“ segir Frosti Jónsson, formað- ur Samtakanna 78. Samtökin 78 standa fyrir mál- þingi næsta föstudag um kirkjuna og viðhorfin til hjónabands sam- kynhneigðra. „Séra Bjarni Karlsson í Laugarneskirkju og fjörutíumenn- ingarnir standa að þessu málþingi með okkur,“ segir Frosti. Fjörutíumenningarnir svoköll- uðu eru hópur presta sem lögðu til á síðustu prestastefnu að prestum yrði heimilað að gefa saman sam- kynhneigð pör. Sú tillaga var felld. „Á málþinginu viljum við ná af stað samræðu milli þeirra hópa sem ekki eru sammála um þessi mál. Þess vegna köllum við til þeirra sem sitja kirkjuþingið að setjast með okkur og ræða málin,“ segir Hildur Eir. Svartstakkar þöglir sem gröfin Eftir að hafa rætt meðal annarra við þá Guðmund Karl Brynjarsson, Björn Svein Björnsson og fleiri innan þjóðkirkjunnar, má ráða að prestar sem eru andvígir því að kirkjan leggi blessun sína yfir samband samkyn- hneigðra hyggist sem minnst tjá sig opinberlega um samvistir samkyn- hneigðra fram að kirkjuþingi. Ástæðan virðist fyrst og fremst vera sú að prestum þykir óvarlegt að koma með yfirlýsingar um málefn- ið áður en umræða um það hefst á kirkjuþingi. Málið sé yfirgripsmik- ið, afar viðkvæmt og snerti inntak og eðli kirkjunnar. Þau viðhorf komu einnig fram að ekki væri líklegt að friður muni ríkja innan kirkjunnar ef lagabreyting á sér stað og prestum verður í sjálfs- vald sett hvort þeir gefa saman sam- kynhneigða eður ei. „Þeir vilja einfaldlega ekki trufla kirkjuþingið í ákvarðanatökunni,“ segir séra Hjálmar Jónsson. Karl Sigurbjörnsson slær ein- mitt þann varnagla í tillögu sinni að verði lögum breytt styðji kirkjuþing að þeim prestum sem svo kjósa verði heimilað að gefa saman konu og konu eða karl og karl. Lagt er til að samviskufrelsi presta verði virt, eins og það er orðað. Íhaldssamari hreyf- ing presta hefur löngum verið nefnd svartstakkar. Hlynntir í skoðanakönnun Meirihluti presta virðist vera hlynntur því að gefa saman samkyn- hneigð pör í kirkjunni, jafnvel þótt þeir hafni tillögum þess efnis. Prest- ar samþykktu sjálfir á prestastefnu í vor að Biskupsstofa fengi fagaðila til þess að kanna viðhorf presta til hjónabands samkynhneigðra. Á daginn kom að 65 prósent allra starfandi presta innan þjóðkirkjunn- ar eru hlynnt því að prestar fái að gefa saman samkynhneigð pör. Átta- tíu prósent kvenpresta voru hlynnt því að kirkjan gæfi saman fólk af sama kyni og 59 prósent karlpresta. Þeir sem þjónað hafa sem prestar í fimmtán ár eða skemur eru jákvæðari í garð hjónabands samkynhneigðra en þeir sem lengur hafa starfað. Könnunin náði til allra presta innan þjóðkirkjunnar, en ekki til starfandi presta í fríkirkjunum í Reykjavík og Hafnarfirði, en þeir hafa barist mjög fyrir breytingum. „Jafnvel þótt sumum þyki ís- lenska þjóðkirkjan vera aftarlega á merinni þegar kemur að málefnum samkynhneigðra, erum við engu að síður meðal þeirra frjálslyndustu í veröldinni. Kirkjan er hins vegar í eðli sínu íhaldssöm stofnun og það á sérstaklega við um stórar og fjöl- mennar kirkjur,“ segir Hjálmar dóm- kirkjuprestur. ÞRIÐJudaguR 16. OKTÓBER 20078 Fréttir DV Hildar Eir Bolldóttur Hjálmar Jónsson Sundrung vofir yfir Sigtryggur Ari JóHAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is „Það er ekki hægt að draga þetta lengur.“ Biskup Íslands leggur fram til- lögu til þingsályktunar þar sem lagt er til að Kirkjuþing lýsi stuðningi við meginatriði ályktunar kenn- inganefndar um þjóðkirkjuna og staðfesta samvist. Enn fremur að þjóðkirkjan standi við hefðbundinn skilning á hjónabandinu sem sátt- mála karls og konu. Þá er enn fremur lagt til að ef lögum um staðfesta samvist verður breytt í þá veru að prestar fái heim- ild til að staðfesta samvist styðji Kirkjuþing það að prestum sem það kjósa verði það heimilt. Kirkjuþing leggi áherslu á að þess verði gætt að um heimildar- ákvæði verði að ræða og að sam- viskufrelsi presta í þessum efnum verði virt. Mál þetta var til umfjöll- unar á Leikmannastefnu og Presta- stefnu fyrr á þessu ári. Leikmanna- stefna samþykkti ályktun sem fylgir skýrslu þessari. Prestastefna sam- þykkti einnig meginatriði fram- angreindrar ályktunar kenninga- nefndar. Hinsegin dagar Frosti Jónsson, formaður Samtak-anna 78, segir samtökin fyrst og fremst vera mannrétt-indasamtök sem berjist fyrir því að samkynhneigðir hafi sama rétt og aðrir í samfélaginu.. Sáttmáli karlS og konu Biskup Íslands Karl Sigurbjörns- son vill að hjónabandið verði aðeins milli karls og konu. Sundrung í þjóðkirkju Prestar þjóðkirkjunnar skiptast í tvo flokka eftir afstöðu sinni til samkynhneigðra. Frjálslyndari hópurinn kallar sig fjörutíumenning-ana, íhaldssamari hópurinn hefur verið nefndur svartstakkar. 3 Sjálfstæðismenn í borg- arstjórn rannsaka hvað fór úrskeiðis þegar þeir hrökkluðust úr meiri- hlutasamstarfi í borginni. Forystumenn Varðar, full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, kölluðu borgarfulltrúa flokksins á sinn fund og spurðu þá út í gang mála, meðal ann- ars um hver þeirra þáttur væri í þeirri atburðarás sem leiddi að lokum til stjórnarskipta í borg- inni innan við einu og hálfu ári eft- ir að sjálfstæðismenn komust aftur til valda eftir tólf ár úti í kuldan- um. Stjórn Varðar hefur fundað nokkrum sinnum um málið, bæði með og án borgarfulltrúanna. rannsóknarrétturinn F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Miðvikudagur 17. október 2007 d agblaðið vísir 167. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235 >>Einn efnilegasti leikmaður Lands- bankadeildarinnar, Kristján Hauksson úr Fram, ákvað að ganga til liðs við Vals- menn í gær. Framarar eru allt annað en sáttir við sinn mann en ljóst er að vel verður tekið á móti Kristjáni í Val. Valsstúlkur féllu úr leik í Evrópukeppninni og sitja eftir með sárt ennið. Kristján Valdi Val fram yfir fram borgarfulltrúar sjálfstæðisfloKKs Kallaðir fyr ir rannsóKnarrétt: >> „Ég frétti bara af því að þá vantaði sjónvörp. Það er skemmtilegra að hafa þau en ekki,“ segir Árni Johnsen alþingismaðu r sem mætti öllum að óvörum í Hegningar- húsið við Skólavörðustíg og gaf tíu sjónvörp í klefa fanganna. árni johnsen gaf föngum sjónvörp fólk >> Mikið ber í milli hjá flokkunum sem mynda nýjan meirihluta í borginni um hvað eigi að gera í Vatnsmýri og hvort flugvöllurinn eigi að fara eða vera þar áfram. algjör óvissa um flugvöllinn >>Védís Hervör Árnadóttir sendir frá sér aðra sólóplötu sína í dag. Platan sem kemur í fyrstu aðeins út á netinu heitir A Beautiful Life – Recovery Project. Védís segir það þó ekki til marks um að hún hafi verið í rugli heldur sé þetta þroskasaga. heilmikil þroskasaga fréttir >> „Þessi kirkja er dýrgripur. Hún er stór þáttur í því að Reykjavík varð að höfðuborg í upphafi,“ segir séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur um kirkjuna sína. DV skoðar Dómkirkjuna, sögu hennar og innviði í fjögurra síðna sérblaði. uppgjör í valhöll stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna spy r borgarfulltrúa spjörunum úr um hlut þeirra í því að flokkurinn hrökklað ist frá völdum. sjá bls. 2. D Ó M KI RK JA N UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON FORSÍÐUMYND: STEFÁN KARLSSON AÐRAR MYNDIR: KARL PETERSSON Dómkirkjan í Reykjavík 13-14-19-20 dómkirkjan.indd 1 16.10.2007 21:50:15 DV Sport MIÐVIKUDAGU R 17. OKTÓBER 2007 15 SportMiðvikudagur 17. október 2007 sport@dv.is Jafntefli hjá ung mennalandsliðin u VALSKONUR FÉLLU ÚR LE IK Í EVRÓPU KEPPNINNI E FTIR AÐ HAF A TAPAÐ 3–1 FYRIR EVER TON OG FRA NK- FURT GERÐI AÐEINS JAF NTEFLI VIÐ W EZEMAAL. „ HÁLFVITAR,“ SAGÐI ÞJÁL FARI VALS. B LS. 16 Kristján Ha uksson, sem spil- aði vel með Fram í Lan dsbanka- deildinni í s umar, er á fö rum til Ís- landsmeista ra Vals. Kri stján varð samningslau s eftir leiktím abilið og neitaði samn ingstilboði fr á Fram til þess að gang a til liðs við V al. Kristj- án kom inn í Framliðið þ egar Egg- ert Stefánss on meiddist í 5. um- ferð og spila ði alla leiki l iðsins eftir það. Að mar gra mati var hann besti leikmaður li ðsins á leikt ímabilinu. Kristján er 2 1 árs og hefu r spilað 50 leiki fyrir Fra m og þar af 3 3 í Lands- bankadeildin ni. „Ég var orðin n þreyttur á f allbar- áttu til að by rja með og m ig langaði að breyta til . Það er mar gt spenn- andi fram u ndan hjá Va l eins og Evrópukepp ni. Einnig h ef ég mik- ið álit á þjá lfaranum (W illum Þór Þórssyni) og það hafði mikið að segja. Auðvi tað hefur m aður verið með marga þ jálfara og ha ft þá mis- góða. En það sem skipti m estu var að fá nýja ás korun og það er heiður að ganga til l iðs við Ísland smeistar- ana. Mér leið ve l hjá Fram enda er þetta mitt up peldisfélag o g mikið af góðu fólki þa rna. Það var að mestu fínn hópur h já Fram. Ég á eftir að sakna margs þarna en þa ð var kom- inn tími á br eytingar. Ég óska Fram alls hins bes ta. Þetta var er fið ákvörðun og ég hef verið þar alla yngri flo kkana en ég er mjög sáttur við h ana. Þetta hefur ekkert með pening a að gera. Mig langar að ná árang ri í knatt- spyrnu og F ramarar get a vel gert betur á næs tu árum, en ákvörðun- in er mín og ég stend og fell með henni,“ segir Kristján Hau ksson. vidar@dv.is Kristján Hau ksson Kristján Hauksso n í Val DRAUMURINN ÚTI Kristján Hau ksson Mun ga nga til liðs við Val á næstu dö gum. Hvað gerist í Lie chtenstein? 15 Sportfors tékkað .indd 1 16.10.2007 21:53: 32 4 Byrjað var að skreyta jólatré í verslun Húsasmiðjunnar í Grafar- holti í gær. Eldri konur fagna því að jólaskrautið komi snemma í verslanir en gamlir karlar kvarta. Formaður Neytendasamtak- anna segir það sæta vaxandi gagnrýni hversu snemma árs versl- anir byrja að æsa almenning upp. hitt málið Jólin komin í grafarholti Karlmaður um þrítugt var dæmdur fyrir að gefa fjór- tán ára stúlku fíkniefni en sýknaður af ákæru um að hafa brotið gegn barna- verndarlögum með því að hvetja hana til lauslætis. Hann viðurkenndi að hafa sofið hjá henni en sagðist hafa talið að hún væri alla vega sextán eða sautján ára. Stúlkan sagði manninn hafa þrýst á sig og að hún hefði haldið að eitthvað slæmt myndi gerast ef hún svæfi ekki hjá honum. Hún var á leið á meðferðarheim- ili þegar leiðir hennar og mannsins lágu saman. skilorðsbundinn dómur F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð fimmtudagur 18. októBEr 2007 dagBlaðið vísir 154. tBl. – 97. árg. – vErð kr. 235 karlmaður dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi: Þórólfur Jón Egilsson var dæmdur fyrir að gefa stúlku sem var á leið á meðferðarheimili fíkniefni. Hann var sýknaður af ákæru um að hafa hvatt hana til lauslætis þar sem lögin eru óskýr. Sjá bls. 2. >> Skömmu eftir að það rifjaðist upp fyrir Lísu Hlín Óskarsdóttur að hana langaði til að sjá um útvarpsþátt var hún orðin eini kvenkyns plötusnúður- inn á Reykjavík FM. Hún vinnur í bókabúð á daginn en rokkar í útvarpi á föstudagskvöldum. lélEgri En liEcHtEnStEiníSlEnSka landSliðið í knattSpyrnu tapaði fyrir liEcHtEnStEin 3–0 SEm Eru Ein vErStu úrSlit í Sögu íSlEnSkS fótbolta. í liEcHtEnStEin búa 34 ÞúSund mannS SEm Er Svipað og brEiðHoltið og árbær til SamanS. landSliðSÞJálfarinn Er Engu að Síður borubrattur og vEit Hvað Hann Þarf að laga fyrir næSta lEik. Þá mætum við dönum á parkEn. stundin rokkar á kvöldin dópaði fJórtán ára og Svaf HJá HEnni fréttir >> Indverskur dómari hafnaði kröfu Gunnars Stefáns Möllers Wathne um að vera leystur úr gæsluvarðhaldi. Hann verður því að dúsa í fangelsi enn um sinn eða þar til úrskurðað hefur verið um hvort hann verði framseldur bandarískum yfirvöldum eða ekki. Aðbúnaður í indverskum fangelsum þykir mjög slæmur. áfram í fangelsi DV bílar >> Sérblaðið DV-bílar hefur göngu sína í dag. Næstu fimmtudaga verður fjallað um bíla og bílaeigendur á alla mögulega vegu. Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB- blaðsins, segir frá reynslu sinni af akstri splunkunýs Dodge Nitro. Umhverfisvænir bílar verða teknir í reynsluakstur og þeim gerð skil í máli og myndum. Í þessu fyrsta blaði varð nýi metanbíllinn Volkswagen Touran fyrir valinu. skilorð 5 „Okkur sýnist verslanir vera að færa sig upp á skaftið og byrja alltaf fyrr en árið áður.“ Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Jólatréð sumum finnst of snemmt að skreyta jólatré í október. Jólasveinninn sveinki kemur víst ekki á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.