Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 43
Meistarinn
Finnbogi Kristinsson Matgæðingurinn
DV Helgarblað föstudagur 19. október 2007 43
„Þetta er súpa sem klikkar ekki.
Og hún er einföld og góð,“ segir Finn-
bogi Kristinsson, matgæðingur vik-
unnar, sem gefur lesendum uppskrift
að engifertómatsúpu og kjúklinga-
rétti. Finnbogi fékk uppskriftina að
súpunni í bók sem heitir Flavouring
with Ginger fyrir fjórum árum. „Og
ég hef notað hana mjög mikið síðan.
Ég nota þessa súpu við öll tækifæri og
oft þegar það koma gestir. Hún er svo-
lítið öðruvísi en fólk er almennt mjög
ánægt með hana.“
Finnbogi þvertekur ekki fyrir að
hann sé mikill súpumaður. „Já, já, ég
elda líka góða gúllassúpu og oft fiski-
súpu. Súpur eru bara hluti af matseld-
inni. Og engifertómatsúpan stendur
sem heil máltíð. Ef það er gott brauð
með henni þarftu ekkert annað.“
Kjúklingauppskriftina fann Finn-
bogi á netinu. „Ég greip hana af net-
inu fyrir einhverju síðan og þetta féll
bara í góðan jarðveg. Þetta er léttur
réttur til að redda sér á. Maður er allt-
af að redda sér í tímahraki.“
Finnbogi segist eiginlega alveg sjá
um matseldina á heimilinu. „Minn
vinnutími er þannig að ég er yfirleitt
kominn heim á undan og hef betri
tíma til að stúdera hvað skal borða.
Konan er ægilega ánægð með þessa
tilhögun,“ segir Finnbogi kíminn.
Engifer- og tómatsúpa með hvítlauk
og cayennepipar
2 dósir kurlaðir tómatar
2 msk. olía
1 laukur fínt skorinn
2 hvítlauksgeirar kramdir
2 ½ sm ferskur engifer, fínsaxaður
600 ml kjúklingakraftur
½ tsk. púðursykur
Cayennepipar á hnífsoddi
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
ferskt rósmarín steytt
Aðferð
Hellið innihaldi tómatdósanna í
pott. Bætið í hvítlauk, engifer, sykur,
ceyennepipar, salti, pipar, rósmar-
ín og kjúklingakrafti. Látið sjóða við
vægan hita í um það bil 20 mínútur.
Gott er að rífa ost og setja út í súpuna
rétt áður en hún er borin fram.
Uppskrift fyrir fjóra
4 kjúklingabringur
1 ½ msk. sítrónusafi
¼ tsk. tímían
½ tsk. rauð chillipiparkorn
1 hvítlauksrif, brytjað niður
¼ bolli ólífuolía
¼ tsk. salt
¼ tsk. nýmalaður svartur pipar
Aðferð
Setjið tímíanið, sítrónusafann,
rauðu chillipiparkornin, hvítlauk-
inn, ólífuolíuna, saltið og piparinn
í skál og blandið vel saman. Þek-
ið kjúklingabringurnar með blönd-
unni. Steikið eða grillið kjúklinga-
bringurnar í um það bil 10 mínútur
á hvorri hlið, eða þar til þær eru til-
búnar.
Berið fram t.d. með góðu salati og
basmati-hýðisgrjónum.
Köld hvítlaukssósa
1 dós 5% sýrður rjómi
1 msk. ólífuolía
½ tsk. salt
2 geirar hvítlaukur
6 basillauf
Aðferð
Olía og salt sett í skál og hrært
saman. Sýrða rjómanum bætt við,
basil og hvítlaukur sett í gegnum
hvítlaukspressu eða skorið smátt og
blandað saman við, hrært vel sam-
an.
sem reddar sér
„Ég skora á mág minn, Gunn-
ar Örn Harðarson, að vera næsti
matgæðingur. Hann er einstak-
ur í sinni röð og allur fyrir smá-
atriðin í matargerðinni.“
Riesling í Alsace
riesling er fyrst getið í alsace 1477 þegar hertoginn af Lorraine fór um þrúguna fögrum orðum og í dag er yfir fimmtungur vínræktar-
innar úr riesling. Vínin eru nokkuð ólík
nágrönnum þeirra í Þýskalandi, aðal-
lega vegna þess að jarðvegur-
inn er kalkríkari og leir-
kenndari.
framleiðsluaðferðirnar
eru „franskari“ og vínin yf-
irleitt áfengari. eikartunn-
ur eru ekki notaðar. Vínin
geta geymst mjög vel,
jafnvel í áratugi.
Héraðið hefur ýmist verið undir þýsk-um eða frönskum
yfirráðum. Þýskra áhrifa
gætir víða. Þetta er eina
héraðið í frakklandi sem
framleiðir vín sem kennd eru
við tiltekna vínþrúgu og ræktað-
ar þrúgur eru yfirleitt þær sömu
og í Þýskalandi. flokkunarkerfið
er óvenju auðskilið í alsace, ólíkt
því sem gerist í frakklandi al-
mennt og ekki síður Þýskalandi.
algengustu þrúgurnar í alsace
eru riesling (22%), gewurztra-
miner (18%) og Pinot gris
(14%). Vín er ræktað á 15 þúsund
hekturum í 119 þorpum í al-
sace. Ársframleiðaslan er 150
milljónir flaskna og heildar-
tekjur eru 45 milljarðar ís-
lenskra króna.
alsace er í norð-austur-horni frakk-
lands, vestan rínar
og undir Vosges-
fjallgarðinum.
Vestanvindar eru
ríkjandi og fjöllin
skýla alsace fyrir
regni og svölu
sjávarlofti. alsace
er með þurrari
stöðum frakk-
lands og á
haustin er þar oft
jafnheitt og í
búrgúndí. Þetta er
þunn landræma vestan
rínar, 170 kílómetra löng
sem stundum er nefnd
„route du Vin“. Héraðið
virkar þýskt enda var það
hluti Þýskalands til 1945.
flöskurnar, húsin og
maturinn minna á Þýska-
land og þarna er töluvert
drukkið af bjór.
Pálmi jónAsson
vínsérfræðingur DV
Léon Beyer Riesling 2005
beyer-fjölskyldan hefur ræktað vín í eguisheim í alsace
síðan 1580. emile beyer stofnaði Maison de Vin
d´alsace árið 1867. Léon beyer tók við af föður sínum
og alnafna árið 1959 og rekur nú fyrirtækið ásam Marc
syni sínum. Þetta vín er með sterkri blómaangan,
blandaðri með apríkósum, fáfnisgrasi (estragon), aspas
og sítrus. sítrus og greip í munni með keim af ananas
og apríkósum. ferskt og gott vín. best
þessara þriggja riesling-vína frá alsace.
1.590 krónur.
Hugel Riesling 2005
Vitað er að Hugel-fjölskyldan hefur búið í alsace
og starfað við vínrækt frá 15. öld. Það var þó ekki
fyrr en 1639 er Hans ulrich Hugel settist að í
riquewihr að hún fór að framleiða vín í nafni
fjölskyldunnar. Hugel-vín hefur verið framleitt allar
götur síðan. Hugel riesling er með góðri liljuang-
an, sítrónu, ananas og perum. sterkt
greipbragð með grænum eplum og
sítrónu. Létt og ferskt en jafnframt
skraufþurrt. 1.490 krónur.
Lucien Albrecht Riesling
Réserve 2005
Lucien albrecht er fornt fjölskyldufyrirtæki frá
orschwihr, syðst í alsace. af þessu riesling-víni
er sterk eplalykt með límónuberki. græn epli,
greip og sítrónubörkur í munni. ferskt og vel
súrt, þótt þetta sé engin mysa.
Passaði ágætlega með skinku
og beikonsúrkáli (sauerkraut).
Minnir helst á sítrónusorbet.
fullmikið af því góða, sérstaklega fyrir þetta
verð. 1.690 krónur.
Einkunn í vínglösum:
IIIII Stórkostlegt
IIII Mjög gott
III Gott
II Sæmilegt
I Slakt
Súpumaður