Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 42
föstudagur 19. október 200742 Helgarblað DV Kjúklingur í kornflögum fátt gleður svangan maga meira en góður matur sem tekur enga stund að búa til. Hér er uppskrift að einum slíkum rétti sem dugar fyrir fjóra. 4 kjúklingabringur án húðar 1/2 bolli „corn flakes“ morgunflögur 2 msk. raspaður parmesanostur 1/4 tsk. ítalskt krydd 2 msk. brætt smjör eða smjörlíki Hitið ofninn í 200 gráður. Hrærið saman í skál kornflögunum, parmesanosti og ítölsku kryddi. dýfið kjúklingabringun- um í brætt smjör eða smjörlíki og veltið upp úr blöndunni. raðið í eldfast mót. steikið við tæplega 200 gráðu hita í um hálftíma eða þar til kjötið er gegnum- steikt. borið fram með soðnum hrísgrjónum og fersku salati. U m s j ó n : K r i s t a H a l l . N e t f a n g k r i s t a @ d v . i s &Matur vín Fersk vínber í tvær vikur einn helsti galli við kaup á vínberjum er hversu stutt þau haldast fersk. Þau geymast vel í ísskáp í tvo til þrjá daga, en ef þú vilt eiga vínberjaklasann þinn í hálfan mánuð er sagt að ráðið sé þetta: settu vínberin í skál, kreistu ferskan appelsínusafa yfir þau og settu loftþétt lok á. eftir tvær vikur eiga berin enn að vera sem ný. Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumaður ársins 2007 Meistarinn Brunalykt úr örbylgjuofninum Hver þekkir ekki brunalykt úr örbylgju- ofninum? Poppkornið á það til að gleymast... Mörg ráð hafa verið gefin um hvernig best sé að losna við lyktina, en hér er eitt sem við höfum ekki séð fyrr: setjið tvær matskeiðar af nýmöluðu kaffi í leirkrús og bætið við vatni þar til bollinn er hálfur. setjið í örbylgjuofninn í tvær mínútur, þannig að það sjóði upp úr bollanum. opnið ofninn varlega, takið bollann varlega út og þurrkið innan úr ofninum með rökum klút eða eldhúspappír. ef mikill vökvi er í botni ofnsins, látið þá eldhúspappírinn sjúga hann í sig. Parmesan- kjúklingur fyrir fjóra 4 kjúklingabringur, úrbeinaðar og skinn- lausar 2 egg 1 bolli af brauðteningum 2 msk. ólífuolía 1 dós af pastasósu 1/2 bolli af niðurskornum parmesanosti 1 bolli af rifnum mozzarella-osti. forhitið ofninn í 200°C. dýfið kjúklingnum í eggin og brauðtening- ana. Hitið ólífuolíuna. eldið kjúklinginn í olíunni á pönnu þar til hann er orðinn vel brúnn á báðum hliðum. Hellið pastasósunni í eldfast mót. setjið kjúklinginn í mótið og stráið ostinum yfir. bakið í fimmtán mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og brúnaður. Hörpuskel með blómkálsþrennu uppskrift fyrir 6 l 18 stk. hörpuskel l salt Aðferð: Hörpuskelin er steikt á mjög heitri pönnu í um það bil 1 mínútu eða þar til hún er vel brúnuð. Henni er þá snúið við en einungis rétt látin snerta á þeirri hlið. Passa að ofelda hana ekki því þá verður hún eins og gúmmí. blómkál l 1 stk. blómkálshöfuð l 100 ml rjómi l 20 g smjör l 50-100 ml mjólk l salt l truffluolía l sítróna Aðferð: Vatnið sett í pott og látið sjóða. Blómkálið hreinsað og valdir flottar 3 greinar og skornar næfur- þunnt. Afskurðurinn er svo settur út í sjóðandi vatnið og látið sjóða þar þar til það er meyrt (um það bil 4 mín- útur). Sett í blender/matreiðsluvél og maukað. Rjóminn soðinn niður til helminga. Blandað við maukið og smakkað til með truffluolíu , sítrónu og salti. Helmingurinn af maukinu er svo þynntur út með mjólkinni og smjöri og gerð froða eða sósa. Blóm- kálsþynnurnar eru svo eldaðar í 30 ml af vatni, 20 g smjör, salt og sykur. Soðið niður þar til það er meyrt. stökkt kex l 2 stk. brik-deig (fæst í Hagkaupum og Nóatúni) l 10 ml olía l ferskar kryddjurtir að eigin vali. Aðferð: Brik-deigið lagt á smjör- pappír og penslað með olíu og stráð salti yfir. Bakað í 4 mínútur á 180°C undir fargi (eitthvað sett ofan á). Stráið söxuðum kryddjurtum yfir og hvílið í nokkrar mínútur. Hörpuskel með blómkálsþrennu Þráinn byrjaði að vaska upp 14 ára á Hótel Áningu á Sauðárkróki en fór svo að læra tvítugur á Café Óperu og kláraði samning- inn á Hótel Sögu. Í desember árið 2005 útskrifaðist hann frá Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Eftir útskrift vann Þráinn í 7 mánuði í Grillinu og lagðist svo í víking til Suður-Frakklands og vann á Domaine de Clairefontaine hjá Philippe Girardon. Í lok síðasta árs fluttist hann svo aftur heim til Íslands og starfar nú sem aðstoðaryfirmatreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.