Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 11
DV Helgarblað föstudagur 19. október 2007 11
Syrgir bróður Sinn
Brynjar K. Guðmundsson, bróðir
Guðjóns, hefur komið á fót minn-
ingarsíðu fyrir bróður sinn á slóð-
inni http://www.myspace.com/
binni78. Hann vonast til þess að
rannsókn leiði endanlega í ljós
hvað raunverulega varð til þess
að Guðjón fannst látinn í klefa
sínum í Kaupmannahöfn. Brynj-
ar segir bróður sinn hafa verið
glaðari úti en oft áður þar sem
hann hafði dóttur sína hjá sér og
var búinn að koma sér þar fyrir.
Hann bendir á að líkur voru á því
að refsivist Guðjóns yrði stytt frá
upphaflegum dómi og því hafi
andlátið verið reiðarslag fyrir
fjölskylduna. „Þetta kom mér
mjög á óvart. Hann var búinn að
eiga erfiða ævi en um það leyti
sem hann dó var útlitið bjart hjá
honum. Mamma og pabbi voru
á leiðinni í heimsókn til hans,
þannig að þetta leit allt saman
ágætlega út,“ segir Brynjar.
Viðamikil rannSókn
Samkvæmt dönskum lög-
um ríkir mikill trún-
aður yfir vistun fanga
og fyrir vikið fengust
takmarkaðar upp-
lýsingar frá dönskum
fangelsismálayfirvöld-
um um atburðinn. Finn O.
Frisdahl, deildarstjóri danska
ríkisfangelsisins, segir atburðinn
afar sorglegan og rannsókn miði
að því að finna út hvort gæslu-
hlutverk fangelsisins hafi brugð-
ist með einhverjum hætti.
Hann segir allt benda til
að um sjálfsvíg hafi ver-
ið að ræða. „Viðamikil
rannsókn stendur yfir,
bæði á því hvað átti sér
stað og hvort eitthvað
hafi brugðist í fangels-
inu. Fanginn var nýbyrjaður
að hefja afplánun. Að svo stöddu
lítur út fyrir að viðkomandi hafi
svipt sig lífi og það er mjög sorg-
legt,“ segir Frisdahl.
arvistina í danska fangelsinu. Allan
tímann náði Guðjón aðeins að skrifa
þeim tvö bréf, það síðara nákvæm-
lega mánuði áður en hann lést. „Þeg-
ar ég hugsa til baka og fer yfir bréfið
sem hann sendi okkur mánuði áður
en hann fyrirfór sér, þá sé ég miklu
glöggar hvað hann var orðinn von-
laus á þeim tímapunkti. Ég þarf ekki
annað en skoða betur rithöndina
til að sjá það, hún var orðin eins og
rithönd gamalmennis,“ segir Guð-
mundur.
Slæm vist
Guðmundur segir vistina í danska
fangelsinu til þess eins fallna að yfir-
buga menn og þannig hafi farið fyr-
ir syni hans. Hann segir Guðjón hafa
kvartað sáran undan meðferðinni.
„Hann fékk ekki að heyra í þeim sem
honum þótti vænt um, fékk ekki nóg
að borða og var í einangrun nánast
allan tímann. Málið er að það þarf
ekki barsmíðar til því andleg kúgun
er ekkert skárri,“ segir Guðmundur.
„Á þessu langa einangrunartíma-
bili fékk Guðjón að hringja tvisvar
í okkur foreldrana og í hvort skipti
mjög stutt. Skeiðklukkan var ein-
faldlega sett í gang um leið og hann
hringdi. Á öllu tímabilinu fékk hann
ekki að hringja oftar og hann kvart-
aði yfir því við okkur. Allt tímabilið
fengum við tvö bréf frá honum þar
sem berlega kom í ljós angist hans
og depurð. “
Svangur að sofa
Skömmu fyrir andlátið var Guð-
jón dæmdur í tveggja ára fangelsi
og var þá færður á almennan gang í
fangelsinu. Hann fannst látinn í klefa
sínum og öll ummerki gáfu til kynna
að hann hefði svipt sig lífi. Viðamikil
rannsókn stendur yfir hjá dönskum
fangelsismálayfirvöldum til að skera
úr um ástæður andlátsins og kanna
til hlítar hvort kerfið hafi brugðist.
„Hann sagði vistina algjörlega
ömurlega í fangelsinu og að hann
fengi ekki einu sinni nægjanlega
mikið að borða. Hvert einasta kvöld
fór hann svangur að sofa.
Við náðum stöku sinnum að koma
til hans aurum í gegnum sendiráðs-
prestinn í Kaupmannahöfn. Við
erum þakklát prestinum fyrir hans
stuðning,“ segir Guðmundur.
Tekinn af lyfjum
Guðmundur segir engan vafa
leika á að kerfið hafi brugðist syni
hans og bugað hann andlega. Hann
segir Guðjón hafa þjáðst af þung-
lyndi og að hann hafi verið tekinn af
lyfjum í fangelsinu. „Ég er eiginlega
hissa á því hversu lengi honum tókst
að þrauka. Ég hélt að dönsk fangelsi
væru betri en þetta. Fjandakornið,
ég sé ekki að norrænu fangelsin séu
eitthvað skárri en til dæmis fangelsin
í Brasilíu,“ segir Guðmundur.
Ásta tekur í sama streng og skil-
ur ekki hvers vegna sonur hennar
fékk ekki þau lyf sem hann þarfnað-
ist. „Það má furðu sæta að Guðjón
var sviptur öllum lyfjum í langtíma-
gæsluvarðhaldinu og einangrun.
Það er skelfilegt að hugsa til þess að
menn haldnir þunglyndi séu sviptir
lyfjum sínum og fái ekki einu sinni
að tala við foreldra sína,“ segir Ásta.
Mannréttindi brotin
Aðspurður segist Guðmundur
mest hafa verið í sambandi við ís-
lenska sendiráðið til að fá upplýs-
ingar. Hann er virkilega reiður yfir
samskiptum sínum við dönsk fang-
elsismálayfirvöld. „Ég reyndi ítrekað
að vera í sambandi við aðila sem
hafði með málefni sonar míns að
gera. Ég veit ekki hvort viðkomandi
var lengstum í sumarfríi en aldrei
tókst mér að ná tali af honum. Starfs-
mennirnir voru mjög ókurteisir og til
dæmis var skellt á mig þegar ég leit-
aði svara,“ segir Guðmundur.
Ásta segir öll samskiptin við fang-
elsið hafa verið slæm og sú var líka
upplifun skyldmenna þeirra. „Ókurt-
eisin var með ólíkindum, að koma
svona fram við foreldra fanga sem
vistaður er í fangelsinu. Við hljótum
að eiga þau sjálfsögðu mannréttindi
að geta verið í sambandi við son okk-
ar,“ segir Ásta.
Sárt að tapa baráttunni
Aðspurð segir Ásta erfitt að rifja
upp sögu sonar síns í ljósi þess að
ekki reyndist unnt að hjálpa honum.
Hún segir hann ávallt hafa komið
vel fram við alla. „Guðjón var mjög
glaðlyndur, góðhjartaður og hjálp-
legur. Þannig minnumst við hans.
Við börðumst alla leið og trúðum því
ávallt að hann gæti einhvern veginn
rifið sig upp úr þessu. Hann glímdi
við þunglyndi og var sviptur lyfjum
sínum í einangrun. Það er algjör
hryllingur að gera þetta svona,“ seg-
ir Ásta.
Guðmundur tekur í sama streng.
Hann segir son sinn hafa fengið gott
uppeldi og haft alla burði til þess að
ná langt. „Guðjón var verulega skarp-
ur og góður drengur. Við getum þó
huggað okkur við það að við gerðum
allt í þessari veröld til þess að reyna
að hjálpa honum. Það er hryllilegt að
hafa tapað þessari baráttu á endan-
um,“ segir Guðmundur.
Hræðileg upplifun
Ásta segir afar erfitt að takast á
við sonarmissinn. Hún segir Guð-
jón hafa verið á réttri leið og að hann
hafi meðal annars verið laus við eit-
urefnin í rúm fjögur ár. „Það var al-
veg hræðilegt að upplifa það að fá
tíðindin af sonarmissinum. Guðjón
var virkilega vel gefinn strákur og
menntaður og hann var búinn að
halda sig frá eiturefnum í tæp fjögur
ár. Meðal annars útskrifaðist hann
úr tölvunarfræði með 9,5 í einkunn.
Hann var að koma undir sig fótun-
um á nýjan leik og var að finna gleð-
ina aftur,“ segir Ásta.
Aðspurður veit Guðmundur ekki
hvort hægt sé að grípa til einhverra
aðgerða varðandi langa einangr-
unarvist sonar hans. „Ég veit ekki
hvað við getum gert varðandi þessa
slæmu meðferð úti. Að minnsta kosti
erum við verulega reið og afar ósátt
við bæði íslensk og dönsk fangelsis-
málayfirvöld. Það er mjög mikilvægt
að opna umræðuna um fangavist og
betrun fanga. Guðjón okkar þurfti á
hjálp að halda sem hann ekki fékk.“
bugaðir
einStaklingar
Þórir Jökull Þorsteinsson,
sendiráðsprestur í Danmörku,
heimsótti Guðjón reglulega í
sumar og reyndi að veita honum
stuðning. Hann segir ríka þörf
fyrir slíkan stuðning því föngum
líði iðulega illa. „Þetta er virki-
legur sorgaratburður sem þarna
átti sér stað og ég er að reyna að
veita þeim sem eiga um sárt að
binda stuðning. Ég hafði verið
honum innan handar í fangels-
inu í sumar því yfirleitt er þar að
finna bugaða einstaklinga. Það
líður engum vel í fangelsi,“ segir
Þórir Jökull.
Syrgjandi foreldrar guðmundur og
Ásta fréttu af láti sonar síns þegar
lögregluþjónn og prestur bönkuðu á dyr
á heimili þeirra og færðu þeim tíðindin.
Myndarlegur
Guðjón heitinn
uppáklæddur á
góðri stund.
Söknuður guðjón var
lífsglatt barn og
bræðurnir samrýmdir.