Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 35
DV Sport föstudagur 19. október 2007 35 únar Kristinsson er flestum lands- mönnum kunnur. Hann er leikjahæsti landsliðsmaður ís- lenska knattspyrnu- landsliðsins og ferill hans í meist- araflokki spann- aði nær tvo ára- tugi. Hann hóf ferilinn með Leikni í Breiðholti en fór í KR þegar hann var þrettán ára. Rúnar fór út í atvinnu- mennsku til Svíþjóðar þegar hann var 26 ára og dvaldi erlendis við að spila knattspyrnu þar til hann sneri aftur til KR árið 2007. Eftir nýliðna leiktíð lagði Rúnar skóna á hilluna eftir glæstan feril. DV hitti Rúnar og ræddi við hann um atvinnumanna- ferilinn, fjölskylduna, íslenska lands- liðið og KR. Viðbrigði að flytja heim Rúnar er giftur Ernu Maríu Jóns- dóttur Saman eiga þau þrjú börn frá þriggja ára og upp í tólf ára. Hann á tvær dætur, Tönju Rut sem er þriggja ára, Telmu Rut sem verður sjö ára í október og soninn Rúnar Alex sem er tólf ára. „Það eru mikil viðbrigði að vera kominn heim eftir að hafa búð er- lendis í tólf ár. Mesta áhyggjuefnið okkar við það að koma heim var að koma börnunum inn í félagslífið og skólann hérna heima. Það hefur hins vegar gengið von- um framar og sem betur fer búum við nálægt KR-vellinum og það hefur hjálpað mjög mikið til að geta kom- ið þeim inn í þá félagsaðstöðu sem er hér. Við spáðum mikið í veðrið. Hvern- ig það ætti eftir að vera að koma heim í rokið. En við komum heim í júní og veðrið var mjög gott eftir að við kom- um heim og það tók af versta kvíð- ann. Ef hér hefði verið sífelld rigin- ing og rok hefði maður kannski efast meira um það sem maður var að gera með því að vera að koma hérna heim,“ segir Rúnar kíminn. „Ég hef tekið eftir miklum breyt- ingum hér heima og uppgangurinn í öllu er augljós. Fólk virðist hafa það mun betur en áður en ég fór út. En ef ég lít mér nær er hugarfarið mjög svipað og áður. Fólkið í mínum vina- hópi er ánægt með það sem það hef- ur. En það er alltaf svo á Íslandi að það er mikill hraði í öllu hérna og maður fann fyrir því að það er erfitt að koma inn í hraðan hérna heima enda var maður vanur mun rólegra lífi sem atvinnumaður. Úti var bönk- um oft lokað á hádegi svo dæmi sé tekið og maður hitti börnin í hádeg- inu en það er ólíkt því sem er á Ís- landi en spurningin er hvort stress- ið verði meira þegar maður kemur heim. Ég á marga vini sem hafa búið erlendis og þeir tala mikið um það að þeir ætli ekki að detta í hraðann og stressið hér heima. Það hefur að vissu leyti gerst hjá okkur hjónunum í sumar og maður þarf alltaf að setj- ast niður inn á milli til þess að hugsa málin. Það er alltaf mikið í boði á Ís- landi hvort sem það er skemmtana- líf eða eitthvað annað. En maður má ekki gleyma því að fjölskyldan er stór hluti af lífi manns og maður verður að vera meðvitaður um að taka ekki þátt í þessum hraða.“ Fór seint út Rúnar fór út til Örgryte þegar hann var 25 ára en hann gat farið fyrr út í atvinnumennsku. „Ég var alveg búinn að fá möguleika á því að fara út áður en ég loksins fór. En á þeim tíma var enginn sem ýtti manni út í þetta og engir umboðsmenn sem voru manni innan handar. Ef maður af mínu kaliberi væri að koma fram í dag myndi ég hiklaust segja honum að fara út í atvinnumennsku fyrr. En ástæðan fyrir því að ég fór ekki út fyrr var kannski sú að ég var ekki ánægð- ur með tilboðið sem ég fékk eða þá að ég taldi að fótboltinn sem er spil- aður í Mið-Evrópu myndi henta mér betur. Einu sinni hætti ég við að fara til Brann í Noregi því ég hugsaði með sjálfum mér að betra væri að taka eitt ár í viðbót með KR og spila nokkra landsleiki til þess að fá reynslu. En eftir á að hyggja sé ég að það hefði líklega verið skynsamlegra að fara fyrr út. Þegar ég fór síðan til Sví- þjóðar lærði ég alveg heilmikið strax fyrsta árið. Síðan þegar ég fór til Nor- egs tveimur árum síðar lærði ég enn- þá meira og þróunin á leik mínum var mjög hröð á þessum árum. En ég var kannski búinn að standa í stað á Íslandi í einhver ár. Ég byrjaði mjög vel hjá Örgryte og skoraði eitt og lagði upp eitt strax í fyrsta leiknum mínum í sænsku deildinni. Það var á móti liði sem átti að vera í toppbaráttunni og svo lagði ég upp mark fyrir félaga minn Marcus Allbäck og skoraði svo síðar í leiknum. Ég klobbaði einn og sól- aði annan og skaut boltanum með tánni fram hjá einhverjum landsliðs- markmanni og það þótti voða flott. Þeir voru sáttir við mig og þetta var draumabyrjun fyrir mig. Ég stóð mig ágætlega á fyrsta árinu, átti mína fínu leiki inn á milli en þetta var mjög erf- itt engu að síður. Það er svolítið fyndið að minnast þess að flest mörkin sem ég skoraði á þessu tveimur og hálfa tímabili hjá Örgryte voru frekar falleg. Ég var svo heppinn að setja boltann alltaf á ein- hverja flotta staði. Algjör tilviljun en maður reyndi kannski að miða á ein- hverja staði og það gekk upp. Til að byrja með spilaði ég alltaf á miðri miðjunni hjá Örgryte. En við vorum með þjálfara sem var gjarn á að breyta. Hann átti það til að setja mig á kantinn í 4-4-2 kerfi þótt hann hafi viljað spila mér á miðjunni. En stundum vildi hann fá einhvern inn á miðjuna sem var meiri tæklari en mér var veitt meira frjálsræði til að sækja. Oftast var ég samt á miðri miðjunni. Hins vegar tók ég alltaf öllu nýju sem áskorun og hef alltaf gam- an af því að prófa nýja stöðu. Ég hef alltaf verið ánægður með að fá bara að spila og ef þjálfarinn notar mann aftur leik eftir leik er hann ánægður með frammistöðuna. Maður reyn- ir alltaf að gera það sem manni er sagt að gera og ef þjálfarinn vill nota mann í einhverrri stöðu tekur maður bara á því á jákvæðan hátt.“ Keyptur til Noregs Rúnar fer til Lilleström árið 1997 frá Örgryte, þá á 28. aldursári, en af hverju Noregur? „Við spiluðum við Lilleström á undirbúningstímabil- inu og unnum þá 4–3. Ég átti góðan leik, skoraði eitt og lagði upp þrjú og ég held að þar hafi áhuginn kvikn- að. Um mitt sumarið var Lilleström í miklum vandræðum í norsku deild- inni. Liðið var vanalega í toppbar- áttu en þarna var það við botninn og leitaði sér því að leikmönnum. Þá mundu þeir eftir mér. Þá var mikill uppgangur í norsk- um bolta og Lilleström er stór klúbb- ur. Fjárhagslega var þetta líka mun betra fyrir mig. Örgryte var mjög lítið félag og ég fékk mun betra tilboð frá Lilleström sem er félag sem vanalega er í toppbaráttu. Ég upplifði þetta sem mjög stórt félag og Norðmenn eru mjög fag- mannlegir í allri nálgun sinni á fót- bolta. Þjálfararnir vinna ofboðslega gott starf og mikið lagt í vinnu með leikmönnum. Öll aðstaða fyrir leik- menn var hin besta og þar bætti ég mig heilmikið.“ Miklar framfarir Rúnar var líkt og gott rauðvín á ferli sínum og hélt áfram að bæta sig lengi. „Ég held að ástæðan fyrir því hafi verið sú að þegar maður breyt- ir um umhverfi og lærir inn á nýjan knattspyrnukúltúr er maður að bæta við sig einhverri vídd í spilinu. Þeg- ar ég fór frá Lilleström til Lokeren hugsuðu Belgarnir knattspyrnuna á ólíkan hátt en Norðmennirnir. Þess vegna verður það oft þannig að þegar lið frá einu landi mætir liði frá öðru landi mætast tveir ólíkir leikstílar. Það var til dæmis þannig að þeg- ar við spiluðum gegn liðum frá Hol- landi í æfingaleikjum töpuðum við aldrei. Við unnum alltaf eða gerð- um jafntefli þrátt fyrir að þeir væru kannski miklu betri en við og spil- uðu miklu betri fótbolta. En málið var að það hentaði Hollendingunum greinilega illa að spila gegn belgísk- um liðum. Því var ég að bæta við mig þekk- ingu í hverju landi. Í Svíþjóð lærði ég taktík en í Noregi lærði ég baráttuna og liðsheildina. Þar spiluðum við oft háa pressu og það var gaman að taka þátt í því og maður kynntist svolítið sjálfum sér að því leyti að ég gat ver- ið harður. Maður getur alltaf lært þó maður sé orðinn þrítugur eða meira. Enn þann dag í dag er ég að læra nýja hluti og ég var jafnvel að læra þegar ég kom til baka í KR þrátt fyrir að ég hafi verið orðinn 37 ára. Í Lilleström var gott að vera en veturnir voru oft nokkuð langir og maður fór oft á tíðum klukkan sjö á morgnana af stað í tuttugu stiga frosti til þess að sækja félagana. Við keyrðum fjórir saman bíl allan vetur- inn á æfingu í Ósló og það tók svona hálftíma. Síðan keyrði maður til borgarinnar og þá var farið að birta en þá var hitastigið komið kannski í 8–10 stiga frost. Þetta var eiginlega verra en á Íslandi og ef maður náði að svitna fékk maður grýlukerti á nefið. En þarna var hins vegar ekki sama rok og á Íslandi. Hér heima getur stundum rignt í allar áttir í einu og oft erfiðar aðstæður. En aðstað- an hefur batnað alveg heilmikið hér heima og flest liðin eru komin með gervigrasvöll til að æfa á. Munurinn á Íslandi og Noregi er náttúrlega sá að þarna geta leikmenn einbeitt sér að því að hvíla sig á milli æfinga og æft tvisvar á dag. Ég tel að íslenskir leikmenn eigi mikið inni og þótt þeir séu kannski að standa sig vel hérna heima eiga þeir mikið ólært. Ef við tökum Ragnar Sigurðs- son sem dæmi stóð hann ekkert upp úr á Íslandi að sögn þeirra sem til hans þekktu þá. En þegar hann verð- ur atvinnumaður slær hann í gegn og er örugglega búinn að bæta sig mik- ið síðan hann spilaði í Fylki,“ segir Rúnar. Lokeren Rúnar fór frá Lilleström til Loker- en með það í huga að það væri síð- asti áfangastaður hans á atvinnu- mannaferlinum. „Ég var sannfærður um að samningur minn við Loker- en væri sá síðasti sem ég ætti eftir að skrifa undir. Þá var ég þrítugur og ég hugsaði með mér að maður gæti tek- ið þessi þrjú ár og séð svo til. En svo þróaðist þetta bara þannig að mér leið alltaf vel og þjálfararnir voru ánægðir með mig. Því skrifaði ég undir tveggja ára framlengingu eftir að fyrsta samningum lauk og svo bætti ég við mig ári og ári eftir það þangað til ég kom heim í ár 37 ára. Því teygðist úr þessu langt fram úr þeim markmiðum sem maður setti sér í upphafi,“ segir Rúnar íhug- ull. Valinn í úrvalslið Lokeren frá upphafi Nýlega var Rúnar Kristinsson valinn í úrvalslið allra tíma hjá Lok- eren. Þar er Rúnar í hópi góðra manna. Arnór Guðjohnsen, Preber Elkjer Larsen, Wlodek Lubanski og Jan Koller eru þarna auk fleiri góðra leikmanna. „Það er frábært að vera í þessum hópi. En ef þessi könnun verður gerð eftir 20 ár eða 40 ár er ekkert endilega víst að ég yrði val- inn. Fólk man eftir Arnóri og hans gæðum sem knattspyrnumanns og persónuleika. En allir þessir leik- menn hafa verið sérstakir leikmenn sem hafa haft eitthvað ákveðið fram að færa. Það eru nefnilega líka leik- menn sem berjast og tækla fyrir liðið en þeir fá kannski ekki það hrós sem þeir eiga skilið af því að þeir geta ekki sólað þrjá.“ Hverja telur Rúnar vera helsu ástæðu þess að hann var valinn í lið- ið? „Ég er náttúrlega leikstjórnandi í þessu liði og sá sem var að skora og leggja upp mörkin auk fínna send- inga. En aðalstyrkleiki minn í knatt- spyrnunni er kannski tæknin og ná að nýta hana á réttan hátt. Það er fullt af mönnum með fína tækni en það er ekki öllum það til lista lagt að nota hana á réttum stöðum og á réttum tíma á vellinum. Ég hef náð að nýta mína hæfileika þegar ég hef haft réttu mennina í kringum mig. Til dæmis var samband okkar Arn- ars Grétarssonar og Arnars Þórs Við- arssonar alltaf mjög gott hjá Loker- en. Ég er skapandi leikmaður sem á síðustu eða næstsíðustu sendingu inn fyrir vörnina og það var það sem fólkið sá.“ Ólýsanleg kveðjustund Ég bjó þarna í hverfi sem í voru um fjögur þúsund manns. Þeirra á meðal voru stuðningsmenn Loker- en og börnin mín voru vinir barna stuðningsmannanna. Maður kynnt- ist því öllu umhverfinu vel. Þegar maður fór niður í miðbæ gaf maður sér tíma til þess að spjalla við fólk- ið. Maður hefur reynt að gefa af sér í þessu starfi enda fólkið sem stoppar mann úti á götu sama fólkið og mætir á leiki hjá okkur. Því finnst mér sjálf- sagður hlutur að fólkið fái að ræða við mann um daginn og veginn. Ég held að fólkið hafi metið það mikils. Oft er það þannig með knatt- spyrnumenn úti í heimi að þeir eru fjarri fólkinu. En úti í Lokeren kynnt- is ég fólkinu í bænum ofboðslega vel, í gegnum börnin og annað. Einnig held ég að það hafi skinið í gegn að maður hafði metnað til að standa sig og það hafði einnig áhrif hvernig maður tjáði sig í viðtölum og við fólk- ið. Það sá það að maður vildi vinna og ég hef alla tíð reynt að sýna það í verki á vellinum. Ég held að einhver þáttur í þessu vali hafi einnig verið sá að ég er fersk- ur í minni fólksins enda nýhættur. En það breytir því ekki að ég er mjög stolt- ur af þessu og kveðjustundin hjá Lo- keren er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma og þetta var eitthvað sem ég átti aldrei von á. Mér leið raunar mjög illa í athöfninni. Ég er mjög tilfinn- ingaríkur og það eitt að hugsa um það finnst mér erfitt. Það voru risafánar úti um allt á vellinum með nafninu mínu og leikmenn voru búnir að raða sér í hring til að taka á móti mér. Þetta var í raun ólýsanlegt og ég held að fáir hafi fengið svona kveðjustund í Lo- keren. Það voru stuðningsmennirnir sem stjórnuðu þessu og klúbburinn kom lítið að þessu. Þetta kom frá leik- mönnunum og stuðningsmönnun- um,“ segir Rúnar djúpt hugsi. Langaði að spila í stærri deildum Rúnar spilaði hvarvetna mjög vel þar sem hann var sem leikmað- ur og spurður út í það hvort aldrei hafi komið til greina að spila í ein- um af stærstu deildum Evrópu seg- ir Rúnar að honum hafi ekki staðið það til boða. „Það voru einhverjar fyrirspurnir, en ekkert meira en það. Auðvitað hefði maður viljað spila í einhverri af þessum stærri deildum en ég hef gert. Einhverra hluta vegna fékk ég það ekki. Það vilja allir knatt- spyrnumenn spila í sem hæstum klassa en hvort ég hefði staðið mig þar mun ég aldrei koma til með að vita. Ég lít á feril minn sem mjög ár- angursríkan þótt ég hafi kannski ekki unnið marga titla. Ég vann bik- armeistaratitil með KR árið 1994 en það er ekkert meira en það. Mér hef- ur hins vegar liðið vel alls staðar þar sem ég hef verið. Landsliðsferillinn Rúnar er leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi en hann á að baki 104 landsleiki með A-lands- liðinu. Á ferli sínum lék hann marga eftirminnilega leiki og Rúnar á gleði- legar minningar frá nokkrum þeirra. „Þessir stóru leikir eru sterkastir í minningunni. Bæði jafnteflisleikur- inn við heimsmeistara Frakka og úti- leikurinn við þá sem við töpuðum 3–2. Frakkaleikirnir eru nokkuð sem erfitt er að gleyma. Þá voru þeir heimsmeistarar og við náðum þess- um úrslitum sem enginn bjóst við á móti þessum stjörnum. Það var ólýs- anleg tilfinning að spila á móti þeim fyrir framan allan þennan fjölda. Það er í rauninni synd að það sé ekki hægt að búa þannig að Laugardalsvellin- um að áhorfenur sitji á hliðarlínunni, líkt og í Englandi. Ég veit það að ef ég hefði verið á útivelli hefði mér reynst erfitt að spila á svona velli. Þó Frakk- arnir séu kannski vanir því skiptir það miklu máli að hafa öskrandi ís- lendinga allan hringinn. Völlurinn er vissulega flottur eftir breytingarn- ar en fjarlægðin við áhorfendurna er heldur mikil og fyrir vikið myndast oft ekki nógu góð stemning á vellin- um. En leikurinn við Frakka var eft- irminnilegur fyrir margar sakir. Eitt stóð svolítið upp úr varðandi fjöl- miðlaumfjöllunina. Við fengum allir níu og tíu í einkunn í blöðunum dag- inn eftir sem var í rauninni einkunn fyrir að ná jafntefli fannst mér. Það skipti ekki máli hvernig við fórum að því og því má segja að þetta hafi verið hálfgerð heiðursverðlaun. Þegar ég horfði á leikinn síðar og taldi sendingar okkar á milli og þær voru oftar en ekki bara ein eða tvær í einu. Við lágum í vörn og það er hægt að ná góðum úrslitum með því að vera skipulagður, en ef við horfum á þetta út frá knattspyrnunni sem við spiluð- um náðum við sjaldan að senda bolt- ann oftar en þrisvar eða fjórum sinn- um á milli okkar. En væntingarnar voru litlar sem engar fyrir leikinn og áhorfendur hrifust með. Allt varð vit- laust á vellinum og það var geðveik stemning. Þetta var því frábært fyrir alla sem að leiknum komu, knattspyrnuna í heild sinni og áhorfendur. Viljinn er Vopnið KoMiNN heiM rúnar kristinsson er hér á fyrstu æfingu sinni með kr eftir að hann kom úr atvinnumennsku. Framhald á næstu síðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.