Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 31
DV Sport föstudagur 19. október 2007 31
Spennan nær hámarki í braSilíu
© GRAPHIC NEWS
Yngstu F1 meistararnir
Ef Lewis Hamilton nær að tryggja sér
sigur í heimsmeistarakeppni ökumanna
í kappakstrinum í Brasilíu, þá verður
McLaren ökumaðurinn yngsti
heimsmeistari í sögu Formúlu 1
- aðeins 22 ára og 285 daga.
Fernando Alonso
Emerson Fittipaldi
Michael Schumacher
Niki Lauda
Jacques Villeneuve
Jim Clark
Jochen Rindt
Ayrton Senna
James Hunt
Nelson Piquet
5824 -
27325 -
31425 -
19726 -
20026 -
18827 -
16928 -
22328 -
5629 -
6129
SPÁ
BRA
ÞÝS
AUS
KAN
SKO
AUS
BRA
ENG
BRA -
Aldur þegar titilinn vannst (ára - daga)
Mynd: Getty Images
Heimild: Infostrada Sports
í dag
17:30 Reading - deRby
19:10 Fulham - PoRtshmouth
20:50 PRemieR league WoRld
Heimur úrvalsdeildarinnar
Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin
er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum.
21:20 PRemieR league PRevieW
Leikir helgarinnar
Vikulegur þáttur þar sem hitað er upp
fyrir leiki helgarinnar.
21:50 Pl ClassiC matChes
bestu leikir úrvalsdeildarinnar
Hápunktarnir úr bestu og eftirminnileg-
ustu leikjum úrvalsdeildarinnar.
22:20 Pl ClassiC matChes
bestu leikir úrvalsdeildarinnar
Hápunktarnir úr bestu og eftirminnileg-
ustu leikjum úrvalsdeildarinnar.
22:50 goals oF the season 2001-
2002
öll glæsilegustu mörk hverrar leiktíðar
Úrvalsdeildarinnar frá upphafi til dags-
ins í dag.
23:50 PRemieR league PRevieW
Leikir helgarinnar
Vikulegur þáttur þar sem hitað er upp
fyrir leiki helgarinnar.
laugaRdaguR
08:25 PRemieR league WoRld
Heimur úrvalsdeildarinnar
Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin
er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum.
08:55 Pl ClassiC matChes
bestu leikir úrvalsdeildarinnar
Hápunktarnir úr bestu og eftirminnileg-
ustu leikjum úrvalsdeildarinnar.
09:25 Pl ClassiC matChes
bestu leikir úrvalsdeildarinnar
Hápunktarnir úr bestu og eftirminnileg-
ustu leikjum úrvalsdeildarinnar.
09:55 goals oF the season 01-02
öll glæsilegustu mörk hverrar leiktíðar
Úrvalsdeildarinnar frá upphafi til dags-
ins í dag.
10:55 PRemieR league PRevieW
Leikir helgarinnar
Vikulegur þáttur þar sem hitað er upp
fyrir leiki helgarinnar.
11:25 eveRton - liveRPool
13:45 aRsenal - bolton
16:00 aston villa - man. utd
18:10 4 4 2
19:30 4 4 2
20:50 4 4 2
22:10 4 4 2
23:30 4 4 2
sunnudaguR
09:10 middlesbRough - Chelsea
10:50 4 4 2
12:10 CoCa-Cola ChamPionshiP
14:10 PRemieR league WoRld
Heimur úrvalsdeildarinnar
Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin
er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum.
14:40 West ham - sundeRland
17:15 aston villa - man. utd
18:55 eveRton - liveRPool
enska úRvalsdeildin
20:35 4 4 2
22:00 aRsenal - bolton
forystan Þrátt fyrir áfall og bilaðan
bíl í Kína er stöðugleiki lykillinn að
árangri á tímabilinu og hann þarf fæst
stig í Brasilíu til að tryggja sér sigur.
Pressa Sigri Hamilton verður hann
fyrstur nýliða til þess. Tapi hann,
verður þetta samt sem áður besta ár
nýliða í sögu Formúlu 1. Ef Alonso
eða Räkkönen vinna bíður hann lægri
hlut fyrir einum af bestu ökumönn-
um samtímans.
Liðsandi Enginn heldur því fram
að McLaren komi jafnt fram við öku-
menn og Hamilton veit að flestir liðs-
menn McLaren vilja frekar að hann
vinni titilinn. Það gefur Hamilton for-
skot, sér í lagi þar sem helsti keppi-
nautur hans er samherji hans hjá
McLaren.
Lewis Hamilton
„Kappaksturinn í Kína var mik-
ilvæg lexía fyrir mig og atvik sem ég
mun læra af og reyna að bæta mig
sem ökumaður. Ég hætti fljótlega að
hugsa um þetta atvik og frá því ég
fór frá Kína hefur ég einbeitt mér al-
farið að Brasilíu. Interlagos er ein af
þessum brautum sem allir tala um.
Mér skilst að andrúmsloftið hér sé
frábært, stuðningsmennirnir elska
íþróttina og brautin býður upp á frá-
bæran kappakstur.
Þetta er enn ein ný braut fyrir mér
og margir hafa talað um hversu erf-
itt er að aka á henni. Því lít ég á þetta
sem sérstaka áskorun fyrir mig. Ég
hef átt nokkrar frábærar keppnir
með mínu liði á þessu ári og ég von-
ast eftir einni slíkri á Interlagos.
Þrátt fyrir að ég sé enn í forystu
er heimsmeistarakeppnin enn mjög
opin. Ég mun gera allt sem ég get til
að fá þau stig sem ég þarf, og annað
er ekki í okkar höndum.“
sagt fyrir kePPni
kostir+ gaLLar-
reynsLuLeysi Alonso og Räikkön-
en eiga reynslu að baki í toppbar-
áttu. Hamilton er hins vegar nýliði.
Hann hefur að vísu unnið titla áður,
en aldrei undir álíka pressu og fjöl-
miðlaumfjöllun og fylgir Formúlu 1.
Eru mistök hans í Kína fyrstu merki
þess að hann sé að bugast? Þar fyrir
utan hefur hann aldrei keppt á braut-
inni í Brasilíu.
Pressa Á vissan hátt er Hamilton
ekki undir neinni pressu. Ekki er þó
hægt að líta framhjá því að einhver
pressa er til staðar. Hún kemur úr öll-
um áttum, hvort sem hún er bein eða
óbein, frá keppinautum, McLaren
eða fjölmiðlum um allan heim, sem
margir hverjir vilja sjá ævintýri Ham-
iltons rætast.
MótLæti Það dylst engum að
Alonso er töluvert einangraður hjá
McLaren og fáir búast við því að
hann haldi áfram hjá liðinu. Halda
mætti að sú staða dragi úr ökumönn-
um, en í þessu tilfelli virðist Alonso
hreinlega þrífast á stöðunni.
ÁHættusaMur Hugsanlega lítur
Hamilton svo á stöðuna að hann hafi
engu að tapa og keyri djarft, bæði
inni á brautinni og í kænsku utan
brautar. Ef hann nær að fara í taug-
arnar á Hamilton og nær að sann-
færa sitt lið um að hann muni ekki
sættast á neinar málamiðlanir veit
Alonso að hann hefur reynsluna af
því að sigra.
fernando alonso
„Ég á margar stórkostlegar minn-
ingar frá Interlagos, því ég hef unn-
ið báða mína heimsmeistaratitla
á brautinni. Þetta voru mjög ólíkir
kappakstrar. Brautin er mjög ójöfn,
þú þarft að hafa gott jafnvægi sem
leyfir þér að aka hratt án þess að líða
óþægilega. Það eru nokkrar frábærar
beygjur þar sem hægt er að sækja á
andstæðinginn og allur hæðarmun-
urinn gerir brautina áhugaverða fyrir
ökumenn.
Ég er viss um að við förum til
Brasilíu með sanngirni í liðinu og
tvo bíla sem færir eru um að berj-
ast til sigurs. Þrátt fyrir að ég sé að-
eins fjórum stigum á eftir Lewis þarf
ég að treysta á að margt, gangi mér í
hag ef ég á að vinna heimsmeistara-
titil ökumanna. En auðvitað mun ég
gera allt sem ég get til að ná sigri. Ég
þarf að vinna mína vinnu og vona að
allt annað gangi mér í hag.“
sagt fyrir kePPni
kostir+ gaLLar-
Hann er ekki í forystu Alonso
hefur aldrei þurft að sækja titil í síð-
ustu keppni tímabilsins, ef svo má
að orði komast. Árið 2005 var Alonso
með gott forskot á Räikkönen allt
tímabilið. Mótið var meira spenn-
andi á síðasta ári, þegar hann var jafn
Michael Schumacher að stigum fyrir
síðustu keppni tímabilsins. Schuma-
cher komst hins vegar aldrei upp fyr-
ir Alonso að stigum.
Hann Hefur þegar taPað McLar-
en hefur komist að því að Alonso læt-
ur illa að stjórn. Ef Alonso trúir virki-
lega að Hamilton sé ætlað að vinna
titilinn, getur þá verið að Alonso sé
nú þegar búinn að gefast upp? Hann
hefur nokkrum sinnum gefið það í
skyn að úrslitin séu nú þegar ráðin.
aLLt er þegar þrennt er Räikk-
önen hefur verið í þessari stöðu áður.
Hann hefur þó aldrei unnið titilinn, en
hann hefur tvisvar endað í öðru sæti,
2003 og 2005. Árið 2003 endaði hann
aðeins tveimur stigum á eftir Michael
Schumacher eftir æsilega keppni allt
til loka. Hann býr að þessari reynslu
og fastlega má gera ráð fyrir að hann
leggi allt í sölurnar. Räikkönen líður
líka vel þegar hann þarf að sækja.
LiðsféLagi Hans Þar sem Massa á
ekki möguleika á titlinum má gera
ráð fyrir að Ferrari setji það sem að-
alverk hjá Massa að hjálpa Räikkön-
en í baráttunni um heimsmeistaratit-
ilinn. Klárlega munaður sem Alonso
og Hamilton munu ekki hafa gaman
af.
kimi räikkönen
„Við förum til Brasilíu í þriðja
sæti. En eins og við sáum í Kína fyr-
ir tveimur vikum getur allt gerst. Við
munum leggja allt í sölurnar. Það er
mikil pressa á báðum liðum. Þeir eru
með tvo ökumenn sem berjast um
titilinn. Vonandi vinnur það okkur í
hag. Á Interlagos þurfum við sterka
heild, vélin þarf að virka sérlega vel
í löngu, beinu brekkunum.
Ég hef lesið fregnir um að ofurm-
júku dekkin ættu að koma sér betur
fyrir andstæðinga okkar. Það má vera
að svo hafi verið fyrr á tímabilinu en
við höfum bætt okkar uppsetningu.
Við verðum bara að sjá til hvað ger-
ist í Brasilíu.
Ég hef verið nálægt því að vinna
á Interlagos, en það hefur ekki enn
gengið upp. Ég sagði það sama fyrir
tveimur vikum og í ár vann ég þar.“
sagt fyrir kePPni
kostir+ gaLLar-
ÁreiðanLeiki Miðað við McLaren
hefur Ferrari verið veikari aðilinn á
þessu tímabili og eitt vandamál til
viðbótar, annaðhvort í tímatöku eða
keppni, gæti gert út um vonir Räikk-
önen.
Hann Á of Langt í Land Räikkön-
en er sjö stigum á eftir Hamilton og
þremur stigum á eftir Alonso. Það
þýðir að Räikkönen þarf ekki aðeins
að vinna í Brasilíu, hann þarf einn-
ig að treysta á að keppinautar hans
geri alvarleg mistök. Ef hann vinnur,
Massa endar í öðru og Alonso í þriðja
þarf Räikkönen að treysta á að Ham-
ilton endi ekki ofar en í sjötta sæti til
að tryggja sér titilinn.
svo skyldi fara að þessir þrír öku-
þórar endi með 107 stig, verður
það Finninn Kimi Räikkönen sem
hrósar sigri, því hann hefur unn-
ið flestar keppnir af þeim þrem-
ur. Räikkönen hefur unnið fimm
keppnir á tímabilinu á meðan
þeir Alonso og Hamilton hafa að-
eins unnið fjórar.
Felipe Massa á ekki lengur
möguleika á að vinna titilinn en
hann er á heimavelli um helgina
og vill eflaust sýna hvað í honum
býr. Hann þarf hins vegar ekkert
að sanna fyrir Ferrari því hann
skrifaði í vikunni undir nýjan
samning til ársins 2010.
Með sigri verður Lewis Ham-
ilton yngsti heimsmeistari í sögu
Formúlu 1, 22 ára. Árið 2005 varð
Fernando Alonso yngsti ökumað-
urinn til að vinna heimsmeistara-
titilinn, 24 ára og 59 daga.
Interlagos-kappaksturinn hefst
klukkan 16:00, en bein útsending
í Sjónvarpinu hefst klukkan 15:30.
Þetta er kappakstur sem áhuga-
menn mega hreinlega ekki láta
framhjá sér fara.