Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 18
Framherji frá Barcelona, tveir varnarmenn úr ensku úrvals-deildinni og sá þriðji sem er orðaður við ítalskt stórlið. Ann- ar maður sem leikur með ítölsku liði og einn í viðbót sem leikur í 1. deildinni, auk nokkurra annarra at- vinnumanna í útlöndum. Svona var hópurinn sem tapaði fyrir lands- liði Liechtenstein, samansafni lágt- skrifaðra atvinnumanna og áhuga- manna. Hvað er Liechtenstein? Ein-hverju sinni var ríkinu (ef ríki skyldi kalla) lýst sem hálfum dal í Austurríki - höfundar- réttinn af því á Eiríkur Bergmann Einarsson sem gerði lítið úr örrík- inu þegar stjórnvöld þar settu sig upp á móti einhverjum breytingum á samskiptum EFTA og ESB. Liecht- ensteinar sýndu svo sem þá að þeir gætu gert mönnum erfitt fyrir en hvernig átti manni að detta í hug að íslenska landsliðið gæti tapað tvisvar, ég endurtek tvisvar fyrir því liechtensteinska? Reyndar ættum við ekki að gera lítið úr hinu hugdjarfa landsliði Liectenstein. Menn hafa meira að segja séð ástæðu til að skrifa bækur um landslið- ið. Eða kannski er réttara að segja bók sem Axlar-Björn er svo lánsamur að eiga. Charlie Conn- elly fylgdist með gengi liðsins í forkeppni heimsmeistara- mótsins 2002, fór á alla leiki liðsins og kortlagði hvort tveggja liðið og landið. Þetta gerði hann til að fá svar við spurningu sem hafði vafist fyrir honum. Hvað fær þrjátíu þúsund manna og ellefu þorpa þjóð til að taka þátt í keppni þar sem landsliðið er næsta öruggt um að tapa flestum eða öllum leikjum sínum? Svarið er fundið. Sennilega hélt fólk í vonina um að bæta árangurinn. Sá fram á betri tíð. Nú er hún komin, þökk sé Ís- landi. Nú hafa Liechtenstein- ar unnið tvo leiki í sömu forkeppn- inni, báða gegn Íslandi. Nú hafa þeir unnið stærsta sigur sinn í forkeppni Evrópumóts lands- liða, gegn Íslandi. Við skul- um hins vegar ekki gleyma því að þetta er ekki stærsti sigur sem Liechtenstein hefur unnið. Stærsti sigur þeirra er gegn San Marínó. ...og vaknar þá spurningin: Hvað er San Marínó? föstudagur 19. október 200718 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: reynir traustason og Sigurjón m. Egilsson ábm. fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson auglýSingaStjóri: Valdimar Birgisson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. aðaLnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010, Áskriftarsími 512 7080, augLýsingar 512 70 40. Hvað er LiecHtenstein? AxlAr-Björn ReyniR TRausTason RiTsTjóRi skRifaR Það er nauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að eyða öllum vafa um heiðarleika yfirvalda. Einkavætt réttlæti leiðAri Björgólfur Guðmundsson og aðr-ir þolendur í Hafskipsmálinu ætla að láta rannsaka alla atburðarás-ina sem varð áður en Hafskip varð gjaldþrota og forráðamenn þess hlutu fang- elsisdóma. Lengi hefur leikið á því grunur að stjórnmálamenn og embættismenn hafi mis- farið með vald sitt og félagið hafi ekki raun- verulega verið gjaldþrota. Það er mikið al- vörumál ef á daginn kemur að eitthvað annað en leitin að réttlæti hafi ráðið för þegar félag- ið komst í þrot og forráðamenn þess hlutu fangelsisdóma. Það er grafalvarlegt mál að svipta menn frelsi sínu og æru. Þar að baki er þjáning fjölda vina og ættingja sem ganga í gegnum sannkall- að helvíti. Í ljósi efasemdanna sem uppi eru varðandi framgang réttvísinnar hefði verið eðlilegt að samfélagið sjálft stæði fyrir ít- arlegri rannsókn á öllu málinu og þá ekki síst framgöngu stjórn- málamanna þess tíma og forsvarsmanna samkeppnisfélagsins, Eimskips. Björgólfur Guðmundsson er svo stálheppinn að hafa fjárhagslega burði til að standa undir rannsókn af því tagi en litli maðurinn í samfélaginu á ekki sömu möguleika. Einkarannsókn af því tagi verður véfengd og kallar því á fagmennsku allra sem að henni koma. Rýnt verður í hvert smáatriði og minnsti feill verður allri rannsókninni að falli. Jóhannes Jónsson í Bónus hefur boðað svipaða rann- sókn á tilurð og framgangi Baugsmálsins. Það mál gefur fullt tilefni til rannsóknar eins og Hafskipsmálið en víst er að hvert smátriði í niðurstöðum verður grandskoðað af þeim sem hafa uppi efasemdir um að þolendur málanna fjármagni sjálfir rannsókn. Bæði Hafskipsmálið og Baugsmálið eru þannig vaxin að fullkomlega eðlilegt væri að óháð rannsóknarnefnd færi yfir alla mála- vöxtu og yfirheyrði þá sem gegndu lykilhlutverkum. Því miður virðist ekki vera áhugi á því að efna til slíkrar opinberrar rann- sóknar sem öðrum þræði beindist auðvitað að því að hreinsa æru þeirra sem taldir eru hafa misbeitt valdi sínu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ætti að beita sér fyrir slíkri rannsókn á sjálfum sér, lögregluyfirvöldum og Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra. Í Hafskipsmálinu gæti hann beitt sér fyrir rannsókn á þætti ráðherranna Jóns Baldvins Hannibals- sonar og jafnvel Ólafs Ragnars Grímssonar. Ef einkavædd rann- sókn er eina úrræðið verður svo að vera. Það er nauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að eyða öllum vafa um heiðarleika yfirvalda í þessum málum. Dómstóll götunnAr Á Ólafur ragnar að halda Áfram sem forseti? „Ég hef nú ekki mikla skoðun á þessu. mér finnst hann samt alveg mega vera áfram því hann er búinn að standa sig vel.“ Ísak Einarsson, 15 ára nemi „já, alveg hiklaust. Hann er búinn að standa sig vel og er verðugur forseti þessa lands.“ Heiðar Ragnarsson, 57 ára sjómaður „já, alveg endilega. Hann er búinn að standa sig ágætlega og er fínn náungi.“ Grétar Sigurðarson, 15 ára nemi „já, alveg eins. mér finnst hann hafa staðið sig ágætlega. Það væri samt líka allt í lagi að fá einhvern nýjan því hann er búinn að vera það lengi. annar mætti hann alveg vera áfram.“ Telma Björk Sigurðardóttir, 29 ára kennari sAnDkorn n Séra Þórir Jökull Þorsteins- son, prestur Íslendinga í Kaup- mannahöfn, er á meðal þeirra sem teljast til svart- stakka innan Þjóðkirkj- unnar. Þórir var lengi sóknar- prestur á Selfossi þar sem hann naut vinsælda. Framan af ferli hans þar þóttu ræður hans vera fremur langar og var hann þá kallaður Þórir Langjök- ull. Kennimaðurinn heyrði af þessu og stytti ræðurnar mjög. Þá tók ekki betra við því þá breyttist bara eftirnafnið og sóknarbörn kölluðu hann Þóri Skriðjökul. n Það er í tísku þessa dagana að tala um þekkingarþorp. Húmoristar í Kópavogi Gunnars I. Birgisson- ar bæjar- stjóra halda því fram að sá bær standi undir því að vera þeirrar gerðar. Ástæðan sé sú að í Kópavogi þurfi menn að þekkja einhvern til að fá út- hlutað lóð eða öðrum opin- berum gæðum. n Byltingarleiðtoginn og græn- jaxlinn Svandís Svavarsdótt- ir segir sögu sína í viðtali við tímaritið Mannlíf en hún leiddi uppreisn gegn meiri- hluta borg- arstjórnar sem kikn- aði und- an álaginu og sprakk að lokum. Þá gerir Svandís upp við föður sinn, Svavar Gestsson sendiherra og fyrrverandi formann Alþýðu- bandalagsins, og ræðir móður- missinn, en móðir hennar var viðstödd fæðingu allra barn- anna hennar. Þá telur Svandís ákveðinn lögskilnað hafa orðið á milli Samfylkingarinnar og vinstri grænna eftir að fyrr- nefndir gengu í sömu sæng og Sjálfstæðisflokkurinn í lands- pólitíkinni. n Össur Skarphéðinsson, ráðherra og valdamesti mað- ur Samfylkingarinnar, dreg- ur fátt undan á heimasíðu sinni og heggur þar mann og annan. Hann tekur fyrir nú blaðamenn sem ganga erinda stjórnmálaflokka: „Það er hættulegt þegar valdamikl- ir blaðamenn fá einstaklinga eða stjórnmálaflokka á peruna og virðast hvorki geta lifað í vökunni né bylt sér í svefni án þess að hrakyrða þá. Agnes Bragadóttir, pólitískur penni Morgunblaðsins, er í þessum hópi. Hún er með Samfylking- una á perunni, og skirrist ekki við að níða niður einstaklinga innan hennar sem ekkert hafa til saka unnið annað en vera sjálfum sér trúir...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.