Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 23
Rúsína í pylsuenda Rúsína í pylsuenda Sequences-listahátíðarinnar fer fram í Tjarnarbíói um helgina. Í kvöld fer fram svokallað Kvöld einstæðra mæðra og er fullyrt að sýningargestir verði þar að þumalsjúgandi börnum á meðan móðir verði kona. Annað kvöld fer svo fram Ljóðakvöld Níelsar þar sem landslið rugludalla í myndlistinni stígur á stokk. DV Menning föstudagur 19. október 2007 23 Guðbjörg Lind opnar sýningu Sýning á vegum Guðbjarg- ar Lindar Jónsdóttur myndlist- armanns verður opnuð í dag klukkan fimm í Artóteki Borg- arbókasafns Reykjavíkur að Tryggvagötu 15. Guðbjörg hefur víða komið við á ferli sínum og hefur meðal annars sýnt verk sín í Listasafni ASÍ, Hafnarborg, Listasafni Ísafjarðar og Hallgrímskirkju. Hún hefur tekið þátt í á fjórða tug samsýninga hér á landi og erlendis. Á þessari sýningu eru olíumálverk, vatnslitamyndir og skúlptúrar en fossar og eyjar á kyrru hafi eru áberandi í verkum Guðbjargar Lindar. Sýningin stendur til 18. nóvember og er opin alla daga vikunnar. Tónleikar á Kjarvals- stöðum Listasafn Reykjavíkur og tónlistarhópurinn Tríó Reykja- víkur hafa ákveðið að hefja samstarf. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir á Kjarvalsstöðum mánudaginn 22. október klukk- an 12.15. Þessir tónleikar verða þeir fyrstu af þrennum hádeg- istónleikum Tríós Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum fram að ára- mótum. Listasafn Reykjavíkur hyggst endurvekja hin gömlu kynni Kjarvalsstaða við klass- íska tónlist og mun stuðla að reglubundnu tónleikahaldi þar í framtíðinni. 500 krónur kostar á tónleikana. Nýtt sjónar- horn Listakonan Karen Dúa opnar sýningu á VeggVerki sem nefnist Nýtt sjónarhorn á morgun. Karen Dúa er ungur Akureyringur sem lauk mynd- listarnámi frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 2006. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum en sýningin á VeggVerki er önnur einkasýning þessarar efnilegu myndlistakonu. Verkið Nýtt sjónarhorn er einfalt en krefst þátttöku áhorfandans. Tilgang- urinn er að fá vegfarandann til að staldra við og virða fyrir sér nánasta umhverfi. Sálmatónleikar Jóns Þorsteinssonar Sálmatónleikar Jóns Þorsteinssonar fara fram í Hallgrímskirkju á sunnudaginn kl. 17. Þar flytur hann sálma af nýútkomnum geisladisk sínum við undirleik Harðar Áskelssonar. Jón söng fyrstur Íslendinga í óperukór Wagner-hátíðarleikanna í Bayreuth og starfað við Ríkisóper- una í Amsterdam í áratug þar sem hann söng fimmtíu einsöngshluverk. Hönnun + heimili fer fram í Laugardalshöll um helgina: Glæsileikinn allsráðandi Hátt á annað hundrað fyrirtækja og einstaklinga taka þátt í sýning- unni og fagstefnunni Hönnun + heimili í Laugardalshöll um helgina. Þetta er í annað sinn sem sýningin er haldin en sú fyrsta var árið 2005. Lagt var upp með það í upphafi að halda sýninguna annað hvert ár. „Þessi sýning er fjölbreyttari. Það var nú ekki hægt að stækka mikið meira frá því síðast,“ segir Dagmar Haraldsdóttir, einn forsvarsmanna sýningarinnar. „En það eru viss- ar áherslubreytingar. Það má segja að það sé meira um hönnun, bæði íslenska og erlenda, og við höfum gert þeirri íslensku sérstaklega hátt undir höfði. Það er gaman að sjá hvað íslensku framleiðendurnir eru farnir að styrkja sig í sessi og það er náttúrlega bara ein ástæða fyrir því: Áhugi okkar fyrir íslenskri hönnun hefur aukist.“ Að sögn Dagmarar verður hægt að sjá mismunandi hönnun í hús- gögnum, gjafavörum, gardínum - jafnvel blómaskreytingum. Og tæknin kemur líka mikið við sögu í sýningunni. „Tæknin er orðin stór hluti af hönnun heimila, til dæmis varðandi lýsingu, hljóðkerfi og skjá- varpa,“ segir hún. „Svo verðum við með landslagsarkitekt sem ætlar að sýna hönnun í landslaginu á mjög áhugaverðan hátt þannig að það verður margt að gerast. Og glæsi- leikinn verður allsráðandi.“ hönnun þeirra í heimsbókmenntunum. Við munum lesa ýmislegt en hryggj- arstykkið í námskeiðinu verður Brekkukotsannáll. Maður verður trúr því besta sem við eigum. Síð- an lesum við til dæmis Svaninn eftir Guðberg og Óvinafagnað eftir Ein- ar Kárason. Við skoðum líka hvern- ig íslenskur veruleiki birtist í verk- um annarra. Þar munum við bæði lesa Jules Verne og til dæmis Nicol- as Lecca,“ segir Sjón en Lecca var gestur Bókmenntahátíðar í Reykja- vík fyrr í haust og bók eftir hann sem heitir Hótel Borg kom þá út í ís- lenskri þýðingu. Að sögn Sjóns er þetta eiginlega heiðursstaða sem er úthlutað höf- undum frá ýmsum stöðum í heim- inum. Sjón er fyrsti rithöfundurinn frá Norðurlöndunum sem gegnir þessari stöðu en hann segir að út- koma Skugga-Baldurs í Þýskalandi fyrr á árinu hafi haft mikið um það að segja að honum hlotnaðist þessi heiður. Á meðal annarra rithöfunda sem gegnt hafa stöðunni eru jap- anski nóbelsverðlaunahafinn Kenz- aburo Oê og Yann Martel, höfundur Sögunnar af Pí. Sjón hefur áður kennt skapandi skrif og aðferðir við Listaháskóla Íslands en aldrei kennt með svona skáldskaparfæðilegri nálgun. Að- eins einn fyrirlestur er að baki og líst honum að sögn vel á þetta. Fjölskylda Sjóns fór með honum til Berlínar og munu þau dveljast þar fram í febrúar þegar önninni, og þar með námskeiðinu, lýkur. Fyrsta ljóðabókin í tæpan ára- tug Söngur steinasafnarans er fyrsta ljóðabók Sjóns síðan Myrkar fígúr- ur komu út árið 1998. Því er eðlilegt að spyrja skáldið af hverju hann sendi frá sér ljóðabók allt í einu núna. „Það var eiginlega þannig að ég var að taka til það efni sem ég átti í tölvunni og tína í möppur, og áttaði mig þá allt í einu á að ég var kominn með upp undir fjöru- tíu ljóð. Þá datt mér í hug að skoða hvort þetta raðaði sér upp í bók og komst að þeirri niðurstöðu að það væri hægt að grisja þetta þannig að úr yrði sæmileg, lítil bók. Ástæð- an fyrir því að ég hef ekki gefið út ljóðabók síðan 1998 er því ekki sú að ég hafi ekki verið að skrifa ljóð. Á hinn bóginn hefur það gerst á þessum tíma að ég hef notað þá, hvað eigum við að segja, ljóðlist- arhæfileika sem ég hef á ýmsum öðrum vettvangi. 1999/2000 skrif- aði ég líbrettóið fyrir Dancer in the Dark, ég skrifaði texta fyrir óper- una Skuggaleikur sem var frum- sýnd í fyrra, verk fyrir barnakór og slagverk fyrir Röggu Gísla fyrir utan þá texta sem ég hef skrifað við músík eftir Björk. Þannig að ég hef í rauninni verið að nýta ljóðlistar- hæfileikana á öðrum vettvangi og verið mjög sáttur við það.“ Sjón kannast ekki við að útgáf- an hafi eitthvað með það að gera að hann hafi haft samviskubit gagnvart ljóðinu, hafi upplifað sig vera að svíkja ljóðið. „Nei, nei, það hefur alltaf verið á hreinu hjá mér að ljóðin koma á sínum hraða. Nú bara var einhvern veginn komið að þessu. Svo þurfti ég líka að fara að lesa mín eigin ljóð vegna útgáfu erlendis og þá fékk ég aðeins ljóð- skáldsfiðringinn aftur,“ segir Sjón en á þessu ári komu út tvær ljóða- bækur eftir hann í Evrópu, stórbók í Þýskalandi og ein í Makedóníu. „Hins vegar, ef eitthvað hefur ýtt við mér, þá eru það frekar þessar hallærislegu yfirlýsingar um dauða ljóðsins og þá sérstaklega frá fólki sem hefur ekki lesið ljóð í tuttugu eða þrjátíu ár. Ef eitthvað er, þá er ljóðið í gífurlegri framsókn um all- an heim.“ Sérstakt samband við steina Titill bókarinnar minnir svolít- ið á þekktan ljóðabálk Walts Whit- man, Söngurinn um sjálfan mig. Sjón segir þó enga tengingu við þann bálk vera til staðar. „Nei, þetta er bara einn af þessum söngvum.“ Steinarnir í titlinum eiga þó ákveðna sögu. „Það er dálítið merkilegt að þegar ég var að undirbúa bókina kom í ljós að það voru þónokkur ljóð sem ég átti sem höfðu steina sem þyngdarpunkt. Það er eitthvað, kannski þyngdarafl steinsins, sem dregur skáldið að sér. Þetta virðist vera nokkuð algengt þema, menn hafa ort um steina frá því sögur hóf- ust, sennilega vegna þess að stein- ninn er eins og ljóðið: hann er brot úr einhverju bjargi. Hann fer líka vel í hendi og það þekkja það allir að það er eiginlega ómótstæðileg löng- un sem grípur mann þegar maður finnur fallegan stein að setja hann í vasann. Þannig að fólk á í svolítið sérstöku sambandi við steinvölur. Í lokaljóði bókarinnar er líka komið inn á það að steinn í hendi þarf ekki endilega að hafa jákvæða merk- ingu; það þarf ekki að vera í mildum tilgangi sem maður tekur sér stein í hönd.“ Aðspurður segist Sjón sjálfur ekki vera steinasafnari. „En ég er eins og allir strákar, alltaf kominn með stein í hönd áður en ég veit af og búinn að fleyta kerlingar eins og ég sé á launum við það.“ Ljóðskáldið lifir bara í augnablikinu Sjón hefur unnið svolítið með for- tíðina og goðsögur í síðustu skáld- sögum sínum. Við lestur Söngva steinasafnarans kemur maður ekki auga á neitt sem neglir hana niður í fortíðinni, og reyndar þvert móti heitir eitt ljóðið 23. apríl 2006. Er skáldið komið aftur til nútímans með þessari bók? „Ég hef alltaf upp- lifað það þannig að ljóðskáldið lifi bara í augnablikinu og samtíma sín- um. Auðvitað erfir maður heilmikið ljóðmál frá fyrri skáldum og ég held að hægt sé að sjá eitthvað slíkt í bók- inni. Það er ákveðinn endurómur úr eldri ljóðum í henni. En ljóðskáldið lifir alltaf í samtímanum vegna þess að upplifun ljóðskáldsins er alltaf í miðpunkti. Það er eitthvað sem þau komast aldrei frá og það er þar sem skilur á mili feigs og ófeigs í ljóðlist- inni, held ég, því þú þarft á vissan hátt að játast undir einlægniskröf- una þegar þú yrkir ljóð. Þú þarft að vera allur í ljóðinu, annars verður það tilbúningur og fólk sér í gegn- um það. Þetta er eitthvað sem mað- ur lærði og samþykkti í skóla súr- realismans.“ Alltaf dýr á vappi Nokkuð er um ljósaskipti í bók- inni - birtu, myrkur og það sem er þar á milli. Skáldið segir bókina náttúrlega ekki um neitt eitt þema þannig að öll birtuskilyrði dagsins og árstíðanna séu í henni. „Það er kannski eðlilegt að það gerist í bók sem hefur orðið til á löngum tíma. Sviðið er nokkuð vítt. Annars er svo- lítið erfitt að átta sig á hver heildar- tilfinningin í bókinni er. Kannski er engin heildartilfinning í þessari bók önnur en sú að þetta er söng- ur steinasafnara sem er með í sömu hillunni stein frá Hornbjargi og Gí- braltar. Titillinn kannski endur- speglar það á vissan hátt.“ Dýr koma mikið við sögu í bók- inni. Sjón segir þau hafa fylgt sér lengi. „Það eru alltaf einhver dýr á vappi. Dýrum líður svo vel í ljóðum og það er um að gera að leyfa þeim að vera þar,“ segir Sjón og hlær. „Ef það vappar ísbjörn inn í ljóðið, þá bara má hann vera þar. Þeir hafa líka fátt annað að fara í dag, greyin.“ Myndin framan á kápunni, sem Olga Bergmann er höfundurinn að, líkist líka einhvers konar dýri eða veru sem klippt hefur verið í tvennt. „Ég valdi myndina því ég var mjög hrifinn af henni og mér fannst hún einhvern veginn harmónera við það sem er að gerast í þessari bók,“ segir Sjón. „Þetta er heimur sem er verið að taka í sundur eða ver- ið að fara að setja saman, skilurðu. Heimur í vissum brotum. Svo finnst mér heillandi við myndina að allar stærðir eru úr skorðum. Það er ein- hver sjónblekking sem á sér stað af því að dýrið er allt of stórt fyrir skóg- inn eða skógurinn allt of lítill fyr- ir dýrið. Um leið er eins og þetta sé úr einhverju dularfullu dýrasafni,“ segir Sjón og bætir við að hann hafi lengi verið mjög hrifinn af því sem Olga gerir og því leitað fanga hjá henni með kápumynd. Verðlaunin ýta undir áhuga Talið berst að ljóðinu í tengslum við netið. Sjón sér mikla möguleika fólgna þar. „Internetið hefur verið mjög sterkt hjálpartæki við að styðja við ljóðlistina í heiminum. Það er náttúrlega gífurlega mikil sjálfsút- gáfa á netinu og ég skal vera síðastur manna að setja eitthvað út á sjálfsút- gáfu, enda hóf ég minn feril þannig.“ Sjón kveðst þó sjálfur ekki hafa nýtt sér netið mikið að þessu leytinu. „En ef ég hef verið beðinn um efni hef ég alveg látið það frá mér og það skipt- ir mig engu máli hvort fólk er að birta það á netinu eða í tímaritum á pappír. Maður metur það bara í hvert skipti hvort maður treystir viðkomandi og finnst maður vera í góðum félags- skap.“ Hátt í tvö ár eru síðan Sjón fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir skáldsöguna Skugga- Baldur. Hann segir verðlaunin hafa breytt töluverðu fyrir sig, til dæmis varðandi sölu. „Það er engin spurn- ing að þessi verðlaun ýta mjög und- ir áhuga fólks á þeirri bók sem fær verðlaunin. Ég fann alveg fyrir því. Þessi verðlaun eru orðin mjög þekkt úti um allan heim. Á næsta ári verð- ur hún búin að koma út á sextán eða sautján tungumálum og er fleira í farvatninu. Um leið gerist það von- andi að menn gefa út fleira. Þetta hefur líka í för með sér að mér hef- ur verið boðið á ansi margar bók- mennta- og ljóðlistarhátíðir. Það var nú líka kannski ein af ástæðunum fyrir því að ég fór að tína saman ljóð- in í tölvunni. Ég er líka alltaf þekkt- ur erlendis sem ljóðskáld einnig. En það er engin spurning að þessi verð- laun gera heilmikið fyrir höfundinn og áhuga fólks á honum. Skugga- Baldur er til dæmis fyrsta bókin mín sem virkilega er lesin á Íslandi.“ Sjón sleppur ekki við hina klass- ísku spurningu hvort hann sé með eitthvað í smíðum þessa dagana. „Ég gæti alveg sagt þér hvað ég er með í smíðum en það er ekkert víst að það verði það næsta sem ég skrifa. Ég sá einhver gömul viðtöl við mig og það er greinilega aldrei neitt að marka hvað ég segi þegar ég er spurður hvað ég er með í smíð- um. Ætli ég fari ekki bara að þegja um það.“ Söngur steinasafnarans bókin er tólfta ljóðabókin sem sjón sendir frá sér frá árinu 1978. MYND JOHANNES JANSSON/NORDEN.ORG Trendí taska eftir Hrafnhildi guðrúnardóttur sem hægt verður að berja augum á sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.