Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 4
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
“Þessi sýning snerti mig... Mjög sterkt -
náði manni alveg” ”
LP Rás 2
„áhrifamikið verk... skilduáhorf fyrir
þjóðina að sjá Kristbjörgu Keld””
UÞJ - listaukinn
Borgarleikhúsið
Nýtt verk frá CommonNonsense hópnum sem færði
okkur Tengdó, Grímusýningu ársins 2012
Fös 25/4 kl. 20 UPPSELT
Sun 27/4 kl. 20 UPPSELT
Fös 2/5 kl. 20 UPPSELT
Lau 3/5 kl. 20 UPPSELT
Sun 4/5 kl. 20 örfá sæti
Fim 8/5 kl. 20 örfá sæti
Fös 9/5 kl. 20 örfá sæti
Sumarið heils-
aði með blíðu
Sumarið heilsaði með blíðu
í gær, sumardaginn fyrsta.
Hlýir vordagar að undan-
förnu hafa glatt menn eftir
hret páskanna. Blíða helst
fram á sunnudag, þegar
kólnar á ný. Ungir sem
aldnir fögnuðu sumri víða
um land og skátar fóru
fyrir skrúðgöngum. Það
fraus því ekki milli vetrar
og sumars. Áður þótti
slíkt ávísun á gott sumar.
Ómögulegt er þó að segja
fyrir um sumarveðrið, en
því verður væntanlega
eitthvað misskipt milli
landshluta, að vanda.
Íbúar sunnan heiða þreytt-
ust talsvert á vætutíð í
fyrra en sólin kætti fólk
nyrðra og eystra.
Íslendingar eiga einir
þjóða sumardaginn fyrsta,
eins og fram kom hjá Árna
Björnssyni þjóðháttafræð-
ingi í Morgunblaðinu í gær.
Íslendingar halda veglega
upp á þennan fimmtudag
í sumarbyrjun og hafa
lengi gert, langþreyttir á
þeim vetri sem kvaddur er.
Undanfarin ár og áratugi
hefur verið um það rætt að
færa þennan lögbundna
frídag, eins og fleiri
fimmtudagsfrí, að helgi.
Aðilar vinnumarkaðarins
hafa meðal annarra verið
þeirrar skoðunar. Um það
er nánar fjallað í leiðara
Fréttatímans í dag. - jh
Undirskriftar-
söfnun Já Ísland á
vefsíðunni thjod.
is, þar sem safnað
er undirskriftum
gegn áformum rík-
isstjórnarinnar um
að slíta aðildarvið-
ræðum Íslands við
Evrópusambandið,
lýkur á sunnudag.
Tæplega 54.000
undirskriftir hafa
safnast. „Fleiri
hafi ekki skrifað
undir áskorun til
Alþingis í 40 ár,“
segir á heimasíðu
Já Íslands. Áætlað
er að afhenda
Alþingi undir-
skriftirnar um
mánaðamót.
Áskorunin sem
Alþingi verður
afhent er svo-
hljóðandi: „Við
undirrituð skorum
á Alþingi að leggja
til hliðar tillögu
til þingsályktun-
ar um að draga
til baka umsókn
Íslands um aðild
að Evrópusam-
bandinu og boða
til þjóðaratkvæða-
greiðslu. Þar verði
spurt: Vilt þú
ljúka aðildar-
viðræðum við
Evrópusambandið,
sem hófust með
ályktun Alþingis
16. júlí 2009, eða
vilt þú slíta þeim?“
Tæp 54.000 hafa skrifað undir á thjod.is
F yrir 34 árum, í ágúst 1980, misst-um við hjónin 9 ára son okkar af slysförum. Á þeim tíma var ekkert
til sem heitir áfallahjálp í þeirri mynd
sem hún er í dag og fólk þurfti allt að því
bara að bíta á jaxlinn og fara í gegnum
þetta með styrk hvers annars,“ segir
Sveinbjörn Bjarnason, starfandi formaður
Birtu, landssamtaka foreldra sem hafa
misst börn/ungmenni skyndilega. Þau
fengu vissulega styrk víða að, meðal ann-
ars frá kirkjunni. „Við fórum í gegnum
sorgarferlið með sonum okkar þremur
sem við áttum að auki. Þetta verður samt
aldrei búið og það er aldrei búið að vinna
úr þessu. Þegar maður veit að þarna úti er
fullt af fólki sem hefur verið í svipuðum
sporum og maður sjálfur þá er það sjálf-
sagður hlutur, og hreinlega skylda manns
finnst mér, að leggja þessu fólki lið,“ segir
Sveinbjörn.
Þriðji aðalfundur Birtu verður á morg-
un, laugardaginn 26. apríl, í Grafarvogs-
kirkju klukkan 16 en samtökin voru
stofnuð á aðventunni árið 2012. „Það kom
okkur á óvart að á annað hundrað manns
hafi mætt á stofnfundinn og sýnir það
hversu brýn þörfin er. Þarna kom fólk
sem hafði glímt við sinn missi jafnvel
áratugum saman en aldrei getað talað um
hann og deilt reynslu sinni og sorg,“ segir
Sveinbjörn.
Samtökin voru stofnuð í framhaldi af
vinnu séra Lenu Rósar Matthíasdóttur,
prests við Grafarvogskirkju og Péturs
Emilssonar sem missti átján ára dóttur
sína í slysi á Spáni árið 2003, Stefaníu
Guðrúnu. Séra Lena hafði í starfi sínu
fundið þörf fyrir vettvang þar sem að-
standendur barna sem höfðu fallið
skyndilega frá gætu komið saman. Til-
gangur samtakanna er að standa fyrir
fræðslu og ýmsum viðburðum á lands-
vísu, til sjálfstyrkingar fyrir syrgjandi
foreldra og fjölskyldur þeirra. Auk þess
er ætlunin að gefa syrgjandi aðstandend-
um tækifæri til að komast að heiman um
stund til að hvíla hugann og segir Svein-
björn að hugmyndin sé að aðstoða fólk
við að komast að í orlofshúsum.
Sveinbjörn tekur fram að Birta séu ekki
einu samtökin sem starfa á svipuðum
vettvangi, árið 1987 voru stofnuð sam-
tökin Ný dögun en forveri þeirra voru
samtökin Sorg og sorgarviðbrögð, auk
þess sem Samhygð er starfandi á Akur-
eyri. Það sem greinir Birtu frá er áhersla
á foreldra sem missa börn sín skyndilega.
Sveinbjörn telur afar mikilvægt að fólk
geti leitað til samtakanna og fengið þar
styrk. „Ég get hins vegar aldrei sett mig
í spor annarra syrgjenda. Ég get aðeins
sett mig að þeirra sporum því þau eru sér-
stök og einstök. Með mína reynslu get ég
kannski verið örlítið nær þeim en hvert
mál er einstakt og allir atburðir í kringum
það eru einstakir. Ég tek líka fram að ég
er ekkert aðalatriði í þessu öllu heldur
eru það samtökin og það sem þau standa
fyrir,“ segir hann.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Það kom okkur á óvart að
á annað hundrað manns
hafi mætt á stofnfundinn
og sýnir það hversu brýn
þörfin er.
SamFélagSmál landSSamtök Styrkja Syrgjandi aðStandendur
Syrgjandi foreldrar
fá styrk í Birtu
Aðalfundur landssamtaka foreldra sem hafa misst börn eða ungmenni skyndilega verður haldinn
í Grafarvogskirkju á laugardag. Starfandi formaður samtakanna missti son sinn fyrir 34 árum
þegar áfallahjálp var ekki til í þeirri mynd sem hún er í dag. Tilgangur samtakanna er að standa
fyrir fræðslu og viðburðum til sjálfstyrkingar fyrir syrgjandi foreldra og aðstandendur, en prestur
við Grafarvogskirkju hafði í starfi sínu fundist þörf fyrir slík samtök.
Sveinbjörn Bjarnason,
starfandi formaður
Birtu, missti níu ára
son sinn, Sveinbjörn,
af slysförum árið 1980.
Hann segir samtökin
dýrmætan vettvang
fyrir aðstandendur til
að styrkja hvern annan.
Ljósmynd/Hari
veður FöStudagur laugardagur Sunnudagur
Víða bjarTViðri og Hægur Vindur,
En VæTa norðan- og norðVEsTanTil.
HöfuðborgarsVæðið: BJArT MEð
köFlUM, HæGlÁTT oG MilT.
fallEgT og blíTT VorVEður um land
allT. sól og sTillT.
HöfuðborgarsVæðið: léTTSkýJAð
oG HæGUr VindUr.
ÁkVEðin na-ÁTT og él þEgar frÁ líður
n- og a-lands. kólnandi.
HöfuðborgarsVæðið: SkýJAð,
En úrkoMUlAUST.
og loftið fyllist af fuglasöng ...
Sumarið heilsar með kærkomnum mildum
dögum. Bæði verður stillt og bjart um
mest allt land í dag og víðast einnig á
morgun laugardag. Mannfólkið kætist ekki
síður en farfuglarnir. nú er að njóta áður
en kólnar á sunnudag þegar
kaldara loft að norðan á
greiðari leið til landsins.
Frystir og með einhverj-
um éljum eða muggu
um tíma norðan- og
austantil. Spáð er áfram
fremur köldu veðri fram
í næstu viku.
8
6 5
10
9
7
4 4 4
10
5
1 0 0
6
Einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
4 fréttir Helgin 25.-27. apríl 2014