Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 31

Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 31
sig. Þar er algjört gat á markaðinum því það eru fáir eftir hér heima með þá þekk- ingu. En mér finnst það bara skipta mjög miklu máli að varan sé framleidd hér og að þessari verk- þekkingu sé viðhaldið. Að vara sé gerð í sínu nánasta um- hverfi eykur að sjálf- sögðu virði hennar. En auðvitað finnur neyt- andinn fyrir þessum mun í verðinu á vörunni sem er töluvert dýrari þegar hún er unnin út góðu hráefni og við mannsæmandi skilyrði. Í til- felli púðanna á allt ferlið, alla leið úr fjárhúsinu og í sófann, sér stað hérlendis því eftir að skinnin hafa verið handsútuð á Sauðárkróki fara þau til Hveragerðis þar sem þau eru saumuð.“ Opnaði óvart búð „Persónulega hef ég ekkert á móti fjöldaframleiddum hlutum en mér finnst bara að fólk ætti að kaupa hluti til að eiga þá, sama hvaðan þeir koma. Svo er ég orðin svaka- lega þreytt á gerviefnum og verð alltaf jafn hissa þegar útlendingar koma hér inn og spyrja mig hvort púðarnir séu alvöru,“ segir Auður en hún opnaði verslunina Insulu á horni Klapparstígs og Skóla- vörðustígs í nóvember á síðasta ári. „Þessi búð var bara al- gjör skyndi- ákvörðun hjá mér,“ segir Auður og hlær. „Hún er ekki í alfaraleið en samt heillaði þessi stað- setning mig. Mig langaði til að búa til ákveðna stemningu og umgjörð utan um púðana mína og á sama tíma var þetta horn laust svo ég bara stökk á þetta,“ segir Auður en auk sinnar hönnunar er hún með nokkra vel valda hluti. „Ég er hér með púðana mína og aðra smávöru frá litlum framleiðendum auk spegils sem ég kynnti núna á Hönnunarmars. Svo er ég farin að vinna með bólstrar- anum í Bergstaðastræti en hann bólstraði fyrir mig tekk sófasett sem núna er til sölu í búðinni og okkur langar að gera meira saman í framtíðinni, jafnvel fara í að fram- leiða eitthvað af litlum húsgögnum og nota hans efni í það. Þessi búð er bara svona verkefni sem er að þróast í einhverja átt, hér eru í rauninni bara þeir hlutir sem ég myndi vilja hafa heima hjá mér.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is hönnun 31Helgin 25.-27. apríl 2014 20–50 % Afsláttur Við erum ekki Að hættA 552-8222 / 867-5117 {Skápar} {Skenkir} {Myndir} {Styttur} {Postulín} {Silfur} {Stólar} {Borð} 30 – 50 % AF húsgögnum 50 % AF bókum 20 % AF smáhlutum rýmingArsAlA VegnA PlássleYsis út mAÍ Gildi - lífeyrissjóður Sætúni 1 105 Reykjavík Sími 515 4700 www.gildi.is gildi@gildi.is Á R S F U N D U R Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 30. apríl kl. 17.00. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og eru birtar á heimasíðunni, Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, fer með atkvæði á ársfundinum. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Reykjavík 4. apríl 2014, lífeyrissjóður Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs. 2 014 www.gildi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.