Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 36
36 heilsa Helgin 25.-27. apríl 2014
Nám í
náttúrulækningum
þekking heilsa gleði
www.heilsumeistaraskolinn.com
Umsóknarfrestur er til
20. júní 2014
Vantar í þig orku?
Náttúrulyf ársins í Svíþjóð
5 ár í röð
www.lyfogheilsa.is
20% afsláttur
Frá 14. - 30. apríl
É g las um Femarelle og leist vel á að prófa hormónalausa meðferð. Ég hef tekið Femarelle inn í nokkra mánuði
og er búin að endurheimta mitt fyrra líf,“
segir Eva Ólöf Hjaltadóttir, 71 árs. „Mér
hafði ekki liðið nógu vel í svolítinn tíma og
var farið að finnast óþægilegt að vera mikið
innan um fólk og orðin svolítið þunglynd
af vanlíðan. Mér fannst ekki gott að vera í
hávaða og hafði því einangrast félagslega,“
segir hún.
Eva Ólöf er með sykursýki og skjaldkirt-
ilssjúkdóm og svitnaði því mikið þó hún hafi
ekki reynt á sig. „Ég þurfti að skipta um bol
þrisvar sinnum á dag og var líka alltaf sveitt
á höfðinu,“ segir Eva sem í dag líður miklu
betur og fer daglega í sund og með hundinn
í göngutúr og sækir félagsvist og bingó
vikulega.
„Eftir að ég hafði tekið Ferm-
arelle inn í sex mánuði hætti ég
að svitna og er núna í sama boln-
um allan daginn og er hætt að
finna fyrir verkjum. Það besta er
að börnin mín og tengdabörn hafa
orð á því hvað ég sé orðin lífleg og
hress. Ég finn til meiri gleði þegar
ég hitti barnabörnin mín því ég
get veitt þeim meiri athygli en áður.
Að auki hef ég misst 11 kíló án þess
að reyna það sérstaklega. Ástæðan
er sú að mér líður betur
og ég get hreyft mig
óhindrað. Ég er
svo ánægð með
Femarelle hylk-
in að ég mæli
með þeim við
allar vinkon-
ur mínar.“
KYNNING
Nýtt líf með Femarelle
Eva Ólöf Hjaltadótt-
ir hefur í nokkra
mánuði tekið
inn náttúrulega
lyfið Femarelle fyrir
konur á breytinga-
skeiði. Árangurinn
er mjög góður og
svitakóf og verkir
heyra sögunni til.
Eva fer nú daglega
í gönguferðir og
nýtur lífsins betur á
allan hátt.
Eva Ólöf hafði fundið til vanlíðunar
vegna áhrifa breytingaskeiðsins en
líður mun betur í dag eftir að hafa
tekin Femarelle inn í nokkra mánuði.
Fermarelle
er náttúruleg
vara, unnin úr
soya og vinnur
á einkennum
tíðahvarfa hjá
konum. Hitakóf,
nætursviti,
skapsveiflur og
verkir í liðum
og vöðvum eru
algeng einkenni
tíðahvarfa.
Hámark12 fernurá mann meðan birgðir endast!
– fyrst og fre
mst
– fyrst og fre
mst
ódýr!
99kr.stk.
Verð áður 1
92 kr. stk.
100% Happ
y day appel
sínu-,
epla- og 2
teg. múltív
ítamínsafi,
1 lítri
48%afsláttur
Sumardagurinn fyrsti var í gær og á næstunni
mun þeim fjölga til muna sem þeysa um
götur í skærlitum hlaupafötum. Langar þig
að slást í hópinn?
5leiðir til að byrja að hlaupa
1Byrjaðu á að labba
Ef það er langt síðan þú hreyfðir þig síðast og formið er slæmt er best að
byrja frá grunni. Með því að byrja að labba og vinna þig þannig upp geturðu
komist hjá meiðslum og því að missa móðinn.
2Kauptu þér góða skó
Það er auðvitað ekkert vit í því að byrja að fjárfesta í græjunum og ætla
svo að kynnast sportinu. En ef þú ætlar að endast eitthvað í hlaupum er vissara að
láta ekki lélega skó eyðileggja ánægjuna af þeim. Þú getur litið á þetta sem sumar-
gjöf frá þér til þín.
3Taktu tímann
Til að halda sér við efnið og sjá árangur erfiðisins er gott að taka tímann og skrásetja
hlaup sín. Í dag eru ótal öpp í boði sem halda utan um þinn nýja lífsstíl og minna þig á þegar
komið er að næstu æfingu. Prófaðu til dæmis Runkeeper eða Endomondo.
4Gefðu þér tíma í undirbúning
Hlaupin eru skemmtilegri ef þú hleypur ekki alltaf sama hringinn. Taktu þér því
tíma í að leita að góðum hlaupaleiðum áður en lagt er af stað. Á nýjum leiðum gætirðu
uppgötvað eitthvað nýtt í bænum þínum eða borginni
5Hlýddu líkama þínum
Mikilvægast af öllu er þó að fara ekki of geyst af stað. Ef þú hefur eytt
þínum tíma í sófanum fram að þessu mun það ekki reynast átakalaust að breyta
um lífsstíl. Líkaminn lætur okkur vita þegar huga þarf að einhverju; hvort teygja
þurfi á vöðvum, hvíla þá eða hvort líkaminn þurfi meiri næringu eða svefn – það
sem þú þarft að gera er að hlusta á hann.