Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 27

Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 27
J afnrétti kynjanna er rauði þráðurinn í starfinu en við getum ekki aðskilið jafn- rétti annarra hópa. Það er enginn bara kynið sitt heldur skiptir líka máli hvaða stöðu þú hefur að öðru leyti, til dæmis hvort þú ert fötluð eða ófötluð, samkynhneigð eða gagnkynhneigð. Mér hefur fundist skemmtilegast og áhrifaríkast að skoða þetta allt í samhengi,“ segir Auður Magndís Auðardóttir, verk- efnisstjóri Jafnréttisskóla Reykja- víkur. Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti síðasta vor að setja á stofn Jafnréttisskóla að fyrirmynd Nátt- úruskóla Reykjavíkur sem hefur starfað undanfarin ár, en hann sinnir fræðslu á sviði sjálfbærni og umhverfismenntunar. Auður var ráðin sem sérfræðingur í október síðastliðinum og skólinn form- lega settur á laggirnar en mark- miðið með Jafnréttisskólanum er að skapa vettvang fyrir heilsteypt jafnréttisstarf í skólum í samræmi við lög, nýjar aðalnámskrár og mannréttindastefnu borgarinnar. Auður bendir á að þó ýmis átaks- verkefni í jafnréttismálum hafi ver- ið í gangi í gegnum tíðina hafi gef- ist vel þá hafi þau verið tímabundin og jafnvel staðbundin og því hafi skort samfellu í jafnréttisfræðslu barna og ungmenna. Tilgangur skólans er að styðja við jafnréttis- fræðslu í leikskólum, grunnskól- um og frístundastarfi. „Ég hef til dæmis mikið mætt á starfsdaga og ýmist haldið erindi eða fengið fólk til að skoða sinn starfsvettvang út frá því hvernig er betur hægt að huga að jafnréttisstarfi. Í síðustu viku var ég með sex fundi þar sem mættu samtals yfir 120 manns, að- allega stjórnendur hjá leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi borgarinnar. Staðalmyndin af jafn- réttisumræðunni er að hún sé erfið og að margir séu á móti henni en það er alls ekki mín reynsla. Það hefur eiginlega komið mér á óvart hvað fólk er móttækilegt, og yfir- leitt fer fólk út með meiri orku en þegar það kom inn,“ segir hún. Þótt ýmsir telji jafnréttismál í góðu lagi á Íslandi eru ýmsar vísbendingar um að menntasam- félagið megi ekki sofna á verðin- um. Auður bendir á að niðurstöður rannsókna Andreu Hjálmsdóttur við Háskólann á Akureyri sýni að viðhorf íslenskra ungmenna til jafnréttis, til að mynda til hefð- bundinna kynjahlutverka, eru að mörgu leyti íhaldssamari nú en fyrir 20 árum. „Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér og því getur sann- arlega farið aftur,“ segir hún. Auður segir mikilvægt fyrir lýðræði í samfélaginu að jafnrétti sé sem mest og staðalmyndum kynjanna eytt. „Staðalmyndir snú- ast um að setja fólk í ákveðin box. Við þurfum að búa til samfélag þar sem frelsi einstaklingsins er í há- vegum haft þar sem staðalmyndir eru fólki ekki til trafala. Það er ekki fullkomið frelsi ef við getum ekki valið okkur starfsvettvang, til að mynda, óháð utanaðkomandi þrýstingi um að velja starf sem „hæfir okkar kyni“. Jafnréttis- fræðsla vinnur líka á einelti. Það eru fjölmörg dæmi um að krakkar sem fara út fyrir kynjaboxið séu lagðir í einelti. Þá er hópurinn að ýta þeim sem brjótast úr út staðal- myndunum aftur inn í kassann. Markmiðið er að allir geti verið þeir sjálfir og notið sín, óháð kyni, kynhneigð og stöðu.“ Jafnréttisskólinn er í raun þekk- ingar- og upplýsingamiðstöð þar sem veitt verður aðstoð og ráðgjöf við skipulagningu jafn- réttismenntunar í samræmi við þarfir skólanna. Auður er til húsa á skrifstofum Reykjavíkurborgar í Borgartúni þar sem hún nýtur aðstoðar fjölda fagfólks í skóla- málum. „Hér eru til að mynda sérfræðingar í fjölmenningu og í málefnum fatlaðra barna. Við vinnum þetta saman og bæði hér og úti á vettvanginum er til staðar gríðarleg þekking sem ég nýti í mínu starfi,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér Stofnun Jafnréttisskóla Reykjavíkur á síðasta ári var mikilvægur liður í að mynda samfellu í jafnréttisfræðslu á leikskólum, grunn- skólum og frístundastarfi. Verkefnastjóri segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum enda sé jafnrétti forsenda lýðræðis í samfélaginu þar sem hver einstaklingur nýtur sín á eigin forsendum í stað þess að vera heftur af staðalmyndum kynjanna. Auður Magndís Auðardóttir, verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkur, segir að jafn- réttisfræðsla geti spornað gegn einelti enda séu dæmi um að börn sem ögra staðalmyndum kynjanna séu jaðarsett af hópnum. Ljós- mynd/Hari Helgin 25.-27. apríl 2014 viðhorf 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.