Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 34
34 grænn lífsstíll Helgin 25.-27. apríl 2014 – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 6 55 52 0 9/ 13 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Hako sópar og sópvélar – á vortilboði Hako Profi-Flipper Handhægur og góður sópur Afköst: 2.300 m2 á klst. Hako Hamster 500E Rafdrifin og afkastamikil sópvél Afköst: 2.400 m2 á klst. Hako Jonas 800E Rafdrifn og öflug sópvél Afköst: 6.600 m2 á klst. Hafið samband við sölumenn eða þjónustuver RV sem veita nánari upplýsingar. Þekkjum umhverfismerkin N eytendur hafa gríðarleg áhrif á umhverfið með vali sínu á vörum og þjónustu. Þegar keyptar eru vörur með áreið- anlegum umhverfismerkjum geta neytendur treyst því að valið sé það besta fyrir umhverfið og heilsuna. Umhverfismerkin tákna þó ekki alltaf að varan sé lífræn. Umhverfismerkin Svanurinn, Evrópublómið, Blái engillinn og Green Seal eiga það sameiginlegt að vera valfrjáls leið til að markaðs- setja umhverfiságæti vöru eða þjón- ustu og er úttekt sinnt af óháðum þriðja aðila. Viðmiðin eru þróuð af sérfræðingum og notast er við lífs- ferilsnálgun þar sem gerðar eru kröfur til hráefnis, framleiðslu, notkunar og förgunar. Á nokkurra ára fresti eru viðmiðin hert sem tryggir reglulegar endurbætur á vöru eða þjónustu Upplýsingar af vef Umhverfisstofnunar. Svanurinn Svansmerkið er opinbert um- hverfismerki Norðurlandanna sem stofnað var árið 1989. Merkið þýðir ekki að varan sé lífræn en í sumum vörurflokk- um, til dæmis vefnaðarvöru er gerð krafa um að varan sé 100 prósent lífræn til að fá Svansmerkið. Evrópublómið Blómið var stofnað af fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins árið 1992 og er notað í allri Evrópu. Til að uppfylla kröfur Blómsins eru umhverf- isáhrif vörunnar metin, til að mynda orkunotkun við fram- leiðslu eða umhverfisálag við notkun og íblöndun kemískra efna. Blái engillinn Der Blaue Engel eða Blái engillinn er þýskt umhverfis- merki og eru það þýsk yfirvöld sem ákveða innan hvaða vöru- flokka hægt er að fá vottun. Viðmið merkisins eru þróuð í samvinnu við yfirvöld, fulltrúa frá iðnaði, neytendasamtökum og ýmsa hagsmunaaðila og sérfræðinga. Green Seal Green Seal er elsta merki sinnar tegundar í Bandaríkjun- um og eru margar bandarískar vörur í verslunum hér á landi merktar með Green Seal. Merkið er á vegum óháðra samtaka sem starfa í sam- vinnu við rannsóknarstofur og ráðgjafa víða um heim. Með aukinni vitund um umhverfisvernd eru mörg fyrirtæki sem kjósa að fylgja gæða- og umhverfisstöðlum. Slíkt ferli hefur yfirleitt í för með sér að koma flokkun og ráðstöfun á úrgangsefnum í árangursríkan farveg. Efnamóttakan býður upp á sérsniðnar lausnir fyrir fyrir- tæki og stofnanir til að losa sig við lítil og stór raftæki, ljósaperur, prenthylki, trúnaðargögn og annað sem til fellur í skrifstofurekstri. „Okkar þjónusta snýst um bjóða upp á hentuga nálgun fyrir hvert og eitt fyrirtæki. Við sækjum hluti sem falla til á skrifstofum. Okkar sérsvið eru spilliefni og þar undir falla prenthylki, rafhlöður og raftæki. Við sækjum einnig stærri raftæki eins og ljósritunarvélar, ísskápa, prentara og tölvuskjái,“ segir Jón Hólmgeir Steingrímsson, framkvæmda- stjóri Efnamóttökunnar, en fyrir- tækið býður einnig upp á læst ílát fyrir trúnaðarskjöl sem síðan eru fjarlægð og tætt. Fyllsta öryggis er gætt við þá meðhöndlun og geta viðskiptavinir fylgst með kjósi þeir það. Sé farið vel með prenthylki er hægt að endurnýta þau og segir Jón Hólmgeir að Efnamóttökunni berist mikið af fyrirspurnum frá fyrirtækjum um það hvernig best sé að losa sig við þau. „Við höfum búið til farveg þannig að koma megi prenthylkjum í endurnýtingu. Þá er mikilvægt að farið sé vel með þau og þau gömlu helst sett í umbúðir nýju hylkj- anna. Þá er hægt að fylla aftur á þau og nota á ný,“ segir hann. Bæði hér á Íslandi og erlendis er fyllt á notuð prenthylki. Hluti prenthylkjanna er endurnýttur hér á landi en öðrum er safnað saman og þau send úr landi til endurnýtingar. Jón Hólmgeir segir það algengan mis- skilning að í prenthylkjum séu ekki spilli- efni því þau tæmist við notkun. Raunin sé þó sú að í um 95 prósent prenthylkja séu spilliefni þó þau séu tóm. „Í rauninni tæmast prenthylki yfirleitt ekki því það er úrgangshólf í þeim flestum sem tekur við duftinu sem nýtist ekki meðan á prentun stendur. Það er því hluti af duftinu sem rennur í gegnum búnað í hylkinu. Það fer svo aftur inn í prenthylkið og inn í úrgangshólfið. Því er mikilvægt að koma notuðum prenthylkjum í réttan farveg, bæði til að hindra að spilliefni berist út í náttúruna og til að endurnýta þau.“ KYNNING Umhverfisvernd í skrifstofurekstri Jón Hólmgeir Steingrímsson er framkvæmdastjóri Efnamóttökunnar. Þar er boðið upp á sérsniðnar lausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir til að losa sig við lítil og stór raftæki, ljósaperur, prenthylki, trúnaðargögn og annað sem til fellur í skrifstofu- rekstri. edalgardar.is • Hellulagnir • Trjáklippingar • Jarðvegsskipti • Smágröfuþjónusta • Vörubíll með krabba Einar • 698 7258 Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is Mikið úrval - Vönduð vinna legsteinar og fylgihlutir 10-50% afsláttur Steinsmiðjan Mosaik TILBOÐSDAGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.