Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 47

Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 47
MÚSIKEGGIÐ tryggir að þú fáir eggið þitt soðið eins og þú vilt hafa það. Þú setur það með eggjunum í pottinn við suðu, og þegar eggin eru linsoðin heyrist: „Killing me softly“ og harðsoðin: „Final Countdown“ Skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 www.minja.is • facebook: minja K raftaverk Bráðnauðsynlegt fyrir tónlistarunnendur og þá sem vilja hafa eggin sín rétt soðin :-) Músikeggin (EggStream) er samstarfsverkefni þýska hönnunarteymisins „Brain Stream“ Verð aðeins 5.500 kr. ókeypis aðgangur GARÐABÆJAR 24.-26. apríl 2014 www.gardabaer.is Bjössi spilar Bítlana agnar spilar ellington kvartett Hauks gröndal íslandstríó ricHard andersson sveiflukvartett reynis sigurðssonar kvennakór garðaBæjar og Band Bræðranna Sjá dagskrá á www.gardabaer.is 24. apr kl. 20:30 Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju 25. apr kl. 20:30 Kirkjuhvoli 26. apr kl. 17:00 Haukshúsi, Álftanesi 26. apr kl. 14:00 Jónshús, Strikið 6 26. apr kl. 20:30, Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju Milljónir komu í kassann og ferðaskuldirnar borguðust upp á skömmum tíma. Rófuuppskeran haustið 1980 skilaði Karlakór Reykjavíkur milljónum króna. Eldri kórfélagar, sem margir sungu með kórnum þá, halda tónleika í Seltjarnarneskirkju á sunnudaginn. E ldri félagar í Karlakór Reykjavíkur halda sína ár-legu vortónleika og að þessu sinni í Seltjarnarneskirkju klukkan 16 næstkomandi sunnudag, 27. apríl. Sérstakur gestakór verður Breiðfirðingakórinn og fer vel á því, þar sem í ár verða liðin 100 ár frá fæðingu Breiðfirðingsins og Dala- mannsins, Jóns Jónssonar frá Ljár- skógum. Hann lést um aldur fram en var landsþekktur fyrir að syngja með MA-kvartettinum og fyrir ljóð sín. Hann söng í nokkur ár með Karlakór Reykjavíkur. Efnisskrá tónleikana á sunnudaginn verður fjölbreytt og vorleg. Ljóðlínur Jóns frá Ljárskógum eiga því vel við – Kom vornótt og syng. Margir þeirra sem nú syngja í með eldri kórfélögum Karlakórs Reykjavíkur fóru í frægðarför fyrir 35 árum en haustið 1979 fór Karlakór Reykjavíkur í söngför til Kína, skömmu eftir að Maó for- maður var allur. Kórinn mun hafa verið fyrsti kór frá Vesturlöndum sem heimsótti Kína enda landið lengstum lokað. „Þótt kórinn væri í Kína í boði stjórnvalda, kostaði ferðin sitt og því þurfti að hafa allar klær úti til að afla fjár,“ segir Reynir Ingibjarts- son, einn kórfélaga sem þá söng með Karlakór Reykjavíkur en syng- ur nú með eldri félögum kórsins. Hann minnist sérstakrar fjáröflun- ar kórfélaganna eftir Kínaferðina. „Á vordögum 1980 fæddist sú brjálæðislega hugmynd að finna land til að sá í rófufræi og bíða svo uppskeru að hausti. Landið fannst uppi í Mosfellsdal neðan Gljúfra- steins og þegar leið að hausti, brá mönnum heldur betur í brún. Við blasti rófukál næstum eins langt og augað eygði. Nú varð ekki aftur snúið og á næstu vikum mættu kórmenn með mökum og börnum og tóku upp tugi tonna sem rötuðu greiðlega til neytenda, þar sem nokkrir kórmenn stjórnuðu stórum matvöruverslunum. Milljónir komu í kassann og ferðaskuldirnar borguðust upp á skömmum tíma. Þetta ævintýri úr Mosfellsdalnum, að ógleymdri Kínaferðinni, er mönnum ennþá ferskt í minni.“ Breiðfirðingakórinn var stofn- aður 1939 en löngum hafa verið góð tengsl milli hans og Karlakórs Reykjavíkur. Kórnum stjórnar Juli- an Hewlett. Þrettán hjón syngja í kórnum – um helmingur kórfélaga. Stjórnandi kórs eldri félaga er Friðrik S. Kristinsson. Hann stjórn- ar einnig Drengjakór Reykjavíkur auk Karlakórs Reykjavíkur. „Það má telja einstakt að einn og sami maður stjórni þremur kynslóðum karlkyns söngvara,“ segir Reynir. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Rófuuppskera borgaði Kínaferðina Margir sem nú syngja með eldri félögum Karlakórs Reykjavíkur minnast ferðar kórsins til Kína og sérstakrar fjáröflunarleiðar fyrir nær 35 árum.  TónlEikar Eldri félagar syngja Helgin 25.-27. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.