Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Page 47

Fréttatíminn - 25.04.2014, Page 47
MÚSIKEGGIÐ tryggir að þú fáir eggið þitt soðið eins og þú vilt hafa það. Þú setur það með eggjunum í pottinn við suðu, og þegar eggin eru linsoðin heyrist: „Killing me softly“ og harðsoðin: „Final Countdown“ Skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 www.minja.is • facebook: minja K raftaverk Bráðnauðsynlegt fyrir tónlistarunnendur og þá sem vilja hafa eggin sín rétt soðin :-) Músikeggin (EggStream) er samstarfsverkefni þýska hönnunarteymisins „Brain Stream“ Verð aðeins 5.500 kr. ókeypis aðgangur GARÐABÆJAR 24.-26. apríl 2014 www.gardabaer.is Bjössi spilar Bítlana agnar spilar ellington kvartett Hauks gröndal íslandstríó ricHard andersson sveiflukvartett reynis sigurðssonar kvennakór garðaBæjar og Band Bræðranna Sjá dagskrá á www.gardabaer.is 24. apr kl. 20:30 Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju 25. apr kl. 20:30 Kirkjuhvoli 26. apr kl. 17:00 Haukshúsi, Álftanesi 26. apr kl. 14:00 Jónshús, Strikið 6 26. apr kl. 20:30, Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju Milljónir komu í kassann og ferðaskuldirnar borguðust upp á skömmum tíma. Rófuuppskeran haustið 1980 skilaði Karlakór Reykjavíkur milljónum króna. Eldri kórfélagar, sem margir sungu með kórnum þá, halda tónleika í Seltjarnarneskirkju á sunnudaginn. E ldri félagar í Karlakór Reykjavíkur halda sína ár-legu vortónleika og að þessu sinni í Seltjarnarneskirkju klukkan 16 næstkomandi sunnudag, 27. apríl. Sérstakur gestakór verður Breiðfirðingakórinn og fer vel á því, þar sem í ár verða liðin 100 ár frá fæðingu Breiðfirðingsins og Dala- mannsins, Jóns Jónssonar frá Ljár- skógum. Hann lést um aldur fram en var landsþekktur fyrir að syngja með MA-kvartettinum og fyrir ljóð sín. Hann söng í nokkur ár með Karlakór Reykjavíkur. Efnisskrá tónleikana á sunnudaginn verður fjölbreytt og vorleg. Ljóðlínur Jóns frá Ljárskógum eiga því vel við – Kom vornótt og syng. Margir þeirra sem nú syngja í með eldri kórfélögum Karlakórs Reykjavíkur fóru í frægðarför fyrir 35 árum en haustið 1979 fór Karlakór Reykjavíkur í söngför til Kína, skömmu eftir að Maó for- maður var allur. Kórinn mun hafa verið fyrsti kór frá Vesturlöndum sem heimsótti Kína enda landið lengstum lokað. „Þótt kórinn væri í Kína í boði stjórnvalda, kostaði ferðin sitt og því þurfti að hafa allar klær úti til að afla fjár,“ segir Reynir Ingibjarts- son, einn kórfélaga sem þá söng með Karlakór Reykjavíkur en syng- ur nú með eldri félögum kórsins. Hann minnist sérstakrar fjáröflun- ar kórfélaganna eftir Kínaferðina. „Á vordögum 1980 fæddist sú brjálæðislega hugmynd að finna land til að sá í rófufræi og bíða svo uppskeru að hausti. Landið fannst uppi í Mosfellsdal neðan Gljúfra- steins og þegar leið að hausti, brá mönnum heldur betur í brún. Við blasti rófukál næstum eins langt og augað eygði. Nú varð ekki aftur snúið og á næstu vikum mættu kórmenn með mökum og börnum og tóku upp tugi tonna sem rötuðu greiðlega til neytenda, þar sem nokkrir kórmenn stjórnuðu stórum matvöruverslunum. Milljónir komu í kassann og ferðaskuldirnar borguðust upp á skömmum tíma. Þetta ævintýri úr Mosfellsdalnum, að ógleymdri Kínaferðinni, er mönnum ennþá ferskt í minni.“ Breiðfirðingakórinn var stofn- aður 1939 en löngum hafa verið góð tengsl milli hans og Karlakórs Reykjavíkur. Kórnum stjórnar Juli- an Hewlett. Þrettán hjón syngja í kórnum – um helmingur kórfélaga. Stjórnandi kórs eldri félaga er Friðrik S. Kristinsson. Hann stjórn- ar einnig Drengjakór Reykjavíkur auk Karlakórs Reykjavíkur. „Það má telja einstakt að einn og sami maður stjórni þremur kynslóðum karlkyns söngvara,“ segir Reynir. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Rófuuppskera borgaði Kínaferðina Margir sem nú syngja með eldri félögum Karlakórs Reykjavíkur minnast ferðar kórsins til Kína og sérstakrar fjáröflunarleiðar fyrir nær 35 árum.  TónlEikar Eldri félagar syngja Helgin 25.-27. apríl 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.