Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Qupperneq 11

Fréttatíminn - 25.04.2014, Qupperneq 11
H VÍ TA H Ú SI Ð /S ÍA Ótakmarkað fyrir alla fjölskylduna með RED Family Með RED Family fá allir í fjölskyldunni ótakmörkuð símtöl og SMS óháð kerfi í alla farsíma og heimasíma á Íslandi. Allir samnýta gagnamagnið og fjölskyldan fær einn símreikning. Skiptu yfir í Vodafone RED á vodafone.is Vodafone Góð samskipti bæta lífið 2,5 GB SAMEIGINLEGT GAGNAMAGN ÓTAKMÖRKUÐ SÍMTÖL ÓTAKMÖRKUÐ SMS RED Family Dæmi: Margt af því fólki sem tekur þátt í undirbúningnum hefur árum saman, samkvæmt heimildum Fréttatímans, reynt að beina Sjálfstæðisflokknum aft- ur á braut frelsis í viðskiptum og sam- keppni á öllum sviðum. Ástæðan fyrir því að talað er um að flokkurinn verði stofnaður nú, þegar þrjú ár eru í næstu alþingiskosningar, er sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að stöðva aðildarvið- ræður við Evrópusambandið, án þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið eins og lofað hafði verið. Það var kornið sem fyllti mælinn. Samkvæmt heimildum Fréttatímans hefur þessi hópur í Sjálfstæðisflokknum beðið lengi eftir að ástandið í flokknum breyt- ist, en nú hafi það sýnt sig að svo verði ekki. Samleið með þessu fólki eiga all- margir sem lengst af hafa verið öðrum flokkum en finnst flokkarnir ekki hafa þróast í takt við breytta tíma á 21. öld. Hópur fólks hefur komið saman að undanförnu í því skyni að leggja drög að stofnfundi. Auk Benedikts hefur fleira þungavigtarfólk úr Sjálfstæðis- flokknum komið að undirbúningnum, samkvæmt heimildum Fréttatímans, til dæmis þær Hanna Katrín Friðriksson, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra og framkvæmdastjóri hjá Icepharma og Jórunn Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Einnig hafa verið nefnd nöfn eins og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, fyrrverandi ráðherra, Helgi Magnússon, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins, Davíð Stefánsson fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna og Vilhjálmur Egils- son, rektor Háskólans á Bifröst. Sveinn Andri Sveinsson hefur stofnað vefsvæði á Facebook sem hann kallar Nýi Sjálf- stæðisflokkurinn, en hefur ekki tekið þátt í fundahöldum fyrrgreindra aðila. Þótt margir af þeim sem eru virkir í starfinu komi úr Sjálfstæðisflokknum er það að sögn Benedikts alls ekki markmiðið að kljúfa hann. „Allir sjá að Sjálfstæðisflokkurinn, sem var með milli 35 og 40% fylgi í skoðanakönn- unum fram að landsfundinum í febrúar 2013, fékk ekki nema tæplega 27% fylgi í kosningunum vorið eftir það. Nú sýna kannanir enn minna fylgi. Meirihluti þingflokksins vill ekki efna það loforð sem gefið var um að kosið skyldi um framhald Evrópusambandsviðræðn- anna. Margt fólk finnur sig ekki lengur innan dyra Sjálfstæðisflokksins og finnst það landlaust í pólitíkinni. Í ljós kemur að sú tilfinning á líka við um fleiri. Kannanir benda til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins muni lítið minnka frá því sem það er núna í skoðanakönn- unum þó að nýr frjálslyndur flokkur komi fram,“ segir hann. Grunnstefnan í mótun Að sögn Benedikts hefur hópurinn rætt um grunnstefnu. „Gengið er út frá grundvallarsjónarmiðum um frjálsa samkeppni og vestræna samvinnu. Helstu baráttumálin eru að niður- greiðslur, framleiðslustyrkir, tollar og samkeppnishindranir hverfi og að Ís- land einangrist ekki. Við viljum afnema höft og bjóða upp á fjölbreytt atvinnu- tækifæri og að ríkið fari vel með sína fjármuni og lækka ríkisskuldir. Evr- ópusambandið væri tæki til þess að ná samtímis mörgum þeim markmiðum, sem við viljum ná,“ segir Benedikt. „Við viljum bæta skilyrði í atvinnulíf- inu og gera þau sambærileg við löndin í kringum okkur, til að mynda hvað varðar fjármagnskostnað. Við viljum að einstaklingar njóti sömu fjölbreytni í viðskiptum og aðrar þjóðir og fólk geti sjálft til dæmis ráðið því hvort það kaupir ost sem búinn er til í Búðardal eða á Ítalíu. Við viljum líka að ungt fólk hér á landi geti í framtíðinni eignast húsnæði á sambærilegum kjörum og í nágrannalöndunum,“ segir hann. Benedikt segir að nýi flokkurinn muni horfa mikið til markaðslausna almennt. „Það mega ekki vera margar heilagar kýr í kerfinu, til að mynda menntakerfinu, og ríkið á að fara vel með peninga,“ segir hann. „Til lengri tíma litið er aðalhættan sú að ef við ætlum að vera hér með lokað haftaland fer efnilegasta fólkið úr landi og kýs að starfa í öðrum löndum þar sem tækifærin eru meiri. Þetta er miklu meiri hætta en fólk gerir sér grein fyrir. Við verðum að skapa hér tækifæri fyrir fjölbreytt atvinnulíf. Það getur vel verið að hér verði full atvinna – en er það atvinna af því tagi sem við viljum? Það var full atvinna hér til sveita áður fyrr en nú getum við unnið fjölda þeirra starfa með einni vél á einum degi. Við þurfum að auka framleiðni í atvinnulífi og komast á par við aðra,“ segir hann. Benedikt nefnir til að mynda á McKinsey-skýrsluna svokölluðu sem kom út í lok árs 2012 þar sem bent var á framleiðni í íslenska bankakerfinu væri með því lakasta sem þekkist. „Afleiðingin er sú að við þurfum að borga hæstu vextina, jafnt í atvinnulífinu sem og á lánum til ein- staklinga, líkt og húsnæðislán. Vextir hér á landi eru á bilinu 7-10% á meðan fólk og fyrirtæki greiða um 3-5% í vexti víða í kringum okkur,“ segir Benedikt. „Það kemur svo víða niður á þjóðlífinu ef við viljum vera með lokað haftasam- félag frekar en opið. Ef við göngum í Evrópusambandið opnast margar dyr samtímis. Innganga í Evrópusam- bandið er ekki markmiðið í sjálfu sér, heldur tæki sem hjálpar okkur að ná þeim markmiðum sem við viljum ná,“ segir Benedikt. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is „Margt fólk finnur sig ekki lengur innan dyra Sjálfstæðisflokksins og finnst það landlaust í pólitíkinni. Í ljós kemur að sú til- finning á líka við um fleiri,“ segir Benedikt Jóhannesson, sem er í forsvari fyrir nýjan hægriflokk. Ljósmynd/Hari fréttaskýring 11 Helgin 25.-27. apríl 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.