Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 25.04.2014, Qupperneq 18
Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is SIEMENS Þvottavél WM 12B060DN Íslenskt stjórnborð. Tekur mest 5,5 kg. Vindur upp í 1200 sn./mín. Þvottakerfi og hiti valin með einum snerli. Orkuflokkur A+. Sérkerfi: Hraðkerfi 30 mín., ullarþvottur og viðkvæmur þvottur/silki. Sértilboð: Fullt verð: 99.900 kr. 79.900 kr. stgr. Gildir til 30. apríl eða á meðan birgðir endast. Ariel fljótandi þvottaefni fylgir með öllum Siemens þvottavélum. Þ að tók mig mörg ár að uppgötva safnið,“ segir Sigurjón sem hafði farið á reðasafnið þegar það var staðsett í Reykjavík en ekki heillast í upphafi. „Það var ekki fyrr en ég flutti til Húsavíkur til að gegna starfi forstöðumanns Menn- ingarmiðstöðvar Þingeyinga og varð nágranni safnsins, sem ég fór að sjá það í nýju ljósi. Það sem vakti athygli mína í upphafi var þessi kátína sem virtist einkenna safnið. Allir komu brosandi út af því en það var miklu alvarlegri undirtónn á safninu þar sem ég var að vinna. Svo mér fannst ég kannski geta lært eitthvað af því sem átti sér stað þarna innan dyra,“ segir Sigurjón sem ákvað í framhald- inu að skrifa litla grein um safnið. Safnarar oft sérvitrir furðufuglar Þessi litla grein varð að heilli bók sem varpar ljósi á það hvernig Hið íslenzka reðasafn, sem í upp- hafi var grín, gagnrýnir starfsemi safna og gerir lítið úr hefðum vestrænna samfélaga, eðli sagn- fræðinnar, akademíunnar og menningarstofnana yfir höfuð. Bókin gerir líka grein fyrir hinum margþætta samfélagslega tilgangi safnsins og því hvernig það býður upp á öðruvísi þekkingarsköpun en almennt gengur og gerist, alltaf með leikgleð- ina og húmorinn að leiðar- ljósi. „Þegar ég kynntist Sigurði Hjartarsyni, upp- hafsmanni safnsins, þá opnaðist fyrir mér ákveðin sýn á þetta safn, eitthvað sem ég hafði ekki gert mér nægilega vel grein fyrir, og það er að Sigurður stendur fyrir það sem er kjarninn í sjálfri safnahug- myndinni, það er áhugi safnarans. Áhuginn er oft á tíðum sérstakur og á skjön, jafnvel pervertískur,“ segir Sigurjón og bendir á söfn sem í dag eru virtar stofnanir en áttu sér upphaf í starfi safnara sem þóttu oft á tíðum sérvitrir furðufuglar. Sjaldan fellur reður langt frá rótinni Sigurjón segir safnið grafa undan rótgrónum hug- myndum okkar um söfn sem menningarstofn- anir. „Sigurður notar safnið til að takast á við ákveðin tabú sem hafa verið viðloðandi ekki bara íslenskt samfélag heldur erlent líka. Tabú gagn- Sterk typpamenning á Íslandi Nýlega kom út bókin „Phallological Museum“, eða „Hið ís- lenzka reðasafn“, eftir Sigurjón Baldur Hafsteinsson, dósent í safnafræði við Háskóla Íslands. Bókin er í raun sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi því auk þess að útskýra tilurð og þróun safnsins staðsetur hún það og setur í samhengi við alþjóð- legt og menningarpólitískt landslag á Íslandi. Þannig verða æxlunarfæri karlspendýra, á léttan og frekar óakademískan hátt, einmitt í anda sjálfs safnsins, tilefni til samfélagslegrar greiningar á íslenskri menningarpólitík á árunum fyrir hrun. vart æxlunarfærum karldýra sem eru þá þessi typpi. Þú þarft ekki annað en að fara inn á náttúruminjasöfn og líta eftir æxlunarfærum, sem óhjákvæmilega eru hluti af öllum karldýrum, til að sjá að þau eru ekki til staðar því þau eru alltaf falin. Sigurður dregur þennan líkamspart sem hefur verið falinn fram í ljósið og gengur þá í leiðinni gegn ákveðinni hefð,“ segir Sigurjón og bendir á að í þeim skilningi sé stofnunin róttæk. „Annað róttækt stef í safninu er hvernig Sigurður leikur sér að tungumálinu og tiltrú Íslendinga á því. Hann gengur mjög langt í því að grafa undan heilagri mynd bókmennta og orðtaka og býr til að mynda til rann- sóknarstofnun innan safnsins, auk þess að búa til orðatiltæki eins og „Sjaldan Sigurjón Baldur Haf- steinsson, dósent í safnafræði við Háskóla Íslands, hefur gefið út bók um Hið íslenzka reðasafn. hér klórar Sigurjón sér með pung- klóru. Ljósmynd/Hari Stærsti reðurinn í safninu er af búr- hval. 18 viðtal Helgin 25.-27. apríl 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.