Fréttatíminn - 25.04.2014, Síða 37
heilsa 37Helgin 25.-27. apríl 2014
FYRIRLESARAR OG KENNARAR
Heilsunámskeið
Sumar 2014 - 2 vikur
Sími 512 8040 | www.heilsuhotel.is | heilsa@heilsuhotel.is
Heilsuhótel Íslands | Lindarbraut 634 | 235 Reykjanesbær
Hjúkrunarfræðingur BSc heilsuvísindi ÍAK einkaþjálfari
Ásdís Ragna
Einarsdóttir
Grasalæknir
Heilsa, hvíld og gleði
Vigdís
Steinþórsdóttir
Chad
Keilen
Ásta Mjöll
Óskarsdóttir
2. - 16. maí, 5 herbergi laus
6. - 20. júní, vinsæll tími
Bókanir í síma 5128040 heilsa@heilsuhotel.is
*Staðfestingargjald 40.000.- Flest stéttarfélög og fyrirtæki styrkja þátttakendur
KYNNING
J óhanna Eiríksdóttir frétti af Heilsuhóteli Ís-lands hjá vinkonum sínum sem dvalið höfðu þar. „Þær dásömuðu dvölina á allan hátt svo
ég varð forvitin og ákvað að skella mér þangað,“
segir Jóhanna sem dvalið hefur fjórum sinnum á
Heilsuhóteli Íslands á síðastliðnum tveimur árum.
„Þetta er það besta sem ég geri fyrir sjálfa mig. Mér
finnst lágmark að dvelja í viku en alveg yndislegt
ef ég næ tveimur vikum. Það er alltaf dásamlegt að
ganga þarna inn og mér líður eins og á fimm stjörnu
hóteli. Ég kem alltaf til baka sem ný manneskja því
dvölin bætir heilsuna, lundina og húðina,“ segir
hún.
Hollur og góður matur
Á Heilsuhóteli Íslands starfa næringarfræðingar
sem veita gestum faglega ráðgjöf um hollt mat-
aræði. Jóhanna kveðst ekki dvelja á Heilsuhótelinu
til að grenna sig, heldur til að læra að borða góðan
mat. „Ég fer alltaf fróðari heim og betur meðvituð
um þarfir líkamans til að viðhalda góðri heilsu.
Maður á það til að borða óhollan mat og þá er gott
að dvelja á Heilsuhótelinu og rétta sig af og lifa ein-
göngu á hreinni fæðu og losa sig við óæskileg efni.
Þetta er eins og afeitrun og ekkert hveiti, sykur eða
kaffi í boði, heldur aðeins hollur og hreinn úrvals
matur.“
Boðið er upp á morgunmat, hádegismat og kvöld-
mat og er mataræðið byggt þannig upp að gestir
finni ekki til svengdar. „Það er mikið af grænmeti
á boðstólum, annað hvort hrátt eða soðið. Í fyrsta
sinn þegar ég dvaldi á Heilsuhótelinu fann ég fyrir
fráhvörfum þegar koffín, sykur og hveiti var að fara
úr líkamanum. Þá gerði ég mér grein fyrir því hvað
þessi efni eru mikið eitur,“ segir Jóhanna.
Skemmtileg dagskrá daglega
Heilsuhótel Íslands er staðsett rétt fyrir utan
Reykjanesbæ, á gamla varnarsvæðinu sem nú
nefnist Ásbrú. Hvern dag er spennandi dagskrá
sem byrjar með jógatíma klukkan sjö. Eftir það eru
gönguferðir í boði og svo morgunverður klukkan
9. Eftir morgunmatinn fara margir gesta í gufubað
og heitan pott. „Sjálf fer ég alltaf í infra-rauðan
klefa sem hitar líkamann að innan og svo bursta ég
húðina. Ég kem út þaðan eins og ungbarn,“ segir
Jóhanna. Eftir það tekur hvíld við og er hádegis-
verður borinn fram klukkan 14. „Eftir hádegi eru
svo gönguferðir um Reykjanesið sem er alveg
magnaður staður. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir
því áður. Síðdegis eru svo fyrirlestrar og á kvöldin
ýmsar skemmtilegar uppákomur.“ Á Heilsuhóteli
Íslands starfa nuddarar og segir Jóhanna virkilega
gott að nýta sér það.
Góður andi
Gestir á Heilsuhóteli Íslands koma ýmist einir eða
í hópum. „Ég hef bæði farið ein og með vinkonum
mínum. Það er lítið mál að fara ein því meðal
gestanna skapast virkilega góður andi. Heilsu-
hótelið er alveg frábær staður og eins og nokkurs
konar kærleikshorn sem maður fer inn í. Ég hlakka
alltaf til að koma aftur.“
Það besta fyrir heilsuna og lundina
Jóhanna
Eiríksdóttir
dvelur tvisvar
sinnum á
ári á Heilsu-
hóteli Íslands
þar sem
hún ræktar
líkama og
sál. Hún
segir hótelið
magnaðan
stað sem hún
hlakkar alltaf
til að koma
aftur á.
Jóhanna Eiríks-
dóttir segir alltaf
dásamlegt að dvelja
á Heilsuhóteli Ís-
lands. Þar fræðist
hún um mataræði og
nýtur þess að borða
eingöngu hreina
fæðu.